Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vorveiðimenn teknir með ólöglegan feng sunnanlands og* norðan Vanþóknun lýst á veiðiskapnum VEIÐISTJÓRI, formaður Skotveiði- félagsins og Fuglaverndarfélags ís- lands lýsa vanþóknun á veiðum á friðuðum fuglum sem uppvíst hefur orðið um síðustu daga norðanlands og sunnan. Veiðistjóri segir þessar veiðar siðlausar og formaður SKOTVÍS segir þær bera vott um siðblindu og græðgi. Lögreglan á Akureyri stöðvaði pallbiíreið þriggja manna á þrítugs- aldri um hádegið á laugardag við Dvergastein í Glæsibæjarhreppi með 59 helsingja og 8 heiðagæsir á palli bifreiðarinnar. Hafði lögreglan feng- ið ábendingu frá aðila sem þótti sitt- hvað grunsamlegt við ferðir mann- anna og hóf eftirgrennslan eftir þeim. í ljós kom að mennimir höfðu veitt fuglana friðaða utan löglegs veiðitíma í Vatnsdal norðan við bæ- inn Miðhús í Sveinsstaðahreppi. Lögreglan færði mennina á lög- reglustöð og lagði hald á skotvopn þeirra, skotfæri, veiði og tálbeitur. Að sögn lögreglu telst málið upplýst og verða mennimir kærðir fyrir brot á lögum um fuglaveiðar og fuglafrið- un. Verður mál þeirra sent sýslu- manninum á Akureyri þar sem tekin verður ákvörðun um ákæra á hendur þeim. Viðurlög við brotum af þessu tagi varðar sektum og upptöku skot- vopna sem notaðar era við veiðarnar. Sama dag, laugardaginn 1. maí, fékk lögreglan á Hvolsvelli tilkynn- ingu frá bónda og sumarhúsaeiganda um skotveiðimenn við Affall í Austur- Landeyjum. Er lögreglan kom á vett> vang hafði bóndinn króað mennina af í malamámi við Suðurlandsveginn. Mennimir, sem era 18 og 21 árs gamlir, höfðu drepið 3 gæsir, 5 stokkendur, 1 toppönd, 2 lóma og 2 tjalda. Vora þeir færðir á lögreglu- stöð og lagt hald á byssur þeirra og veiði. Annai- mannanna hafði leyfí fyrir byssunum sem notaðar voru, en hinn yngri var ekki á byssuleyfisaldri. Að sögn lögreglunnar er líklegt að þeir hafi drepið meginhluta fugl- anna á Mýrdalssandi. Mál þeirra verður sent sýslumanni Rangár- vallasýslu til áframhaldandi með- ferðar. Aki Armann Jónsson veiðistjóri segir að skotveiðar utan löglegs veiðitíma eins og þær sem menn Andlát JOHANN ÞORIR JÓNSSON JÓHANN Þórir Jóns- son, fyrrverandi rit- stjóri tímaritsins Skákar, Iést á Grens- ásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnu- daginn 2. maí síðastlið- inn, á fimmtugasta og áttunda aldursári. Hann fæddist 21. októ- ber 1941 í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns Þóris voru Aðalheiður Sigríður Guðmunds- dóttir og Þórarinn B. Ólafsson. Hann ólst upp hjá kjörforeldrum, Guðrúnu Jóhannsdótt- ur og Jóni Ólafssyni frá Söðulsholti, í Vesturbænum í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Sigríður Vilhjálmsdóttir kenn- ari. Böm þeirra eru Kristín María Kjartansdóttir skrifstofumaður, fósturdóttir Jóhanns, Hannes Jó- hannsson hagfræðingur og Steinar Jóhannsson rithöfundur. Jóhann Þdrir Jónsson Jóhann Þórir var kunnur skákmaður og gaf út tímaritið Skák aEar götur frá árinu 1963 þar til hann hætti störfum vegna veik- inda haustið 1997. Hann rak bókaútgáfu í tengslum við tímaritið sem gaf út bækur um skák auk ljóðabóka og annars efnis. Einnig stýrði hann prent- smiðjunni Skákprent lengst af þeim tíma. Hann var um skeið formaður Taflfélags Reykjavíkur og var heiðursfélagi Skák- sambands Islands og vann meðal annars að undirbúningi heims- meistaraeinvígisins í skák hérlend- is 1972. Hann stóð fyrir skákmót- um víða um land og var að undir- búa fimmtugasta helgarskákmót sitt sem halda skyldi í Viðey þegar starfsorka hans þraut fyrir hálfu öðm ári. Samfylking í sókn Grafarvogi í dag Samfylking í sókn i Grafarvogi í dag. Frambjóðendur Samfylkingarinnar eru á ferð um Grafarvoginn í dag. Þeir heija ferð sína við Grafarvogslaug og verða við verslunarmiðstöðvar síðla dags. Kosningamiðstöð Ármúla 23, sími 588 4350 Samfylkingin Igg í Reykjavík urðu uppvísir að norðan- lands og sunnan um helgina lýsi háttsemi sem er eins langt frá þeirri veiðisiðfræði sem kennd er á skotvopna- námskeiðum veiðistjóra- embættisins og lögreglu og hægt sé að hugsa sér. Veiðistj óraembættið geti þó fátt annað að- hafst vegna atburðanna, annað en að auka sið- fræðiþáttinn á umrædd- um námskeiðum því gagnvirkt eftirlit með veiðimönnum komi ekki til álita þar sem ekki fá- ist fé'frá hinu opinbera til að sinna því þrátt fyr- ir óskir þess efnis. „Þarna var verið að skjóta friðaðar tegundir utan veiðitíma, á þeim tíma sem þær eru við- kvæmastar fyrir, rétt áður en varp hefst,“ segir veiðistjóri. „Þannig að þetta er algerlega siðlaust." Að sögn veiðistjóra hefur ekki ver- ið haldin samræmd skrá yfir brot af þessu tagi svo ekld er unnt að sjá með óyggjandi hætti hvort ólöglegar veiðar hafi aukist eða dregist saman á liðnum áram, en eftir stendur að á þessu ári sé orðið ljóst að slíkur veiðiskapur hafi blossað upp og því sé kominn tími til að horfast í augu við vandamálið. „Eg hef orðið sérstaklega mikið var við þetta í vor. Það er eins og sú flugufregn hafi komist af stað að bændur megi leyfa vorveiðar á tún- um en það er algert bull. Bændur Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson MAGNUS Axelsson, varðstjóri Akureyrar- lögreglunnar, við friðaða fugla sem drepnir voru um helgina. geta sótt um undanþágu til umhverf- isráðuneytisins og umsóknirnai- fara í gegnum ráðgjafanefnd um villt dýr og þar hefur aðeins ein undanþága verið veitt í vor.“ Veiðistjóri segir að veiðieftirlit sé í molum á Islandi miðað við önnur Evrópulönd og segir hann að það sé vilji sinn að fá meiri völd til handa embættinu til að stunda veiðieftirlit. „Allt veiðieftirlit er í höndum lög- reglu og hún er í yfirvinnufjársvelti og getur því ekki sinnt eftirlitinu um helgar.“ Að sögn veiðistjóra kemur ekki til álita að banna allar fuglaveiðar þótt ólöglegar veiðar hafi sannast á menn en hins vegar sé það óskandi að skot- menn sem drepi friðaðar tegundir utan veiðitíma fái þungar sektir fyrir brot sín svo það verði öðram víti til varnaðar. Hann segir að gagnvirkt veiðieft- irlit, sem gæti komið í veg fyrir ólög- legar veiðar þurfi ekki að kosta mik- ið fé en gæti hins vegar haft töluverð áhrif. „Þó ekki væri nema það að við hefðum fjárveitingu til að fara eftir- litsferðh’ með lögreglu eina til tvær helgai’ um þau svæði sem mest heyr- ist af, myndi slíkt eftirlit hafa sín áhrif ef það væri sýnilegt og það yrði nóg til að menn hugsuðu sig tvisvar um áður en haldið yrði til veiða á ólöglegum tíma.“ Siðblinda og græðgi Aðspurður um viðbrögð við frétt- um af drápi á friðuðum fuglum utan veiðitíma, segir Sigmar B. Hauks- son, formaður Skotveiðifélags Is- lands, að skömm sé að slíkum veið- um og félagið fordæmi slíkan veiði- skap. Einnig sé mikilvægt að al- menningui’ sé vel á verði og láti lög- reglu vita ef sést til manna með skot- vopn um hönd að vori. „Þetta er ekkert nema siðblinda og græðgi og þessum mönnum þarf að gera ljóst hvað þeir eru að gera. Þetta era lúalegar veiðar því fuglinn er auðveld bráð á þessum árstíma. Auk þess eru þessir skotveiðimenn að eyðileggja mannorð annan’a veiðimanna. Við í Skotveiðifélaginu erum með strangar siðareglur og höfum lagt mikla vinnu í að prédika þær, þannig að við tökum siðareglur veiðimanna mjög alvarlega, bæði varðandi umgengni við náttúruna og hvernig við berum okkur að við veið- arnar,“ segir Sigmar. Hann segir að Skotveiðifélagið álíti að fjársektir við veiðibrotum mætti hækka og láta féð renna í veiðikorta- sjóð sem er sá sjóður sem kostar rannsóknir á villtum dýrum á Islandi og fræðslu sem snýr að veiðum. í fréttatilkynningu frá Fugla- verndarfélagi Islands segir m.a. að nauðsynlegt sé að veiðimenn sem stundi vorveiðar á gæsum verði sviptir skotvopnaleyfi í a.m.k. 10 ár og greiði þungar sektir, en fagnar árvekni almennings og lögreglu. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Sjálfstæðisflokkinn Yfír 64% vilja Davíð sem næsta forsætisráðherra YFIR 64% landsmanna vilja helst fá Davíð Oddsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, sem forsætisráð- herra á næsta kjörtímabili, sam- kvæmt könnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn dagana 22. til 25. apríl sl. Næstflestir aðspurðra nefndu Halldór Asgrímsson, foi-mann Framsóknarflokksins, eða 12,0%, þar á eftir kemur Jóhanna Sigurð- ardóttir, efsti maður á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, en hana nefndu 7,8% aðspurðra og því næst Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, með 5,3% tilnefninga. Þá vildu 2,3% helst fá Össur Skarphéðins- son, annan mann á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, sem for- sætisráðherra á næsta kjörtímabili og 1,9% nefndi Steingrím J. Sig- fússon, formann Vinstrihreyfíng- arinnar - græns framboðs. í könnuninni var spurt: „Hvern íslenskra stjómmálamanna viltu helst fá sem forsætisráðhema á næsta kjörtímabili?“ Aðrir stjórn- málamenn en þeir sem áður voru taldir upp fengu samanlagt 42 at- kvæði. Þeir fengu hver um sig minna en 1% fylgi. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1500 einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri af öllu landinu. Full- nægjandi samræmi var milli skipt- ingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Svarhlutfall var 70,4%. Þeir sem neituðu að svara voru 14,8%. Hvern íslenskra stjórnmálamanna viltu helst fá sem forsætisráðherra á næsta kjörtímabili? 12,0% Halldór Ásgrímsson 7,8% Jóhönnu Sigurðardóttur 5,3% Margréti Frímannsdóttur 2,3% Össur Skarphéðinsson | 1,9% Steingrím J. Sigfússon § C\i C c\j -2 § io e ■§ S jw ig S l! S i£ sr Skoðanakönnun DV Meirihluti fylgjandi aðildarviðræðum I SKOÐANAKONNUN sem birt var í DV í gær kemur fram að tveir af hverjum þremur þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi að- ildarviðræðum við Evrópusam- bandið, ESB. Úrtak könnunarinnar var 600 manns og var því jafnt skipt milli höfuðborgarinnar og landsbyggð- ar. 53% sögðust fylgjandi aðildar- viðræðum, 27,7% sögðust andvíg en 15,2% voru óákveðin og 4,1% svaraði ekki spurningunni. Af- stöðu tóku því 80,7% og af þeim voru 65,7& fylgjandi en 34,3% andvíg aðildarviðræðum. Jafnframt kemur fram í könn- uninni að flestir fylgjendm- aðild- arviðræðna eru í hópi stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar, eða 58-60%. And- stæðingar aðildarviðræðna era að- eins í meirihluta í Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði, eða 52%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.