Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 48

Morgunblaðið - 10.04.1999, Side 48
j48 LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ JON LINDAL FRANKLÍNSSON + Jón Líndal Franklínsson fæddist á Litla- Fjarðarhomi í Kollafirði í Stranda- sýslu 3. jiíní 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 16. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 27. mars. Elsku afi minn er látinn eftir langa bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Þegar ég hugsa um afa kemur margt skemmtilegt upp í hugann, t.d. þegar þið amma áttuð heima á Núpi, þá hjálpaði ég þér við að slá túnið sem var mjög stórt, og oft sátum við inni og spiluðum á spil og ég var nú kát þegar ég vann þig. A Þorláksmessu sauðstu skötuna úti í bflskúr og við sátum á sólstól- unum og þú sagðir mér frá lífinu á Litla-Fjarðarhorni í gamla daga. Síðustu mánuði vai’stu að mestu rúmfastur. Þegar ég kom í heim- 1 sókn til þín var gott að leggjast hjá þér upp í rúm og spjalla um heima og geima. Aldrei kvartaðir þú, varst alltaf ágætur ef spurt var um líðan þína, en spurðir alltaf frétta af öðrum og varst ánægður þegar vel gekk hjá öllum. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði. Þín Margrét. ' Mig langar til þess að minnast í nokkrum orðum hans afa Jóns sem barðist hetjulega við illvígan sjúk- dóm síðustu árin. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands laugardagskvöldið 13. mars og það var skrít- ið að heimsækja hann daginn eftir fárveikan því að hann sló á létta strengi eins og allt væri í lagi, eins og hans var reyndar von og vísa. Hann var tengdur við ýmis tæki og sagðist vera eins og heil virkjun - svo hló hann. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki spjallað oftar við afa því hann hafði skoðanir á öllu. Einnig var skemmtilegt að hlusta á hann segja frá, af því að frásagnargleðin var svo mikil. Ogleymanlegar eru líka ferðirnar sem ég fór með afa þegar hann keyi’ði mjólkurbflinn. Þá sagði hann manni hvað öll fjöll og bæir hétu. Eg var ansi montin þegar ég þekkti Litla og Stóra Dímon. Svo gengum við á Litla Dímon og afi kenndi mér að ganga niður fjöll. Afi Jón var laghentur og það lék allt í höndunum á honum, hvort sem hann var að prjóna, smyrna, leira eða smíða. Þegar ég var lítil og nýbyrjuð að reyna að prjóna kom ég í eina af óteljandi heim- sóknum til ömmu og afa á Núpi og sagði afa frá því rígmontin að ég kynni núna að prjóna. Hann fékk garn og prjóna hjá ömmu og bað mig að sýna sér, en minnið var ekki meira en svo að ég var búin að gleyma því litla sem ég kunni. Þá fór afi að kenna mér, en hann var alltaf svolítið stríðinn svo að ég treysti honum ekki alveg fyrir MINNINGAR kennslunni og hljóp til ömmu eftir hverja lykkju sem var prjónuð til þess að athuga hvort hann væri að gera rétt. Hann spilaði líka mikið við mig og var mikill refur í spilum eins og hann kallaði mig þegar ég náði að gabba hann. Alltaf var snyrtimennskan í fýr- irrúmi hjá honum og ömmu og ég held að snyrtimenni eins og þau séu vandfundin. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra þegar þau bjuggu á Núpi og ekki síður eftir að þau fluttust í Seftjörnina. Það var líka gaman að hitta þá saman afa og Benna bróður hans, en þeir vora ekki að skafa utan af hlutun- um ef þeim mislíkaði eitthvað - þá var mikið bölvað. Eg vil líka minn- ast á tvær ferðir sem við fórum með afa og ömmu 1995 og 1996. Þá fyrri fóram við í sumarbústað í Munaðarnes og þá seinni í Veiði- vötn. Það var svo gaman að þau komu með okkur því þetta voru síðustu ferðalög afa og hann hafði svo gaman af þeim. Afi var nú ekkert að flíka því að hann væri veikur en hafði meiri áhyggjur af öðrum í kring- um sig. Hann lá í nokkra daga á Landsspítalanum í vetur og við vorum að ræða um launamál í landinu. Þá kemur inn ung stúlka með kaffi og gellur þá í afa að þessi hafi nú örugglega ekki mik- ið kaup. Hann spurði hana svo um hennar launamál og fussaði svo og sveiaði yfir þeim. Svona var afi, hann vildi að allir væru jafnir. Síðustu mánuðina var hann meira og minna rúmliggj- andi og þegar við vorum að heim- sækja hann og ömmu lagðist maður oft upp í rúm hjá honum og við ræddum kannski um veik- indin, en hann vildi frekar vita hvernig við hefðum það, ekki var hann að kvarta, hann hafði það alltaf sæmilegt að eigin sögn. Elsku amma, við verðum að vona að honum líði betur núna, en þú hefur verið sannkölluð hetja og staðið eins og klettur við bak afa í veikindunum fram á síðasta dag. Ef það er ekki hetjudáð veit ég ekki hvernig hún er. Þórann Borg Olafsdóttir. Hann afi minn var vel lesinn maður og átti margar bækur. Á mínum menntaskólaárum fékk ég lánaðar bækur hjá honum þegar ég átti að lesa fræg íslensk bók- menntaverk. Þegar kom að því að ég þurfti að lesa Brennunjálssögu og Sjálfstætt fólk fékk ég þær að sjálfsögðu lánaðar hjá honum. Fyiir mér virtist það nánast óyfir- stíganlegt verk að lesa þessa þykku doðranta en hann afi minn sagði að hann hefði hér á árum áð- ur lesið þessar tvær bækur einu sinni á ári af því maður fengi svo góðan orðaforða af þeim lestri. Og góðan orðaforða hafði hann afi minn og gat 'meðal annars frætt mig á því að á Ströndunum hefðu fötur ekki aðeins heitað fötur held- ur líka spöndur og skjólur, allt eft- ir frá hvaða bæjum þær voru ætt- aðar og úr hvers konar efniviði þær voru. Bækurnar hans afa míns báru þess líka merki á allan hátt að þær væru marglesnar, það brakaði ekkert í kilinum þegar þær vour opnaðar og blaðsíðurnar voru ekki lengur hvítar. Hann afi minn er líka sá eini sem ég hef þekkt sem hefur lesið alla Biblíuna þó honum hafi nú ekki þótt mikið til þeirrar bókar koma. Eg man líka eftir því að stund- um þegar ég var yngri las hann afi minn hátt fyrir mig og ömmu um hana „Lillu Heggu“ eftir Þórberg Þórðarson og ég furðaði mig á því hvernig svona fullorðinsbók gæti verið svona skemmtileg. Mér finnst sárt að geta ekki fylgt honum afa mínum síðasta spölinn, en ég mun ganga með honum í huganum og geyma minn- ingarnar um hann í hjartanu. Arna Ir. Lokið er lífsgöngu öðlingsins Jóns Franklínssonai’. Drengur góður er fallinn fi’á. Kynni okkar Jóns hófust fyrh’ alllöngu þegar hann starfaði sem mjólkurbflstjóri og sótti mjólk- ina til mín eins og annarra mjólkur- bænda. Alla tíð síðan hef ég gert mér grein fyiir að þar fór gegnheill drengskaparmaður. Greiðasemi og hjartahlýja virtist slá í takt hjá þeim hjónum báðum og aldrei virtist of- gert fyrir nokkum mann. Með eftfi’farandi ljóðlínum lang- ar mig að minnast Jóns nú þegar hann hefur lagt augun aftur í hinsta sinn. Hugur minn er harmi bitrum sorfmn, hljómar fyrir eyrum fregnin þunga. Yfír dauðans miklu móðu er horfinn mætur vinur sem mig gladdi unga. Man ég hvemig brosið hlýja og bjarta börnin til þín seiddi á vinafundum. Kærleiksglóð frá göfgu hreinu hjarta gladdi ungar sálir mörgum stundum. Glöggt er skráð í gegnum lífsins starfa greiðvikni sem vinir þínir hlutu. Handtak margt var leyst til þeirra þarfa, þjónusta sem dreifðar byggðir nutu. Þú hreina sál, sem geymdir Guð í hjarta en gerðir ekki að flíka hversdagslega. Minning þína hyllir heiðið bjarta, á hinstu stund þig kveð með sárum trega. (Jóhann Guðmundsson.) Nú að leiðai’lokum minnist ég með þakklæti allrar þeirrar hjartahlýju og tryggðar sem Jón veitti mér og mínum. Við í Skarði í Landi sendum ást- vinum öllum sem nú eiga um sárt að binda okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi minning um mætan mann lifa. Fjóla Runólfsdóttir. KRISTIN JÓNSDÓTTIR + Kristín Jónsdóttir fæddist á Veðramótum við Dyngjuveg í Reykjavík 2. júní 1933. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. mars siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Vig- fúsdóttir húsmóðir, f. 27. febrú- ■Q ar 1891 í Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu, d. 24. júlí 1946, og Jón Eyþórsson veð- urfræðingur, f. 27. janúar 1895 á Þingeyrum, Húnaþingi, d. 6. mars 1968. Kristín var yngst systkina sinna, sem eru: Björg, f. 17. ágúst 1922, Sverrir, f. 16. ágúst 1924, d. 18. janúar 1966, Eyþór, f. 15. maí 1927, Ingi- björg, f. 22. júní 1928, d. 22. október 1938, og Eiríkur, f. 12. september 1931. Kristín gift.ist Guðmundi Þór- Dadda frænka hefur kvatt þennan heim. Fáeinir mánuðir era . jsíðan hún greindist með illkynja sjúkdóm sem bar hana ofurliði langt um aldur fram. Sárt er að sjá á eftir henni fyrir okkur skyldfólkið, en sárastur er missir barna hennar og barna- barna sem umvöfðu hana ást og umhyggju til hinstu stundar. Lífshlaup Döddu var ekki alltaf auðvelt. Ung missti hún móður sína og hélt hópinn með systkinum sínum fram til fullorðinsára. Hún var mikil húsmóðir og „bamakerl- ing“ og líf sitt og krafta helgaði -^hún fjölskyldu sinni og eiga böm hennar eftir að byggja líf sitt áfram á þeirri alúð sem þau nutu. Hún varðveitti ætíð bamið í sálu sinni þótt mótbyr á lífsleiðinni hafi mótað hana og þroskað. Fyrir tveimur áram missti Dadda mann sinn Guðmund sem kenndi sér meins á miðjum aldri. ' "^Jún annaðist hann heima eins lengi og unnt var og er því skammt oddssyni tollverði, f. 23. desem- ber 1927 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 13. mars 1997, og eru börn þeirra: Þóroddur Ingi, f. 24. september 1951, Valgerður Kristín, f. 11. október 1956, og Auður, f. 22. mars 1961. Kristín stundaði nám við Hús- mæðraskólann að Hverabökk- um í Hveragerði sem ung stúlka. Hún starfaði m.a. við framreiðslustörf í skíðaskálan- um í Hveradölum, á Keflavíkur- flugvelli og víðar. Síðari árin vann hún ýmis störf svo sem í fiskvinnslu og við lagerstörf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga. Utför Kristínar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 19. mars að ósk hennar. stóri-a högga á milli fyrir ástvini. Það er ævintýraljómi yfir æsku- áram okkar hvar sem Dadda kem- ur við sögu, alltaf ljúfmannleg, fersk og hress. Okkur er fýrst og fremst þakklæti í huga fýrir að hafa átt hana að. Við ætlum að kveðja hana með litlu ljóði sem Unnur Bjarklind (Hulda) orti til foreldra hennar við dótturmissi þeirra árið 1938 sem á líka vel við nú. Sjá, eina perlu skorti í ykkar fagra sveig. Þið áttuð rósdýrð vorsins og sumars gróðrarteig, en aldrei hafði dauðans klukka ykkur vígslu boðað og aldrei logbjart stálsverð harmsins brjóstin táknum roðað. En nú er skipt um útsýn - og harmsins heita lind í hjartans fylgsnum streymir og laugar eina mynd, bamsins, sem að alvizkan, er enginn maður skilur, en aðeins finnur, nú á bak við tjaldið mikla hylur. Þið heyrðuð kall frá eilífð - og hugprúð fylgdust að í helga kirkju sorgar - og í duftsins yzta stað. Logasverðsins undratákn með þögn og þreki hyljið, að það er allra samraun, sem lifa, vel þið skiljið. Sjá, eina perlu skorti - hún heitir hjarta- sorg og helgar fegurst ástvini og auðgar þeirra borg. Að einskis væri ávant hana ykkur lífið sendi. - 0, að hún verði stjarna, er í hæðir hæða bendi. Blessuð sé minning hennar. Kristín, Svavar, Jón og Halldór, Bjargar og Svavarsbörn, Veðramótum. Mig langar að segja nokkur orð um hana ömmu mína Rristínu. Þeir sem þekkja til vita að ég hef búið hjá ömmu og afa Guðmundi nánast alla mína ævi. Ég var svona hálf- gert örverpi og allt gert til að ég hefði það sem best, sumir myndu kalla mig dekurdúkkuna hennar ömmu. Ferðirnar með ömmu og afa og vinafólki þeii’ra eru mér minnisstæðar, bíltúrar með afa, öll spilakvöldin þar sem helst var spil- aður manni, marías og kasína. Endalaust fengu vinkonur að gista hjá mér, oft nokkrar í einu, og þetta settu þau ekkert fyrir sig. Sömuleiðis hvöttu þau mig enda- laust áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Fyrir nokkram áram veiktist afi af alzheimer-sjúkdómnum. Fyrir tilstuðlan ömmu gat afi lengst af verið heima og annaðist hún hann sem best hún gat. Afi lést 13. mars 1997, tæplega sjötugur að aldri. I desember síðastliðnum greind- ist amma með þann illvíga sjúkdóm sem lagði hana að velli. Þetta var okkur reiðarslag, en eins og vana- lega brást amma við eins og henni einni var líkt. Það var hún sem hughreysti okkur og styi’kti. Hún undirbjó jólahátíðina af fullum krafti, enda mikið jólabarn í sér. Og þessi jól voru líka yndisleg og minnisstætt er fjölskyldujólaballið í Tónabæ sem var eiginlega haldið fyrir hennar tilstilli og veit ég að henni þótti mjög vænt um þennan dag. Upp úr áramótum fór smám saman að halla undan fæti og því ekki unnt að halda meðferð áfram. Amma naut umönnunar mömmu og Auðar móðursystur og dvaldi til skiptis hjá þeim. Þegar við Eldar fengum að flytja heim til ömmu tímabundið átti hún auðveldara með að vera heima en það var henni hjartans mál. Fimmtudaginn 11. mars sl. lést hún, fyrr en nokkurn óraði. Það er dýrmætt að hafa fengið að annast og aðstoða hana og launa þannig fyrir alla þá umhyggju sem hún hefur sýnt mér í gegnum tíðina. Ef ekki nyti við heimahlynningar Krabbameinsfélagsins væra sorgir og þrautir sjúklinga og aðstand- enda mun þyngri og kann ég þeim bestu þakkir fyrir umhyggju og góða nærvera. Blessuð sé minning ömmu minn- ar. Eva Einarsdóttir. MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR + Málfríður Sigrún Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1967. Hún Lést á Landspitalanum 24. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 30. mars. Elsku Fríða mín, það er ótrúlegt að þú sért farin fyrir fullt og allt. Það hafa verið foiTéttindi að eiga þig að vinkonu og fá að fylgja þér frá því við vorum unglingar. Ýmsar minningar skjóta upp kollinum, eins og spjall yfir kaffíbolla, fjörug barnaafmæli og skemmtilegar kvöldstundir við spilamennsku. Eg minnist þrítugsafmælis þíns fyrir hálfu öðru ári í sumarbústaðnum ykkar Bigga. Það var létt yfir okkur öllum, bæði fjölskyldu og vinum og glöddumst við ekki síst yfir því að svo virtist sem þú hefðir unnið sigur á vágestinum sem hafði barið svo harkalega að dyrum rúmum þrem- ur árum fyrr. Ekki hvarflaði það að mér þá að þessi vágestur myndi berja að dyrum aftur og koma í veg fyrir að við fengjum að njóta sam- vista við þig næstu áratugina. Síðasta ár er mér sérstaklega dýrmætt og þá ekki síst ófáir dag- arnir á Þingvöllum. Það var nota- legt að geta skroppið austur um helgar og njóta samverunnar við ykkur öll í fjölskyldunni. Bjartsýni þín og baráttuþrek var ótrúlegt. Fátækleg orð ná ekki að lýsa því hugrekki og þeim lífskrafti sem þú hafðir til að bera. Þakka þér fyrir allt. Elsku Birgir, Kristjana, Eyrún, Sigurður Freyr, Magnea Dís, Magnea, Sigurður, Ingvar, Gunnar og Kári, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðrún (Rúna). Elsku Fríða. Það hryggir mig meira en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig nú. Einstakri manneskju eins og þér kynnist maður bara einu sinni á ævinni og ég er þakklát fyinr að hafa fengið það tækifæri. Takk fyrir allar góðu og gleðilegu minn- ingarnar. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku mágkona. Drífa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.