Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 25 ERLENT Forseti Bandaríkjanna dæmdur fyrir að sýna rétti í Arkansas óvirðingu Clinton gaf vísvitandi rangan vitnisburð ÞÓTT Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hafi verið sýknaður af ákærum til embættismissis fyrr á þessu ári er glímu hans við dóms- kerfið ekki lokið. Nú hefur forset- inn verið fundinn sekur um að sýna rétti í Arkansas-ríki óvirðingu. Sama dag og það gerðist var Susan McDougal, fyrrverandi viðskipta- félagi Clinton-hjónanna, sýknuð af sams konar ákæru í sakamáli á hendur henni. Dómari í Arkansas kvað á mánu- dag upp úr um að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, hefði sýnt rétt- inum óvirðingu með því að fara vís- vitandi með rangan vitnisburð í máli Paulu Jones á hendur Banda- ríkjaforseta. Við vitnaleiðslur í máli Paulu Jones í janúar 1998 sagðist Bill Clinton aðspurður aldrei hafa átt í kynferðissambandi við Monicu Lewinsky en dró þau orð til baka í ágúst sl. Þetta er í fyrsta sinn að refsiákvæði þessu er beitt gegn forseta Bandaríkjanna. Svörin „röng, blekkj- andi og loðin“ Susan Webber Wright, ríkis- dómari í Arkansas, ritaði í 32 síðna langri skýrslu um málið að svör Clintons fyrir dómi í Paulu Jones málinu hefðu verið „röng, blekkj- andi og loðin, ætluð til þess að hindra störf réttarins“. Webber Wright telur mikilsvert að treysta og vernda réttarkerfíð í málum sem þessum, „ekki aðeins til þess að taka á afbroti forsetans heldur einnig svo aðrir reyni ekki að feta í fótspor hans og þar með grafa und- an réttarkerfinu", segir í skýrslu dómarans. Susan Webber Wright dómari tekur fram að „engin ánægja sé fólgin í því að dæma fos- eta þjóðarinnar fyrir að sýna rétt- inum óvirðingu". Lögfræðingar Bandaríkjafor- seta, sem hafa dóminn til athugun- ar, hafa ekki tjáð sig um málið op- inberlega en Clinton hefur 30 daga frest til þess að áfrýja dómnum eða biðja um aðrar vitnaleiðslur. Tveir mánuðir eru hðnir síðan Bill Clint- on var sýknaður af tveimur ákær- um til embættismissis í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Ákærurnar voru afsprengi Paulu Jones-máls- ins þegar sérskipaður saksóknari, Kenneth W. Starr, var fenginn til þess að rannsaka hvort forsetinn hefði framið meinsæri og hindrað framgang réttvísinnar. Lagaspekingar segja niðurstöðu dómarans í Arkansas áfall fyrir forsetann og orðspor hans. Sagn- fræðingar taka í sama streng og segja dóminn munu marka um- fjöllun um forsetatíð Bills Clintons um alla framtíð. Að auki gæti Clinton misst málafærsluréttindi sín í Arkansas en Wright dómari hefur beðið þar til bæra aðila að meta nauðsyn þess að svipta for- setann réttindunum í heimaríki sínu. Bill Clinton gæti þurft að greiða Paulu Jones háar upphæðir til við- bótar þeim 850.000 dollurum, jafn- virði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna, sem hann samþykkti að greiða henni er Susan Wright Webber dómari hafði vísað máli Jones frá. Auk þess mun forsetinn þurfa að reiða fram fé til þess að greiða kostnað er hlaust af fram- ferði hans fyrir rétti. Paula Jones gat ekki leynt gleði sinni með .niðurstöðu dómarans og aðspurð hvort hún kæmi landi og þjóð til góða svaraði hún: „Það gildir einu. Þetta snýst ekki um það heldur hvað hann gerði.“ Paula Jones höfðaði einkamál á hendur Bill Clinton íyrir að hafa sýnt henni kynferðislega áreitni í hótel- herbergi í Little Rock í Arkansas árið 1991. Susan McDougal sýknuð Susan McDougal, fyrrverandi samstarfskona Clinton-hjónanna, hafði fullan sigur á mánudag í ára- langri glímu sinni við Kenneth St- arr, sérstakan saksóknara, er hún var sýknuð af ákæru um að hindra framgang réttvísinnar í rannsókn Starrs á Whitewater-málinu svo- kallaða. Niðurstaða kviðdómend- anna er álitin meiriháttar áfall fyr- ir Starr. í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknarans sagði að næstu skref í málinu yrðu gaumgæfð í ijósi dómsins. Susan McDougal afplánaði 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að sýna rétti óvirðingu með því að neita að svara spumingum frá Kenneth St- arr vegna rannsóknar hans á vafasömum fasteignaviðskiptum forsetahjónanna í Arkansas, við- skiptum sem kennd eru við Whitewater. „Eg er enn svolítið dofin,“ sagði McDougal fyrir utan dómhúsið. „Þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1993 að ég á ekki kæru yfir höfði mér.“ Reuters BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, gaf vísvitandi rangar upplýsingar fyrir dómi. SUSAN Webber Wright, dóm- ari í Arkansas. SUSAN McDougal var sýknuð af ákæru um að hindra fram- gang réttvísinnar. Kosningabaráttan í Skotlandi Persónufylgi Salmonds hrapar London. The Daily Telegraph. STAÐA Verkamannaflokksins breska vegna komandi þingkosninga í Skotlandi styrktist enn á mánudag þegai' ný skoðanakönnun dagblaðs- ins The Scotsman sýndi að persónu- fylgi Alex Salmonds, leiðtoga Skoska þjóðarflokksins (SNP), hefur minnk- að verulega, en Salmond hefur hing- að til verið álitinn eitt helsta vopn SNP í baráttunni. Salmond reyndi að bera sig vel í gær og sagði að mál- efnin en ekki menn myndu ráða nið- urstöðunni þegar fólk gengi að kjör- borðinu 6. maí næstkomandi. Donald Dewar, foringjaefni Verkamannaflokksins í Skotlandi, nýtur langmests trausts kjósenda í Skotlandi, David McLeitchie, leið- togi íhaldsmanna, kom næstur og Salmond þriðji, sem er nokkurt áfall fyrir hann. Þegar spurt var hvern kjósendur myndu vilja sem forsætis- ráðherra skoskrar heimastjómar sögðust 46% helst geta hugsað sér Dewar en einungis 21% Salmond. SNP nýtur þó áfram umtalsverðs fylgis í Skotlandi, en flokkurinn hef- ur sjálfstæði Skotlands á stefnuskrá sinni, hefur um og upp úr 30% fylgi en Verkamannaflokkurinn hefur ná- lægt 45% fylgi. Lítill vafi er talinn leika á því að minni vinsældir Salmonds eigi rætur að rekja til ummæla sem hann við- hafði um stríðsrekstur Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Júgóslavíu. Þau orð hans að árásir NATO væru „óafsakanleg vitleysa“ virðast ekki hafa átt upp á pallborðið hjá kjós- endum og samkvæmt skoðanakönn- un The Scotsman hafa nú jafnvel sumir kjósenda SNP efasemdir um að Salmond sé réttur maður til að taka að sér hlutverk forsætisráð- herra, beri SNP sigur úr býtum í kosningunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.