Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 13 Unnið að gerð tilraunakjarasamnings við grunnskólakennara Kennarar í Reykjavík leggja niður störf GRUNNSKÓLAKENNARAR í Reykjavík ætla að hætta kennslu kl. 11 í dag og nota það sem eftir lifir dagsins til fundahalda um kjaramál sín. Valdór Bóasson, trúnaðarmaður kennara í Hamra- skóla, segir að kennarar í Reykja- vík krefjist sambærilegra kjara og kennarar annars staðar á landinu. Aðgerðirnar eiga sér stað á sama tíma og verið er að reyna að ná samkomulagi um tilraunasamninga milli Kennarasambandsins og sveitarfélaganna, en Valdór hafnar því að samband sé þar á milli. Valdór sagði að kennarar í Reykjavík hefðu lagt fram kröfur sínar um hærri laun í nóvember í fyrra. Þessum kröfum hefði verið fylgt eftir, m.a. á tveimur fundum með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, borgarstjóra í Reykjavík. Hún hefði vísað málinu til launanefndar sveitarfélaganna. Ki'afa kennara væri hins vegar að laun kennara í Reykjavík yrðu hækkuð til sam- ræmis við laun kennara annars staðar á landinu. A síðustu misser- um hefðu mörg sveitarfélög gert samning við kennara um viðbótar- launagreiðslur og kennarar í Reykjavík vildu fá sambærilegar launahækkanir. Krefjast 250 þúsund króna eingreiðslu Kennarar í Reykjavík gera kröfu um 250 þúsund króna eingreiðslu á þessu ári. Valdór sagði að krafan væri byggð á samanburði á samn- ingum um viðbótargreiðslur sem einstök sveitarfélög hefðu gert á undanförnum mánuðum. Aðspurður sagði Valdór rétt að í gildi væri kjarasamningur sem kennarar hefðu samþykkt með formlegum hætti. Hann benti hins vegar á að þrátt fyrir þennan kjarasamning væri verið að greiða kennurum í Reykjavík lægra kaup en kennui'um í öðrum sveitarfélögum. Það væri eðlileg krafa kennara í Reykjavík að þessi munur yrði jafnaður. Kennarasambandið hefur tekið saman greiðslur umfram kjara- samninga sem kennarar víða um land hafa knúið fram á undanförn- um misserum. Greiðslurnar eru á bilinu 5.000-23.000 á mánuði. í sumum skólum var jafnframt samið um breytingar á vinnufyrir- komulagi í skólunum, sem m.a. fela í sér aukna vinnu kennara. Valdór sagði að krafa kennara í Reykjavík væri óháð niðurstöðu viðræðna launanefndar sveitarfé- laga og Kennarasambandsins um gerð tilraunakjarasamnings. Kenn- arar hefðu gert kröfu um að fá svar frá Reykjavíkurborg við kröfu sinni fyrir 1. aprfl. Þeir hefðu lagt sig fram um að vinna að málinu án þess að fara fram með kröfur sínar á opinberum vettvangi. Þolinmæði kennara væri hins vegar á þrotum. Hann útilokaði ekki að til frekari aðgerða kennara kæmi ef engin viðbrögð kæmu frá Reykjavíkur- borg. Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sagði að aðgerðir kennara í Reykjavík væru ótengdar þeim viðræðum sem staðið hefðu um gerð tilrauna- kjarasamnings milli launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasam- bandsins. Þessar viðræður hefðu hafist sl. sumar og fjölluðu um framkvæmd bókana við kjarasamn- ing kennara, sem gerður var 1997. Meginefni viðræðnanna væri gerð svokallaðs tilraunakjarasamnings þar sem kveðið væri á um breyttan vinnutíma kennara gegn öðrum launaviðmiðunum. Stefnt væri að því að þessi kjarasamningur tæki gildi í haust í nokkrum skólum. Ekkert lægi fyrir í hvaða skólum þessi tilraun yrði gerð, en það væri a.m.k. ákveðið að skólarnir yrðu í nokkrum ólíkum sveitarfélögum. Finnbogi sagði að Kennarafélag Reykjavíkur stæði ekki fyrir að- gerðum kennara í Reykjavík og kvaðst ekki hafa tekið þátt í að skipuleggja þær. Aðgerðirnar tengdust ekki viðræðunum um til- raunakjarasamninginn. Hann vís- aði á trúnaðarmenn kennara í skól- um í Reykjavík þegar hann var spurður um hver stæði fyrir að- gerðunum. Kennarar í Reykjavík ætla að ræða kjaramál sín á fundi í Bíó- borginni kl. 13 í dag. Þeir áforma einnig að fylgjast með fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur í dag, en búast má við að kjaramál kennara verði þar til umræðu. Tilbúin að greiða fyrir bætt skólastarf „Eg get ekkert um þá aðgerð sagt annað en að hún kemur mér vægast sagt mjög á óvart. Það má hverjum manni ljóst vera að það er í gildi kjarasamningur við kennara, samþykktur af öllum til þess bær- um aðilum, og þegar samningur er í gildi er friðarskylda og allt sem er á skjön við hana er ólögmætt," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar leitað var álits hennar á aðgerðum kennara. Kvaðst hún ekki trúa því fyrr en hún tæki á því að kennarar felldu almennt niður kennslu. „Ég ætla ekkert að segja um það. Það er Ijóst hvaða reglur gilda. Ég vil að kennarar sinni sín- um skyldum af því að þeim eru þær ljósar en ekki af því að það vofi yfír þeim einhver refsing," sagði borg- arstjóri. Lagði hún áherslu á að engin rök réttlættu aðgerðir kennara en spurð um kröfur þeirra segir hún að þeir geti haft nokkuð til síns máls, að þeir gætu lifað við betri kjör. Um það væri ekki ágreining- ur en ætti við marga aðra hópa í samfélaginu. „Ég hef alltaf sagt það við kennara og þeim er það al- veg ljóst að ég er tilbúin að ræða við þá um ákveðnar kjarabætur að því gefnu að við fáum út úr því betra skólastarf og breytingar í skólastarfinu. Þar er ég fyrst og fremst að tala um breytingar á vinnutíma og vinnufyrirkomulagi inni í skólunum. Ég held að það sé mjög margt í kjarasamningum kennara sem kemur í veg fyrir að ur eru á lokastigi. Við erum tilbúin við getum skipulagt betra og nú- að gi-eiða nokkuð fyrir slíkt en er- tímalegra skólastarf. Við höfum um ekki tilbúin til að bæta í án verið að ræða það við Kennarasam- þess að nokkuð komi á móti,“ sagði bandið frá áramótum. Þær umræð- Ingibjörg Sólrún. Föst mánaðarleg greiðsla ofan á kjarasamninga grunnskólakennara Sveitarfélag kr. á mán. Forsendur Hólmavík 22.934 Kennari með 172 námsstig og 15 ára Vestmannaeyjar 22.347 prófaldur. Hann kennir 31 tíma í bekk með 22 nemendur (umsjónarbekk og síðan öðrum til uppfýllingar kennsluskyldu). Útreikningur Miðað er við greiðslur á 12 mánaða grundvelli, þ.e. þegar um er að ræða greiðslur sem einungis eru greiddar á starfstíma skóla eða eingreiðslur er þeim jafnað yfir allt árið. * Þýðir að skólastjóri getur ráðstafað einhverjum hluta þess tíma sem verið er að greiða fyrir. ** í Garðabæ hefur verið farin sú leið að greiða bekkjarkennurum fyrir 60 mínútna næðisstund á degi hverjum sem um 1,5 kennslustundir væri að ræða. Þetta eru annarsvegar 20 mínútur í stofu áður en kennsla hefst að morgni þar sem mæting nemenda er frjáls og hinsvegar 40 mínútur sem fara í nestis- og matartíma. Má með þessu segja að Garðabær sé fyrsta sveitarfélagið til að meta kennslu í einum bekk sem fullt starf. Einnig greiðir Garðabær öllum list- og verkgreinakennurum fyrir umsjón með Álftanes Hrafnagil Skagaströnd 20.882 19.717 18.093 Austur-Landeyjar Hveragerði 17.752 17.717 ★ * Árborg 17.572 Hvolsskóli 17.572 * Blönduós 17.047 * ísafjörður 15.942 * Þorlákshöfn Fjarðarbyggð 15.598 15.217 Seltjarnarnes Mosfellsbær 14.764 14.764 * Stykkishólmur 14.058 * Reykjanes 13.804 Akranes Borgarbyggð 13.697 13.587 * * Varmaland Snæfellsbær 13.587 13.587 ★ * Borgarnes Skagafjörður 13.587 12.717 Akureyri Ólafsfjörður 12.717 12.717 * Húsavík 12.717 * Hafralækur 9.182 stofu og einnig aukalega fyrir efniskaup. Hafnarfjörður 5.299 Þessar greiðslur nema frá 8 til 16 klst. á Garðabær ** mánuði. Heimild: Vefur Kennarasambands Islands; www.ki.is Morgunblaðið/Golli TRÚNAÐARMENN í grunnskólum Reykjavíkur komu saman til fund- ar í Kennarahúsinu í gær til að skipuleggja aðgerðirnar í dag. Rauða kross húsið Stefnt að sparnaði í rekstri AKVEÐIÐ hefur verið að endur- skipuleggja starfsemi Rauða kross hússins við Tjarnargötu í Reykja- vík. Fimm starfsmönnum hússins hefur verið sagt upp störfum og eru horfur á að þeir hætti í sumar því þeir sóttu ekki um störfín þegar þau voru auglýst í vor. Sigrún Arnadótt- ir, framkvæmdastjóri Rauða kross- ins, sagði breytingarnar ekki þýða að dregið yrði úr þjónustu við skjól- stæðinga hússins. Sigrún sagði að breytingarnar miðuðu að því að spara í rekstri. Hún sagði að sérmenntað fólk hefði verið á vakt í Rauða kross húsinu allan sólarhringinn. Fyrirhugað væri að ráða tvo unglingafulltrúa og tvo næturverði í stað fímm ung- lingaráðgjafa sem starfa í húsinu í dag. Gert væri ráð fyrir að ung- iingafulltrúarnir störfuðu frá hádegi fram eftir degi, en síðan tækju næt- urverðir við. Sigrún sagði að ætlast væri til að unglingar sem gistu í húsinu færu út kl. 9 á morgnana um leið og ann- að fólk héldi til vinnu. Húsið yrði því ekki opið frá 9 til hádegis. Alltaf yrði hins vegar einhver við störf í húsinu því forstöðumaður þess myndi starfa á dagvinnutíma. . : BíldshÖfdi 20-112 Reykjavík Sími 510 8000 jfasett L LAGUNA þægilegur sófi, klæddur mjúku.fallegu, upphleyptu bómullarefni Lausar sessur og bakpúðar. Sessur bólstraðar með kaldsteyptum svampi 3ja sæta söfi L227 sm, kr. 75.290,- 2ja sæta sófi LI70 sm, kr. 62.680,-. v MEXICO sófaborð úr fornfáðri,gegnheilli*býflugnavaxborinni furu, B80xLI 30 smkr. 39.220,- MEXICO barskápur úr fornfáðri, gegnheilli, býflugnavaxvorinni furur B105 x L195 x D48 sm, kr. 89.960,- ! I"ÍMm LA Radgreiðsiur í 36 mán. HUSGAGNAHÖLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.