Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Réttindi skipulagsfræðinga
samkvæmt lögum og reglugerð
Kristín Linda Ingimar
Arnadóttir Sigurðsson
í TILEFNI af grein
Gests Olafssonar, for-
manns Skipulagsfræð-
ingafélags Islands,
sem birtist í Morgun-
blaðinu hinn 27. mars
sl. vill umhverfísráðu-
neytið koma eftirfar-
andi á framfæri varð-
andi menntun þeirra
sem sinna skipulags-
gerð:
Fjallað er um lög-
gildingu á sérsviði í 49.
gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997
og eru þar tilteknar
nokkrar starfstéttir
sem geta fengið lög-
gildingu umhvei’fisráðuneytisins. í
48. gr. er tilgangur með löggild-
ingu á ákveðnum sviðum skýrður,
en þar segir í 1. mgr.: „Rétt til að
leggja fram uppdrætti vegna bygg-
ingarleyfis hafa þeir sem til þess
hafa hlotið löggildingu ráðherra.“ I
1. mgr. 47. gr. segir ennfremm-:
„Aðal- og séruppdrættir skulu vera
gerðir af hönnuðum sem hafa feng-
ið löggildingu, sbr. 48. og 49. gr.
Hönnuðir skulu árita teikningar
sínar og þannig ábyrgjast að hönn-
unin sé faglega unnin og í sam-
ræmi við lög og reglugerðir um
byggingarmál.“ Samkvæmt þessu
löggildir umhverfisráðuneytið ein-
ungis þá sem leggja þurfa hönnun-
argögn fyrir byggingarnefndir.
Hönnuðir skipulagsáætlana leggja
ekki uppdrætti sína fyrir bygging-
arnefnd og þurfa ekki að hafa
ábyrgðartryggingu eins og þeir
hönnuðir sem leggja teikningar
fyrir byggingamefnd sbr. 3. mgr.
47. gr. skipulags- og byggingar-
laga.
I 7. og 10. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er kveð-
ið á um það hverjir hafa heimild til
að gera skipulagsuppdrætti. I 7.
gr. segir: „I skipulagsreglugerð
skal kveðið á um kröfur til mennt-
unar og starfsreynslu skipulags-
fulltrúa“ og í 5. mgr. 10 gr. segir
ennfremur: „I skipulagsreglugerð
skulu vera ákvæði um starfshætti
skipulagsnefnda, skipulagsfulltrúa
og samvinnunefnda um svæðis-
skipulag og um menntun og starfs-
reynslu skipulagsfulltrúa og ann-
arra þeirra sem falin er gerð skipu-
lagsáætlana." Ljóst er af þessum
ákvæðum að einungis þeir sem
uppfylla skilyrði um menntun og
starfsreynslu skv. skipulagsreglu-
gerð hafa heimild til að annast
gerð skipulagsáætlana.
I Skipulagsreglugerð nr. 400/
1998 gr. 2.7. er skýrt tekið fram að
einungis þeir sem uppfylla skilyrði
2. mgr. greinarinnar hafa heimild
til að starfa sem skipulagsfulltrúar
og í 5. mgr. hennar er tekið fram að
einungis þeir sem hafa rétt til að
sinna starfi skipulagsfulltrúa hafa
heimild til að sinna skipulagsgerð. I
áðumefndri 2. mgr. segir að í fyrsta
lagi séu það skipulagsfræðingar
sem hlotið hafa heimild iðnaðarráð-
hen'a til að nota starfsheitið og í
öðru lagi arkitektar, landslags-
hönnuðir, verkfræðingar og tækni-
fræðingar sem hlotið hafa heimild
frá iðnaðan-áðherra til að nota það
starfsheiti og hafa sérhæft sig á
sviði skipulagsmála í námi og/eða
Skipulagsgerð
Það er mat ráðuneytis-
ins, segja Ingimar
Sigurðsson og Kristín
Linda Arnadóttir, að
atvinnuréttindum
skipulagsfulltrúa og
annarra sem heimild
hafa til að sinna
skipulagsgerð sé veitt
fullnægjandi vernd.
með starfsreynslu. Tvær undan-
tekningar eru frá ofangreindu skil-
yrði. Annars vegar er umhverfis-
ráðheira heimilt að veita sveitar-
stjórnum tímabundna undanþágu
frá 1. mgr. gr. 2.7. ef enginn rétt-
indamaður fæst í starfið og hins
vegar skulu þeir starfsmenn sveit-
arfélaga sem sinntu skipulagsmál-
um fyrir gildistöku skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 hafa rétt
til að gegna starfi sínu áfram þótt
þeir fullnægi ekki skilyrðum þeim
sem greint er frá í 2. mgr. gr. 2.7.
Það er mat ráðuneytisins að at-
vinnuréttindum skipulagsfulltrúa
og annarra sem heimild hafa til að
sinna skipulagsgerð sé veitt full-
nægjandi vernd. Lagabreytingu
þarf til að skipulagsfulltrúar geti
hlotið löggildingu ráðherra á svip-
aðan hátt og hönnuðir sem skila
teikningum til byggingarnefndar.
Þegar fmmvarp til skipulags- og
byggingarlaga var til meðferðar á
Alþingi á 121. löggjafarþingi kom
Skipulagsfræðingafélag Islands að
skoðunum sínum um að gera ætti
kröfur um að einungis fólk með
skipulagsfræðimenntun fengi heim-
ild til þess að standa fyrir og bera
ábyrgð á efstu þrepum í skipulags-
ferlinu þ.e.a.s. landsskipulagi,
svæðisskipulagi og aðalskipulagi.
Hvað varðar deiliskipulag ættu
arkitektar og skipulagsfi’æðingar
að hafa réttindi til að standa fyrir
þeim enda hefðu báðar stéttimar
menntun til þess. Greinar 7. og 10. í
frumvarpi umhverfisráðherra til
skipulags- og byggingarlaga
breyttust í meðfómm Alþingis
þannig að sömu greinar skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 kveða
á um menntun og starfsreynslu
skipulagsfulltrúa og annari'a sem
falin er gerð skipulagsáætlana skulj
fjallað í skipulagsreglugerð. I
skipulagsreglugerð er komið til
móts við sþoðanir Skipulagsfræð-
ingafélags Islands og gerðar kröfúr
til menntunar þeirra sem mega fást
við skipulagsgerð, sbr. það sem
segir hér að framan.
Inginmr er skrifstofustjóri og
Kristín Linda Árnadðttir er
deildarsérfræðingur.
Hálendið og
fískimiðin
LÖGIN um stjórn
fískveiða segja fortaks-
laust að nytjastofnar
við Island séu sameign
þjóðarinnar. I reynd
era það orðin tóm.
Kvótakerfið, sem
byggist á sömu lögum,
gerði réttinn til að
nytja stofnana að
einkarétti örfárra.
Sameignarákvæðið er í
reynd orðið marklaust.
Sama staða er nú
uppi varðandi þjóðar-
eign á hálendinu. 1.100
ámm eftir landnámið
var miðhálendið loks-
ins gert að sameign
I og skipta á milli jafn- A ALÞJOÐA geð-
margra sveitarfélaga heilbrigðisdeginum 10. -í' 'l
^^^jj)ar sem !)(i% íbúanna október síðastliðinn
B búa ekki. var gleðilegt að sjá
A 1 Fyrir stjórnarflokk- viðbrögð heilbrigðis- þ - /
I 'V| anna dugar ekki að visa ráðherra ríkisstjórnar
1 ,***».. I til þess að Albingi hafi Davíðs Oddssonar .... ■
\ 1| samþykkt lög um sér- þegar Tómas Zoega ■ J ■ ■
_j[ > if 1 staka samvinnunefnd yfirlæknir rétti henni
1- álp7|] sem á að búa til sam- skýrslu sem m.a. fjall- 1; /
.'•jÆ&ká ræmt skipulag fyrir há- aði um aðbúnað geð-
lendið sem hefði hags- veikra bama á íslandi.
mun* heildarinnar að Viðbrögð ráðherra fólu
leiðarljósi en ekki ein: í sér fögur fyrirheit, en
j stakra sveitarfélaga. í ekkert hefur þó komið
orðaskiptum mínum og fram sem gefur til
Össur
Skarphéðinsson
þjóðarinnar með langþráðum lög-
um um þjóðlendur. Það stóð ekki
lengi.
Stjórnmál
Þeir sem ekki hafa
úrslitavald um ráðstöf-
un eignar sinnar, segir
Össur Skarphéðinsson,
eiga hana í reynd
ekki lengur.
Sama aðferð og var notuð til að
ræna þjóðinni eign sinni á fiskimið-
unum var jafnskjótt notuð til að
taka af henni hálendið líka. Eftir að
hafa lýst hálendið sameign knúðu
stjórnarflokkarnir í gegn önnur lög
sem sviptu þjóðina ráðstöfunar-
rétti á hálendinu og færðu hann í
hendur örfámenns minnihluta
þegnanna.
Það gerði ríkisstjórnin með því
að búta hálendið niður í 42 ræmur
ar umhverfisráðherra á
Alþingi 10. mars sl.
lýsti ráðherrann neftiilega skorinort
yfir að lögin bæri að túlka þannig að
hagsmunir einstakra sveitarfélaga
einsog þeir birtust í aðalskipulagi
væra rétthærri hinu samræmda
svæðisskipulagi.
Þetta merkir, að eitt örlítið sveit-
arfélag getur sett allt skipulag há-
lendisins úr skorðum með því að
hafna heildarskipulagi samvinnu-
nefndarinnar. Hagsmunirnir sem
er um að tefla era miklir: Orku-
mannvirki með tilheyrandi vega-
gerð og línulögnum getur fært ör-
litlu sveitarfélagi gríðarlegar tekj-
ur. Örfámennt sveitarfélag getur
því auðveldlega eyðilagt hálendis-
skipulag sem byggist á hagsmunum
heildarinnar ef það þjónar hags-
munum þess.
Þeir sem ekki hafa úrslitavald
um ráðstöfun eignar sinnar eiga
hana í reynd ekki lengur. Á kjarn-
yrtri íslensku heitir þetta að þjóðin
hafi með löglegum hætti verið
rænd auðlindum sínum bæði í haf-
inu og á hálendinu.
Höfundur er í 2. sæti á lista
Sainfylkingarinnar í Reykjavík.
Breytum rétt gagnvart
geðveikum börnum
kynna að hendur verði
látnar standa fram úr
ermum.
Á þessari stundu er töluverður
hópur heimila í „herkví" geðveiks
bams. Geðveiki bama brýst einatt
út í mjög mikilli athygliþörf, látum,
öskram og ýmiss konar neikvæðri
hegðun sem ekki verður stöðvuð
þar sem um sjúkdóm er að ræða,
en ekki frekju og „óþekkt".
Þegar börn fæðast hér á landi er
læknir yfirleitt til staðar sem skoð-
ar þau og gengur úr skugga um að
allt sé í lagi. Sé eitthvað að eru
gerðar ráðstafanir til lækninga. En
ekki er hægt að sjá alla sjúkdóma,
sem börn kunna að vera með, við
fæðingu. Þetta á ekki síst við um
geðveiki, því hún kemur svo sterkt
fram í hegðuninni.
Foreldrar átta sig seint á að „hin
mikla óþekkt“ stafar af andlegum
veikindum barnsins. Enda er það
iðulega ekki fyix en sjúkdómurinn
er orðinn óbærilegur fyrir íjöl-
skylduna að leitað er hjálpar sér-
fræðinga. Því miður er það svo að
mjög löng bið er fyrir höndum, er
foreldrar leita hjálpar með geð-
veikt barnið sitt. Og þegar komið
er að barninu fær það hugsanlega
„flýtimeðferð" þar eð næstu böm
verða líka að komast að. Þannig
verður lækningin eða meðferðin
erfiðari og lakari til árangurs. Eft-
irfylgd er líka í lágmarki eins og
gefur að skilja og á það ekki síst
við um landsbyggðina.
Eg veit um fólk sem
hefur gefist upp á því
að leita til BUGL
(Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítal-
ans) vegna hins hrika-
lega álags sem er á
stofnuninnni.
Um skólagöngu
þessara barna er líka
margt ljótt að segja.
Til era böm sem notið
hafa kennslu í skólan-
um sem tengdur er
BUGL. Hjá mörgum
Karl V. þeirra hefur góður
Matthíasson gangur komist í nám-
ið. En síðan hefur hall-
að undan fæti vegna þess að barna-
geðdeildarkerfið getur ekki sinnt
hlutverki sínu. Erfitt er fyrir for-
Heilbrigðismál
Ég er þess fullviss að
betri lækningar og
þjónusta við geðveik
börn, segir Karl V.
Matthíasson, hefði
getað komið í veg
fyrir marga raun í
þessum efnum, því er
enn brýnna að tekið
sé til hendinni.
eldra að hafa horft vonglaðir fram
á veginn eftir að barnið útskrifaðist
og lenda síðan í sama vanmætti að
nýju vegna ónógrar eftirfylgdar og
styrks frá BUGL.
Augljós fylgni er á milli andlegra
sjúkdóma unglinga og ofneyslu eit-
urlyfja svo sem alkóhóls. Margir
andlega þjáðir unglingar finna líkn
í þessum eiturlyfjum og leiðast síð-
an út í afbrot og glæpi. Eg er þess
fullviss að betri lækningar og þjón-
usta við geðveik böm hefði getað
komið í veg fyrir marga raun í
þessum efnum, því er enn brýnna
að tekið sé til hendinni. Hér er um
víðtækar forvarnir að ræða.
Fyrsta skóflustunga hefur verið
tekin að nýju sjúkrahúsi fvrir börn
(það er hið besta mál, en dapurlegt
er að tæknileg mistök hafið tafið
framkvæmdir). Ekki er gert ráð
fyrir því að þau böm sem geðveik
era eigi þar sína deild. Ekki var
heldur í tengslum við fyrstu
skóflustunguna tilkynnt að hlúð
yrði frekar að geðveikum bömum.
Era ekki öll veik börn jöfn fyrir
kerfinu?
Furðulegt er að geðveik börn
skuli ekki hafa fengið inni í þessu
sjúkrahúsi því augljóst er að þau
þurfa á stoðdeildum spítalans að
halda (blóðrannsóknir, sjúkraþjálf-
un og fleira). Einnig kæmi það sér
vel fyrir hin bömin að hafa þessa
deild nálægt þar eð sum þeirra
nytu góðs af þjónustu hennar við
andlega aðhlynningu, því mikið
álag er fyrir börn að vera á sjúkra-
húsi.
Þrátt fyrir margítrekaðar
ábendingar lækna og margra ann-
arra vina geðveikra bama hefur lít-
ið annað gerst en að ráðherrann í
heilbrigðisráðuneytinu brosti blíðu
brosi til Tómasar Zoega, sem benti
á hina alvarlegu stöðu geðveikra
bama á Islandi.
Era það bara „þungavigtarráð-
herramir" sem geta hent út silfri
til lýðsins svona rétt fyrir kosning-
ar? Eg skora á heilbrigðisráðherr-
ann og fjármálaráðherrann að láta
til sína taka og skrifa nú þegar 500
milljón króna ávísun; mér skilst að
staða ríkissjóðs sé svo gífurlega
góð. Ef ekki þá bara skrifa fram í
tímann, næsta ríkisstjóm mun ör-
ugglega og með glöðu geði finna
ráð til að greiða þessa upphæð.
Höfundur er sóknarprestur í
Grundarfirði og skipar 2. sæti
á lista Samfylkingarinnar á
Vestfjörðum.