Morgunblaðið - 10.04.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 67
Stutt
Kveðja sem
aldrei barst
►BRESKUR sjómaður fann
flöskuskeyti á dögunum sem var
hinsta kveðja bresks hermanns
til eiginkonu sinnar en flösku-
skeytið var sent fyrir 85 árum.
Thomas Hughes sem var óbreytt-
ur hermaður skrifaði bréfið til
eiginkonu sinnar þegar hann var
á leið í skotgrafirnar í Frakk-
landi í fyrri heimsstyijöldinni.
Tólf dögum eftir að skeytið var
skrifað var Thomas allur.
Sjómaðurinn Steve Gowan
sagði í samtali við dagblaðið Sun
að flaskan hefði borið með sér að
vera forn. „Þegar ég strauk
óhreinindin af henni sá ég að ein-
hver miði var innan í henni.“ I
hinsta bréfi hermannsins kveður
hann konu sína á hjartnæman
hátt.
Syngjandi
smokkar
►SVÍFANDI húsgögn, músíkalskir
” smokkar og andremmuspæjari hafa
verið valin sem sérkennilegustu
uppfinningar mannsins. Svífandi
húsgögnin voru fyllt með gasi svo
þau svifu til lofts þegar þau væru
ekki í notkun svo meira rými væri í
stofunni! Músíkölsku smokkai-nir
voru þannig útbúnir að þegar rétt
pressa var á þeim heyrðist lag óma.
Andremmuspæjarinn var hannaður
sem rör sem leitt var frá nefi að
munni svo notandinn gæti brugðist
skjótt við ef andremman léti á sér
kræla.
Vísindaritið Focus safnaði saman
upplýsingum um uppfinningarnar
og var farið í gegnum margar
sjúkrasögur til að finna furðuleg-
ustu uppfinningamar. Auk ofantal-
inna uppfinninga þótti „Tootsie Tu-
be“ afar sérkennilegt tæki en það
j var hannað fyrir kaldar vetrarnæt-
ur. Plaströr var leitt út munni niður
að tám svo heitur andardrátturinn
hitaði tærnar!
■
.
Þú ert hand-
tekinn, herra
►VEGNA óánægju almennings í
New York borg með lögreglu
borgarinnar hefur borgarstjór-
inn Rudolph Giuliani gefið út þá
tilskipun til lögreglumanna að
sýna kurteisi í hvívetna við öll
skyldustörf og eru þá handtökur
ekki undanþegnar.
„Ef jafnvel verstu glæpamenn
sem handteknir eru fá kurteis-
legar móttökur eins og „þú ert
handtekinn, herra,“ mun það
draga úr reiði og sársauka yfir
atburðinum. „Ég veit að sumir
munu sjá þessa stefnu í kald-
hæðnu ljósi," bætti Giuliani við.
»Ég hef verið nógu lengi borgar-
sljóri New York til að vita að
niargir bregðast við góðum
breytingum með kaldhæðni og
finna þeim allt til foráttu.“
Rifrildi hið
besta mál
(►NÆST þegar rifist er á heimilinu
er kannski ráð að safna börnunum
saman til að fylgjast með. Það gæti
gert þeim gott. Nýleg könnun í
kanadískum háskóla sýnir að börn
sem hafa orðið vitni að rifrildi for-
eldranna geta orðið meira skapandi
og haft meira ímyndunarafl en þau
sem heyra aidrei styggðai-yrði fara
á milli foreldranna.
„Ef foreldra barna greinir á um
margt verða bömin að vera
Ieldsnögg að sjá marga fleti á
ágreiningsefninu og eins verða þau
hæfari í að þola óvissu og umbera
^ skoðanamun en önnur börn,“ segir
Richard Koestner sem stóð fyrir
könnuninni.
H
FOLK I FRETTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin og Nýjabíó í Keflavík og á Akureyri hafa tekið til sýningar myndina
Jack Frost með Michael Keaton og Kelly Preston í aðalhlutverkum.
JACK gaf syni sínum, Charlie,
munnhörpu stuttu áður en hann
lést í bflslysi.
JACK og Charlie bjuggu til snjókall saman.
Faðir fær
annað tækifæri
Frumsýning
JACK Frost (Miehael Keaton)
var í þann veginn að ná ævi-
löngu markmiði sínu um að
verða frægur tónlistarmaður þeg-
ar hann dó í bílslysi. Hann lét eftir
sig eiginkonu (Kelly Preston) og
son, sem höfðu orðið að þola
stöðugar fjarvistir hans að heiman
og sonurinn sífelld svikin loforð.
En Jack snýr aftur frá helheimum
ári eftir fráfall sitt í gervi snjókalls
sem vaknar til lífsins og æðri mátt-
arvöld veita honum með þessum
hætti lokatækifæri til þess að bæta
samskiptin við son sinn áður en
hann hverfur honum að eilífu.
Michael Keaton naut þess að
leika tónlistannann og í hljómsveit.
Hann æfði af kappi með hljóm-
sveitinni sem Jack Frost spilar í í
myndinni. „Ég missti aldrei úr æf-
ingu og hélt áfram að djamma með
hinum tónlistarmönnunum þar til
ég féll inn í hópinn.“ Keaton samdi
m.a. tvö lög, sem leikin eru í mynd-
inni, í félagi við Trevor Rabin, sem
annast tónlistina í myndinni.
Þar sem hann er í gervi snjókalls
mestalla myndina þurfti Michael
Keaton ekki að vera nema 3 vikur
við tökur á myndinni en þurfti að
lesa fyrir snjókallinn án þess að
hafa séð fígúruna á tjaldinu. „Ég
hafði aldrei gert neitt þessu líkt áð-
ur,“ segir Keaton. „Þetta var skot
út í loftið. Ég hafði ekki séð mynd
af snjókallinum og vissi ekki hvað
ég var að gera. Ég fékk að vita
hvaða tilfinningar ætti að sýna og
lék það svo með röddinni."
Strákurinn Charlie, sonur Jack
Frost, er hins vegar leikinn af Jos-
eph Cross sem lék í Desperate Mea-
sures með Michael Keaton. Hann
þurfti mikillar þjálfunar við og lærði
m.a. að spila íshokkí áður en hann
hófst handa við leikinn í myndinni.
Krydd-
pía ger-
ist náæta
FYRRUM kryddpían Geri Hall-
iwell, sem breyttist í siðsama og
fágaða konu á augabragði eftir
að hafa yfirgefið Spice Girls fyrir
tæpu ári, kemur fram í enn einu
gervinu í myndbandi við lag sem
er frumraun hennar á sólóferlin-
um. f myndbandinu leikur hún
nokkurs konar náætu að sögn
blaðsins Mirror og kemur fram í
hvítum kjól og með sítt, rautt
hár, arkandi á milli legsteina
með hóp nunna á eftir sér.
„Geri er eins og blanda af
Kate Bush og Madonnu" er haft
eftir manni sem vann við fram-
leiðslu myndbandsins. „Þetta er
stefnubreyting hjá henni og
myndbandið mun hneyksla
marga.“
Myndbandið var tekið upp í
tékknesku borginni Prag og
kostaði um 28 milljónir króna.
Það er við lagið „Look At Me“
sem er fyrsta smáskífan af breið-
skífunni sem kemur út í sumar.
Geri hefur lagt hart að sér til að
losna við væmnu poppímyndina
sem hún fékk þegar hún var í
Spice Girls og vonast til þess að
nýja útlitið höfði til eldri áheyr-
enda. Gagnrýnendur telja að hún
hafí tekið mikla áhættu með því
GERI Halliwell hóf sólóferil
fyrir skömmu.
að vera jafn lengi og raun ber
vitni frá poppheiminum því fólk
gæti hreinlega verið búið að
gleyma henni.
Hún gerði nýlega samning
sem hljóðar upp á um 40 milljón-
ir króna um að skrifa ævisögu
sína fyrir bresku útgáfuna
Delacorte og kemur hún út í
september. Fregnir herma að
hún sé tilbúin í slaginn og ætli að
gera eftirminnilega vai't við sig
að nýju. Halliwell var löngum
talin hugsuðurinn á bak við Spice
Girls en síðan að hún hætti í
hljómsveitinni hafa hin fjögur
kryddin þó haldið áfram að
semja vinsæla tónlist.
Eftirminnilegast finnst honum samt
að hafa leikið í mynd á móti 175 sm
háum snjókalli. „Ég sá hann íyrst
þegar við vorum að máta búningana,
og það var furðulegt hvemig þeir
gátu látið hann tala og gert hann
dapran eða hamingjusaman til
skiptis og gefið honum allar mann-
legar tilfinningar," segir strákurinn.
Leikstjórinn Troy Miller hefur
hlotið tvenn Emmy-verðlaun iyrir
sjónvarpsmyndir en hefur ekki áður
gert kvikmynd fýrir hvíta tjaidið.
Fi-amleiðandi myndarinnar Irv-
ing Azoff segir að leikhópurinn hafi
náð frábærlega vel saman. „Það var
frábært að hafa Michael Keaton,
Kelly Preston og afganginn af þess-
um frábæra leikhóp, sem gaf þess-
ari sögu góða blöndu af kímni og
raunverulegum tilfinningum. Ég er
í sjöunda himni með þessa mynd.“
Radisson SAS
SagaHolel
Reykjavík
Heilsubðtar dansleikur
eítir skemmtidagskrá Ladda og
* i • ~x
Klass
leikurfyrir dansi
frákl. 23.30 íkvöld.
Söngvarar: Sigrún Eva Ármannsddttir
og Reynir Guðmundsson
Mfmishar
Raggi Bjama og Slefán Jökulsson
slá á léttari no'tur á Mfinisbar