Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SÁ á kvölina sem á völina, segir
máltækið. Það sannaðist enn og
aftur þegar alþjóðlega bók-
menntavikan í London gekk yfir.
Þama voru rösklega 60 skáld á ferð-
inni og með þeim bókmenntafræðing-
ar, bókasafnsfræðingar, leikarar,
teiknarar, blaðamenn, bíómenn og út-
gefendur, svo einhverjir séu nefndir
til sögunnar, og þessi hersing skund-
aði fram undir merki Orðsins í leik-
húsum, listamiðstöðvum, klúbbum,
kaffihúsum, kvikmyndahúsum og
bókasöfnum úti um alla borg. Hátt í
400 atriði talin á dagskránni þannig að
sá sem allt vildi vita hlaut að verða
svefnlaus í London.
Mig hefur langað til að heyra í
Peter Carey frá því ég fyrst las sögu
hans um Óskar og Lúsindu, sem síð-
ar var kvikmynduð með Cate
Blanchett í hlutverki Lúsindu, sem
aftur færði henni hlutverk Elísabet-
ar í samnefndri kvikmynd, sem hún
var tilnefnd til Óskarsverðlauna og
verðlauna brezku kvikmyndaaka-
demíunnar fyrir - fékk ekki Óskar,
en útnefningu brezku kvikmynda-
akademíunnar sem bezta kvikynda-
leikkona ársins hlaut hún. Peter
Carey er Ástrali, hefur hlotið
Booker-bókmenntaverðlaunin, fyrii’
Óskar og Lúsindu, og nú síðast Sam-
veldisverðlaunin fyrú söguna um
Jack Maggs, sem sögð er vera skæld
endursögn á Glæstum vonum Dic-
kens. Peter Carey kom m.a. fram á
sérstöku Samveldiskvöldi Orðsins og
þar fékk ég í kaupbæti Emily Perk-
ins, Doris Lessing og Chinua
Achebe.
Ég lenti inn í upplestri Emily
Perkins miðjum. Hún er frá Nýja
Sjálandi, fædd 1970, en hefur búið í
London síðustu fimm árin. Pyrsta
bók hennar; smásagnasafn, færði
henni verðlaun, sem veitt eru í nafni
Geoffrey Faber. Síðan hefur komið
út skáldsaga og nú vinnur hún að
annarri, jafnframt því sem hún rit-
stýrir safni nýsjálenzkra sagna fyrir
Vietoria University Press.
Yart hafði Emily Perkins lokið
lestri sínum á liprum, en að því
er virtist nokkuð léttvægum
texta úr skáldsögu sinni; Hverf mér
fyrr þú ferð (Leave Before You Go),
en kynnir kvöldsins þakkaði henni
fyrir og kynnti Peter Carey til sög-
unnar. Hann er fæddur 1943 og vann
á auglýsingastofum í Melboume og
London að loknu háskólanámi, en
flutti svo til Sydney 1974. Hann vakti
strax athygli fyrir smásögur sínar.
Óskar og Lúsinda var hans fjórða
skáldsaga og seinni bækur hans hafa
þótt auka enn við rithöfundarhróður
hans. Carey vildi greinilega hafa vaðið
fýrir neðan sig og sagðist fyrst mundu
lesa úr bók sinni um Jack Maggs og
síðan svara spumingum úr sal. Af
þeim kafla um athafhir Jack Maggs í
London, sem hann las, get ég ekki
dæmt um samlíkinguna við Glæstar
vonir Dickens, en kaflinn er að vonum
vel skrifaður og var skemmtilegur
áheymar. Ekkert varð samt af því að
Carey svaraði spumingum áheyrenda
sinna, heldur hvarf hann strax að
lestri loknum inn í skuggann og var
ljóst, að aðstandendur kvöldsins töldu
stjömu næsta skálds skína svo skært,
að við gætum ekki beðið þess að baða
okkur í ljóma hennar.
Gekk þar fram Doris Lessing.
Doris Lessing er eina skáld
kvöldsins, sem hefur verið þýdd á ís-
lenzku. Og hún kom til Islands á
bókmenntahátíð.
Hún fæddist í Persíu, ólst upp í
Ródesíu og kom þaðan til
London 1949 með barn sitt og
bókarhandrit - Grasið syngur, sem
skipaði henni strax á skáldabekk,
þar sem hún hefur svo hreiðrað um
sig með skáldsögum, ljóðum, ritgerð-
um og æviminningum og vaxið að
virðingu og vinsældum. Það var auð-
fundið af móttökunum sem hún fékk
að brezkir bókmenntaunnendur hafa
hana í hávegum.
Svo skemmtilega viidi til að þenn-
an sama dag kom út nýjasta bók
Doris Lessing, en ekki las hún úr
henni, heldur rifjaði hún upp atvik
úr bernsku sinni í Suður-Ródesíu í
spjalli við Bing Taylor, stjórnarfor-
mann Orðsins, spjallaði svo við Less-
ing, en hann starfaði á sínum tíma á
vegum friðarsveitanna í Afríku.
Doris Lessing sagði m.a. frá því
þegar hún var telpa að leik skammt
frá heimili sínu og þangað bar að
blökkumann í leit að geitum sínum.
Aðeins les-
endur auka
hróður skálda
Skáld verður að vera frjálst að því hvað það skrifar. Allar formúl-
ur um skáldskaparefni, fyrirmæli eða væntingar, eiga að vera
eitur í beinum rithöfundarins, enda bein ávísun á lélegan skáld-
skap. En góður skáldskapur fínnur sinn farveg til langlífís.
Svo mæltu skáld sem Freysteinn Jóhannsson hlustaði á lesa
úr verkum sínum og spjalla við gesti á alþjóðlegri bókmennta-
viku í London nýlega.
Þær áttu það nefnilega
til að ganga inn á land-
areign fóður hennar
sem tók þær umsvifa-
laust í sína vörzlu.
Ekki sagðist hún neitt
hafa. getað liðsinnt
blökkumanninum, en
að skilnaði horfði hann
á hana og sagði: Hvað
eruð þið eiginlega að
gera hér? Þetta er
ekki ykkar land. Þessi
orð brenndu sig inn í
vitund hennar og til
þeirra sagði hún mega
rekja margt í skoðun-
um sínum og skrifum.
Hún sagði margt hafa
breytzt í henni veröld
og sagðist nú vera orð-
in nógu fullorðin til
þess að hafa efasemdir
um þá áráttu yngra
fólksins að vilja bara
njóta nútímans og
gleyma fortíðinni. Ég
held að fólk vei’ði að
þekkja sína sögu, sagði
hún hugsi. Án sögunn-
ar erum við ekki neitt.
egar Lessing
lauk frásögn
sinni stóð ekki á
spurningum utan úr
sal. Fyrst var hún
spurð um nýju bókina.
Þetta er ævintýri, svai-aði hún, byggt
á minni sem til er með mörgum þjóð-
um.
Sagan Mara og Dann gerist í Ifrik,
þegar ísöld geisar norðan miðbaugs.
Mara og Dann eru systkini, konungs-
böm. Fyrii' þeim liggur að hrekjast
úr fóðurgarði og halda síðan sem leið
liggur með alls kyns uppákomum og
ævintýrum unz þau á rústum okkar
menningar ná lífslandi á norðlægri
strönd, þar sem er ekkert haf en jök-
ul Yerrup ber við himin.
Það er vandalaust að sjá, hvert Less-
ing er að fara með þessu ævintýri.
Það stendur auðvitað undir sér
sjálft, eins og öll góð ævintýri eiga
að gera, en leynir ekki þeim stóra
sannleik, að líkt og fortíðin sé fram-
tíð okkar undir Afríku komin. Því við
- „svo gáfað en um leið svo heimskt
fólk... skemmdi allt sem það snerti
til lands og sjávar... hélt að menn-
ing þess myndi vara heila eilífð...
sem urðu tólf þúsund ár.. .og átti
refsingu íssins margfaldlega skilið."
Fjarri sé það mér að þykjast
þekkja öll verk Doris Lessing. En
þessi saga er borin uppi af öllum
hennar beztu höfundareinkennum,
eins og ég þekki þau. Þess sér þó stað,
að hún vill missa skáldskapinn niður,
þegar predikarinn nær yfirhöndinni,
en þótt hún sé stöku sinnum á hálum
ís, nær hún alltaf ævintýrinu undir sig
aftui-.
Meðal spurninga, sem beint vai' til
Doris Lessing þetta kvöld, var, hvort
hún fyndi einhvem tímann til þess,
að hún sem rithöfundur bæri sér-
staka ábyrgð og yrði að axla hana í
skrifum sínum með einhverju móti.
Það stóð ekki á svari og nú var þessi
79 ára skáldkona óvenju fastmælt;
rithöfundur á aldrei að hugsa sem
svo, að hann gegni einhverju öðru
hlutverki en bara að skrifa það sem
honum liggur á hjarta. Þannig verð-
ur skáldskapur til. Um leið og menn
fara að setja sig í einhverjar stelling-
ar og skrifa út frá væntingum ann-
arra, þá streymir ekkert úr pennan-
um nema leirburður. Skáldskapur-
inn verður að vera frjáls. Skáld finna
auðvitað til í stormum sinnar tíðar.
Og þær tilfinningar geta brotizt út í
skáldskap. En þá eru þær ekta og
skáldskapurinn þar með líka.
I hléi árituðu Peter Carey og Dor-
is Lessing bækur fyrir þá sem það
vildu, en nokkrar bóka þeirra voru
hafðar þarna til sölu. Bæði höfðu nóg
að gera. Flestir voru með eina bók,
sumir tvær, en eina konu sá ég
leggja sjö bækur fyrir Doris Lessing
til áritunar.
hiuna Achebe er nígeriskt
skáld, fæddur í Ogidi 1930, hef-
ur samið bæði sögur og Ijóð og
hlotið margs konar viðurkenningu
fyrir, m.a. samveldisverðlaunin. Hann
er bundinn hjólastól - mér var sagt að
hann hefði lent í flugslysi. Honum var
fagnað innilega, sumir risu úr sætum,
og hann sat þama með sixpensarann
á höfðinu og vinalegt bros á vörum og
naut góðviljans. Hann þykir vinsæll
fyrirlesari við nígeríska og bandaríska
háskóla og það kom líka fljótt í ljós að
hann kann vel að stytta fólki stundir
með skáldskap og skrýtlum.
Þetta kvöld las hann ljóð. Og undir
glaðlegu yfirborðinu barðist stríður
hugur. Hann byrjaði á ljóði um stríð -
sagði það eiga vel við nú þegar stríð
væri skollið á í Evrópu. Sjálfui-
kynntist hann Biafrastríðinu heima
fyrir og sagði að í lok þess hafi runnið
upp fyrir sér að menn læra ekkert af
stríðum, því flest féll fljótt aftur í
fyrri skorður, nema sorgin. Þetta ljóð
endurpeglaði þessi viðhorf. Næst las
hann ljóð um minningardaginn, það
er líka sti-íðsljóð, en ort í minningu
þeÚTa fóllnu, en þeim er helgaðm-
sérstakur dagur ár hvert - minning-
ardagurinn. Þriðja ljóðið var átakan-
leg perla um móðir og barn í flótta-
mannabúðunum í Biafra. Og nú fann
Achebe að nóg væri komið af slíku og
mál að létta á mannskapnum. Það
gerði hann með því að segja okkur
söguna af því þegar drottningin las
upp Ijóðið hans. Það ljóð orti hann til
sálubræðra sinna í Bandaríkjunum.
Einn góðan veðurdag er hringt í hann
og honum sagt að drottninguna langi
til að lesa ljóð eftir hann. Hún ætlai-
að setja eina samveldisráðstefnu og
þar sem hann hefur nú hlotið sam-
veldisverðlaun fyrir skáldskap sinn
vill di'ottningin ganga í smiðju til
hans svo allt verði með réttum skikk,
þegar hún talar til samveldis síns.
rottningin, já. Það munaði
ekkert um það. Auðvitað gat
ég ekki bannað blessaðri
drottningunni að lesa ljóð eftir mig,
sagði Achabe og horfði ísmeyginn
fram í sal eftir hlátrinum, sem lét
ekki á sér standa. Mörgum Bretum
finnst það nefnilega ákaflega fyndin
tilhugsun að neita drottningunni um
eitthvað. En svo bætti Achabe við al-
varlegur í bragði. Þetta sannar bara,
að Ijóðið finnur sér sinn eigin farveg,
ef það á eitthvert líf fyiir höndum á
annað borð. Eins og Doris Lessing
sagði áðan. Skáldið bara yrkir eins
og andinn blæs því í brjóst. Svo fer
ljóðið sína leið. Ef það er nógu
sterkt, þá kemst það til fólksins - úr
munni drottningar, ef vill.
Chinua Achebe yrkir bæði á ensku
og ibo. Hann harðneitaði spurningum
um það hvort ekki standi honum næst
að yrkja bara á ibo. Þetta hreyfði við
manni ofan af Islandi, þar sem tung-
an fékk fólkinu sjálfstæði og er kjöl-
festan í þjóðarskútunni. En í Nígeríu
er allt á annan veg og þess vegna
hugsar Achabe öðru vísi. Hann sagði
þetta bara eins og að hafa tvær hend-
ur; það komi bezt út að nota þær báð-
ar. En hann sagðist virða skoðanir
þeirra skáldbræðra sinna sem yrkja
bara á Ibo. Sjálfur yrkir hann bæði á
ibo og ensku, þó meira á ensku. Hann
leyfði okkur að heyra ljóð, sem hann
orti á ibo, en las fýrst enska þýðingu
vinar síns á því. Ibo er greinilega
markvissara mál en enskan, því ljóðið
er svo miklu styttra á því máli. Ljóðið
fjallar um þann sið Ibomanna, að þeg-
ar einhver deyr, fara þeir syngjandi
um þorpið í leit að honum. Og aðeins
undir morgun, þegar vinurinn finnst
hvergi, sættast menn á að hann sé
farinn af þessum heimi.
Achebe var vel fagnað í lokin. Hann
hafði heillað hugi manna og hjörtu og
þeir þyrptust í lokin upp á svið til
þess að fá bækur sínai- áritaðai'. Síð-
asta spumingin sem Achabe svaraði
var; fyrir hvern hann væri að semja.
Þá svarar hann að bragði: Ég yrki
fyrir sjálfan mig. Fyi-st og fremst fyr-
ir sjálfan mig. Svo er öðrum velkomið
að njóta verka minna, ef þeir vilja.
Þið komuð hingað í kvöld, en þið getið
líka notið verka minna án mín!
Ian McEwan er í hópi allra snjöll-
ustu skáldsagnahöfunda Breta nú
um stundir. Hann vakti mikla at-
hygli fyrir sína fyrstu bók, sem var
smásagnasafn en söguefnin sótti
hann út á jaðar þjóðfélagsins og fékk
fyrir vikið þann stimpil að hann
skrifaði bara ískyggilegar sögur og
ógnvekjandi. Það er erfitt að gera
sér í hugarlund, að þessi góðlegi ná-
ungi með allt að því drengjalegt
bros, sem vermir augun bak við gler-
augun, sé svona kaldrifjaður sögu-
maður. Hann hefur skrifað fleiri
smásögur, sjónvarpshandrit, sem
reyndar var bannað, kvikmynda-
handrit og svo skáldsögur, þai- sem
hugkvæmni hans og seiðandi sögu-
stfll hafa heillað lesendur og aflað
honum viðurkenningar og verðlauna.
Ian McEwan þykir einkar snjall
að setja á svið atburði sem orka
mjög sterkt á lesandann og spinna
síðan söguþráð, sem heldur honum
fóngnum. Bókin Endalaus ást (End-
uring love) er gott dæmi um beztu
kosti hans sem rithöfundar; áhrifa-
mikið loftbelgjaatriði í byrjun og síð-
an þung undiraldan í sögunni.
Skáldsögur Ian McEwan höfðu
verið tilnefndar til Bookerverð-
launanna og margir spáðu því,
að með Endalausri ást væni verð-
launin örugglega hans. Það varð þó
ekki, en hins vegar færði næsta bók
hans, Amsterdam, honum þessi verð-
laun og það þótt því væri m.a. haldið
fram, að hún væri of stutt til þess að
geta kallast skáldsaga, væri eiginlega
bara löng smásaga. En magn er ekki
sama og gæði. Þetta er ákaflega læsi-
leg bók og söguþráðurinn listilega
spunninn nærri spennusögunni.
Ian McEwan las úr Amsterdam í
Peacock-leikhúsinu. Bókin hefst á
bálfór Molly Lane og rekur síðan
samskipti þí'iggja fyrrum elskhuga
hennar; tónskálds, ritstjóra og ráð-
herra og svo ekkflsins, sem í sögulok
stendur jdir höfuðsvörðum hinna,
tveir eru þá liðin lík í Amsterdam og
sá þriðji fallinn af ráðherrastóli fyrir
persónulega bresti.
Þegar McEwan var spurður, hvort
hann hafi ekki verið orðinn langeygur
eftir Bookei’verðlaununum, hristi
hann höfuðið. Verðlaun valda mér
ekki heilabrotum, sagði hann. Skáld
stækka ekki af verðlaunum. Aðeins
lesendur auka hróður skálda. En
verðiaun geta komið sér vel. Endalaus
ást fékk verðlaun, sem eru minna um-
töluð en Bookerverðlaunin, en þeim
íýlgir hæiri peningaupphæð. Það var
miklu þægilegra fyrir mig að fá þau
verðlaun; minna umstang - meiri pen-
ingar. Hann hló við og undirstrikaði
fáránleikann með höndunum.
Að hve miklu leyti er skáldskap-
ur hans byggður á eigin
reynslu? Aftur hló McEwan.
Þessi spuming kom alltaf inn á mig
beran hér áður fyrr, sagði hann. Ég
sé nú, að ég var ómeðvitað að hrista
upp í öllu með skrifum mínum. Þetta
var svona viss glannaskapur. Og bók-
menntimar þurftu hans svo sannar-
lega með. Nú er öldin önnur og ég get
svarað svona spumingu, eins og að
drekka vatn. Það em örfá tilvik í bók-
um mínum, sem ég byggi á eigin
reynslu. Allt annað spinn ég út frá
einhveiju sem kemur yfir mig;
kannski er mér sagt eitthvað, eða ég
rek augun í það. Og ég hef ekki hug-
mynd um hvert skrifin leiða mig; ég
bara sezt niður og byrja.
Ef við tökum Endalausa ást sem
dæmi, þá skrifaði ég fyrst kaflann
um árásina á veitingastaðnum. Ég
vissi ekkert, hvað ég var að gera.
Varð bara að skrifa eitthvað og byrj-
aði svona út í loftið með frásögn í
blaði til hliðsjónar. Seinna sagði
kunningi minn mér frá slysi í sam-
bandi við loftbelg. Sú saga hafði mikil
áhrif á mig. Á endanum varð hún
byrjun bókarinnar. Og árásin á veit-
ingastaðnum er nítjándi kafli hennar.
Þannig byi'jaði þetta allt á tvist og
bast. Svo einn góðan veðurdag kom
tengingin. Og þá varð skáldsagan til.
Þegar hér var komið sögu, varð að
setja punkt aftan við Ian McEwan.
Tíminn var floginn frá okkur. Og ég
sem ætlaði að spyrja hann um Am-
sterdam, sagði konan fyrir framan
mig og vonbrigðin fylltu röddina. Og
ég sem ætlaði að gera það líka.