Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 15.04.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Námskeið um götutré og stór tré GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með nám- skeið mánudaginn 19. apríl um götutré og stór tré. Námskeiðið fer fram að Borgar- túni 6, Reykjavík, og stendur frá kl. 9.30-18. Fjallað verður um helstu þætti í ræktun og umhirðu götutrjáa og stórra trjáa m.a. um jarðvegsrými og áburðargjöf, heppilegar tegund- ir og staðarval með tilliti til hönn- unar og viðhalds. Greint verður frá sænskum rannsóknum á þessu sviði og sagt frá reynslu Dana af uppeldi á stórum trjám. Námskeið- ið endar á heimsókn í Gróðrarstöð- ina Gróanda á Grásteinum í Mos- fellsbæ. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Kaj Rofl, sérfræðingur frá Svíþjóð, Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar, Jan Klitgaard frá Gróðrar- stöðinni Mörk í Reykjavík og Tryggvi Marinósson og Baldur Gunnlaugsson, starfsmenn um- hverfísdeildar Akureyrarbæjar. Fundarstjóri verður Ólafur Mel- sted, fagdeildarstjóri á skrúðgarð- yrkjubraut Garðyrkjuskólans. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra skólans. Ræsir hf. afhendir Steypustöð- inni steypubíla STEYPUSTÖÐIN ehf. í Reykjavík fékk fyrir tonn. Steyputunnurnar eru framleiddar af Muld- nokkrum dögum afhenta tvo nýja steypubfla. Bfl- er í Hollandi og taka 9 rúmmetra hvor. arnir eru af gerðinni Mercedes-Benz 3243 8x4. Ræsir hf. er umboðsaðili Mercedes-Benz á ís- Þeir eru á íjórum ásum og vega fulllestaðir 32 landi. aÓLVfiíSAR • VBÁGfÚSAR • ÚTIFLÍSAR GótíHlsar 20-50% M Vœmi: New Yoric grátt 20x20 W kr. 1.269 w2 veggt\mr 20-40% ofsí. Vtmi: Vetm 15x20 kr. 1.079 m2 flísafjörið fjetur sparaö pér púsundir k róna. að byggja - Víltu breyta - Þarftu að bx Fræðslufundur LAUF LAUF, félag flogaveikra, verður með fræðslufund fimmtudaginn 15. apríl í sal félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð og hefst hann kl. 20.30. Gengið er inn Grettisgötu- megin. Hallgrímur Magnússon læknir flytur erindi um óhefðbundnar lækningar. Að venju er boðið upp á veitingar á vægu verði. Alþjóðadagur meinatækna ALÞJÓÐADAGUR meinatækna er í dag, fímmtudaginn 15 apríl. Al- þjóðasamtök meinatækna IAMLT hafa beint sjónum árlega að ein- hverju alþjóðlegu heilbrigðisvanda- máli, í ár er það sykursýki. I tengslum við aðalfund Meina- tæknafélags Islands, sem verður haldinn laugardaginn 17. aprfl kl. 16 í sal Múrarafélagsins, og alþjóða- daginn gengst fræðslunefnd Meina- tæknafélagsins íyrir fræðslufundi kl. 18 í anddyri K-byggingar Lands- spítalans og er efni fundarins príon- prótein. Skákfélagið Grandrokk Meistaramót í skák SKÁKFÉLAG Grandrokks heldur meistaramót í atskák sem hefst mánudaginn 19. aprfl kl. 20 stund- víslega. Alls verða tefldar níu umferðir samkvæmt Monrad-kerfi og fara fyrstu þrjá umferðirnar fram á mánudagskvöld. Þrjár næstu verða tefldar kvöldið eftir kl. 20 og síðustu umferðirnar á fimmtudag, sumar- daginn fyrsta, kl. 14. Aðeins félögum í Skákfélagi Grandrokks er heimil þátttaka. Keppendur geta skráð sig á Grandrokk. Keppnisgjald er 500 kr. Fornar rætur og flakk gena GUÐMUNDUR Eggertsson prófessor flytur erindi sem nefnist „Fornar rætur og flakk gena“ á föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunar, 16. aprfl. Erindið verður haldið að Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. I erindinu segir m.a.: „Með samanburði vel varðveittra kjarnsýruraða (rRNA) hefur lífverum verið skipt í þrjú veldi, raunbakteríur, fornbakteríur og heilkjörnunga. Rætur þessarar skiptingar liggja djúpt. Svo virðist sem flest grunnefnakerfi frumu hafi samt verið allvel mótuð þegar leiðir skildust, þótt líklega hafi engin ein frama búið yfir öllum genum og prótínum sem þessi kerfí krefjast."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.