Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
500 milljóna kr. hlutafjáraukningu Netverks lokið
Stefnt að skráningu
félagsins á erlenda
hlutabréfamarkaði
LOKIÐ er 500 milljóna króna
hlutafjárútboði hátækni- og hug-
búnaðarfyrirtækisins Netverks. Is-
lenskir og erlendir fjárfestar
keyptu allt hlutaféð. Jafnframt hef-
ur verið ákveðið að höfuðstöðvar
fyrirtækisins verði í Englandi og
íslenska fyrirtækið verði dótturfé-
lag þess erlenda. Stefnt er að
skráningu á erlendum hlutabréfa-
mörkuðum innan tveggja ára.
Franski fjárfestingarbankinn
Banque Paribas í London hefur
unnið að 500 milljóna kr. hlutafjár-
útboði Netverks hf. frá því í lok
ágúst síðastliðins og er það í fyrsta
skipti sem erlendur banki tekur að
sér að bjóða út hlutafé íslensks fyr-
irtækis. Landsbankinn sá um út-
boðið hér á landi samkvæmt samn-
ingi við franska bankann. Síðastlið-
inn mánudag var gengið frá lokaá-
fanga fjármögnunarinnar með und-
irritun samnings milli Netverks hf.
og forystufjárfestisins, breska fjár-
festingarfyrirtækisins PiCapital,
og í dag verður undirritað sam-
komulag um að hlutafjárútboðinu
sé að fullu lokið.
Þróunar- og
markaðsstarf
„Að fá inn þetta hlutafé leyfir
okkur að herða róðurinn við þróun
á hugbúnaði og að byggja upp sölu-
og markaðskerfi,“ segir Holberg
Másson, stjómarformaður og aðal-
eigandi Netverks, þegar hann er
spurður að því hvaða tækifæri
hlutafjárútboðið gefi félaginu. Net-
verk framleiðir hugbúnað fyrir
gervihnattasamskipti undir vöru-
merkinu MarStar.
Netverk mun byggja upp höfuð-
stöðvar í Bracknell í Englandi en
aOt rannsóknar- og þróunarstarf
fer áfram fram á Islandi. Holberg
segir að tU þess að gera félaginu
kleift að leita til erlendra fjárfesta
hafi orðið að stofna félag erlendis
og gera íslenska fyrii-tækið að dótt-
urfélagi þess. Erlendir fjárfestar
hafi ekki kynnst íslenskum fyrir-
tækjum að neinu ráði. Fyrirtæki á
hinum Norðurlöndunum hafi farið
eins að þegar þau leituðu í upphafi
til erlendra fjárfesta en þeir hafi
síðan í auknum mæli fjárfest beint
í fyrirtækjunum. Býst hann við
sömu þróun hér.
Framkvæmdastjórinn
í Englandi
Um 300 milljónir af hlutafjár-
aukningunni nú koma frá íslensk-
um fjárfestum en um 200 miiljónir
frá þeim erlendu. Holberg reiknar
með frekari aukningu og að hún
komi þá að mestu leyti frá erlend-
um fjárfestum og að það hlutafé
verði selt á hærra gengi en nú.
Stefnt er að skráningu félagsins á
erlendum hlutabréfamörkuðum og
vonar Holbert að það takist innan
tveggja ára.
David Allen, markaðsstjóri Cisco
Systems í Evrópu, hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri Netverk
Ltd. með bækistöðvar í Bracknell,
suður af London. Holberg segir að
uppbygging aðstöðu í Bretlandi
geri fyrirtækinu kleift að ráða
Breta og Bandaríkjarnenn í sölu-
og markaðsstarf. „Hluti af því að
ná árangri á þessu sviði er að ná í
hæft starfsfólk. Okkur hefur tekist
að ráða reynt erlent starfsfólk tU
fyrirtækisins.“ Nú vinna um 55
starfsmenn hjá Netverki og mun
þeim fjölga ört á næstunni við upp-
byggingu aðstöðunnar í BrackneU.
Reiknar Holbert með því að þeir
verði um 100 í lok ársins, helming-
ur hér á landi og helmingur erlend-
Fyrirtækja-
stefnumót í Vín
FULLTRÚAR um 2.500 fyrirtækja,
víðsvegar að úr heiminum, munu
taka þátt í svokölluðu fyrirtækja-
stefnumóti sem haldið verður í Vín í
Austurríki 10. og 11. maí næstkom-
andi. Tilgangur stefnumótsins, sem
ber heitið Europartenariat, er að
leiða saman fyrirtæki sem hafa óskir
um samstarf. Skipuleggjendur
flokka þau fyrirtæki sem skrá sig
eftir atvinnugreinum svo auðveldara
sé fyrir gestafyrirtæki að velja þau
fyrirtæki úr sem gætu hentað í sam-
starfi. Þá eru skipulagðir fundir
milli einstakra fyrii'tækja, allt eftir
óskum þátttakendanna.
Island hóf þátttöku í fyrirtækja-
stefnumótum árið 1993 og hefur síð-
an þá verið þátttakandi í um 4 mót-
um á ári. Að jafnaði hafa 5-6 fyrir-
tæki farið frá íslandi á hvert mót og
hafa mörg þeirra farið oftar en einu
sinni. Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu að flestir þátttakenda héðan
telji þessa tegund stefnumóta mun
hnitmiðaðri en alþjóðlegar vörusýn-
ingar.
Fyrirtækjastefnumót hafa verið
haldin á vegum Evrópusambands-
ins frá árinu 1988. Tilgangur þeirra
er að leiða saman fyrirtæki frá ólík-
um heimshornum sem áhuga hafa á
samstarfi. Framkvæmdastjóm
ESB útnefnir í upphafi eitt land til
að gegna hlutverki gestgjafa þar
sem mótið er haldið. Gestgjafaland-
ið sér síðan um að kynna starfsemi
og samstarfsóskir þarlendra fyrir-
tækja og bóka fundi milli þeirra og
hugsanlegra samstarfsaðila erlend-
is. Fyrirtækjastefnumótin hafa ver-
ið vel sótt og yfirleitt hafa u.þ.b.
2.000 gestafyrirtæki og 500 heima-
fyrirtæki tekið þátt.
Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. stefnir á hlutabréfamarkað
Hagnaður nam
79 milljónum 1998
STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ
Össur hf. skilaði 79 milljóna króna
hagnaði eftir skatt árið 1998, sam-
anborið við tæpar 12 milljónir árið
1997 og 6 milljónir árið 1996. Heild-
artekjur félagsins námu um 1.034
milljónum króna árið 1998 en þær
voru 783 milljónir króna árið 1997
og 652 milljónir króna árið 1996.
Arðsemi heildarfjármagns var 22%
og arðsemi eigin fjár 77%, bæði eft-
ir skatta.
Helstu ástæður veltuaukningar
árið 1998 eru nýjar vömr sem komu
Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt
að taka til skráningar:
Skuldabréf Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs.
1. flokkur 1999
Krónur 310.000.000,-
Greiddar veröa 10 jafnar afborganir,
vextir og verðbætur á sex mánaða fresti,
í fyrsta skipti 5. janúar 2005
og lokagjalddagi er 5. júlí 2009.
Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 19. apríl 1999.
Nánari upplýsingar um skuldabréfin og skráningu þeirra
má nálgast hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.
á markað á árinu, m.a. Iceross
Comfort, Iceross Pads og nýjar út-
gáfur af Masterstep og IceCast.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
hf., sagði í samtali við Morgunblaðið
að sem dæmi um velgengni nýrra
vara mætti nefna að á síðasta ári
hefðu rúmlega 30% tekna komið frá
vörum sem settar hefðu verið á
markað á síðustu tveimur áram.
Sala Össurar hf. skiptist í megin-
dráttum eftir markaðssvæðum með
þeim hætti að sala á Bandaríkja-
markaði nam 45% af veltu og sala til
EES-landa nam 40% af veltu. Sala
til stríðshrjáðra svæða nam 1% af
sölu fyrirtækisins.
Á árinu 1998 var öll starfsemi
Össurar á Islandi flutt að Grjóthálsi
5 í Reykjavík, jafnframt því sem
framleiðsludeildin var flutt heim til
íslands frá Bandaríkjunum.
„Þetta endurspeglar þá hröðu ný-
sköpun sem er hjá fyrirtækinu, en
framleiðsluvörarnar endurnýjast á
5-6 ára fresti. Vöraþróunin fer fram
hér á landi og það kom í ljós að það
var mjög dýrt að yfirfæra nýja vöru
til framleiðsludeildarinnar sem var í
Bandaríkjunum. Við komumst að
því að mikill sparnaður yrði við að
færa framleiðsluna á sama stað og
vöruþróunina," segir Jón Sigurðs-
son.
Össur hf. undirbýr nú skráningu
fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði.
„Það stendur þannig að við erum að
athuga málið og erum með ráðgjafa
í því, og verðum tilbúnir að tala við
fjármálafyrirtæki eftir kannski einn
mánuð,“ segir Jón og bætir við að
þeir stefni að því að geta ákveðið
hvenær og hvar skráning fari fram
eftir tvo til þrjá mánuði.
Um reksturinn á því ári sem nú
er að líða segir Jón að hann hafi
gengið mjög vel, og búist hann við
því að reksturinn verði áfram viðun-
andi. Starfsmenn Össurar hf. era nú
110 talsins.
Barclays missir
enn forstjóra
London. Reuters.
BARCLAYS bankafyrirtækið í
Bretlandi hefur tilkynnt að nýr
aðalframkvæmdastjóri þess,
Michael O’Neill, hafi sagt af sér
af heilsufarsástæðum, tæpum
tveimur mánuðum eftir tilnefn-
ingu hans í embætti.
O’Neill er frá Kalifomíu og hon-
um var falið að taka við stjóm
Barclays eftir óvænta afsögn
Martins Taylor í fyiTa. Honum
var falið að valda vendingu í
rekstri fyrii*tækisins eftir nokkur
áföll sem bankinn hafði orðið fyrir.
O’Neill settist aldrei í for-
stjórastólinn. Hann er 52 ára og
fær enga lokagreiðslu.
I ljós kom eftir að hann veiktist
af inflúensu að hjartsláttur hans
var óreglulegur.
O’Neil vann áður hjá Bank of
America og var kunnur fyrir
leikni í að sjá um flókna samn-
inga. Hann átti að fá 850.000
pund í árslaun og 100% bónus
fyrsta árið.
i lh i u h 11 p u wi
HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
FJÁRFESTINGARBANKI
ATVINNULÍFSINS H F
Armúli 13a
108 Reykjavík
Sími: 580 50 00
Fax: 580 50 99
www.fba.is
ÉE HÉÐINN =
Stórás 6 »210 Garðabæ
sími 569 2100 • fax 569 2101
#