Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 48
^8 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til ritstjórn- ar Morgunblaðsins TILEFNI þessa bréfs er sá hluti Reykjavíkurbréfs Mbl. sunnudag- inn 11. apríl sl., sem fjallaði um fiskveiðistjómarvandann og af- stöðu manna til hans. Tilefnið á sér þar á ofan rætur í þeirri staðreynd, sem ritstjómin þekkir fullvel, að ég hef um árabil skrifað um þessi efni _ og allt hefur það verið birt á síðum Mbl. Fyrir langlundargeð ritstjóm- arinnar er ég afar þakklátur fyrir mína hönd og þess fjölda fólks, sem ég verð var við að nennir að lesa og oft rýna vandlega í þessi skrif. I leiðinni vil ég tjá þá skoðun mína, að án einarðrar afstöðu ritstjórnar- innar undanfarin ár í málefnum, sem varða fiskveiðistjóm, væri vandinn, sem hún hefur leitt af sér, ekki pólitískt lifandi um þessar mundir eins og hann er. Slíkur er máttur þessa fjölmiðils og skoðana- kannanir hafa gefið til kynna, að ritstjómin hafi í þessum viðhorfum sínum haft 75% þjóðaiinnar að baki sér. Ritstjórnin á þannig drjúgan þátt í því, að nú skuli stjóm- málaforystumenn keppast við að tala hver upp í annan um nauðsyn breytinga á fiskveiðistjóminni, eins og lýst er í téðu Reykjavíkurbréfi. Höfuðviðfangsefni mitt í svo til öllum skrifum mínum um þessi efni hefur verið að greina, skilja og skýra vandamálin, sem á þessu sviði er við að fást. Eg hef kallað þetta að skilgreina sjúkdóminn og lýsa honum. Sú samlíking við læknisfræði á við, því að lækning á sjúkdómi, sem lýsir sér með ýmsun hætti, er það sem þarf. I samræmi við þetta reyni ég sem best ég get að skilja málflutn- ing ritstjórnarinnar í téðu Reykja- víkurbréfi. Fyrst vil ég taka undir með ritara bréfsins, að það væri Kvótinn * Eg er ekki eins vongóð- ur, segir Jón Sigurðs- son, um framhaldið eftir kosningar að óbreyttum valdahlut- föllum á þingi. glæsilegt afrek í stjórnmálum, sæmandi miklum leiðtogum á því sviði, ef þeim þremur forystu- mönnum, sem þar eru nefndir, Da- víð Oddssyni, Halldóri Asgríms- syni og Þorsteini Pálssyni, tækist að sætta þjóð sína um lausn á þessum vanda. En til þess bendir ekkert, sem enn er fram komið. Ég er bréfritara ósammála um, að flokksformennimir tveir séu vændir um óheilindi, þegar því er haldið fram, að þeir vilji í raun engu breyta, en muni standa vörð um sérhagsmun- ina, sem gildandi fyrir- komulag þjónar best. Þvert á móti eru þeir heilir og sannir í yfir- lýsingum sínum, því að þeim hafa af beggja hálfu fylgt fyrirvarar, sem ekki verða skildir öðruvísi en að gildandi fyrirkomulag fiskveiði- stjórnar skuli í grundvallaratriðum standa, hvað sem minni háttar breytingum líður. Sjúkdóminn á að meðhöndla eins og hann sé minni háttar kvilli. Það er hann hins veg- ar ekki og það er í grundvallarat- riðum kerfisins sem sjúkdómurinn býr um sig og gerir sinn skaða. Það er af þessum ástæðum, sem ég er ekki eins vongóður um fram- haldið eftir kosningar að óbreytt- um valdahlutfóllum á þingi, eins og höfundur Reykjavíkurbréfsins. Og ekki get ég fallist á að það sé lega mín í gömlum skotgröfum að halda þessu á loft. En fleira kemur til. 011 umræðan um minni háttar lagfær- ingar á gildandi skip- an óbreyttri að öðru leyti á sér stað eins og kvótadómur Hæsta- réttar frá í vetur hafi aldrei gengið. Af hon- um er hins vegar ljóst hverjum þeim, sem horfast vill í augu við svo óþægOega stað- reynd, að það er ekki aðeins úthlutun veiði- leyfa skv. 5. gr. fiskveiðistjórnar- laga, heldur einnig úthlutun veiði- heimilda skv. 7. gr. sömu laga, sem stangast á við jafnræðis- og at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár- innar. Aform formanna stjórnar- flokkanna fela þannig í sér ráða- gerð um að Alþingi hrekist undan málsóknum borgaranna og dóm- stólum við að marka stefnu, sem samrýmist sjálfum stjórnskipunar- lögunum að þvi er varðar mann- réttindi. Meðan svo standa sakir Jón Sigurðsson Fordæmir ástandið sem ríkir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun Landsfundar Húmanista- flokksins: „Landsfundur Húmanista- flokksins leggur til að hafin verði barátta fyrir mannrétt- indum í íslensku samfélagi. Sérstaklega verði tekið á stærsta mannréttindabrotinu sem viðgengst á Islandi í dag, hinum ömurlegu kjörum þeirra sem verst eru settir í samfélaginu. Húmanistaflokk- urinn fordæmir þetta ástand sem ríkir og kaldhæðni ráða- manna sem reyna að breiða yfir raunverulega þjáningu þúsunda íslendinga með ódýr- um talnaleik. Húmanistaflokk- urinn leggur fram tillögur um skjótar aðgerðir til úrbóta. Húmanistaflokkurinn for- dæmir þann siðferðisbrest sem ríkir á Alþingi Islendinga þar sem stór hluti alþingis- manna tekur þátt í umfjöllun og ákvörðunum um mál eins og kvótamálið, sem þeir, eða einhverjir nákomnir þeim, hafa verulega fjárhagslega hagsmuni af, umfram flesta landsmenn. I slíkum tilvikum ættu viðkomandi menn skil- yrðislaust að lýsa sig vanhæfa og draga sig í hlé. Húmanistaflokkurinn for- dæmir árásir Atlantshafs- bandalagsins í Júgóslavíu sem andstætt því sem ætlast var til hefur einungis aukið á hörm- ungar íbúa í Kosovo. Flokkur- inn harmar að íslendingar fara nú í fyrsta skipti með stríð á hendur annarri full- valda þjóð.“ Ertu að hugsa um: Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. • Rými • Þægindi • Gott endursöluverð • Allt þetta sem staðalbúnað: 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður Samlitaðir stuðarar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.