Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 22

Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Aflaverðmætið 87 milljónir Mettúr hjá Höfrungi III _ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson JONAS Sigmarsson, stýrimaður á Aroni ÞH, með stærsta skötusel sem vitað er um að veiðst hafi hér við land. Skötuselurinn fer í Safnahúsið á Húsavík FRYSTITOGARINN Höfrungur III kom til Akraness í gær með 649 tonn upp úr sjó af blönduðum afla að verðmæti 87,1 millj. króna. Þetta er mesta aflaverðmæti skipsins eftir eina veiðiferð en 1996 var aflaverð- mætið 84 millj. kr. eftir túr í Smug- unni. Kristján Pétursson var skip- stjóri og 27 manns í áhöfn en túrinn stóð yfir í 30 daga. „Þetta er ljómandi góður túr,“ sagði Sveinn Sturlaugsson, útgerð- arstjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, og Kristján tók í sama streng. „Þetta var ágætt eins og er oft á þessum tíma,“ sagði hann. „Við vorum mikið við suðvesturlandið, að- allega frá Eldeyjarbanka og Grinda- víkurdýpi norður í Hampiðjutorg út af Víkurál í lokin.“ Kristján sagði að aflinn hefði verið mjög blandaður. 110 tonn af þorski, sem væri með því mesta sem skipið fiskaði í túr, tæplega 100 tonn af ýsu, 110 tonn af grálúðu og síðan aðallega karfi og ufsi. „Þetta var sammfelld vinna nánast allan túrinn, aldrei dautt heldur alltaf verið að,“ sagði skip- stjórinn. „Hins vegar held ég að ekk- ert óvenjulegt sé við þennan túr því mörg skip eni að koma eftir góða túra. Það sem er að gerast er að verð- mæti í ýsu og þorski er mjög gott. Verðið á þorski er mun betra en á undanfómum árum en aflasamsetn- ing okkar núna er eins og hún hefur verið því við verðum að blanda þessu saman þar sem þorskkvóti okkar er 1.100 tonn á þessu fiskveiðiári, sem er reyndar það langmesta sem við höf- um fengið að fiska á þessu skipi í landhelginni. A síðasta fiskveiðiári fiskuðum við 6.600 tonn og af því voru 1.000 tonn af þorski í landhelginni. Nú erum við nánast búnir með kvót- ann innan landhelginnar eins og að var stefnt og fórum því í úthafskarf- ann eftir helgi. Við eigum 3.000 tonna kvóta af úthafskarfa og verðum vænt- anlega á honum út ágúst.“ Ekkert brottkast Að sögn Kristjáns hefur verið lítið um ýsu í aflanum á undanfórnum ár- um en það hefði breyst í ár. Hún væri samt blönduð en annar fiskur rnjög góður. „Um 20% af ýsunni eru undirmálsýsa en ég tek það fram að við komum með hana í land. I póli- tíkinni er mikið talað um brottkast en þeir sem hafa kvóta þurfa ekki að henda fiski í sjóinn. Það er enginn hagur fyrii' okkur að henda fiski í sjóinn. Það er vinna að ná honum inn fyi'ir og það er sama handtakið að koma honum í sjóinn aftur. Við eru í því að landa fiskinum sem við öflum og því finnst okkur oft ómaklega að okkur vegið enda ekki í samkeppni við trillubáta. A undangegnum árum hefur stærsti hluti afla okkar verið grálúða og karfi sem við veiðum ekki á smábátaslóð heldur á miklu dýpi sem ég held að handfærabátar, litlir plastbátar, eigi erfitt með að sækja, sérstaklega á veturna.“ ARON ÞH kom til Þorlákshafnar í gær með um átta tonn af skötusel sem fékkst í Skeiðarárdýpi. Þar á meðal var einn 145 sm langur með 55 til 60 sm breiðan haus en talið er að Islendingar hafi ekki veitt stæiri skötusel hér við land. í mars 1996 fékk Sólbakur EA 134 sm langan sel og var sá 29,6 kg. Að sögn Gunn- ars Jónssonar hjá Hafrannsóknar- stofnun getur skötuselur orðið um tveggja metra langur og um 40 kg á þyngd. Hann lifir á 20 til 1.800 metra dýpi og liggur gjaman á botninum þar sem hann lúrir eftir bráð. Að sögn Stefáns Guðmundssonar, skipstjóra á Aroni, er ætlunin að gefa Safnahúsinu á Húsavík kvik- indið. „Guðni Halldórsson forstöðu- maður ætlar að reyna að láta stoppa þetta kvikindi upp og hafa það til sýnis fyrir norðan. Ætli það verði ekki við hliðina á ísbirninum?" -------------------- Aðalfundur FÍF Utflutningur mjöls og lýsis dróst saman SAMDRÁTTUR varð í útflutningi mjöls og lýsis 1998 samanborið við árið áður. Staðan verður til umræðu á aðalfundi Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda sem verður á Hótel Örk í Hveragerði í dag en vorráðstefna félagsins fer fram á sama stað á morgun. Árið 1997 voru 254.083 tonn flutt út af mjöli en sambærileg tala í fyrra var 218.953 tonn. 132.476 tonn af lýsi voru flutt út 1997 en 91.584 tonn 1998. Mjölið var einkum flutt út til Bretlands og Danmerkur en mesti samdrátturinn var í útflutn- ingi til Noregs og Finnlands. Stærsti hluti lýsisins fór til Noregs sem fyrr en samdrátturinn var mestur í sölu til Hollands. Á ráðstefnunni á morgun ræðir Ágúst H. Elíasson um rekstarkönn- un FÍF/SF. Þórhallur Jónasson greinir frá störfum vísindanefndar IFOMA og Guðmundur Guðmunds- son tekur fýrir notkun og með- höndlun lýsis. Sveinn Sveinbjörns- son fjallar um horfur á næstu ver- tíð, Bragi Líndal talar um gæði fiskimjöls sem fóðurs og Heiða Pálmadóttir spyr hvort rotamín sé böl eða blessun. Aðalfundurinn hefst kl. 14 í dag en ráðstefnan kl. 10 í fyrramálið. r Landssöfnun SIBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi Síminn er opinn 552 2150 9-17 virka daga Bankareikningur 0301-26-002600 í Búnaðarbanka íslands Innleggsseðlar liggja frammi í Búnaðarbanka og Sparisjóðum Einnig er hægt að leggja inn rafrænt á interneti eða í heimabanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.