Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 23 VIÐSKIPTI Stefnir í 5% vaxtamun milli Islands og annarra landa VEXTIR vom lækkaðir um 25 punkta í Bretlandi á fimmtudag. Vextir vora einnig lækkaðir um 50 punkta í Evralandi. Vaxtamunur milli Islands og annarra landa stefnir því óðfluga á 5,00%. Búast má við að þessi mikli munur styðji við gengi krónunnar þar sem vaxtalækkanir erlendis era ígildi vaxtahækkunar hér á landi. Mikill og viðvarandi viðskiptahalli og við- leitni Seðlabankans til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann munu þó koma í veg fyrir verulega styrk- ingu krónunnar. Englandsbanki virðist hafa met- ið það svo að engin hætta væri á aukinni verðbólgu og að þar með væri ekki tekin mikil áhætta með lækkuninni á fimmtudag. Hagvöxt- ur hefur farið minnkandi í Bret- landi að undanfömu og reynir Seðlabankinn að ná svokallaðri „mjúkri lendingu" hagkerfisins. Vextir era nú 5,25% í Bretlandi sem era lægstu vextir síðan í sept- ember 1994. Eins og ávallt var þessi vaxtalækkun að hluta til komin inn í verð pundsins á gjald- eyrismörkuðum, að því er fram kemur í markaðsyfirliti Lands- banka Islands á fóstudag. Vextir vora einnig óvænt lækk- aðir um 50 punkta í Evrópu. Þar voru rökin augljósari fyrir vaxta- lækkun en það kom hins vegar á óvart hversu mikil lækkunin var. Verið getur að Seðlabanki Evrópu hafi viljað sýna markaðnum fram á sjálfstæði sitt með því að koma á óvart og lækka meira en almennt var búist við. Þrýstingur á að Bretar lækki vexti enn frekar í markaðsyfirliti Landsbankans kemur fram að nú hafi vextir verið lækkaðir í Svíþjóð, Kanada, Bret- landi og nú síðast í Evrulandi. „Þessar vaxtalækkanir skila sér hingað til lands í foi-mi aukins vaxtamunar milli Islands og okkar helstu viðskiptalanda. Vaxtamunur er nú í sögulegu hámarki en ofan- greindai’ vaxtalækkanir þýða að vaxtamunur hefur farið úr 4,20% í 4,60%. í morgun (á fóstudag) lækk- uðu vextir í Sviss og Danmörku um 50 punkta. Eftir þessa hrinu má bú- ast við að Svíþjóð og Noregur fylgi á eftir. Þessi lækkun í Evralandi mun einnig auka þrýsting á að Bretar lækki aftur þar sem vaxta- munur milli Þýskalands og Bret- lands hefur á nýjan leik aukist. Ef við gefum okkur að þessi ríki lækki vexti um 25 punkta í þessum og næsta mánuði mun vaxtamunur aukast um 10-15 punkta. Vaxtamunur milli íslands og annarra landa stefnir því óðfluga á 5,00%. Þessi mikli munur hlýtur fræðilega að styðja við gengi krón- unnar þar sem vaxtalækkanir er- lendis era ígildi vaxtahækkunar hér á landi. Mikill og viðvarandi viðskiptahalli og viðleitni Seðla- bankans til að styrkja gjaldeyris- varaforðann munu þó koma í veg fyrir veralega styrkingu krónunn- ar. Einnig draga hertar lausafjár- reglur Seðlabankans úr aðgengi innlendra aðila að erlendu lánsfé. Þess vegna er ekki gefið að mikill vaxtamunur kalli á mikið gjaldeyr- isinnstreymi til landsins. Sam- kvæmt ofansögðu er talsvert við- nám við styrkingu krónunnar," að því er fram kemur í markaðsyfirliti Landsbankans. Verðtryggð skuldabréf álitlegur kostur Þar kemur fram að hugsanlega hafi á nýjan leik skapast tækifæri til þess að opna skiptasamninga þar sem fjárfest er í innlendum verðbréfum og kaupin fjármögnuð með erlendu lánsfé. „Avöxtunar- krafa á langtímamarkaði hækkaði eftir aðgerðir Seðlabankans. Það getur því verið álitlegur kostur að kaupa verðtryggð skuldabréf um þessar mundir. Eins réttlætir hinn mikli vaxtamunur skuldsetningu í erlendri mynt,“ að því er fram kemur í markaðsyfirliti Lands- bankans. Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og triilur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN „ irauœiír shf SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 Bliki G. Ben. hf. með 28,5 milljónir króna í hagnað Viðsnúningur í rekstri milli ára BLIKI G. BEN hf„ BGB, á Ár- skógssandi var rekið með rúmlega 28.5 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári en velta fyrirtækisins nam 729 milljónum ki’óna. Ef tekið er til- lit til taps á rekstri dótturfélags BGB, Oturs ehf., var afkoman þó nokkru lakari eða sem svarar til 13.6 milljóna hagnaðar. Afkoma fyr- irtækisins hefur batnað til muna frá árinu 1997 en þá var 27,6 milljóna króna tap á rekstrinum. Eignir BGB eru bókfærðar á 1.213 milljón- ir og eru veltufjármunir þar af um 132 milljónir króna. Heildarskuldir námu um 806 milljónum króna, þar af vora 636 milljóna langtímaskuld- ir. Eigið fé var rúmlega 400 milljón- ir um síðustu áramót og veltufé frá rekstri nam tæpum 98 milljónum króna. Að sögn Þóris Matthíassonar, framkvæmdastjóra BGB, er skýr- inga á bættri afkomu fyrirtækisins milli ára einkum að leita í samlegð- aráhrifum sem gæta fór í rekstrin- um á síðasta ári og bættri vinnslu eigin afla í landi. BGB keypti í lok síðastliðins árs Otur ehf., útgerð og fiskvinnslu á Dalvík, en hefur nú selt aftur húsnæði og búnað fisk- vinnslunnar. Reynt að auka veiðiheimildir félagsins Fyi’irtækið hefur einnig ráðist í að endurnýja skipakost sinn að nokkru leyti með sölu á Arnþóri EA og kaupum á Höfrungi AK. Kaupin eru liður í tilraunum fyrirtækisins til að að komast yfir auknar veiði- heimildir og segir Þórir að nýja skipið sé mun öflugra en það sem verið er að selja og gefi meiri mögu- leika í tengslum við veiðarnar. Hann segir að þrátt fyrir sam- drátt í rækjuveiðum hér heima séu horfur í rekstri fyrirtækisins ágæt- ar á þessu ári enda vegi auknar rækjuveiðar á Flæmingjagrunni upp þann samdrátt. BGB gerir alls út þrjú fiskiskip og hjá fyrirtækinu starfa 65 manns, þar af 25 í landi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn. Langar þig til að kynnast sjóstangaveiði? Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur gengst fyrir kynningarfundi um sjóstangaveiði sem skipulögð er á vegum félagsins. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi SJÓR. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15■ apríl 1999 kl. 20:30 á Hótel Sögu, sal B. BIBS 1 nm HEIMABI0 Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! Einar Farest veit & Co. hf. Borgartúni 28 S: 562 2901 og 562 2900 /7 Fallegt útlií vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165 W magnari 6 framhátalarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, Super VHS (DVD) og myndavélatengi að framan Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum miðjuhátalara T0SHIBA heimabíósprengjan 2878DG kostar aðeins Kr. ! 24.740 stgr* með þessu öllu!! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru magverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVO mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbauuaub Onnur TOSHIBA 28" tæki kosta írá kr. 66.510 stgr. -Staðgreiðsluafslðttur er 10%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.