Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 33
________UMRÆÐAN
100 milljarðar
af himni ofan
JÓHANNA Sigurð-
ardóttir mun fyrst
þingmanna stjórnar-
andstöðunnar hafa
byrjað að tala um að
núverandi ríkisstjórn
hafi haft „100 milljörð-
um króna meira til ráð-
stöfunar en sú síð-
asta“. Pessu hafa síðan
hún, Margrét Frí-
mannsdóttir og fleiri í
Samfylkingunni klifað
á og nú síðast er þetta
fullyrt í heilsíðuauglýs-
ingu í DV.
fáránlegum hætti að
sjaldgæft verður að
telja, jafnvel af hálfu
Samfylkingarmanna. Hið rétta er
að frá 1995 og fram á þetta ár hafa
tekjur ríkisins aukist um 45 millj-
arða ki’óna samkvæmt uppgjöri
Þjóðhagsstofnunar. Utgjöldin hafa
á móti aukist um 28 milljarða og því
hefur afkoma ríkissjóðs batnað um
17 milljarða og snúist úr miklum
halla í verulegan afgang. Uppgjör
Þjóðhagsstofnunar er samræmt
milli ára og flækii- því breytingin
frá greiðslugi’unni yfír á rekstrar-
grunn ekki þessa mynd.
Af útgjaldaaukningunni fóru um
tveir þriðju hlutar í að standa und-
ir auknum launakostn-
aði ríkisins og hærri
lífeyrisgi-eiðslum, af-
gangurinn fór í annan
rekstur, fjárfestingar,
vaxtagreiðslur o.fl.
Hvaðan kemur þá tal-
an 100 milljarðar hjá
Samfylkingunni? Það
er ekki auðséð. Helst
sýnist mér að Jóhanna
Sigurðardóttir hafi
safnað upp tekju-
hækkunum milli ára
og bæti síðan nýjum
árlegum tekjuauka of-
an á. Svo barnalegir
útreikningar líta fram-
hjá því að þegar búið
er að ráðstafa tekjunum t.d. í
hækkun launa eða lífeyrisgreiðslna
þá verða þær ekki notaðar á ný í
eitthvað annað. Slíkar greiðslur
halda að sjálfsögðu áfram milli
ára. Með „fræðimennsku" af þessu
tagi mætti sýna fram á að einstak-
lingur sem var 20 ára að aldri árið
1995 sé ekki 24 ára árið 1999
(1 +1 + 1 + 1) heldur hafi hann haft
10 fleiri ár „til ráðstöfunar"
(1+2+3+4)!
Mér er spurn: Hversu mikla vit-
leysu heldur Samfylkingin að hún
geti boðið fólki upp á í áróðri sínum
Ríkisfjármál
Hversu mikla vitleysu
heldur Samfylkingin,
spyr Geir H. Haarde,
að hún geti boðið fólki
upp á í áróðri sínum
gegn ríkisstjórninni?
gegn ríkisstjórninni? Hvernig dett-
ur þeim, sem beita svona hunda-
kúnstum, í hug að fara fram á
traust þjóðarinnar til að stjórna
landinu? Ég skil nú betur hvað
Guðmundur Ólafsson, lektor í hag-
fræði við Háskóla íslands, átti við
þegar hann sagði í sjónvarpsfrétt-
um fyrir fáum dögum að eina tíma-
sprengjan sem tifaði í efnahagsmál-
um hér á landi væri að búið væri að
sameina í einn stjórnmálaflokk „allt
vitlausasta fólkið í efnahagsmálum í
landinu". Málflutningur Össurar
Skarphéðinssonar um ríkisfjármál
undanfarna daga undirstrikar þetta
enn frekar.
Höfundur cr fjármálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir H.
Haarde
Tilboð á
atkvæðamarkaði
STJÓRNARHERRARNIR láta
mikinn yfir afrekum sínum. Er á
þeim að skilja að aðrir eins snilling-
ar hafi ekki sezt að völdum í saman-
lagðri kristni.
Þó eru þeir ekki öruggari með
sig en svo að nú taka þeir að borga
á sig rétt fyrir kosningar og gera
tilboð í atkvæðin utan fjárlaga upp
á ríkisins pung. Og marklaus fagur-
gali þein’a í eyru kjósenda í fisk-
veiðistjórnarmálum sýnir að þeim
er ekki rótt í þeim sökum, en bann-
aðar allar bjargir af auðvaldinu í
LIU, sem auk þess greiðir allan
þeirra herkostnað í kosningunum.
Enn er þess að geta að forysta
Sjálfstæðisflokksins leggur hina
mestu áherzlu á frægðai-verk sín í
fjármálum. Ekki mun af veita, enda
er formaðurinn af öðru þekktur en
aðgæzlu þeim málum.
Frá öndverður hældi Sjálfstæðis-
flokkurinn sér af góðri stjórn fjár-
mála í Reykjavíkurborg - og átti
hrósið skilið. En þar kom að boginn
brast. Síðustu stjórnarár flokksins í
borginni fór allt úr böndum í fjár-
málum borgarinnar og flokkurinn
tapaði borginni þessvegna og hefir
ekki bitið úr þeirri nálinni enn.
A fyrstu sex árum í stjórn ríkis-
fjáimála 1991-1997 nær tvöfölduð-
ust skuldir ríkissjóðs: jukust úr kr.
89 milljörðum í 175 milljarða og er
þá miðað við verðlag ársins 1998.
Halli ríkissjóðs að meðaltali þessi
sex ár nam rúmum 14 - fjórtán
milljörðum á ári.
Nú fyrir kosningar eru smíðuð
Pótemkin-tjöld af kappi og sett á
„sólskinsfjárlög". Eignir seldar og
kallaður gróði það sem umfram er
bókfært verð. En jafnvægi í fjár-
lögum er þannig náð m.a. að af 30
milljarða viðskiptahalla eru reikn-
aðii’ 8 milljarðar, sem tekjur fyrir
ríkissjóð. Sem sagt því meiri halli á
gjaldeyrisviðskiptum þeim mun
hærri tekjur ríkissjóðs. Sól hefði
skinið í fullu suðri á fjármálaséníin
ef viðskiptahallinn hefði áætlazt 90
milljarðar og þessvegna hægt að
reikna sér 24 milljarða tekjur í rík-
issjóð. Lengi lifi góð og
ábatasöm viðskipti!
En til fleira vopna er
gripið. Einn daginn
birtist formaður Fram-
sóknarflokksins á sjón-
varpsskjánum og kall-
aði: Barnafólk! Fyrir-
gefiði! Ég gleymdi
barnabótunum! Ég
skal bæta úr þessu á
næsta kjörtímabili ef
þið kjósið mig og ég fæ
ekki dragbíta í stjórn
með mér! Fyrirgefið
mér!
Menntamálaráð-
herra man allt í einu
eftir námsmönnum og
lánamálum þeiiTa, þótt þeir hafi að
vísu barið bumbur allt kjörtímabilið
og krafizt úrbóta.
Byggðamál
Stj órnarherrunum
hafði sjálfum dottið í
hug að reisa tónlistar-
hús í hverjum lands-
fjórðungi, segir Sverrir
Hermannsson, þar
sem æfa mætti
flóttamannamarsana.
Auðvitað hefir þetta öí’læti ráð-
herrans ekkeri með kosningar að
gera heldur bætt hlustunarskilyrði
í ráðuneytinu.
Og stórkvótafrúin í heilbrigðis-
ráðuneytinu tók fram með áherzlu
að hækkun gi’unnlífeyi’is almanna-
trygginga „hefur ekkert með kosn-
ingar að gera“, en fáfróður frétta-
maður hafði spurt að því eins og
álfur út úr hól.
Og byggðavandinn var laglega
leystur án þess að leiða hugann að
kosningum. Stjórnarherrunum
hafði sjálfum dottið í
hug að reisa tónlistar-
hús í hverjum lands-
fjórðungi þar sem æfa
mætti fióttamanna-
mai-sana. En afgang-
urinn af vandanum var
falinn sérstakri nefnd
landsbyggðarþing-
manna undir forystu 1.
þingmanns Vestfirð-
inga. Þeirri nefnd
hljóta stjórnvöld að
hafa lofað kosningafé
gegn þvf að minnast
ekki einu orði á lang-
stærsta vanda lands-
byggðarinnar: Gjafa-
kvótakerfið.
Alveg er óhugsandi að lands-
byggðarþingmönnum sé sjálfrátt,
þegar þeir horfa framhjá því máli,
sem er mál mála byggðarlaganna.
En lán í óláni er að þingnefndin
skyldi uppgötva í myi’krinu rétt eft-
ir sólsetur fjárlaganna að vegabæt-
ur kæmu sér vel og jöfnun húshit-
unar. Forsætisráðherra sagði raun-
ar í viðtali í útvarpinu 30. marz sl.
að tveir milljarðarnii’ í vegabætur
væru ekki nýtt fé heldur að mestu
leyti fjáimunir sem hefðu verið á
vegaáætlun og vinna skyldi fyrir
síðar, en ekki verið flýtt nú vegna
kosninganna heldur vegna fram-
kvæmdagleði stjórnvalda og af
ræktarsemi við strjálbýlið í anda
Rauðsmýrarmaddömmunnar, þótt
ekki nefndi hann þá framliðnu frú.
Að öllu gamni slepptu er sorglegt
að sjá menn leggjast svo lágt sem
stjórnvöldum þóknast nú að gera í
tilboðum sínum á atkvæðamarkaði.
Hvað ætli Ólafur Thors eða
Bjarni Benediktsson hefðu sagt við
slíkum vinnubrögðum?
Svo er hitt ótalið, að þessi kosn-
ingafjáraustur er stundaður á sama
tíma og þar til bærir ráðgjafar í
ríkisfjármálum vara eindregið við
ofþenslu.
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
Sverrir
Hermannsson
Kaupendahegðun
og nýir verslunarhættir
ÞÆGINDAVERSLUN
FRAMTÍÐARINNAR
Fimmtudagur 15. apríl
Kl. 09:00-13:00
Staður: Hótel Loftleiðir,
Þingsalur 1
Hvernig á að stjórna
í verslun framtíðarinnar?
Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á
þekkingu“Búið ykkur undir að verða hrist óþyrmilega” segir
Jef Harris, einn athyglisverðasti ráðgjafi og fyrirlesari um
nútímaverslun, um væntanlega námstefnu þar sem fjallað
verður um kaupendahegðun og nýja verslunarhætti.
Jef Harris dregur ályktanir sínar af yfirgripsmiklum rannsóknum
á viðskiptavinum verslana í 25 ár, að viðbættum nýjum
rannsóknum á 50 þúsund kaupendum, yfir 5 þúsund
starfsmönnum og nær 2 þúsund stjórnendum eða eigendum
hraðbúða/þægindaverslana.
Þarfir og forgangsröðun kaupandans virðast ekki vera svo ólík
á milli landa, miðað við greiningarvinnu Jef Harris og félaga.
Hann mun sýna margsönnuð viðhorf kaupenda sem koma
mörgum reyndum verslunarmönnum á óvart. Þessar kannanir
byggja á skoðun á breskum kaupendum í gegnum tvö leitarkerfi
sem fyrirtæki hans vinnur með. Frá þeim straumum sem þar
hafa greinst, fylgja spár sem ítrekað hafa hitt í mark. Þær varða
breytingará innkaupum og innkaupahegðun og hvernig
kaupmenn eiga að bregðast við til að ná að stjórna verkefninu
og ná betri árangri.
Þessi námstefna er hlaðin einstæðum upplýsingum um
kaupendahegðun, leiðina til framtíðar og hvernig hin nýja
verslun getur styrkt stöðu sína.
Um fyrirlesarann:
Á Interfair ’98, sem haldin var í Danmörku í október s.l., þóttu
skilaboð eins fyrirlesarans bera af öðrum ágætum fyrirlestrum.
Þetta var Jef Harris frá HIM í Bretlandi.
Stjórnunarfélag fslands hefur boðið honum hingað til að kynna
efni sitt ítarlegar en gert var í Danmörku. Jef er eigandi
ráðgjafafyrirtækisins Harris International Marketing, í Bretlandi.
Eina verkefni þessa fyrirtækis er að einbeita sér að hegðun
kaupandans og læra að lesa úr henni líklegustu
framtíðarmyndina. HIM er er hluti af Ebeltoft Group, alþjóðlegu
ráðgjafaneti sem einbeitir sér að smásöluverslun og
þjónustuiðnaði.
Ráðgjafasérstaða Jef Harris er ekki
síst hin einstæða áhersla á kaupendur
og innkaup. Hann hefur áratugareynslu
af ráðgjöf til kaupmanna og
framleiðenda er byggir á mjög
ítarlegum greiningarverkefnum, sem
fyrirtæki hans hefur unnið. Fyrirtæki
hans býryfir 10 milljón
“kaupendaviðtöium”. Þessi reynsla
kemur ekki aðeins frá Bretlandi, heldur
víða að í gegnum Ebeltoft Group, og
m.a. frá Danmörku.
Skráning og nánari upplýsingar
í síma: 533 4567 og
www.stjornun.is
Stjórnunarfélag
íslands