Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 42
42 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þetta má
ekki segj a
„Enginn þingmaður má greiða atkvæði
með fjárveitingu til sjálfs sín. “
64. grein þingskaparlaga frá 1991.
Eftir Kristján
Jónsson
Við notum ýmsa
vamagla í vlðskipt-
um án þess að þar
með sé verið að
dylgja um ósann-
sögli eða svik. Pegar ég tek út
peninga í bankanum er ég beð-
inn um skilríki og fínnst það
ekkert undarlegt. Eg yrði
hvumsa ef afgreiðslumaðurinn
segði strax að ég gæti látið skil-
ríkin eiga sig; heiðarleikinn
skíni nefnilega af mér.
Pví miður, svona trúgjömum
fáráðlingi treysti ég nú ekki til
að afgreiða mig skammlaust og
sný mér því að
VIÐHORF næsta af-
greiðslumanni.
Gert er ráð
fyrir að bestu
menn geti verið breyskir, að
persónulegar aðstæður þeirra
geti brenglað dómgreind og
hlutlægni. Við treystum t.d. yf-
irleitt dómskerfinu en dómari
sem er of nátengdur ákveðnu
máli af einhverjum orsökum,
t.d. vegna ættartengsla eða
beinna fjárhagslegra hagsmuna,
er vanhæfur og víkur auðvitað
sæti þegar umrætt mál kemur á
borð hans.
Ráðherra taldi sig fyrir
skömmu ekki geta kveðið upp
úrskurð í máli sem varðaði
skipulag vegna þess að hann
væri ættingi eins málsaðila.
Annar ráðherra gerðist því um-
hverfisráðherra tímabundið í
hans stað og kvað upp úrskurð í
deilunni.
En vandamál af þessu tagi
virðast yfirleitt ekki flækjast
mikið fyrir íslenskum þing-
mönnum.
Hvað eru mörg dæmi um að
alþingismenn sitji hjá í at-
kvæðagreiðslu um kvóta eða
annað og beri því við að þeir
óttist að eiginhagsmunir geti
brenglað þeim sýn? Að sögn
heimildarmanna skrifara er slík
hjáseta nær óþekkt hér. Al-
menn ákvæði laga um vanhæfi
ná ekki til þingmanna, þeir hafa
sjálfdæmi í þeim efnum. í þing-
skaparlögum er reyndar eitt
ákvæði um þessi efni; menn
mega ekki greiða atkvæði með
fjárveitingu til sjálfs sín! Pen-
ingarnir þurfa sem sagt að vera
bókstaflega eymamerktir
ákveðnum þingmanni til að
ástæða sé að velta fyrir sér
hagsmunaárekstri.
Eigi þingmaður hlut í t.d.
fiskiskipaútgerð eða líftæknifyr-
irtæki, reki jafnvel fyrirtækið, er
það í sjálfu sér ágætt. Hann hef-
ur þá vonandi meiri innsýn en
ella í atvinnulífið. Hann er þá
betur að sér um raunveruleik-
ann sem forráðamenn fyrirtækja
þurfa að kljást við, reglugerða-
frumskóginn sem lúsiðnir of-
stjórar og blýantsnagarar í kerf-
inu rækta og veit betur en ýmsir
aðrir hvar skórinn kreppir.
En - og því má aldrei gleyma
- hann er líka milli steins og
sleggju ef þjóðarhagur rekst
illa á hagsmuni fyrirtækisins
sem hann á eða á hlut í. Þetta
blasir við. Á þingmaður að
greiða atkvæði með lögum sem
stangast beinlínis á við einka-
hagsmuni hans þegar nauðsyn
krefur? Á hann umsvifalaust að
saga í sundur greinina sem
hann situr á ef ótvíræðir hags-
munir þjóðarinnar krefjast
þess? Við vonum að hann geri
það en erum ekki svo bláeygð
að treysta því.
„Nafngreindu þingmennina
sem þú tortryggir!“ er sagt með
þjósti, rétt eins og verið sé að
benda á sökudólga í svikamáli.
Segjum að ég leggi til að við
treystum framvegis sérhverjum
dómara til að dæma í öllum
málum, jafnvel í máli makans
gegn þriðja aðila, að ég vilji að
lagaák\'æði um vanhæfi verði
afnumin. Þá mótmælir vafalaust
einhver. Má ég þá heimta að
hann nafngreini ísienska dóm-
ara sem hann treysti ekki?
Málið snýst um gegnsæi, rétt
okkar til að vita sem mest um
málavexti þegar teknar eru
ákvarðanir í þjóðmálum, allar
forsendur þingmanna sem hægt
er að upplýsa.
Þjóðþing í mörgum löndum
hafa skýrar reglur um að nýr
þingmaður skuli gera opinber-
lega grein fyrir eignum sínum
og fjárhagslegum tengslum,
ekki síst hlutafjáreign. Mark-
miðið er að torvelda mönnum að
dylja hagsmunatengsl sem geti
skaðað löggjafarstarfið. Engar
slíkar upplýsingareglur gilda
hér á landi, almenningur verður
að láta slúðrið eitt duga.
Kröfur um vandaðri stjórn-
sýslu og gegnsæi aukast og með
þeim er ekki verið að væna um
óheiðarleika heldur fyrirbyggja
slys. Reglur um val fulltrúa í
framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins voru nýlega hert-
ar að gefnu tilefni. Þeir verða
nú að upplýsa allt um fjárhags-
leg persónutengsl sem gætu
valdið spillingu. Þetta er ekki
hnýsni heldur eðlileg varkárni.
I Bandaríkjunum er eftirlit
þingnefnda í þessu skyni svo
harkalegt að mörgum finnst
nóg um atganginn og segja að
um ofsóknir sé að ræða. Við
gætum reynt meðalhófið.
Þegar ég heyri þingmann
mæla með því að Islensk erfða-
greining fái einkaleyfi til rann-
sókna á heilsufarsupplýsingum
eða mæla með óbreyttu gjafa-
kvótakerfi eru það í fyrstu at-
rennu rökin sem hann eða hún
notar sem skipta mig máli. En
að sjálfsögðu er líka mikilvægt
að staðreyndir séu ljósar. Eg vil
geta sjálfur vegið og metið alla
þætti, eins og líkurnar á því að
umræddur þingmaður sé einnig
að biðja starfssystkin sín að
tryggja sér áfram ómældar
tekjur af hlutabréfum.
Eg er ekki að dylgja um
óheilindi eða skrök af hálfu ein-
stakra þingmanna, aðeins að
gera ráð fyrir að á Alþingi sitji
að líkindum fólk en ekki 63 dýr-
lingar.
Enginn er að krefjast þess að
fá upplýsingar um einkamál
þingfulltrúa önnur en þau fjár-
mál sem augljóslega geta skipt
máli í atkvæðagreiðslum um
fjárveitingar og lagasetningu.
En þingseta er ekki eins og
hver önnur vinna og þess vegna
verður að gera sérstakar kröfur
til þeirra sem hana stunda.
Vilja líklegir nýliðar á þingi
sýna gott fordæmi og upplýsa
okkur - helst fyrir kosningar?
EVELYN Glennie og Áskell Másson.
Morgunblaðið/Kristinn
Verki Áskels Mássonar vel tekið í Kennedy Center
„Gifurlega sterk
stemmning í salnum“
SKOSKA slagverksleikaranum
Evelyn Glennie var geysivel tekið á
opnunartónleikum þriggja daga
slagverkshátíðar í Kennedy Center
í Washington á fimmtudagskvöld.
Þar lék hún einleik með bandarísku
sinfóníuhljómsveitinni National
Symphony Orchestra undir stjórn
hins kunna hljómsveitarstjóra Le-
onard Slatkins í verki Áskels Más-
sonar, Konsertþætti fyrir sneril-
trommu og hljómsveit.
„Þetta var virkilega stór stund
og gífurlega sterk stemmning í
salnum," sagði Áskell í símtali við
Morgunblaðið í gær, þar sem hann
var staddur í Washington, en hann
var kallaður upp að flutningnum
loknum. Uppselt var á tónleikana
en Kennedy Center tekur hátt á
þriðja þúsund manns í sæti. „Það
var mjög gaman að hitta hljóm-
sveitarstjórann, Leonard Slatkin,
sem er aðalstjórnandi þessarar
hljómsveitar, sem er þjóðarhljóm-
sveit Bandaríkjanna," sagði hann
ennfremur.
Er að ljúka við að skrifa stóran
konsert fyrir Evelyn
„Það var líka gaman að hitta
Evelyn, en hún hefur verið að flytja
þetta verk með mörgum þekktum
sinfóníuhljómsveitum hér í Banda-
ríkjunum að undanförnu. Ætli það
séu ekki svona tvö eða þrjú ár síðan
hún spilaði það íyrst. Núna eftir
nokkrar vikur er hún að fara að
spila það með Cleveland Orchestra,
svo eitthvað sé nefnt,“ segir Áskell.
Verkið samdi hann árið 1982 og var
það frumflutt á hátíð ungra nor-
rænna tónlistarmanna síðar sama
ár. „Eins og dóttir mín sagði: Æi
pabbi, þetta er eldgamalt verk!“
segir Áskell og hlær. „En ég er
mjög ánægður með að hafa farið
hingað, því eftir að maður er búinn
að semja þessi verk þá er það svo
sjaldan sem maður getur fylgt þeim
eftir," heldur hann áfram.
Um þessar mundir er Áskell að
ljúka við að skrifa stóran konsert
fyrir Evelyn Glennie. Hann heitir
einfaldlega Slagverkskonsert og
mun taka um hálftíma í flutningi.
„Þetta er geysilega stórt verk íyrir
sinfóníuhljómsveit og slagverksein-
leikara og hún er búin að biðja mig
um frumflutningsréttinn á því. Mig
langar til að það verði frumflutt
héma, með þjóðarhljómsveit
Bandaríkjanna," segir hann.
Vaka til heiðurs Þorsteini
Valdimarssyni í Salnum
VAKA til heiðurs Þorsteini Valdi-
marssyni skáldi verður haldin í
Salnum í nýja tónlistarhúsi Kópa-
vogs í dag. Að vökunni standa
Kópavogsbær og tónlistarfólk í
bænum auk annarra. Þar munu
Signý Sæmundsdóttir söngkona og
Anna Guðný Guðmundsdóttir pí-
anóleikari flytja lagaflokk eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson við ljóð Þor-
steins, lesarar munu lesa uppúr
verkum hans og þrír kórar koma
fram. Það em Skólakór Kársness-
skóla, en stjórnandi hans er Þórunn
Björnsdóttir, og Kór Menntaskól-
ans í Hamrahlíð og Hamrahlíðar-
kórinn sem stjórnað er af Þorgerði
Ingólfsdóttur.
Skáldið Þorsteinn Valdimarsson
hefði orðið áttrætt sl. haust hefði
það lifað en Þorsteinn dó langt fyrir
aldur fram fyrir tuttugu og tveimur
áram. Eftir hann liggja níu ljóða-
bækur og stórt safn þýðinga á söng-
leikjum, óperam og söngtextum.
Hann hefur auk þess verið einkar
þekktur fýrir limrarnar sínar.
Þorgerður Ingólfsdóttir hefur
lengi unnið með söngtexta og ljóð
Þorsteins Valdimarssonar og hún
var spurð nánar út í kynni sín af
skáldinu og hvaða verk kórar henn-
ar muni flytja við vökuna.
„Þorsteinn Valdimarsson var
mjög músíkalskur maður. Hann las
Þorsteinn Þorgerður
Valdimarsson Ingólfsdóttir
nótur og söng vel. Það lék í höndum
hans að þýða óperar og sönglög því
ekki naut hann bara góðs af skáld-
skaparhæfileikum sínum heldur gat
hann líka sungið þetta allt. Þess
vegna átti hann mjög auðvelt með
að láta skáldskap fylgja tónmáli og
gerði það vel. En það getur oft ver-
ið erfitt að ná hrynjanda þegar t.d.
þýtt er úr tungumálum sem hafa
allt aðrar áherslur en íslenskan.
Það var alltaf gaman að leita tO
hans og biðja hann um að þýða fyr-
ir sig þó ekki hafi liðið langur tími
af minni starfsævi og þangað til
hann lést. En ég þekkti hann frá
því ég var barn. Hann var vinur
foreldra minna og þýddi mikið fyrir
Pólýfónkórinn sem pabbi minn,
Ingólfur Guðbrandsson, stjórnaði.
Pabbi stjórnaði líka barnakóram og
óhemju mikið af þýddum ljóðum við
barnalög eru til eftir Þorstein.
í Salnum mun Hamrahlíðarkór-
inn flytja tvo tónbálka. Annar bálk-
urinn er eftir Béla Bartók og bygg-
ir á slóveskum þjóðvísum og hinn
bálkurinn byggist á júgóslavískum
þjóðvísum í tóngerð tónskáldsins
Mátyás Seiber. Þýðingar Þorsteins
á textum þessara bálka lúta full-
komlega músíkölskum lögmálum
tónsmíðanna.
Svo munum við framflytja nýtt
tónverk eftir Fjölni Stefánsson
skólastjóra Tónlistarskóla Kópa-
vogs en það er samið við átta limr-
ur Þorsteins. Og þrjár aðrar limrar
munum við einnig flytja en þær
fluttum við íyrst fyrir tuttugu og
fimm áram og höfum flutt þær æ
síðan víða um heim við ómælda at-
hygli. Páll P. Pálsson samdi tónlist-
ina við þær. Þá verður á efnis-
skránni lag frá Sviss sem Þorsteinn
orti fjóð við.
Þorsteinn var óvenju næmur
maður. Tónlistaræð hans sló svo
djúpt í brjósti hans og var algjör-
lega samofin skáldskaparhæfileik-
um hans. Mér þótti hann vera hálf-
gerður Orfeus sem situr með hörpu
og getur laðað allt að sér með ljóði
og söng,“ sagði Þorgerður Ingólfs-
dóttir að lokum.
Tónleikarnir í Salnum í nýja tón-
listarhúsi Kópavogs hefjast klukk-
an 20.30.