Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Tæki og tól til sýnis SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutnmgamenn sýndu tæki sín og tól í göngugötunni í Hafnarstræti og komu íjölmargir til að fylgjast með. Aðalfundur Landssambands slökkviliðsmanna hófst á Akureyri síðdegis í gær en meðal annars liggur fyrir þinginu að sameina Landsamband sjúkraflutningamanna og Landssamband slökkviliðsmanna. Af því tilefni verður á Fosshótel KEA pallborðsumræða undir yfírskriftinni „Sjúkraflutningar í nútíð og framtíð" og er hún opin öllu áhugafólki. Þá mun Hilmar Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Islands, fjalla um samstarfsverkefni félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak í brunamálum, magninnkaup og væntanlegt útboð á slökkvibifreiðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Húsmóðir þrífur A sama tima og sýning slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóð yfír kom listakonan Anna Richards en hún hefur í allan vetur staðið fyrir gjörningi í göngugötunni með yfirskriftinni „Húsmóðir þrífur“. Fjöldi fólks fylgdist með gjörningnum og hafði gaman af en Anna fékk að þessu sinni stórvirk tæki til þrifanna og mátti sjá ótta á andlitum áhorfenda þegar bunan úr brunaslöngu slökkviliðsins stóð beint upp í loftið. Morgunblaðið/Kristján Daníel leikur í Safnaðar- heimilinu DANIEL Þorsteinsson píanó- leikari flytur tvö verk eftir Jo- hann Sebastian Bach, Franska svítu nr. 6 í E-dúr og tvær prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperierte Klavier II á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 11. apríl, kl. 20.30. A tónleikunum leikur Daníel einnig tvær sónötur eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Daníel hefur stundað tónlist- arnám á Islandi og Amsterdam og hefur hann tekið virkan þátt í tónlistarlífi, haldið tónleika heima og í útlöndum auk þess sem hann hefur gert upptökur fyrir útvarp og útgáfur. Daníel er í CAPUT-hópnum. Tvísýni lýkur SÝNINGU þeirra Aðalsteins Svans Sigfússonar og Erlings Val- garðssonar í Deiglunni lýkur um helgina. Hún ber yfirskriftina Tví- sýni og verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. ------------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn verður í Dvalarheimil- inu Hlíð á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjömsson messar. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld, 12. apríl. Morgun- bæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12 á fimmtudag og hefst hún með orgelleik. GLERÁRKIRKJA: Bænasamvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun. Sameiginlegt upphaf. Sr. Hannes Öm Blandon þjónar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöld- ið. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12.20 á miðvikudag, 14. apríl. Séra Guðmundur Guðmundsson stjómar. Léttur hádegisverður í safnaðarsal eftir athöfn. Fjöl- skyldusamvera í safnaðarsal eftir athöfn. Fjölskyldusamvera kl. 10 til 121 á fimmtudag, Egill Jónsson bamatannlæknir fjallar um flúor og tannhirðu bama. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 sama dag og ung- lingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á miðvikudag, 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára kl. 17 á fostudag. Flóa- markaður á föstudögum frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 til 21 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun. Biblíukennsla fyrir alla aldurs- hópa, G. Theodór Birgisson sér um kennsluna. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Vakninga- samkoma sama dag kl. 16.30, Dögg og Fjalar frá Húsavík predika. Mikill og líflegur söngur, fyrirbæn, bamapössun fyrir böm yngri en 6 ára. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvunarorð úr ritningunni. BALENO Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og þaðleynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Gott endursöluverð? • Allan þennan staðalbúnað?: 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður Samlitaðir stuðarar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.