Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Forvitnilegar bækur SMGMSH' msæmm HEAHER Sósíalískt raunsæi gef- ur svarið English Literary Reader, gefin út af State Text-Bok Publishing House í Leníngrad 1936. 324 sfður. Kostaði 2 rúblur og 50 kópeka á sfnum tíma. Á SINNI tíð höfðu sósíalistar svar við öllu; ekki var bara að þeir vissu hvernig átti að leysa öll mannleg vandamáþ heldur voru þeir einnig með á tæru hvernig átti að haga list- um og menningu, hún átti að þjóna þjóðfélaginu. í fróðlegri grein um sós- íalískt raunsæi í Voks, riti menningar- samskiptafélags Sovétríkjanna, 1948 fá þannig ýmsm rithöfundar á baukinn fyrir smáborgaralega hugsun og fyrh- að uppfylla ekki megintilgang bók- mennta: að uppfræða alþýðuna og móta í anda sósíalismans. Ofangreint kemur npög við sögu í sýnisbók enskra bókmennta sem gefin var út af ríkisútgáfu námsbóka austur í Leníngrad 1936. Á titilsíðu má lesa að bókin sé samþykkt af menningarráði alþýðunnar, sem eflaust hefur þurft tii að tryggja að ekki væri verið að láta í hendur ungmenna bókmenntir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði. í inngangi höfunda, Önnu Jacobson og Marianne Kuznets, kemur fram að bókinni sé skipt upp í tímabil og fyi-ir framan hvert tímabil sé tilvitnun í Marx eða Engels til að koma lesend- um í rétt hugarástand áður en þeh- lesa verk viðkomandi höfunda. Einnig er vakin athygli á því að æviágrip höf- unda sem eru framan við sýnishorn verka þeira, séu ætluð „til að auðvelda kennaranum að gefa nemendum mynd af sess viðkomandi höfundar í bókmenntasögunni og stöðu hans í ljósi byltingarbaráttu verkalýðsstétt- arinnar". Heldur svo fram í gegnum bókina að hver rithöfundurinn af öðrum er metinn eftir þessum mælikvarða og falla illa á prófinu margir. Shakespe- are fellur reyndar vel að sósíalísku raunsæi og þannig fjallar að sögn leik- rit hans um Ríkharð annan um það að valdastéttin sé bráðfeig. I kynning- unni kemur fram að Engels kunni vel að meta Shakespeare sem talið er þeim síðarnefnda mjög til bóta. Charles Dickens farnast ekki eins vel enda var hann smáborgaralegur og langaði til að uppíræða almenning í stað þess að eggja hann til uppreisnar. Flestir eru höfundarnh- frá okkar öld enda höfuðáhersla á að kynna nú- tímabókmenntir. Þeir fá misjafna dóma en alltaf metnir eftir stuðningi við stéttarbaráttuna. Aldous Huxley er afturhaldssinnaður, Jack London er smáborgari smitaður af anai-kisma, H.G. Wells er fasisti, G.B. Shaw smá- borgaralegur sósíalisti og svo má telja. Það er helst að vinstrisinnaðir rithöfundar bandarískir á þessari öld falli ritstjórunum í geð, John Dos Passos sleppur í gegnum nálai-augað, Theodore Dreiser, sem þó fær ákúrur fyrir að hafa snúið af réttri braut, Sherwood Anderson, Sinclah- Lewis, Michael Gold, sem sagðm- er einn fán-a verkalýðssinnaðra rithöfunda bandarískra, og Wiliam Rollins yngri sem talinn er með helstu rithöfundum Bandaríkjanna fyrir eindreginn stuðning sinn við sósíalískt raunsæi. Árni Matthíassoh HROLLVEKJUHÖFUNDURINN STEPHEN KING Tímavélin Hræðist mest hið ofur venjulega lega óhugnanlega venjulegur!“ Faðir King yfirgaf fjölskyld- una þegar King var ungur drengur. King ólst upp í Maine og segir að móðir sín, Nellie, liafi örvað hann til bókiesturs í æsku og hvatt hann til að nota ímyndunaraflið. Hann segir að æskuár sín í friðsælu úthverfi hafi haft mikil áhrif á sig sem höfund, enda gerast margar sögur hans í svipuðu umhverfi. „Hryllingssögur eru ein aðferð til að halda upp á góða líðan. Hæfileiki okkar til að ímynda okkur hræðilegar aðstæður lijálpa okkur við að kljást við þau tímabil í lífi okkar sem eru erfið og við metum betur það góða líf sem við lifum.“ Lífið er rólegt í 25 herbergja húsi King í Maine þar sem hann býr ásamt Tabitha, eiginkonu sinni til 28 ára. Þrjú börn þeirra eru uppkomin og ákafir aðdáendur trufla friðsæla til- veru rithöfundarins æ sjaldnar. King segist dvelja styttri tíma við skrifborðið hvern dag og nýtur þess æ meir að dvelja með vinum sínum í rokkhljóm- sveitinni Rock Bottom Rema- inders, en í þeirri sveit eru aðr- ir rithöfundar eins og vinur hans Barry og rithöfundurinn Amy Tan sem hefur notið mik- illa vinsælda fyrir sjálfsævi- sögulegar skáldsögur sínar um kínaverska innflytjendur í Bandaríkjunum. King segist ekki búast við að ritferill hans verði mikið lengri. „Ég vil ekki verða þessi aldni rithöfundur sem þarf að styðja sig við einhvern á hátíðar stundum. Ég vil alls ekki verða skrípamynd af sjálfum mér.“ Þrátt fyrir það býst hann við að bækur hans muni lifa góðu lífi. „Bækur sem vekja ótta lifa yfir- leitt talsvert lengi. Þær era eins og nokkurs konar vampírur. Þær eru þarna einhvers staðar í langan tíma eftir að þú liefur lokið við lesturinn." „Men’s Fashion in the Twentieth Century. From frock coats to intelli- gent fibres” Höfundur: Maria Costantino. 160 bls. B T Batsford Ltd, London, árið 1997. Eymunds- son. VIÐ skulum fara í ferðalag. Flakk í gegnum mannkynssög- una. Við stígum upp í tímavél og ferðumst með velklæddum mönn- um. Fyrr en varir höfum við kynnst mafíósum og hvítklæddum Itölum, mótorhjólagengjum og poppstjömum, Don Johnson með sólgleraugu og Harry Traman í Hawaii-skyrtu. Ferðasagan er mannkynssagan. Sagan er fléttuð úr fólki og krydduð með tíðar- anda, tónlist og stríðsrekstri. Við ferðumst og tímarnir breytast. Og mennirnir með. Við heyrum hvíslað að tennismeistaranum: „Þú hefur gleymt að fara í buxur“, þegar hann ákveður loks að þora að keppa án síðbuxna, eftir tveggja ára sálarstríð. Og ef karl- maður sést á baðströnd án þess að vera í sundbol á hann á hættu að vera fangelsaður! Margt breytist með tímanum. Svona getum við lesið söguna, skoðað litríkar myndir og séð við- horfin breytast. Við sjáum hvað það er sem hefur áhrif á klæða- burð manna: kreppa, stríð og skömmtunarmiðar, stjörnur og stælar. Svo nægir að konungur Englands fítni svolítið til að allir klæðast víðari fótum. Sagan verð- ur lifandi. Og hver dagur skapar nýja sögu. Hver dagur í lífi okkar allra er hluti af mannkynssögunni. Okkar eigin ferðalagi í gegnum söguna. Silja Björk Baldursdóttir ÞAÐ hefur verið sagt uin hroll- vekjuhöfundinn Stephen King að hann sé snillingur í að finna hryllinginn sem leynist í ofur- venjulegum aðstæðum. í hugar- heimi Kings geta vasadiskó valdið hræðilegum usla, garð- sláttuvélin orðið að hinu versta morðvopni og enginn skyldi brosa út í annað yfir niðurlæg- ingu skólastúlku á lokaballinu. En hvað skyldi vekja ótta hroll- vekjumeistarans sjálfs? Ekki bækurnar hans, svo mikið er víst. „Hefurðu ein- hvern tíma reynt að kitla sjálf- an þig? Það gengur ekki upp,“ segir King þegar hann er spurður um álirif eigin bóka á sálarlíf hans. Það sem aftur á móti fær King til að skjálfa á beinunum er ekki hið yfirnátt- úrulega heldur einfaldlega venjulegt líf og þau atvik sem geta hent í lífi hvers manns. „Ég er hræddur um að eitthvað komi fyrir konuna mína eða börnin mín,“ segir hann. „Sjúk- dómar eins og krabbamein og hjartaáfall. Eg er hræddur við að Ienda í flugslysi og við Saddam Hussein. Við búum í skelfilegum heirni þar sem skáldskapur er eina huggunin." Einn söluhæsti höfundur heims í ljósi ótrúlegrar bókafram- leiðslu kemur það ekki á óvart að King skuli segjast fá liug- myndir eins og aðrir fá sím- hringingar. Frá því að fyrsta bók hans kom út, Carrie: A Novel of a Girl with a Frighten- ing Power árið 1974 hefur King sem er fyrrverandi ensku- kennari gefið út meira en 40 skáldsögur sem hafa selst í meira en 100 milljón eintökum á meira en 33 tungumálum um víða veröld. Sögur hans hafa orðið tilefni til sjö sjónvarps- mynda og 26 kvikmyndir hafa verið gerðar eftir þeim. Bækurnar og kvikmyndirnar hafa gert King að afar auðug- um manni. I lok niunda áratug- arins voru tekjur hans meira en 20 milljón dollarar á ári og núna í lok tíunda áratugarins hafa þær tvöfaldast og eru nær 40 milljónum doll- ara eða tæpir 3 milljarðar ís- lenskra króna. Þótt örfáir rit- höfundar á borð við Michael Crichton græði örlítið meira þessa dagana á skrifum si'num efast enginn um að Stephen Kin er einn söluhæsti rithöfundur allra tíma. Agatha Christie, sem lést árið 1976, á sölumetið og fast á hæla hennar fylgir annar breskur rithöfundur, ástarsögu- höfundurinn Barbara Cartland, samkvæmt upplýsingum úr Heiinsmetabók Guinness. Ohugnanlega venjulegur Dave Barry sem hefur getið sér gott orð fyrir gamansöm dálkaskrif hefur verið náinn vinur King um langt skeið. „Stephen hefur ótrúlegan hæfi- Ieika til að setja sig í spor ann- arra og skilja hugsanir þeirra. Manni finnst eins og hann skilji nákvæmlega hvað maður óttast mest,“ segir Barry þegar hann reynir að útskýra velgengni vinar síns. „Ollum finnst King vera sérstakur og skrýtinn. En reyndin er samt sú að hann er ótrúlega venjulegur. Eigin-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.