Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 46

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vafasamar (vetnis)-flaðrir PÓLITÍKUSAR, a.m.k. sumir þeirra, virðast eiga allt sitt undir fjölmiðlum. Þeir nýta hvert tækifæri sem gefst til að komast í viðtöl og til að fá um- fjöllun um sjálfan sig enda í framboði. Stundum eru þessir til- burðir hálf neyðarleg- ir, svo ekki sé meira >sagt, ekki síst þegar kynntar eru miklar nýjungar sem í raun eru gamlar fréttir en jafnframt mælikvarði á vanþekkingu - sem oft virðist vera allt sem þarf. Agætt dæmi af þessum toga er „vetni sem orkumiðill og elds- neyti“, nýleg uppákoma sem blásin hefur verið upp af stjómmála- manni, sem hefur ekki gripsvit á tækni, og meðreiðarsveinum sem sjá fjárvon í „verkefninu". Hér eru nokkrar staðreyndir sem vert er að hafa í huga í sambandi við fram- leiðslu vetnis með raforku sem síð- an á að nota til að knýja brunavél- ar: - Raforka er af skornum skammti á Islandi. Efíst einhver um þessa fullyrðingu nægir að benda á að Landsvirkjun hefur orðið að skammta stóriðjufyrir- tækjum raforku upp á síðkastið. - Raforka er ekki ódýr á íslandi. Þvert á móti er hún svo dýr að loðnubræðslur geta hagnast um milljónatugi árlega með því að kynda katlana með olíu í stað raf- ^magns. - Til þess að framleiða vetni í stórum stíl með rafgreiningu yrði að ráðast í stórvirkjanir inni á há- lendinu. Af því yrðu náttúruspjöll sem vax- andi andstaða er við í landinu. Jafnvel slíkar stórvirkjanir eru það dýrar framkvæmdir að raforkan yrði dýr - nema hún væri greidd niður af skattgreið- endum (eða vetnið nið- urgreitt). - Heimsmarkaðs- verð á olíu er með allra lægsta móti um þessar mundir og ekk- ert útlit íyrir að það muni hækka í bráð. Verðmyndun á bensíni og olíu er skekkt með ofursköttun; margir gera sér t.d. ekki grein fyrir því að innkaups- verð á hverju tonni (í dollurum) er svipað á bensíni og gasolíu. Verð- munurinn á bensínstöðvum sýnir aðeins hve skattheimtan er hrika- leg. - Bflar hafa aldrei verið spar- neytnari né aflmeiri á hvert kg eig- in þyngdar en nú. Farið er að framleiða smábíla með dísilvélum sem eyða um og innan við 3 lítrum á hundraðið. I stað vetnisdellunnar væri skynsamlegra og þjóðhags- lega hagkvæmara að fella niður þungaskatt af fólksbílum með dísil- vél og stuðla þannig að fjölgun dísilbfla (eins og Þjóðverjar, Bret- ar, Frakkar, Spánverjar, Portúgal- ar, Italir, Irar o.fl. hafa gert) til þess að auka almennan kaupmátt landsmanna. - Fiskiskipaflotinn (útgerðin) veldur meiri loftmengun en öll önn- ur tæki í landinu knúin brunavél- um til samans. Sorpbrennsla á veg- um sveitarfélaga veldur meiri loft- Eldsneyti Raforka er ekki ódýr á Islandi, segir Leó M. Jónsson. Þvert á móti er hún svo dýr að loðnubræðslur geta hagnast um milljóna- tugi árlega með því að kynda katlana með olíu í stað rafmagns. mengun en einkabílar landsmanna. A sama tíma og bíleigendur voru knúnir, af pólitískum ástæðum, til að hafa hvarfakúta í útblásturs- kerfum bíla, sem bæði hækkaði verð bflanna og jók eyðslu þeirra, kom ekki einu sinni til álita að setja hvarfakúta eða annan mengunar- vamabúnað á helstu mengunar- valdana (fiskiskipaútgerðina) hvað þá að lagður væri á hana mengun- arskattur. Trúir því einhver að út- gerðin muni sjálf bera kostnað af því að breyta vélum skipa fyrir vetni og greiða síðan vetnið fullu verði? - Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi er ekki þjóðþrifafyrirtæki. Ef tilbúinn áburður hefði verið keypt- ur á markaðsverði erlendis með út- boði og fluttur inn, í stað þess að framleiða hann í Gufunesi síðan 1951, væru bæði bændur og neyt- endur stöndugri. Áburðarverk- smiðjan hefur átt sinn þátt í því að halda uppi of háu verði á landbún- aðarvörum og hefur verið þjóðinni til álíka óþurftar og Samband ísl. samvinnufélaga: Hvort tveggja hefði mátt fara fyrr. - Af Áburðarverksmiðjunni stafar hætta og þess vegna hefði átt að jafna hana við jörðu sem lið í þró- un íbúðarsvæðis í Guíúnesi (sem ranglega er nefnt Grafarvogur). Brunamálastofnun og íbúasamtök hljóta að hafa áhyggjur af þeirri vá sem af verksmiðjunni stafar. Það eina jákvæða við „vetnisdelluna" er að hún gæti stuðlað að því að Áburðarverksmiðjan yrði flutt lengra frá íbúðarsvæðum vegna aukinnar sprengihættu. Vetni og aðrar gastegundir, svo sem bútan-, própan- og metangas, er enginn vandi að nota sem eldsneyti fyrir bfla. Á stríðsárunum þegar bensín var ófáanlegt óku bflar um, m.a. á Norðurlöndum,. sem höfðu brunakatla festa aftan eða framan á sér og brenndu í þeim trjáviði og spónum og framleiddu þannig gas sem knúði þá áfram í stað bensíns. Bílvélar hafa verið keyrðar á gasi í stað bensíns. Það gerði Bald- ur Líndal efnaverkfræðingur, lík- lega fyrstur manna hérlendis, á fímmta eða sjötta áratugnum. Vandinn mun hafa verið sá að erfitt hafí verið að gangsetja kalda vél með gasi. Árið 1975 setti sá sem þetta ritar sérstakan blöndung frá ítalska fyrirtækinu Weber á vél fólksbfls og ók honum um nokkurt skeið með bæði própangas og bensín sem eldsneyti. Blöndungur- inn var þannig úr garði gerður að skipta mátti handvirkt eða sjálf- virkt yfir á gasið eftir að vélin hafði náð að hitna. Mengun var nánast engin með própangasi og engir erf- iðleikar með gangsetningu i kulda. Tilrauninni var sjálfhætt vegna Leó M. Jónsson þess hve própangasið var dýrt. Hins vegar var hægt að nota metangas (natural gas = NG á ensku) og það mátti framleiða við hvaða fjóshaug sem var. Þessi bún- aður frá Weber var algengur á Italíu á sjöunda áratugnum auk þess sem nokkuð margir danskir bændur óku bílum sínum á metangasi sem þeir framleiddu og notuðu svo á bíla sína með þessum búnaði frá Weber sem var hvorki flókinn né dýr og ekki þurfti að breyta stillingu vélarinnar hans vegna. I Bandaríkjunum hafa stórir flotar fólks- og vöruflutningabíla með dísilvélar veríð keyrðir ára- tugum saman á gasi, fyrst og fremst til að draga úr loftmengun í þéttbýli (strætisvagnar, skólarátur o.þ.h.). Bandaríkjamenn eru ára- tugum á undan Evrópubúum í þessari tækni hvað varðar dísilvél- ar (þótt ekki sé haft hátt um það þegar pólitíkusar, sem lítið vita um þessi mál, þurfa að láta á sér bera). Um það má t.d. fræðast á Verald- arvefnum. Það fyrirtæki sem hefur haft tæknilega forystu í hönnun og þróun búnaðar til að brenna gasi í dísilvélum er IMPCO sem er dótt- urfyrirtæki A.J. Industries Inc. Jafnvel nýútskrifaðir vélatækni- fræðingar í Bandaríkjunum þekkja IMPCO og vita að þar á bæ læra menn hvorki af Chrysler né Benz. Mér finnst að þessar staðreyndir þui-fi t.d. blaðamenn að þekkja þannig að þeir kokgleypi síður vað- alinn úr pólitíkusum sem telja sig vera að finna upp hjólið (og vita sjálfsagt ekki betur). Þeir sem hafa áhuga á þessu máli og öðrum tengdum bflum og tækni geta nálgast ýmsar upplýs- ingar á Vefsíðu Leós. Veffangið er: http://www.is- iandia.is/~leoemm/bilar. Höfundur er iðnaðar- og vélatækni- fræðingur í Reykjanesbæ. Synt SUND er frábær íþrótt. Eins og flestar góðar íþróttir gefur sundiðkun þol, styrk og liðleika og með árang- ursríkri iðkun öðlast þátttakendur í keppn- issundi sjálfstraust og ,góða sjálfsmynd. Að- staðan til að skapa þessa eiginleika verður hér mitt umræðuefni. Stundum verður okkur sundþjálfurum hugsað til sundaðstöðunnar hér á landi og mér koma oft orð eins ágæts manns í hug en hann lýsti því spaugi- lega að aðstaða til sundiðkunar hefði ekki batnað síðan sundiðkun í Norður-Atlantshafi lagðist af og fyrstu sundlaugarnar voru teknar í gagnið! Flesta daga er þokkalegt veður til sundiðkunar og sumir dagar eru . frábærir. Þó kemur fyrir að nánast er ófært í lauginni vegna veðurs. Sérstaklega þótti mér ánægjulegt að hitta borgarfulltrúa Guðlaug Þór Þórðarson í Vesturbæjarlaug- inni, óveðursdag nokkurn í febrú- ar. Þennan dag hafði ég sem oftar fellt niður æfingu vegna veðurs en var sjálfur að svamla í lauginni þegar hann birtist á brautinni við hlið mér. Eg greip tækifærið og sagði honum frá hugmynd um inn- anhússlaug í Vesturbænum og sýndi hann þessu viðeigandi áhuga. Þennan dag var blindhríð og vissu- lega rétti tíminn til að benda máls- metandi manni á að ekki sé sjálf- sagt að flokka sund sem utanhússí- þrótt á íslandi. Margir hafa áttað sig á þessu og í reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar sem samþykktar voru meðal ann- ars af Sambandi íslenskra sveitar- íélaga og menntamálaráðuneytinu í jánúar síðastliðnum, segir í grein 4.7.: þaki „Leitast skal við að sundkennsla fari fram í innilaug, sérstaklega á þetta við um yngri nemendur." Hugmynd- in um innilaug í Vest- urbænum er nú að verða að kröfu ýmissa hagsmunaaðila. Ekki er hægt að keppa í utanhússlaug- um nema u.þ.b. einn mánuð á ári með góðu móti; í byrjun og lok sumars er allra veðra von. Frá því undirbún- ingur Smáþjóðaleik- anna hófst 1995 hefur yfirbyggð keppnislaug verið til umræðu hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur en eng- ar framkvæmdir hafa enn sést. Á Smáþjóðaleikunum sem voru Sund Ég veit að þetta er raunhæft, segir Krist- ján Haukur Flosason, en til þess að af þessu verði þarf að vinna hratt og örugglega. haldnir hér á landi í júníbyrjun 1997 snjóaði á þátttakendur og minnist ég sérstaklega kaldrana- legra aðstæðna í verðlaunaafhend- ingu: roks og snjókomu. Ég hef líka oft heyrt og lesið lof- orð frá frambjóðendum til borgar- stjórnar um að reist yrði yfirbyggð keppnislaug á yfirstandandi kjör- tímabili. Ég trúi því ekki að engar efndir verði á því loforði. Vonir margra um að loksins yrði af bygg- ingunni glæddust þegar athafna- maðurinn Björn Leifsson, eigandi undir Kristján Haukur Flosason World Class, sagði nýlega í frétt- um Ríkissjónvarpsins að bygging í Laugardalnum með keppnissund- laug og líkamsræktaraðstöðu á hans vegum gæti verið tilbúin til notkunar á vordögum 2001. Ég veit að þetta er raunhæft en til þess að af þessu verði þarf að vinna hratt og örugglega (ég minni á að fjármagn þarf) og hvet ég borgaryfirvöld, sundhreyfinguna og alla hlutaðeigandi aðila og ein- staklinga til að leggja sitt af mörk- um til að þessi draumur rætist. Draumur sem má segja að eigi upphaf sitt í teikningu Guðjóns Samúelssonar af Sundhöll Reykja- víkur frá því fyrir 1930. Sundhöllin átti að verða nokkru meiri en sú sem reist var en nú verður ekki lengur beðið! Margir hagnast á góðri sundaðstöðu innanhúss: • viðunandi aðstaða fyrir sund- kennara og nemendur í skólasundi • meira pláss fyrir skólasund sem myndi ljúka fyrr á daginn • meira pláss og betri aðstaða fyrir sundæfmgar • eldri borgarar komast í sund- leikfimi allan ársins hring. Sund- leikfimi er hin besta líkamsrækt í þessari stuttu samantekt hefur verið gerð grein fyrir tveim kröf- um: að yfirbyggð keppnislaug rísi í Laugardal hið fyrsta og að í Vest- urbænum rísi yfirbyggð sundlaug til að enn betur megi þjóna hinum fjöldamörgu íbúum Vesturbæjar og þeim aðilum sem hagsmuni eiga. Fyrri krafan er orðin gömul og á að vera löngu búið að uppfylla en hin síðari að fæðast eftir langa meðgöngu og vona ég að hún þurfi ekki að lifa lengi áður en hún verð- ur uppfyllt; mér finnst nefnilega gamlar óuppfylltar kröfur hallæris- legar: Ef borgaryfirvöld reisa yfir- byggðan knattspymuvöll eða fjöl- nota risaíþróttahús áður en ný keppnislaug verður tilbúin í Laug- ardal þá verð ég svekktur. Já, ég verð illa svekktur og svikinn. Höfundur er sundþjálfari. Stúdentar sviknir af fulltrúum sínum ÞRIÐJUDAGINN 23. mars síðastliðinn birtist grein í Morgun- blaðinu eftir Björgvin Guðmundsson undir fyrirsögninni „Botnlaus heimtufrekja stúdenta". Þeir sem þekkja til inn- an Háskóla Islands vita að þar fer maður sem verið hefur í forsvari fyrir Vöku, annað tveggja stóru pólitísku afianna innan skólans. I þessari grein sinni reyndi Björgvin að sannfæra Islendinga og sagði orðrétt: „Ég bið alla landsmenn að vera varkára þegar sannar sögur fara á kreik um fáa óheppna einstaklinga, sem eiga að réttlæta meiri peningaaustur til allra stúd- enta. Landsmenn skulda stúdentum ekki neitt.“ Ég spyr þig lesandi góð- ur: Hefur þú einhvemtíma áður heyrt, lesið eða séð fulltrúa hags- munahóps ákalla þjóðina og lýsa því yfir að hagsmunahópurinn hafi enga hagsmuni? Hefur fulltrúi kennara eða hjúkrunarfræðinga komið ft'am opinberlega og lýst því yfir að kenn- arar eða hjúkrunarfræðingar séu með sómasamleg laun, hafí ekki yfir neinu að kvarta og Islendingar skuli ekki hlusta á einstaka kennara eða hjúkrunarfræðinga sem lifa undir fá- tækramörkum? Nei, líkt og fyrir mér þá eru orð Björgvins eitthvað alveg nýtt og nið- urlægjandi. Niðurlægjandi fyrir hann sjálfan og lýsandi dæmi um undanlátssemi þeirra sem „berjast" fyrir hagsmunum stúdenta. Ég er sleginn. Máttleysi fulltrúa stúdenta virðist algjört og heilaþvottur stjóm- valda á þeim hefur tekist. Við hin sem höfum ekki látið utanaðkomandi áhrif skerða veruleikasýn okkar vit- um að það em þessir einstöku og fá- mennu, sem Björgvin vill að Islendingar hætti að hlusta á, sem hafa trúna og kraftinn til að berjast fyrir heildina. Stjórnmálaöflin inn- an háskólans hafa brugðist skyldu sinni. Þau hafa ekki tekið upp neina stefnu og ráfa um gruggugan veruleikann stefnulaust. Þegar sá tímapunktur virðist runnin upp að fulltrúar hagsmunasamtaka stúdenta hafa snúist gegn stúdentum er það stúdenta að rísa upp og berjast fyrir gildum sínum. Ég hvet stúd- enta til að meta stöðu sína. Virða fyrir sér þá fulltrúa sem í forsvari Stúdentapólitík Máttleysi fulltrúa stúd- enta virðist algjört, segir Kjartan Örn Sig- urðsson, og heilaþvott- ur stjórnvalda á þeim hefur tekist. eru og hafa verið, og endurskoða mat sitt á þeim. Við skulum ekki láta ganga yfir okkur og vanvirða hags- muni okkar. Til annarra Islendinga læt ég þessi orð falla: Ég skammast mín fyi'ir fulltrúana mína og vonast svo sannarlega til þess að þið látið þá ekki hafa áhrif á ykkur og hug- myndir ykkar um stúdenta eða bar- áttu stúdenta fyrir bættum lífskjör- um. Höfundur er nemi í Háskóla íslands. Kjartan Örn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.