Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.04.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 23 Tölvumiðstöð Sparisjóðanna 10 ára Hefðbundin bankaútibú á útleið? HEFÐBUNDIN bankaútibú munu hugsanlega víkja á sumum stöðum í framtíðinni fyrir rafrænum útibúum þar sem viðskiptavinimir afgreiða sig sjálfir að mestu leyti. Þetta kom meðal annars fram í máli Jónasar Reynissonar, sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Hafnarfjarðar, á ráð- stefnu sem haldin var í gær með starfsfólki sparisjóðanna í tilefni af 10 ára afmæli Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna. Inntak ráðstefnunn- ar var framtíðin og hvert væri stefnt í upplýsingatæknimálum sparisjóðanna. Á ráðstefnunni flutti einnig erindi meðal annarra Sæmundur Sæ- mundsson, framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, og kynnti hann fundarmönnum ýmsar hugmyndfr um framtíð tölvumið- stöðvarinnar, en meðal annars er Tölvumiðstöðin að huga að rekstr- arformi fyrirtækisins. Þar er m.a. horft til hugmyndar frá tölvumið- stöð norskra sparisjóða, Fellesdata A/S, sem gert var að sjálfstæðu hlutafélagi og vinnur jafnframt verk fyrir utanaðkomandi og hafa þær breytingar þótt takast vel. Nýtt sölukerfí Sparisjóðimir munu bráðlega taka í notkun nýtt sölukerfi sem verður notað m.a. til að stýra sam- skiptum við notendur, og í fram- haldinu bætist við kerfi sem sér um verkferli kringum útlánastarfsemi. Þetta veldur miklum breytingum á rekstri afgreiðslustaða sparisjóð- anna þar sem áherslan verður á samskipti við hvem viðskiptavin fyrir sig, sagði Sæmundur Sæ- mundsson í samtali við Morgun- blaðið. „Kerfið, sem keypt var af Felles- data í Noregi og nefnist FD Front, mun verða notað til að stýra m.a. sölu og samskiptum við notendur, verkferli kringum útlánastarfsemi og eftirht með henni. Þetta er viða- mikið kerfi og nokkurra ára verk- efni að koma þessu á hjá okkur,“ segir Sæmundur. „Kerfið ræður við að dreifa verk- efnum niður á einstaka starfsmenn, segja til um hvaða starfsmenn eigi að hafa samband við hvaða við- skiptavini og hvað eigi að gera. Það fylgist svo með öllum samskiptum og hvemig hver einasta markaðs- herferð gengur fyrir sig. Yfirmenn geta fylgst með árangrinum, hve mikið er búið að selja, hversu marga er búið að hafa samband við og svo framvegis." Breytt hugsun Sæmundur segir að með þessum breytingum séu sparisjóðimir að yf- irgefa þann hugsunarhátt að spari- sjóðimir reki afgreiðslustaði, en í staðinn sé verið að vinna með hverj- um viðskiptavini fyrir sig og þjóna honum persónulega. „Með þessu er- um við í raun að snúa dæminu við frá því sem verið hefur og ger- breyta áherslum." Að sögn Sæmundar munu af- greiðslustaðir taka breytingum og hafa þegar gert það með nýju af- greiðslukerfi sem þróað er af Tölvu- miðstöðinni og EJS hf. „Við emm hættir að prenta á skjöl, á innleggs- og úttektarmiða og aðrar kvittanir. I dag prentum við bara á strimil eins og í stórmörkuðum með lista yfir færslur. Þú kvittar fyrir með rafrænni undirskrift og við geymum undirskriftina þína,“ segir Sæ- mundur, og bætir við að kerfi þetta hafi vakið mikla athygli og hafi Landsbankinn fest kaup á því til uppsetningar í sínum útibúum á liðnu ári. Rafrænar dreifileiðir ódýrari Erindi Jónasar Reynissonar nefndist „dreifileiðir fjármálafyrir- tækja í framtíðinni“. Kynnti hann fyrir fundarmönnum hvernig áherslan er að færast í auknum mæli til sjálfvirkra rafrænna dreifi- leiða á fjármálaþjónustu. Það feli í sér að almenningur muni sækja sér bankaþjónustu m.a. í gegnum síma, farsíma, tölvusjálfsala af ýmsu tagi, heimabanka á Netinu og gegnum gagnvirkt sjónvarp, auk hefðbundn- ari gerða bankaþjónustu. ,Ástæðan fyrir þessari þróun í rafrænar dreifileiðir er einfaldlega sú að þær eru ódýrari heldur er hin- ar,“ sagði Jónas Reynisson í samtali við Morgunblaðið. „Niðurstaðan af þessu er sú að þessar rafrænu dreifileiðir geta að mörgu leyti kom- ið í staðinn fyrir hið gamla útibú. Einnig geta bankar blandað þessu saman við hefðbundin útibú. Sú þró- un virðist vera að eiga sér stað í Bandaríkjunum, en þar telja menn að hefðbundin útibú muni áfram verða mikilvæg en þau muni kannski breytast.“ Jón Ragnar Höskuldsson hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna kynnti einnig svonefnda gagnaskemmu, eða „data warehouse" á ensku, sem Tölvumiðstöðin hyggst koma í gagnið með vorinu fyrir sparisjóð- ina. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að í gagnaskemmu og gagnasmiðju væri ítarlegum upp- lýsingum um viðskipti og aðgerðir safnað skipulega saman í tímaröð og unnið úr þeim, og myndi þetta nýtast sem stjórnunartæki fyrir stjómendur sparisjóðanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg RAFRÆNAR dreifíleiðir fjármálaþjónustu munu sækja á, sagði Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, á 10 ára afmælisráðstefnu Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna. Burknar Græna þruman Gróðurmold
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.