Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 11

Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 11
MORGUNB L AÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 11 FRÉTTIR /■ Heyskortur á Norður- landi vestra HEYSKORTUR hefur gert vai-t við sig á Norðurlandi vestra, þ.e. í Húnavatnssýslu og Skagafirði, en það eru aðallega hrossaeigendur sem verða fyrir barðinu á hækk- andi heyverði. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði að ástandið væri verst á þeim svæðum þar sem mikið væri af snjó og hrossum. Hann sagði að yfirleitt væra hross í haga fram yfir jól, en veturinn núna hefði byrjað ansi snemma og því væri ástandið hjá hrossaeig- endum víða nokkuð slæmt. Hann sagði að Húnavatnssýslan og Skagafjörðurinn væru eflaust þau svæði sem heyskorturinn hefði haft hvað mest áhrif á, en í Skagafirði einum eru um 10.000 hross. Hann sagði dæmi um að hey væri flutt í Skagafjörðinn og Húnavatnssýsl- una frá Ströndum og Eyjafjarðar- sýslu. Að sögn Eiríks Loftssonar, ráðu- nauts Búnaðarsambands Skaga- fjarðar, fer verð á heyi mikið eftir gæðum. Hann sagði að heyrúllan hefði verið seld á um 1.000 krónur í fyrra, en að nú væri verið að borga um 3.000 krónur fyrir rúlluna. Ekki er hægt að búast við mikilli almennri aðstoð við bændur eða hrossaeigendur, en Bjargráðasjóð- ur styrkir þá sem orðið hafa fyrir miklum uppskerabresti, þannig að einhverjir af þeim sem lenda í erf- iðleikum nú fá aðstoð, að sögn Ara. ------------------- Útlit fyrir gott veður víða um land um helgina VEÐURSTOFA íslands gerir ráð fyi'ir góðu veðri víða um land á laugardag og sunnudag. Talsverð snjókoma var um vestanvert landið í gær og varð jörð alhvít á skammri stundu í Reykjavík og nágrenni. Að sögn veðurfræðings á Veður- stofunni var lægðin ekki merkileg sem bar með sér úrkomuna í gær, en lægðin stefndi til suðausturs og átti úrkomusvæðið að vera komið suður af landinu um hádegi í dag, fimmtudag, með björtu veðri suð- vestanlands. I dag er spáð stinningskalda og allhvassri átt, sérstaklega norðan- lands, með éljum og jafnvel skafrenningi, sérstaklega á fjall- vegum. Samkvæmt veðurspá á norðanáttin að ganga niður á föstu- dag, fyrst vestan til og ætti því að vera komið gott veður víða um land á laugardag. -------------- Borgarráð Framkvæmda- leyfí veitt fyrir V esturlandsveg BORGARRÁÐ hefur staðfest framkvæmdaleyfi fyrir tvöfóldun Vesturlandsvegar frá gatnamótum við Suðurlandsveg að Víkurvegi á gnmdvelli frammats á umhverfisá- hrifum og úrskurði skipulagsstjóra ríkisins. Pað er Vegagerðin sem sækir um leyfi til að leggja hringveg frá Nesbraut að Víkurvegi og er fram- kvæmdin í samræmi yið staðfest aðalskipulag Reykjavíkur með þeim breytingum sem unnið er að. I erindi til borgarráðs leggm- skipulags- og umferðarnefnd til að framkvæmdaleyfið verði veitt og óskar jafnframt eftir því við Vega- gerðina að gengið verði frá jarð- raski við Vesturlandsveg milli Bæj- arháls og Vesturlandsvegar á þessu ári. •Hatpamt WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL »4,5 kg »1000 snúninga TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI 5 kg •m/barka •veltir í báðar áttir. KYVSftBltllli# •Hotpomt Hotpavrt dlUM,r DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVEL • 12 manna »8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC 72 PE HOTPOINT ÞURRKARI ’6 kg »barkalaus »m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 «491 lítra. m HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni *Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði »K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi »Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað ‘Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum »K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík «Jókó Furuvöllum 13, Akureyri *Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki »Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði »Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi •Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.