Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Afsagnar Perssons krafíst í sænskum fjölmiðlum Gagnrýnin, sem ríkisendur- skoðunin beinir gegn Ringholm að sögn sænska útvarpsins lýtur að embættisfærslu hans og ráð- stöfun fjármuna á vegum embætt- isins, en ekki í eigin þágu. Gagn- rýnin er alvarleg og snýst um að Ringholm hafi notað meira fé en Atvinnumiðlunin hefur til umráða. Af hálfu Ríkisendurskoðunar er hnykkt á að Ringholm beri ábyrgð á þessu sem yfirmaður stofnunarinnar. Valdabarátta og mittismál Með afsögn Ásbrinks þykir ljóst að valdabarátta hafi farið fram í ríkisstjórninni. Þegar Persson myndaði stjórn að nýju eftir kosn- ingarnar í september sló hann þremur ráðuneytum saman í öfl- ugt atvinnu- og efnahagsráðuneyti undir Björn Rosengi’en og hinni vinsælu en umdeildu Monu Sahlin, sem um tíma var augljóst leiðtoga- efni en dró sig í hlé vegna fjár- málaóreiðu. Ummæli Perssons um skattalækkanir, sem urðu Ásbrink tilefni til afsagnar, eru álitin til- raun Perssons til að koma til móts við Rosengren á kostnað Ás- brinks. Fjórtán ráðherra á 4/2 ári, þar af fjóra í tíð nýju stjórnarinnar, hefur Göran Persson forsætisráð- hen-a Svía misst eða látið hætta í tíð sinni sem forsætisráðhen-a. Sænskir fjölmiðlar beina því mjög athyglinni að stjórnunarstíl Pers- sons. Fæstir þora að gagnrýna hann undir nafni, en stíll hans þyk- ir af mörgum einræðislegur. Hann taki ákvarðanir og þoli engar mót- bárur. En Expressen hefur sína eigin skýringu á afsögn fjármálaráð- herrans. Með því að rifja upp holdafar undanfarinna fjármála- ráðherra og forsætisráðherra kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að hin gullna regla sé að aðeins annar þeirra megi vera feitur. Þar sem bæði Persson og Ásbrink séu í góðum holdum geti þeir gi-einilega ekki setið í sömu stjórn og þvi hafi annar þurft að víkja. Með útnefn- ingu Ringholms sem er hár og grannur, sé eðlilegt jafnvægi kom- ið á að nýju. Gengið fyrir lifendur Reuters TVEIR gyðingadrengir taka fána Ísraelsríkis af gaddavírsgirðingu í Auschwitz í Póllandi. Á hverju ári er ganga lifenda gengin í fanga- í helför nazista í heimsstyijöldinni búðunum fyrrverandi til minningar siðari. Um 1.800 gyðingar tóku þátt um sex milíjónir gyðinga sem létust í göngunni í Auschwitz í gær. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „PERSSON ætti að segja af sér“ er fyrirsögn að leiðara Dagens Nyheter í gær í kjölfar afsagnar Eriks Ásbrinks fjármálaráðherra og í sama streng taka fleiri sænsk- ir fjölmiðlar. Blaðið segir ekkert að Bosse Ringholm, eftirmanni Ásbrinks, en með þessari uppá- komu sé ljóst að hefð jafnaðar- manna fyrir sterkum fjármálaráð- herrum sé brotin. Snör handtök Görans Perssons við að finna eftirmann Ásbrinks þykja benda til að hann hafi átti von á afsögninni, þótt flestir séu sammála um að dagsetningin, tveimur dögum áður en nýjar efnahagsráðstafanir voru kynntar, hafi komið á óvart. Ringholm þyk- ir holdgerving sígildrar sænskrar jafnaðarstefnu eins og Persson sjálfur og var nú síðast yfirmaður Átvinnumiðlunarinnar, sem er ein af kjarnastofnunum sænska jafn- aðarmannaveldisins. Þar hefur hann sætt gagnrýni ríkisendur- skoðunarinnar. „Það er engin and- stæða milli hagvaxtar og réttlæt- is,“ fullyrti Bosse Ringholm er Persson kynnti hann blaðamönn- um. Ringholm er 56 ára og ólst upp við rýr efni líkt og Persson sjálfur, sem notar hvert tækifæri til að minna á uppruna sinn og treysta þannig hugmyndafræðileg- an grunn sinn. Ringholm hóf póli- tískan feril í ungliðahreyfingu flokksins, var formaður hennar og Göran Bosse Persson Ringholm hefur verið embættismaður, en einnig starfað fyrir flokkinn, eins og algengt er á þeim bæ. Sjálfur segist hann vera liðsmaður, sem vísast var sneið til Ásbrinks fyrir að geta ekki lagað sig sig að hóp- anda ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðslu um vantraust á Rússlandsforseta frestað Jeltsín hæðist að andstæð- ingunum Moskvu. Reuters, The Daily Telegraph. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi í gær þá ákvörðun þingsins eða Dúmunnar að fresta atkvæðagreiðslu um vantraust á hann en nú er talið, að hún verði um miðjan maí. Eru það einkum kommúnistar, sem vilja koma Jeltsín úr embætti, og léttir þessi niðurstaða nokkuð á þeirri kröfu þeirra, að Rússar styðji ekki Jú- góslava aðeins í orði, heldur einnig á borði. Ákæra kommúnista og stuðn- ingsmanna þeirra á Jeltsín er í fimm liðum og forsetinn kvaðst hafa kosið, að þingið tæki afstöðu til hennar heldur fyrr en seinna. „Þjóðarmorð“ meðal ákæruatriða „Enn einu sinni hafa þeir frestað atkvæðagreiðslunni, þeir eru alltaf að leita að hentugum tíma til að reka forsetann úr emb- ætti,“ hafði Interfax-fréttastofan eftir Jeltsín. „Þeim mun þó ekki takast það,“ bætti hann við og sagðist hafa ítrekað það við Gennadí Seleznjov, forseta þings- ins, að annaðhvort greiddi þingið atkvæði um embættissviptinguna eða sleppti því alveg. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði, að líklega yrði málið tekið fyrir um miðjan næsta mánuð en meðal ákæruatriðanna er, að Jeltsín hafi leyst upp Sovét- ríkin með ólöglegum hætti og hafi auk þess gerst sekur um „þjóðar- morð“. Er þá átt við, að Jeltsín beri ábyrgð á örbirgðinni í Rússlandi. Frjálslyndir menn á þingi styðja eitt ákæruatriðanna, sem er, að Jeltsín beri ábyrgð á stríðinu í Tsjetsjníu 1994-’96. Ef eitthvert ákæruatriðanna fær stuðning 300 af 450 þingmönnum í Dúmunni þá fer málið fyrir stjórn- arskrárdómstólinn og hæstarétt. Sambandsráðið eða efri deild þingsins mun síðan hafa lokaorðið. Talið er, að Jeltsín njóti stuðnings dómstólanna og sambandsráðsins og því ekki miklar líkur á, að hann verði sviptur embætti. Akvörðunin um að fresta at- kvæðagreiðslunni léttir nokkuð á þrýstingnum, sem Jeltsín hefur orðið fyrir vegna átakanna í Kosovo, en þar fyrir utan er það ekki talið þjóna hagsmunum kommúnista að láta nú sverfa til stáls. Þá yrði málið afgreitt með ósigri þeirra en með því að halda því vakandi geti þeir notað það í áróðri sínum 1. maí nk. og á sigur- deginum 9. maí. Með því að fresta atkvæðagreiðslunni hættir Dúman hins vegar á taugastríð við Jeltsín, sem er ekki vanur að láta andstæð- ingana eiga neitt inni hjá sér. Hugsanleg atburðarás Jeltsín var búinn að gera það lýðum ljóst, að samþykkti Dúman vantraust á hann, myndi hann svipta ráðherra úr kommúnista- flokknum embætti. Jevgení Prímakov forsætisráðherra færi þá einnig því að hann hefur lýst yfir, að hann muni ekki líða það, að ráðherrar sínir verði reknir. Jeltsín yrði þá að koma með nýtt forsætisráðherraefni og eins lík- legt, að hann tilnefndi einhvem, sem Dúman gæti alls ekki sætt sig við, t.d. Anatolí Tsjúbaís. Þegar Dúman hefði hafnað honum þrisvar myndi Jeltsín rjúfa þing eins og hann hefur heimild til og enginn efast um, að hann hafi þor til þess. Kommúnistar hafa hótað að svara þessu með því að hvetja til allsherjarverkfalls og mótmæla um allt land en sumir frjálslyndir menn telja, að þá myndi Jeltsín láta drauminn sinn rætast og banna kommúnistaflokkinn. Sinn Fein hafnar málamiðlun SINN Fein hafnaði í gær Hills- borough-yfirlýsingunni, mála- miðlunartillögu forsætisráð- herra Bretlands og Irlands í af- vopnunardeilunni á Norður-ír- landi. En Mo Mowlam, Norður- írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær að hörmulegar afleiðingar of- beldis og deilna annars staðar í heiminum í dag, ættu að sýna mönnum hversu brýnt það væri að komist yrði að samkomulagi. Hún sagði ítrekaði einnig að yf- h'lýsingin væri enn gunnur samningaviðræðnanna. Dómur í máli Anwars VOPNAÐAR sveitir Malasíu- hers tóku sér stöðu í gær fyrir utan dóms- húsið í Kuala Lumpur, höfðuborg Malasíu, þar sem úrskurð- ur í máli Anwars Ibra- him, fyrrver- andi fjármála- ráðherra landsins, verður kveðinn upp í dag. Námsmenn höfðu safnast sam- an skammt frá dómshúsinu til að sýna Anwar stuðning sinn en hópur þeirra leystist upp við komu lögreglumanna. Vinsældir Hollywood- sjónvarps- þátta minnka VINSÆLDIR sjónvarpsþátta sem framleiddir eru í Hollywood, hafa minnkað mjög í Evrópu og Ástralíu. Niður- stöður könnunar sem kynnt var á blaðamannafundi í Cannes á mánudag sýndu m.a. að 78% af þeim sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Evrópu og Ástral- íu árið 1998 voru innlendir en bandarískt efni aðeins 18%. Stjórnarsátt- máli í Finnlandi FJÖLFLOKKASTJÓRN Paavos Lipponens í Finnlandi náði í gær samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála og get- ur því horft fram á fjögur ár til viðbótar við stjórnvölinn, en þingkosningar fóru fram í land- inu í síðasta mánuði. Það tók flokkana fimm, sem aðild eiga að stjórninni, fjóra daga að ná samkomulagi um efnahags- stefnu og ráðheiTaskipan en Jafnaðarmannaflokkur Lipponens varð á endanum að láta undan kröfum Hægri- flokksins um aukin áhrif í stjórninni. Pólitísk ólga á Indlandi MIKIL spenna skapaðist í gær í ríkisstjórn Indlands er Jay- aram Jayalitha, leiðtogi annars stærsta stjórnarflokk landsins, AIADMK, sagðist ætla að hefja viðræður við stjórnarandstöðu- flokka með það að markmiði að koma á nýrri samsteypustjórn. Talsmaður stærsta stjórnar- flokksins, BJP, segjast þó bjartsýnir á að halda völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.