Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 59 - FRÉTTIR Þriðji borgarafundur Siðfræðistofnunar Rætt um lýðræði og íslensk stjórnmál ÞRIÐJI umræðufundur Siðfræði- | stofnunar í röð fjögurra funda undir j heitinu Borgarafundir Siðfræði- | stofnunar um lýðræði og opinbera 1 umræðu á íslandi, verður haldinn laugardaginn 17. apríl í Odda, stofu 101, kl. 12-14. Þá munu þau Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórn- málafræði, og Margrét S. Björns- dóttir framkvæmdastjóri ræða um íslensk stjórnkerfí og stjómmál í ljósi lýðræðishugsjónarinnar. I fréttatilkynningu segir: „Svan- j ur mun draga upp mynd af þeim breytingum sem hafa orðið á ís- | lenskum stjórnmálum síðustu þrjá áratugi og þvi næst leita svara við þeirri spurningu hvaða þættir hafa styrkt lýðræði í landinu og hvaða þættir hafa veikt það. í því sam- bandi mun hann huga að áhrifum innlendra þátta s.s. þróun stjóm- málaflokka, löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds og er- lendra þátta, einkum breytinga í ai- þjóðalögum og aðildar Islands að hinu evrópska efnahagssvæði. Svanur mun rökstyðja þá ályktun að aðild að EES marki tímamót í ís- lenskum stjórnmálum; það skerði fullveldi iandsins, en hafí jafnframt styrkt lýðræðið. Þá mun hann sér- staklega fjalla um stöðu kvenna í ís- lenskum stjómmálum og að lokum benda á leiðir til að styrkja íslenskt lýðræði. Margrét, sem talar íyrst og fremst sem áhugamaður um stjórn- mál og þátttakandi í starfi stjóm- málaflokka, mun ræða um að hve miklu leyti þeir ræki það lýðræðis- lega hlutverk sitt að móta stefnu í megin málaflokkum og stilla upp skýmm valkostum fyrir kjósendur. Einnig mun hún ræða aukin áhrif hagsmunahópa á stefnumótun og starf stjómmálaflokka." — Morgunblaðið/Ásdís Upplýsinga- og fjöl- miðlagreinar kynntar PRENTTÆKNISTOFNUN hélt ráðstefnu á dögunuin um framtíð- arskipulag náms á framhalds- skólastigi í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum. Ráðstefnan var ætluð ljósmynd- urum, tölvumönnum, prentsmið- um, prenturum, blaðamönnum o.fl. Á ráðstefnunni voru ýmis tól og áhöld kynnt og var þessi mynd tekin af þeim Jesper Vrang Strup frá Sony Broadcast og Jóni Sigurðssyni, deildar- stjóra atvinnutækjadeildar Japis, þar sem þeir kynntu Digital Betacam sjónvarps- og kvik- inyndabúnað. Japansferð fyrir ritgerðasmíð EINS og undanfarin ár efnir utanríkisráðuneytið í Japan til ritgerðarsamkeppni þar sem um 75 þátttakendur frá ýmsum löndum Evrópu munu verða fyrir valinu og boðið í tveggja vikna námskeið til Japans. Ferð þessi er áætluð í ágúst-september á næsta ári. Síðasta ár var íslendingur á meðal þátttakenda í námsferð þessari. Þema samkeppninnar er: Hvað má gera til að auka skilning milli þíns lands og Japans? Ritgerðir mega skrifast á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku eða spænsku og skulu vera um 1000 orð. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 18-32 ára. Ritgerðir skal senda fyrir 30. apríl nk. til Embassy of Japan, Parkveien 33B, 0244 Oslo, Norge. Allar nánari upplýsingar um samkeppnina er að fínna á heimasíðu sendiráðs Japans í Ósló, www.japan-embassy.no a NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega aðalfund laugardaginn 17. apríl kl. 14 í Þórshöll, Brautarholti 20, 2. hæð. Dagskráin hefur verið auglýst. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFI, flytur íramsöguerindi um framtíð og stefíiu NLFÍ og aðildarfélaga þess. Boðið verður upp á veitingar. a AÐALFUNDUR Félags áhuga- fólks um hryggrauf verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl kl. 20 í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins við Digi-anesveg í Kópavogi. BEINÞYN N I N G| ^einþynning er sérstaklega vandamál meðal aldraðra þar sem beinþéttnin rýrnar með aldri. Ætla má að um 1000 beinbrot á ári tengist beinþynningu hér á landi, þar af eru meira en 300 mjaðmarbrot og hvert slíkt brot kostar eina og hálfa milljón króna í meðferðar- kostnað. Góð lyf eru nú til gegn beinþynningu þegar það á við. Frekari rannsókna er þó þörf á hvernig best er unnt að hindra beinþynningu og beinbrot aldraðra sem virðast meira vandamál hér og á hinum Norðurlöndunum en víðast annars staðar í heiminum. Gunnar Sigurðsson, prófessor RÍKISÚ7VARPIÐ Myndin sýnir afleiðingu beinþynningar, eldri kona með herðakistil vegna samfalls á nokkrum hryggjarliðbolum. * I Tekið er við framlögum í síma 7 50 50 50, t.d. af greiðslukorti og á reikningi söfnunarinnar nr. 515-26-505050 í íslandsbanka. Bæði Heimabankinn og vefsíða bankans www.isbank.is.gera þér kleift að leggja inn á reikninginn. GHLhNT HEKLA meiriþœgindi-meiri íburður-meiri gœði ! MITSUBISHI iniibium tmiutn !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.