Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Pakistanar prófa langdræga sprengiflaug Vígbúnaðar- kapphlaupið á nýtt stig Gwadur í Pakistan, Teheran. Reuters. NAWAZ Sharif, forsætisráðherra Pakistans, greindi frá því í gær að pakistönskum vísindamönnum hefði tekizt að senda í tilraunaskyni á loft nýja langdræga eldflaug, sem svar við sams konar tilraun af hálfu Ind- verja sl. sunnudag. Sharif tjáði fréttamönnum í strandbænum Gwadur, skammt frá þeim stað þar sem flaugin kom til jarðar í gænnorgun, að drægi Ghauri-II-flaugarinnar væri allt að 2.300 km, en til þess þyrfti að minnka þá eins tonns hleðslu sem tilraunaflaugin bar. Petta var fyrsta opinbera staðfestingin á því að Pakistanar hefðu tilraunaskotið endurbættri gerð Ghauri-flaugar, en „fyrsta kynslóð" slíki-ar flaugar sást fyrst fara á loft fyrir réttu ári. Drægni hennar var 1.500 km og hún gat borið 700 kg hleðslu. Drægni nýju flaugarinnar er nógu mikið til að allar helztu borgir grannríkisins Indlands séu innan skotfæris. Indverjar og Pakistanar hafa eldað grátt silfur saman allt frá því þeir hlutu sjálfstæði frá Bretum fyrir hálfri öld. Vonir um að þessi fjölmennu en fátæku ríki létu af hinu dýra vígbúnaðarkapphlaupi hafa minnkað eftir þessa nýjustu at- burði. Iranar prófa loftvarnaflaug Irönsk stjórnvöld tilkynntu líka í gær að þau hefðu gert árangursrík- ar tilraunir með háþróaðar loft- varnastýriflaugar sem gætu aukið hernaðarmátt landsins verulega. Mandela stað- festir kjördag Jóhannesarborg. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, tilkynnti í gær formlega að 2. júní yrði dagurinn, sem Suður- Afríkumenn af öllum kynþáttum ganga að kjörkössunum í annað sinn frá því kynþáttaaðskilnaðar- stefnan var afnumin. Með kosn- ingunum lýkur forsetatíð Mand- elas. „Forsetinn undirritaði yfírlýs- inguna í morgun (...). Par með hef- ur formlega verið blásið til þess- ara kosninga," sagði talsmaður Mandelas, Parks Mankahlana. Að- ur hafði Mandela sagt að stefnt væri að því að kjördagur yrði 2. júní, en vegna ákvæða í stjórnar- skrá landsins gat hann ekki stað- fest dagsetninguna fyrr en nú. Margir stjórnarandstöðuflokkar hafa líka lagt inn kæru vegna til- högunar undirbúnings kosning- anna og hafði það fram að þessu vakið efasemdir um að mögulegt yrði að standa við dagsetninguna. Gengið er út frá því sem vísu að Afríska þjóðarráðið, flokkur Mandelas, fái endurnýjað umboð til að fara með stjórn landsins og skila Thabo Mbeki í forsetaemb- ættið. Reiknað er með að Mbeki taki um miðjan júní formlega við af hinum áttræða Mandela, sem þar með mun geta setzt ásamt eig- inkonu sinni Graca Machel í helg- an stein í fæðingarbæ hans, Qunu, sem er lítið sveitaþorp á austan- verðum Góðrarvonarhöfða. MIDE EYES Tínif Complex Cream SPF10 ERLENT Reuters Mannræn- ingja leitað HERINN í Kólombíu hefur hafið mikla leit að marxískum skæru- liðum, sem rændu á mánudag flugvél í innanlandsflugi með 46 farþegum og fimm manna áhöfn. Létu skæruliðarnir lausa í fyrradag sex farþega, aldrað fólk og eitt ungabarn. Voru flugmennirnir neyddir til að lenda á afskekktum stað í Andesfjöllum og til skærulið- anna sást þar sem þeir ráku fólkið í gegnum frumskóginn. Ekki þótti þó vogandi að ráðast gegn þeim af ótta við, að gísl- arnir yrðu fyrir skoti. Stuðningur við Persson minnkar Stokkhólmi. Reuters. NÝJAR skoðanakannanir sýndu í gær að stuðningur sænskra kjósenda við Göran Persson, for- sætisráðherra, minnkaði snar- lega í kjölfar afsagnar Erik As- brinks úr embætti fjármálaráð- herra á mánudag eftir langvar- andi deilur þeirra um skatta- lækkanir ríkisstjórnarinnar. Aðeins 24% þeirra eitt þúsund einstaklinga sem spurðir voru, lýstu miklu eða mjög miklu trausti sínu á forsætisráðherran- um. í liðinni viku voru tæp 40% kjósenda á þeirri skoðun. Enn- fremur studdi aðeins um helm- ingur kjósenda Jafnaðarmanna- flokksins Persson sem er um 20% fall frá síðasta mánuði. Könnunin var gerð á þriðjudags- kvöld, deginum eftir að Asbrink sagði af sér. Samkvæmt könnun- inni töldu 24% Svía að ríkis- stjórnin ætti að fara frá völdum en um tveir þriðju hlutar voru því andsnúnir. Netanyahu skakað 1 sjónvarpseinvígi í ísrael Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsæt- isráðherra Israels, sem hefur löngum verið næstum ósigrandi í sjónvarpskappræðum, þótti fara hinar mestu hrakfarir í fyrsta ein- víginu fyrir kosningarnar 17. maí nk. Tókst hann þá á við Yitzhak Mordeehai, fyrrverandi varnar- málaráðherra sinn. „Sjónvarpssnillingurinn Net- anyahu var sleginn út á heima- velli,“ sagði í stærsta dagblaðinu, Yedioth Ahronoth, í gær og fréttaskýrendur voru almennt sammála um það. Netanyahu rak Mordechai úr ríkisstjórninni í jan- úar sl. og er hann nú í framboði fyrir Miðflokkinn. Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, vildi ekki taka þátt í sjónvarps- umræðunum en samkvæmt skoð- anakönnunum nýtur hann meira fylgis en Netanyahu og Mor- dechai. I einvígi þeirra Netanyahus og Mordechais gengu klögumálin á víxl og í sjálfu sér þótti fátt, nýtt koma fram. Framkoma þeirra vakti hins vegar athygli. Netanya- hu drungalegur og óöruggur en Mordechai brosandi og sæll í sinni um leið og hann lét skeytunum rigna yfír forsætisráðherrann. Sagði hann, að Netanyahu væri „ótrúverðugur, óheiðarlegur og stefnulaus". Töfrastafur Mordechais „Þessi grámyglulegi og litlausi embættismaður," sagði Yedioth Ahronoth um Mordechai, „dró upp töfrastaf og breytti sjálfum galdrakarlinum í kanínu. A móti Mordechai sat vandræðalegur forsætisráðherra, líkastur leikara, sem er búinn að gleyma rullunni.“ Það var helst, að Netanyahu næði sér á strik er hann sakaði Miðflokk Mordechais um algert stefnuleysi og talsmenn Liku- dflokksins, flokks Netanyahus, sögðust ánægðir með, að Mor- dechai skyldi hafa lýst yfir, að hann ætlaði ekki að draga fram- boð sitt til baka. Talið er, að það myndi koma sér best fyrir Barak. Raunar var það niðurstaða sumra, að Barak hefði sigrað í sjónvarps- einvíginu með því að taka ekki þátt í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.