Morgunblaðið - 15.04.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 59 -
FRÉTTIR
Þriðji borgarafundur Siðfræðistofnunar
Rætt um lýðræði og
íslensk stjórnmál
ÞRIÐJI umræðufundur Siðfræði-
| stofnunar í röð fjögurra funda undir
j heitinu Borgarafundir Siðfræði-
| stofnunar um lýðræði og opinbera
1 umræðu á íslandi, verður haldinn
laugardaginn 17. apríl í Odda, stofu
101, kl. 12-14. Þá munu þau Svanur
Kristjánsson, prófessor í stjórn-
málafræði, og Margrét S. Björns-
dóttir framkvæmdastjóri ræða um
íslensk stjórnkerfí og stjómmál í
ljósi lýðræðishugsjónarinnar.
I fréttatilkynningu segir: „Svan-
j ur mun draga upp mynd af þeim
breytingum sem hafa orðið á ís-
| lenskum stjórnmálum síðustu þrjá
áratugi og þvi næst leita svara við
þeirri spurningu hvaða þættir hafa
styrkt lýðræði í landinu og hvaða
þættir hafa veikt það. í því sam-
bandi mun hann huga að áhrifum
innlendra þátta s.s. þróun stjóm-
málaflokka, löggjafarvalds, fram-
kvæmdavalds og dómsvalds og er-
lendra þátta, einkum breytinga í ai-
þjóðalögum og aðildar Islands að
hinu evrópska efnahagssvæði.
Svanur mun rökstyðja þá ályktun
að aðild að EES marki tímamót í ís-
lenskum stjórnmálum; það skerði
fullveldi iandsins, en hafí jafnframt
styrkt lýðræðið. Þá mun hann sér-
staklega fjalla um stöðu kvenna í ís-
lenskum stjómmálum og að lokum
benda á leiðir til að styrkja íslenskt
lýðræði.
Margrét, sem talar íyrst og
fremst sem áhugamaður um stjórn-
mál og þátttakandi í starfi stjóm-
málaflokka, mun ræða um að hve
miklu leyti þeir ræki það lýðræðis-
lega hlutverk sitt að móta stefnu í
megin málaflokkum og stilla upp
skýmm valkostum fyrir kjósendur.
Einnig mun hún ræða aukin áhrif
hagsmunahópa á stefnumótun og
starf stjómmálaflokka."
—
Morgunblaðið/Ásdís
Upplýsinga- og fjöl-
miðlagreinar kynntar
PRENTTÆKNISTOFNUN hélt
ráðstefnu á dögunuin um framtíð-
arskipulag náms á framhalds-
skólastigi í upplýsinga- og fjöl-
miðlagreinum.
Ráðstefnan var ætluð ljósmynd-
urum, tölvumönnum, prentsmið-
um, prenturum, blaðamönnum
o.fl.
Á ráðstefnunni voru ýmis tól
og áhöld kynnt og var þessi
mynd tekin af þeim Jesper
Vrang Strup frá Sony Broadcast
og Jóni Sigurðssyni, deildar-
stjóra atvinnutækjadeildar Japis,
þar sem þeir kynntu Digital
Betacam sjónvarps- og kvik-
inyndabúnað.
Japansferð fyrir
ritgerðasmíð
EINS og undanfarin ár efnir
utanríkisráðuneytið í Japan til
ritgerðarsamkeppni þar sem um 75
þátttakendur frá ýmsum löndum
Evrópu munu verða fyrir valinu og
boðið í tveggja vikna námskeið til
Japans. Ferð þessi er áætluð í
ágúst-september á næsta ári.
Síðasta ár var íslendingur á meðal
þátttakenda í námsferð þessari.
Þema samkeppninnar er: Hvað
má gera til að auka skilning milli
þíns lands og Japans? Ritgerðir
mega skrifast á ensku, frönsku,
þýsku, ítölsku eða spænsku og
skulu vera um 1000 orð.
Þátttakendur skulu vera á aldrinum
18-32 ára. Ritgerðir skal senda
fyrir 30. apríl nk. til Embassy of
Japan, Parkveien 33B, 0244 Oslo,
Norge. Allar nánari upplýsingar um
samkeppnina er að fínna á
heimasíðu sendiráðs Japans í Ósló,
www.japan-embassy.no
a NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
Reykjavíkur heldur sinn árlega
aðalfund laugardaginn 17. apríl kl.
14 í Þórshöll, Brautarholti 20, 2.
hæð. Dagskráin hefur verið auglýst.
Gunnlaugur K. Jónsson, forseti
NLFI, flytur íramsöguerindi um
framtíð og stefíiu NLFÍ og
aðildarfélaga þess. Boðið verður
upp á veitingar.
a AÐALFUNDUR Félags áhuga-
fólks um hryggrauf verður haldinn
fimmtudaginn 15. apríl kl. 20 í
Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins við Digi-anesveg í
Kópavogi.
BEINÞYN N I N G|
^einþynning er sérstaklega vandamál meðal aldraðra þar sem beinþéttnin rýrnar með
aldri. Ætla má að um 1000 beinbrot á ári tengist beinþynningu hér á landi, þar af eru
meira en 300 mjaðmarbrot og hvert slíkt brot kostar eina og hálfa milljón króna í meðferðar-
kostnað. Góð lyf eru nú til gegn beinþynningu þegar það á við. Frekari rannsókna er þó þörf
á hvernig best er unnt að hindra beinþynningu og beinbrot aldraðra sem virðast meira
vandamál hér og á hinum Norðurlöndunum en víðast annars staðar í heiminum.
Gunnar Sigurðsson, prófessor
RÍKISÚ7VARPIÐ
Myndin sýnir afleiðingu
beinþynningar, eldri kona
með herðakistil vegna
samfalls á nokkrum
hryggjarliðbolum.
*
I
Tekið er við framlögum í síma 7 50 50 50, t.d. af greiðslukorti og á reikningi söfnunarinnar nr. 515-26-505050
í íslandsbanka. Bæði Heimabankinn og vefsíða bankans www.isbank.is.gera þér kleift að leggja inn á reikninginn.
GHLhNT
HEKLA
meiriþœgindi-meiri íburður-meiri gœði !
MITSUBISHI
iniibium tmiutn !