Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykkafarar björguðu manni úr brennandi húsi Góð tilfínning að bjarga mannslífi Margrét Frímannsdóttir á opnum fundi á Reykjanesi Vaxandi áhugi á stjórn Sjálfstæðis- flokksins og VG Morgunblaðið/Björn Blöndal REYKKAFARAR frá Brunavörnum Suðurnesja að loknum björgun- araðgerðum í kjallaraíbúð, sem brann, við Hafnargötu í Keflavík. Ómar Ingimarsson t.h. og Eiríkur Reynisson. TVEIR reykkafarar frá Bruna- vörnum Suðurnesja björguðu manni úr brennandi kjallaraíbúð við Hafnargötu í Keflavík um klukkan 5 í gærmorgun. Maðurinn lá sofandi í rúmi sínu þegar að var komið og var töluverður reykur kominn inn í herbergi hans innan úr íbúðinni. Hann var með lítilli rænu þegar Omar Ingimarsson og Eiríkur Reynisson reykkafarar björguðu honum og var hann strax sendur á Sjúkrahús Reykja- víkur. Að sögn læknis á gæslu- deild er líðan hans ágæt og er hann með góðri meðvitund. „Ég fann hurð, sá reyk koma undan henni og náði að rífa hana upp,“ sagði Omar Ingimarsson reykkafari. „Þá kom ég inn í sjón- varpsherbergi og sá að þar var eld- ur inni og gríðarlega mikill reykur. Ég slökkti eldinn strax, hljóp út og spurði hvort einhver vissi af fólki í íþúðinni og var sagt að maður byggi í hinum enda hússins." I ljós kom að Omar hafði farið inn í rétta íbúð en kom hins vegar óvenjulega leið inn í hana. „I því kom Eiríkur og setti á sig reykköfunartæki í hvelli og ég fór inn að leita. Þegar ég átti eftir að leita í einu herbergi kom Eiríkur inn í íbúðina og fann manninn um leið. Þetta tók mjög stuttan tíma en það var mikill reykur og við sá- um ekkert til. Eiríkur fann mann- inn í rúminu um leið og hann fór að þreifa fyrir sér og við drifum hann út í hvelli meðvitundarlítinn og fluttum hann í bæinn.“ Ibúðin skemmdist töluvert og eldsupptök eru ókunn, en talið hugsanlegt að kviknað hafi í hæg- indastól. Mátti vart tæpara standa Að sögn Omars mátti vart tæpara standa og tekur hann undir þá staðhæfíngu að það hafí orðið manninum til bjargar hversu lágt hann svaf frá gólfí. „Mér fannst rúmið vera frekar lágt því þegar við vorum að ná honum upp úr rúminu þurftum við að fara lágt til þess svo ég held að það hafi ekki skemmt fyrir honum.“ Þetta er í annað sinn sem Omari auðnast að bjarga manns- lífi úr bruna, en í fyrra skiptið var Omar ásamt bróður sínum við björgunarstörf í eldsvoða á Faxa- braut í októbermánuði árið 1997 og bjargaði manni með líkum hætti og nú. Aðspurður segir Óm- ar það vera góða tilfinningu að bjarga mannslífi og sé það ánægjuleg hlið á starfinu. „Þetta hvetur mann áfram og sýnir manni að maður er á réttri braut,“ sagði Ómar. Flóttamennirnir sem koma til íslands 1 vikulokin Helming’urinn til Dalvíkurbyggðar UM helmingur þeitra 50 flótta- manna, sem væntanlegir eru til landsins í vikunni, mun fara til Dalvíkurbyggðar, en hinn helm- ingur hópsins verður búsettur á Reyðarfirði, samkvæmt frétt frá félagsmálaráðuneytinu. f fréttinni segir að félagsmála- ráðherra hafi ákveðið að taka boði Dalvíkurbyggðar um að taka á móti um helmingi þeirra 50 flótta- manna sem væntanlegir séu til landsins í vikunni, en hinn helm- ingur hópsins verði búsettur á Reyðarfírði. „Gert er ráð fyrir að sendineínd muni fara til Makedóníu á fimmtu- dag og að flóttamennimir komi hingað til lands á laugardagskvöld eða á sunnudag. Miðast áætlanir við að flogið verði beint til Egils- staða og að hópurinn dvelji á Eið- um í 2-3 vikur,“ segir í frétt fé- lagsmálaráðuneytisins. MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, sagði á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi að svo virtist sem vaxandi áhugi væri fyi'ir því innan Sjálfstæðisflokksins og jafnvel VG, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, að þessir flokkar störfuðu saman og mynduðu stjórn að loknum alþingiskosningunum 8. maí nk. Fjölmennt var á fundi Sam- fylkingarinnar sem haldinn var í Stapanum í gæricvöldi og fluttu Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Jón Gunnarsson, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjanesi, stutt ávarp áður en Margrét flutti ræðu sína. „Nú eru aðeins örfáir dagar til kosninga, aðeins örfáir dagar þangað til úr því fæst skorið hvort Samfylk- ingin eða Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur leiðandi af! í landstjóminni næstu fjögur árin. Aðeins örfáir dagar þangað til úr því fæst skorið hvort Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða einn á næstu fjóram áram eða með Framsóknarflokknum eða Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði eins og vaxandi áhugi virðist vera fyrir innan Sjálfstæðisflokksins og jafhvel Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs,“ sagði Margrét. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, á fundinum í Stapa í gærkvöldi. Hún lagði í ræðu sinni áherslu á að Samfylkingin væri eina stjórn- málaaflið sem gæti boðið Sjálfstæð- isflokknum birginn og komið í veg fyrir að hann færi fyrir landstjórn- inni á næsta kjörtímabili. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfíngar - græns framboðs Sjálfstæðisflokk- urinn höfuð- andstæðingurinn STEINGRIMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði á stjórn- málafundi í Ólafsfirði í gærkvöld að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuð- andstæðingur hreyfingarinnar í ís- lenskum stjórnmálum. Hann kom inn á þetta atriði m.a. vegna þeirrar umræðu sem komið hefur upp und- anfarna daga þess efnis að einn möguleikinn varðandi ríkisstjómar- myndun eftir kosningar væri sam- starf Vinstrihreyfingarinnar og Sj álfstæðisflokksins. „Það er í mínum huga augljóslega fjarlægasti kosturinn sem uppi er. Sjálfstæðisflokkurinn er á hinum endanum og stendur fyrir þá hluti í veigamiklum mæli sem era lengst frá okkur. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Og ekki dregur þessi kosningastefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins, loksins þegar hún þó kom, úr því mati mínu.“ Steingrímur vitnaði máli sínu til stuðnings í atriði í kosningayfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að flokkurinn vildi halda áfram að lækka skatta „og hvað þýðir það á mannamáli? Það þýðir að halda áfram að draga úr opin- berri þjónustu, halda áfram að einkavæða og halda áfram að draga saman samneysluna í þjóðfélaginu". Steingrímur sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi einkavæða fyrir- tæki í opinberri eigu og innleiða samkeppni á orkumarkaði. „Þarna er boðuð væntanleg einkavæðing á Landsvirkjun, líklega sala á Lands- símanum og þarna á bakvið blunda alveg örugglega áform um að fara inn í velferðarkerfið með einkavæð- inguna.“ I utanríkismálum eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð á öndverðum meiði í veigamiklum málum að mati Stein- gríms, m.a. í öryggis- og varnarmál- um og gagnvart NATO. MEÐ Morg- unblaðinu í dag er dreift auglýsinga- blaði frá Bílahúsinu, Ingvari Helgasyni og Bílheimum, „Sumartilboð á notuðum bílum“. Keppnisleyfi frá Júgóslavíu ókomin til KSÍ /B1 Ingibergur vann Grettis beltið í fjórða sinn /B4 Emi&teií li^UtSíiiiió Á ÞRIÐJUDÖGUM lleimili Sérblöð í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.