Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 98. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 70% Serbíu rafmagnslaus vegna árása Atlantshafsbandalagsins Sautján óbreyttir borgarar sagðir falla í árás NATO Reuters LOGREGLUMAÐUR geng-ur framhjá bfl og rútu sem urðu fyrir sprengjuárás í Kosovo í gær. Serbar sögðu að sautján manns hefðu beðið bana í árásinni. Bill Clinton ljær máls á að gera hlé á árásunum Belgrad, Valjevo, Washington. Reuters, AP. SERBNESKIR fjölmiðlar sögðu í gær að flugvélar NATO hefðu varp- að sprengjum á rútu í Kosovo og orðið 17 manns að bana, meðal ann- ars mörgum bömum. Starfsmenn júgóslavneskra rafveitna reyndu í gær að koma á rafmagni að nýju eft- ir að sprengjuárásir NATO í fyrra- kvöld ollu rafmagnsleysi í um 70% Serbíu. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í gærkvöldi að NATO kynni að fallast á að gera hlé á árás- unum á Júgóslavíu ef þarlend stjóm- völd yrðu við meginkröfum banda- lagsins. Serbnesku fjölmiðlamir sögðu að flugvélar NATO hefðu varpað sprengjum á áætlunai'bifreið nálægt bænum Pec í vesturhluta Kosovo þegar hún hefði verið á leið til Svart- fjallalands. Ekki hefði verið hægt að senda björgunarsveitir á staðinn fyiT en tveimur klukkustundum síð- ar þar sem NATO hefði haldið árás- unum áfram. Fréttamenn sáu leikföng og aðrar eigur barna í rútunni og höfðu eftir læknum á sjúki-ahúsi bæjarins að margir hefðu særst og flesth' þeirra væra börn. Embættismenn NATO sögðu að flugvélar bandalagsins kynnu að hafa ráðist á bílalest serbneskra lög- reglumanna á svæðinu en útilokuðu ekki að flóttamenn hefðu verið í rút- unni. Nýju vopni beitt Áður höfðu embættismenn NATO viðurkennt að flugskeyti hefði misst marks og lent á annarri rútu norðan við Pristina, höfuðstað Kosovo, á laugardag. Serbar segja að 39 manns, þ.á m. mörg börn, hafí látið lífið í þeirri árás. Serbneskir verkfræðingar sögðu að flugvélar NATO hefðu varpað sprengjum, sem hefðu sprungið yfir orkuverum og dreift grafíti, sem leiðh' rafmagn, og valdið skamm- hlaupi en litlum skemmdum á mann- virkjum. Árásirnar ollu einnig vatns- leysi og símasambandið milli Serbíu og Svartfjallalands rofnaði. Embættismenn NATO lýstu árás- unum sem „nýjum þætti“ í lofthern- aði bandalagsins. Þeir sögðu að beitt hefði verið „sérstöku vopni“ en vildu ekki lýsa því nánar. „Með þessu höf- um við sýnt að við getum lokað öllu rafveitukerfinu hvenær sem við viij- um,“ sagði einn þeirra. Jamie Shea, talsmaður NATO, lagði áherslu á að markmiðið með árásunum væri ekki að skaða serbnesku þjóðina. Hann gaf hins vegar til kynna að NATO yrði ekki hissa ef rafmagnsleysið yrði til þess að serbneskur almenningur snerist gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseta. Rafmagnslaust var enn í um 80% Belgradborgar í gærkvöldi en Milos- evic lofaði efth' fund með embættis- mönnum að ráðstafanir yrðu gerðar tO að halda uppi allri nauðsynlegri þjónustu í Júgóslavíu. Tsjernomyrdín í Washington Viktor Tsjemomyrdín, sérlegur sendimaður rússnesku stjórnarinnar í deOunni um Kosovo, fór tO Was- hington í gær til að færa Bill Clinton bréf frá Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands. Hann sagði að í bréfinu væru „raunhæfar tillögur“ um lausn deil- unnar. Tsjernomyrdín vildi ekkert segja um hvað fælist í tillögunum en rúss- neska fréttastofan Ítar-Tass sagði að hann myndi óska eftir því að gert yrði hlé á árásum NATO tO að greiða fyrir viðræðum við stjórnvöld í Júgóslavíu. Clinton sagði í gær- kvöldi að NATO kynni að ljá máls á slíku hléi en áréttaði að Serbar yrðu fyrst að verða við meginkröfum bandalagsins. Zoran Djinjic, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Serbíu, spáði því í gær að Milosevic myndi fallast á friðarskilmála NATO innan tveggja tO þriggja vikna og sagði að orðfæri júgóslavnesku ráðamannanna hefði breyst á síðustu dögum. „Þeir eru farnir að tala um möguleikann á al- þjóðlegri friðai'gæslu í Kosovo,“ sagði Djinjic. „Þannig er þetta í kommúnistaheiminum. Fyrst verða menn varir við breytingar á orðfæri ráðamannanna og síðan á gerðum þeirra.“ ■ Árásir NATO/30-31 Skotland Yerka- manna- flokkurinn heldur forystunni DONALD Dewar, forsætisráð- herraefni Verkamannaflokksins í þingkosningunum í Skotlandi, sem fram fara á fimmtudag, vildi í gær ekkert ræða um hvort hann hygði á stjórnarsamstarf við Frjálslynda demókrataflokkinn en nýjar fylgiskannanir sýndu að Verka- mannaflokkurinn var enn nokkuð frá því að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi. Forysta Verkamannaflokksins er sögð nokkuð sannfærð um að ef flokknum tækist að tryggja sér í kringum 60 af 129 þingsætum væri raunhæfur möguleiki að mynda starfhæfa minnihluta- stjórn. Sem fyrr er þó talið senni- legast að Verkamannaflokkurinn verði að bjóða frjálslyndum til samstarfs. SNP í sókn Skoðanakönnun, sem birtist í helgarblaðinu Scotland on Sunday, staðfesti að fylgi Skoska þjóðai'- flokksins (SNP) hefði vaxið á nýjan leik en könnunin sýndi að Verka- mannaflokkurinn hlyti 57 þingsæti, SNP 41, íhaldsmenn 17, frjálslynd- ir 13 og sósíalistar kæmu einum manni að. Samkvæmt könnun Sunday Herald fengi Verkamanna- flokkurinn hins vegar 62 sæti en SNP 45. Fréttaskýrendur segja að Verkamannaflokkurinn muni þá daga, sem eftir eru af kosningabar- áttunni, byggja tilraunir sínar til að nálgast sextíu þingsæta markið á Dewar sjálfum en kannanir sýna að honum treysta kjósendur í Skotland framar öðmm flokksleið- togum til að gegna forsætisráð- herraembættinu. ■ Þykir umdeildur/32 Lögreglan grunuð um íkveikju á Korsíku Héraðsstjórinn sætir rannsókn Ajaccio á Korsíku. Reuters. SKÝRT var frá því í gærkvöldi að Bemard Bonnet, héraðsstjóri á Korsíku, sætti rannsókn vegna gruns um að hann hefði fyrirskipað lögreglunni að kveikja í veitingahúsi á eyjunni. Stjórnin bað Jacques Chirac forseta um að víkja Bonnet úr embætti vegna málsins. Heimildarmaður, sem tengist rannsókninni, sagði að einnig hefði verið leitað að gögnum um málið á helstu skrifstofum franska ríkisins á Korsíku. Rannsóknin er talin reið- arslag fyrir vinstristjórn Lionels Jospins, forsætisráðherra Frakk- lands, sem hefur lagt mikla áherslu á að koma á lögum og reglu á eyj- unni síðan fyrirrennari Bonnets var myrtur fyrir 15 mánuðum. Þrír lögreglumenn era í gæslu- varðhaldi vegna brunans og lög- fræðingur þeirra sagði í gær að yf- irmaður þeirra, Henri Mazeres, hefði skipað þeim að kveikja í veit- ingahúsinu, sem hafði verið reist án heimildar franskra yfirvalda. Jospin sagði á franska þinginu í vikunni sem leið að stjómin væri á engan hátt viðriðin íkveikjuna. Leiðtogar aðskilnaðarsinna á Kor- síku halda því fram að lögreglan hafí kveikt í húsinu í því augnamiði að skella skuldinni á skæraliðasveit- ir á eyjunni. Reuters Danadrottning í Brasilíu MARGRÉT Danadrottning fór í gær í ellefu daga opinbera heim- sókn til Brasilíu og skoðar hér heiðursvörð við móttökuathöfn í Planalto-höll í Brasilíuborg. Seinkunum í flugi mótmælt London. The DaUy Tclegraph. FLUGFÉLÓG í Evrópu hafa hótað að stöðva greiðslur sínar til Eurocontrol, stofnunar sem á að samræma flugumferðar- stjórn í Evrópulöndum, þai' sem þau óttast að óvenju miklar tafir verði í flugumferð í álfunni í sumar. Flugfélögin krefjast þess að stofnunin geri þegar í stað ráð- stafanir til þess að leysa vand- ann. Samkvæmt upplýsingum The Daily Telegraph urðu seinkanir á 10.500 áætlunarflug- ferðum í Evrópu á þremur fyrstu mánuðum ársins og hart- nær helmingi oftar en á sama tíma árið áður sem var hið versta í áratug. Fjóram af hveijum tíu flugferðum seinkaði um 25 mínútur að meðaltali í mars og apríl. Óttast enn meiri tafir Flugumferðin er yfirleitt minnst á þessum árstíma og ótt- ast er að seinkanirnar verði mjög algengar í sumar þegar umferðin nær hámarki. Evrópu- samband flugfélaga íhugar því nú að stöðva greiðslumar til Eurocontrol sem nema alls um 240 milljörðum króna á ári þar til hún ræður bót á ástandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.