Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.04.1999, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Aflaverðmætið 87 milljónir Mettúr hjá Höfrungi III _ Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson JONAS Sigmarsson, stýrimaður á Aroni ÞH, með stærsta skötusel sem vitað er um að veiðst hafi hér við land. Skötuselurinn fer í Safnahúsið á Húsavík FRYSTITOGARINN Höfrungur III kom til Akraness í gær með 649 tonn upp úr sjó af blönduðum afla að verðmæti 87,1 millj. króna. Þetta er mesta aflaverðmæti skipsins eftir eina veiðiferð en 1996 var aflaverð- mætið 84 millj. kr. eftir túr í Smug- unni. Kristján Pétursson var skip- stjóri og 27 manns í áhöfn en túrinn stóð yfir í 30 daga. „Þetta er ljómandi góður túr,“ sagði Sveinn Sturlaugsson, útgerð- arstjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, og Kristján tók í sama streng. „Þetta var ágætt eins og er oft á þessum tíma,“ sagði hann. „Við vorum mikið við suðvesturlandið, að- allega frá Eldeyjarbanka og Grinda- víkurdýpi norður í Hampiðjutorg út af Víkurál í lokin.“ Kristján sagði að aflinn hefði verið mjög blandaður. 110 tonn af þorski, sem væri með því mesta sem skipið fiskaði í túr, tæplega 100 tonn af ýsu, 110 tonn af grálúðu og síðan aðallega karfi og ufsi. „Þetta var sammfelld vinna nánast allan túrinn, aldrei dautt heldur alltaf verið að,“ sagði skip- stjórinn. „Hins vegar held ég að ekk- ert óvenjulegt sé við þennan túr því mörg skip eni að koma eftir góða túra. Það sem er að gerast er að verð- mæti í ýsu og þorski er mjög gott. Verðið á þorski er mun betra en á undanfómum árum en aflasamsetn- ing okkar núna er eins og hún hefur verið því við verðum að blanda þessu saman þar sem þorskkvóti okkar er 1.100 tonn á þessu fiskveiðiári, sem er reyndar það langmesta sem við höf- um fengið að fiska á þessu skipi í landhelginni. A síðasta fiskveiðiári fiskuðum við 6.600 tonn og af því voru 1.000 tonn af þorski í landhelginni. Nú erum við nánast búnir með kvót- ann innan landhelginnar eins og að var stefnt og fórum því í úthafskarf- ann eftir helgi. Við eigum 3.000 tonna kvóta af úthafskarfa og verðum vænt- anlega á honum út ágúst.“ Ekkert brottkast Að sögn Kristjáns hefur verið lítið um ýsu í aflanum á undanfórnum ár- um en það hefði breyst í ár. Hún væri samt blönduð en annar fiskur rnjög góður. „Um 20% af ýsunni eru undirmálsýsa en ég tek það fram að við komum með hana í land. I póli- tíkinni er mikið talað um brottkast en þeir sem hafa kvóta þurfa ekki að henda fiski í sjóinn. Það er enginn hagur fyrii' okkur að henda fiski í sjóinn. Það er vinna að ná honum inn fyi'ir og það er sama handtakið að koma honum í sjóinn aftur. Við eru í því að landa fiskinum sem við öflum og því finnst okkur oft ómaklega að okkur vegið enda ekki í samkeppni við trillubáta. A undangegnum árum hefur stærsti hluti afla okkar verið grálúða og karfi sem við veiðum ekki á smábátaslóð heldur á miklu dýpi sem ég held að handfærabátar, litlir plastbátar, eigi erfitt með að sækja, sérstaklega á veturna.“ ARON ÞH kom til Þorlákshafnar í gær með um átta tonn af skötusel sem fékkst í Skeiðarárdýpi. Þar á meðal var einn 145 sm langur með 55 til 60 sm breiðan haus en talið er að Islendingar hafi ekki veitt stæiri skötusel hér við land. í mars 1996 fékk Sólbakur EA 134 sm langan sel og var sá 29,6 kg. Að sögn Gunn- ars Jónssonar hjá Hafrannsóknar- stofnun getur skötuselur orðið um tveggja metra langur og um 40 kg á þyngd. Hann lifir á 20 til 1.800 metra dýpi og liggur gjaman á botninum þar sem hann lúrir eftir bráð. Að sögn Stefáns Guðmundssonar, skipstjóra á Aroni, er ætlunin að gefa Safnahúsinu á Húsavík kvik- indið. „Guðni Halldórsson forstöðu- maður ætlar að reyna að láta stoppa þetta kvikindi upp og hafa það til sýnis fyrir norðan. Ætli það verði ekki við hliðina á ísbirninum?" -------------------- Aðalfundur FÍF Utflutningur mjöls og lýsis dróst saman SAMDRÁTTUR varð í útflutningi mjöls og lýsis 1998 samanborið við árið áður. Staðan verður til umræðu á aðalfundi Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda sem verður á Hótel Örk í Hveragerði í dag en vorráðstefna félagsins fer fram á sama stað á morgun. Árið 1997 voru 254.083 tonn flutt út af mjöli en sambærileg tala í fyrra var 218.953 tonn. 132.476 tonn af lýsi voru flutt út 1997 en 91.584 tonn 1998. Mjölið var einkum flutt út til Bretlands og Danmerkur en mesti samdrátturinn var í útflutn- ingi til Noregs og Finnlands. Stærsti hluti lýsisins fór til Noregs sem fyrr en samdrátturinn var mestur í sölu til Hollands. Á ráðstefnunni á morgun ræðir Ágúst H. Elíasson um rekstarkönn- un FÍF/SF. Þórhallur Jónasson greinir frá störfum vísindanefndar IFOMA og Guðmundur Guðmunds- son tekur fýrir notkun og með- höndlun lýsis. Sveinn Sveinbjörns- son fjallar um horfur á næstu ver- tíð, Bragi Líndal talar um gæði fiskimjöls sem fóðurs og Heiða Pálmadóttir spyr hvort rotamín sé böl eða blessun. Aðalfundurinn hefst kl. 14 í dag en ráðstefnan kl. 10 í fyrramálið. r Landssöfnun SIBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi Síminn er opinn 552 2150 9-17 virka daga Bankareikningur 0301-26-002600 í Búnaðarbanka íslands Innleggsseðlar liggja frammi í Búnaðarbanka og Sparisjóðum Einnig er hægt að leggja inn rafrænt á interneti eða í heimabanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.