Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 66

Morgunblaðið - 14.04.1999, Page 66
66 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM >í SÖNGVARINN geðþekki Bruee Springsteen, ásamt hljómsveit sinni E-Street Band, er lagður af stað í tónleikaferð um heiminn. Hann hóf ferðaiagið með tónleikum í Ólympfuhöllinni í Barcelona á Spáni síðast- liðinn föstudag. ,AAAH, er ekki notalegt í baði,“ gæti annar björninn verið að segja við hinn í Cdogne dýragarðinum í Þýskalandi. Á heitum dögum finnst böngsunum gott að busla í baði enda eru þeir upphaflega vanari kaldara loftslagi. Spáð er mjög hlýju veðri næstu daga í Þýskalandi og því gætu bangsarnir verið orðnir gegnsósa áður en yfir lýkur. Miöasalan er opin daglega frá kl. 13-19. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Leíkstjóri David Freeman Hljómsveitarstjóri.Garöar Cortes Flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir Bergþór Páisson Þóra Einarsdóttir Hrafnhildur Björnsdóttir - Loftur Erlingsson Sigurður Steingrimsson - Þorgeir J. Andrésson Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir - Snorri Wium Edda Björgvinsdóttir ISLENSKA OPERAN —Jllll Sími 551 1475 MYNDBÖND Sænskur hasar Hamilton (Hamilton) IV j ósna/hasar ★★ Leikstjórn: Harold Zwart. Aðalhlut- verk: Peter Stormare, Lena Olin og Mark Hamil. 101 mín. Sænsk. Sam- myndbönd, mars 1999. Aldurstak- mark: 16 ár. MARGIR muna eftir framhalds- þáttum um sænska leyniþjónustu- manninn Carl Hamilton úr sjón- varpinu. Nú er komin út fyrsta kvikmyndin um kappann. Hún einkennist fyrst og fremst af því að vera sænskt eintak af kvik- myndategund sem hefur verið stjórnað af Hollywood hing- að til. Sagan er ágæt og minnir mikið á „Peacemaker" þar sem George Clooney var í hlutverki of- urhetjunnar. Utfærslan gengur hins vegar ekki alveg upp hér. Ein af ástæðum þess er eflaust sú að maður er orðinn svo samdauna bandarískum myndum af sama toga að manni finnst að svoleiðis eigi þær að vera. Nokkurs stirð- leika gætir jafnframt í frásögninni og þrátt fyrir fagmannleg vinnu- brögð verður myndin til þess að minna á hversu framarlega draumasmiðjan stendur í gerð af- þreyingarmynda. Spennan verður aldrei alveg trúverðug, frekar en helstu persónur sögunnar. „Ha- milton" er sæmilegasta afþreying, en nær hvergi að gera miklu betur en það. Guðmundur Ásgeirsson Suðræn og sæt Tökum sporið (Dance With Me)_________ Dansinynd ★★% Leikstjóri: Randa Haines. Handrit: Daryl Matthews. Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tónlist: Michael Con- vertino. Aðalhlutverk: Vanessa Willi- ams, Chayanna og Kris Kristoffer- son. (122 mtn.) Bandarísk. Skífan, ntars 1999. Myndin er öllum leyfð. HÉR er á ferðinni suðræn dans- mynd sem líkist einna helst stórri glansmynd. Markmið hennar er fyrst og fremst að skemmta áhorfendum með fjörugum dansi, sykursætum leikurum og rómantískum ástarævintýrum - og tekst vel til. Ymsa veikleika í handriti og kvik- myndatöku bæt- ir myndin síðan upp með einlægni og melódramatískum metnaði. Dansatriðin eru dálítið misjöfn en alltaf stemmning og kraftur í þeim. Þar er Vanessa Williams bráðsjarmerandi í hlutverki at- vinnudansarans Ruby en hún sleppur vel út úr dansatriðunum með því að bera sig vel og setja heilmikla persónulega tjáningu í framkomuna. Kúbverski hjarta- knúsarinn Chayanne er ómót- stæðilegur í hlutverki hins þolin- móða vonbiðils hennar og Kris Kristofferson kemur með traust innlegg. Fyrir þá sem vilja hreina skemmtun og rósrauða rómantík, er Tökum sporið góður kostur. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.