Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞIÐ megið raula eitthvað með honum Geir litla, krakkar mínir. Dabbi má ekki koma út að leika núna. Þing skurðlækna og svæfíngalækna Þrjár viðurkenn- ingar fyrir erindi Morgunblaðið/Þorkell VIÐURKENNINGAR afhentar, frá vinstri: Aðalbjörn Þorsteinsson, formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands, Katrín Mari'a Þormar, Jón Tómasson, Eh'sabet S. Guðmundsdóttir og Bjarni Torfa- son, fráfarandi formaður Skurðlæknafélags íslands. ÞRÍR unglæknar fengu viður- kenningu á sameiginlegu ársþingi Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafé- lags Islands fyrir helgina: Katrín María Þormar, Jón Tómasson og Elísabet S. Guðmundsdóttir. Verð- launin eru veitt fyrir framúrskar- andi erindi en á þinginu greiða fundarmenn atkvæði að loknum hverjum fundi. Þingin hafa verulegt gildi Bjarni Torfason, fráfarandi for- maður Skurðlæknafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þing sem þessi hefðu verulegt gildi, þarna kæmi fram fjöldi fyrirlesara með efni frá ólíkum sviðum sér- greinanna og væri þetta ekki síst góður æfingavettvangur fyrir unglækna í því að taka saman efni og flytja á móðurmálinu. Samstarfsmenn komu við sög^u Elísabet S. Guðmundsdóttir, á handlækningadeild Landspítalans, hlaut viðurkenningu fyrir erindi um Hirsehprungs-sjúkdóm (ristil- sjúkdóm) á íslandi 1968 til 1998. Jón Tómasson, á þvagfæraskurð- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hlaut viðurkenningu fyrir erindi um krabbamein í blöðnihálskirtli, greiningarstig, meðferð og afdrif karla á tímabilinu 1983 til 1987. Þá hlaut Katrín María Þormar, á svæfingadeild Landspítalans, við- urkenningu fyrir erindi sitt, þriggja lyfja utanbastsverkjameð- ferð og ógleðitíðni síðustu þriggja ára við stærri aðgerðir á hand- lækningadeild Landspítalans. I öllum tilvikum koma sam- starfsmenn þeirra á deildunum eða öðrum deildum eða stofnunum við sögu við samantekt þeirra á um- fjöllunarefninu. Fötlun, fíkn og meðvirkni Hefðbundin meðferð hefur ekki reynst vel Halldór Kr. Júlíusson OTLUN, fíkn og meðvirkni er yfir- skrift námskeiðs sem Félag sálfræðinga sem starfar að málefnum fatlaðra stendur fyrir. Til siðs hefur verið að halda annað hvert ár námskeið fyrir þá sem vinna við um- önnun og meðferð fatlaðra einstaklinga. Halldór Kr. Júlíusson sálfræðingur hefur unnið að skipulagn- ingu námskeiðsins. „Þetta námskeið er tví- þætt, annars vegar verður fjallað um fíkn meðal fatl- aðra og meðferð. Hins vegar ætlum við að taka fyrir meðvirkni starfsfólks sem vinnur að málefnum fatlaðra." -Þurfa fatlaðir á ann- ars konar meðferð að halda en al- mennt stendur til boða? „Hluti fatlaðra getur ekki nýtt sér hefðbundin meðferðartilboð. Þar á ég fyrst og fremst við fólk sem er alvarlega greindarskert eða þroskaheft. Hefðbundin meðferð setur for- sendur um skilning og þátttöku í umræðum og þroskaheft fólk hef- ur ekki þennan þroska." Halldór segir að ákveðinn hópur fatlaðra þurfí meðferð og reynt hafí verið að beita hefðbundnum leiðum en þær hafa ekki gefíst vel. „Við buðum þess vegna á námskeiðið erlendum fyrirlesara sem hefur unnið með þroskaheftum og al- varlega greindarskertum ein- staklingum á þessu sviði, þ.e. þeim sem eru haldnir fíkn eins og áfengisvanda eða spilafíkn." - Hvað er átt við með að starfsfólk á þessu sviði geti verið meðvirkt? „Fólk sem vinnur umönnun- arstörf tengist oft skjólstæðing- um sínum sterkum tilfinninga- böndum. Slíkt samband er eðli- legt og mikilvægt fyrir báða að- ila. Stundum upplifir starfsfólk hins vegar að það hafi kvaðir gagnvart skjólstæðingum sínum sem ná út yfir vinnuna og það hefur stöðugar áhyggjur af vel- ferð þeirra og líðan. Starfsfólkið tekur t.d. upp á því að bjóða skjólstæðingum heim til sín, færa þeim mat, föt eða aðrar gjafir og hafa stöðugar áhyggjur af þeim þegar þeir eru í fríi. I stuttu máli láta þeir líðan sína stjómast af líðan skjólstæðinganna. Slíkt er kallað meðvirkni." Halldór bendir á að meðvirkni sé alvarlegur álagsþáttur í starfi og sé ein algengasta ástæða kuln- unar í starfi. „Flestir sem starfa við umönnun kannast við einhver einkenni meðvirkni." - Hvað er átt við með kulnun? „Það er þegar fólk fer að verða vart við ýmis einkenni andlegs álags eins og depurð og framtaks- leysi varðandi starfið. Það missir áhugann á starfi sínu og gefst jafnvel upp á að vinna í sínu fagi.“ - Er þetta algengt? „Já, á þessu sviði er töluvert um að þetta gerist. Meðvirkni meðal starfsfólks hefur á hinn bóginn lítið verið til umræðu, um- ræðuefnið þykir óþægilegt þar sem það snertir sterk tilfinninga- viðbrögð.“ -Hvaða fyrirlesara verðið þið með á námskeiðinu? ► Halldór Kr. Júlíusson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann nam sálfræði við Kaup- mannahafnarháskóla og lauk magistersprófi frá sama skóla árið 1982. Halldór lauk doktorsprófi í þróunarsálfræði frá Háskólan- um í Alabama í Bandaríkjunum árið 1994. Hann var forstöðu- maður og framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi og hefur undanfarin tvö ár verið yfirsál- fræðingur svæðisskrifstofu Reykjavíkur í málefnum fatl- aðra. Eiginkona hans er Ólína Guð- mundsdóttir skurðhjúkrunar- fræðingur og eiga þau þijár dætur. „Aðalfyrirlesarinn okkar er Bandaríkjamaðurinn Duane Reynolds sem er forstöðumaður Vinland Center í Minnesota. Sú stofnun hefur verið að vinna með alvarlega greindarskert fólk og þroskahefta sem þurft hafa á meðferð að halda. Duane hefur áratuga reynslu af starfí á þessu sviði og það er okkur mikilvægt að fá hann hingað til lands. Du- ane mun bæði ræða um meðferð og meðvirkni. Þá mun Páll Bier- ing geðhjúki-unarfræðingur halda fyrirlestur en hann gerði rannsókn á meðvirkni meðal hjúkrunarfræðinga. Andrés Ragnarsson sálfræðingur talar um meðvirkni og Geirlaug Bjömsdóttir þroskaþjálfi ræðir um eigin reynslu í starfi og hvemig hún uppgötvaði með- virkni hjá sér og tókst á við þá þætti. Jón Bjömsson, sálfræðingur og forstöðumaður fræðslu, menn- ingar- og uppeldissviðs hjá Reykjavíkurborg verð- ur með innlegg í þessa umræðu, Þórkatla Að- alsteinsdóttir sálfræð- ingur mun skilgreina meðvirkni og Stefán Jóhannsson fjöl- skylduráðgjafi talar um skilgreiningu og þróun á fíkn og meðferð. Auk þess talar Pétur Tyrfingsson hjá SÁÁ um spilafíkn á íslandi og Björgvin Kristbergsson sem er fatlaður mun segja frá spilafíkn sinni. Að lokum mun ég kynna niðurstöður úr könnun þar sem meðvirkni og streita var könnuð og sr. Anna Pálsdóttir ræðir um meðvirkni út frá trúarlegum sjónarhóli. Nám- skeiðið stendur yfir dagana 15. og 16. apríl og verður í Rúg- brauðsgerðinni. Meðvirkni meðal starfs- fólks hefur lítið verið til umræðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.