Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 45

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 45 UMRÆÐAN Ihald og iðr- andi syndarar FRAMTÍÐ þjóðar- innar og hvernig hags- munum almennings á Islandi verður best borgið á næstu fjórum árum ræðst fyrst og fremst af þeirri fram- tíðarsýn sem stjóm- málaflokkarnir á Is- landi hafa. Framtíðin ræðst ekki af skoðun- um manna á erjum úr fortíðinni um hug- myndaheim sem er hruninn. Kjör aldraðra og öryrkja, vernd nátt- úru landsins og mögu- leikar unga fólksins til þroska og velmegunar ráðast ekki af úr sér genginni hug- myndabaráttu íhaldsmanna til hægri og vinstri. Forysta Fram- sóknai-floksins kemur nú fram fyiir skjöldu sem iðrandi syndari. Hún ætlast til þess að kjósendur fyrir- gefí Framsóknarflokknum að hafa gleymt því að hafa „fólk í fyrir- rúmi“, að muna ekki eftir loforðum sínum hvað varðar bamabætur og hag fjölskyldunnar 1 landinu. Fram- sóknai-flokkurinn biður kjósendur að fyrirgefa sér að hafa látið kjör aldraðra og öryrkja sitja á hakan- um. Framsóknarflokkurinn iðrast og lofar að gera betur næst. Halelú- ja. Svikin kosningaloforð I miðjum klíðum við niðurdýfingu framsóknarmanna í skímarlaug sannleikans sáu þeir friðardúfuna, vonina, í orrustuþotum NATO yfir Kosovo. Flóttafólk þaðan á auðvitað skilið að fá alla þá að- stoð sem hægt er að veita, en ætlar Fram- sóknarflokkurinn að gera kosningabaráttu sína út frá Kosovo? Pað er gott að geta skriðið ofan í gamlar skotgrafir kalda stríðs- ins eins og hægri og vinstri íhaldsmenn gera. Þar er ylur og þar er skjól. Par þurfa menn ekki að ræða framtíð íslensku þjóð- arinnar, svikin kosn- ingaloforð og gríðar- lega misskiptingu lífs- gæða á sama tíma og þjóðarbúskapurinn býr við bestu skilyrði. Þar þarf ekki að svara Stjórnmál Samfylkingin, segír Heimir Már Pétursson, er stjórnmálaafl sem horfir til framtíðarinn- ar og gefur skýr svör um áform sín. spurningum unga fólksins í landinu um framtíðarsýn stjórnmálaflokk- anna. Hvort þeir sjái fyrir sér áframhald á miðstýrðu skömmtun- ai’valdi núverandi stjórnarflokka eða stefnu jöfnuðar, réttlætis, lýð- ræðis, kvenfrelsis og frjálslyndis. Heimir Már Pétursson Hvort þeir sjá fyrir sér áframhald á gjafakvótakerfinu eða hvort þeir ætla að innleiða almennar lýðræðis- legar leikreglur í lög um stjóm fisk- veiða. Hvað með Stalín? Pað er miklu þægilegra að sitja í rústum kalda stríðsins og spyrja: Hvernig finnst þér Stalín, hvaða skoðun hefur þú á Nixon og Ví- etnam-stríðinu, var Margi-ét Thatcher mannvinur eða ófreskja? Þetta getur auðvitað verið ákaflega fjömgt umræðuefni. Verst að þeir sem búa við fátækt á Islandi nærast ekki á spakmælum og dapurlegt að þetta skuli ekki fela í sér nein svör til unga fólksins sem eðilega spyr um áform stjórnmálaflokkanna í menntamálum, atvinnumálum og velferðarmálum framtíðarinnar. En hverjum má ekki vera sama þegar við getum valið á milli iðrandi synd- ara og íhaldsmanna til hægri og vinstri, allt fólk með svo dásamlegar skoðanir á fortíðinni. Þvílíkt lán fyr- ir íslenska þjóð. Samfylkingin er stjórnmálaafl sem horfir til framtíðarinnar og gef- ur skýr svör um áform sín. Hún segir hvorki Albönum, Serbum, Clinton né Jeltsín stríð á hendur. Samfylkingin lýsir yfir stríði gegn fátækt á Islandi, misskiptingu gæð- anna, spillingu í stjórnkerfinu og eyðileggingu á náttúru landsins. Samfylkingin vill byggja þjóðfélag réttlætis, lýðræðis og frjálslyndis, þar sem allir Islendingar óháð efna- hag, búsetu og heilsufari búa við sömu réttarstöðuna og sömu mögu- leikana á að leita sér hamingju og þroska. Samfylkingin hejr kosn- ingabaráttu sína á íslandi en ekki frá Kosovo, þótt hún hafi djúpa samúð með flóttamönnum þaðan, sem eru á flótta frá því mjög svo vafasama stríði sem þar er rekið. Höfundur skipar 11. sæíi Samfylkingarinnar í Reykjavík. AJ2H3I*ER |^eilabilun af völdum Alzheimer sjúkdóms er æ meira áberandi með auknum fjölda aldraðra. Alzheimer sjúkdómur rænir einstaklíngínn og fjölskyldu hans því sem mestu varðar, minni og annarri vitrænni getu, og veldur miklum mannlegum þjáningum auk mikilla fjárhagslegra útgjalda. Rannsóknir hafa þegar aukið innsæi í meingerð Alzheimer sjúkdómsins og það er raunhæft að vænta þess að á næstu árum og áratugum komi fram meðferðarleiðir er bægja frá þessum ógnvaldi. Lionshreyfingin gerir vel í því að stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur Þú qefiö— utanlandsrerð - I hverjum mánuði! í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag. ( ATH! Aðeins^^kr. röðin ~)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.