Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 8

Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR . Boðar þjóðarsátt uin stjóm fiskveiða Framsóknarfloklair- Ititi er „reiðubúinn að hafa forystu um aö brevta 15öum um fislt- TGrfúhlD —1 ÞRÁTT fyrir allar yfírlýsingar stjórnarherranna um breytingar bendir ekkert til annars en að „Gamli Nói“ verði bara raulaður áfram. Norskur lögfræðingur um þýðingu kvótadóms Hæstaréttar Minnisvarði í vestnor- rænni réttarsögu NORSKI lögfræðingurinn Peter Örebech segir að dómur Hæsta- réttar frá 3. desember 1998 sé minnisvarði í vestnorrænni réttar- sögu. Hann sé þriðja tilvikið í þús- und ár þar sem „ráni valdhafanna á sameign þjóðar“ er hafnað og ákvæði Frostaþingslaga og Grá- gásar séu loks viðurkennd rétt. Örebech, sem er sérfræðingur í hafrétti við Háskólann í Tromsö, segir að dómurinn gangi gegn „ráni á sameign þjóðarinnar“ sem aldrei hafi verið samþykkt, hvorki á Alþingi eða í Stórþinginu. Ráninu hafi hins vegar verið komið í kring af sjávarútvegsráðuneytunum í Reykjavík og Ósló. Ingólfur Arnarson getur glaðst í gröfínni „Ránið er uppátæki embættis- manna, sem hefur aldrei hlotið samþykki „alls almennings“. Það hefur verið knúið fram af valda- stéttinni (þ.e. þeim sem hafa að- gang að auðlindunum) og hópur nokkurra hagfræðinga réttlætt ránið,“ segir Örebech í grein sem birtist í 1. tbl. norska lögfræðitíma- ritsins Kritisk Juss og kom út í janúar á þessu ári. Örebech segir að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi ráðið úr- slitum um niðurstöðu dómsins. Hann segir að Ingólfur Arnarson, sem flýði ránið á sameiginlegum auðlindum Noregs á sínum tíma, geti nú glaðst í gröf sinni yfir því að fisldmiðin séu aftur opin. Örebech segir að túlkun Hæsta- réttar á 5. grein laga um stjóm fiskveiða sýni að það gangi gegn ís- lensku réttarfari að loka fyrir að- gang að fiskimiðunum. „Með þessu er verið að segja, að ekki sé heimilt að láta lokun miðanna, sem íslenska sjávarútvegsráðuneytið kom á árið 1988 gilda: það verður einnig að hleypa nýjum atvinnurekendum að.“ I þessu felst kjami dómsins, segir Örebech. Ekki sé heimilt að loka fiskimiðunum, en dómurinn kveði ekkert á um heimildina til að innleiða framseljanlegan kvóta. Ef það sé gert á eftirfarandi hátt stríð- ir það ekki gegn dómnum: „Þjóðinni sé tilkynnt, að allir þeir sem vilji veiða þorsk, ufsa, ýsu o.s.frv. verði að gefa sig fram við t.d. sjávarútvegsráðuneytið í Reykjavík fyrir tiltekinn dag. Ráðuneytið getur ekki gert kröfur um að umsækjandi hafi stundað veiðar áður eða að viðkomandi eigi fiskibát, sem hafi verið gerður út á slíkar veiðar. Heildarkvótinn (TAC) fyrir eitt ár skiptist á milli umsækjenda. Fari ráðuneytið fram á það getur það leyft framseljan- lega kvóta fyrir alla sem taka þátt. Ekkert í dómnum bannar að þessir sjómenn framselji kvóta hver til annars. Það hefur einungis áhrif þetta eina ár, ef ekki er send inn tilkynn- ing eða allar veiðiheimildir seldar. A nýju ári er úthlutað upp á nýtt. Allir eiga sama rétt aftur og skiptir fyrri þátttaka ekki máli,“ segir í grein Órebech. HNSTAKT TÆKIFÆRI 8 Ódýr flutningur á bílum og öðrum farartækjum frá USA og Kanada Verð aðeins US$ 750 + uppskipun Brottför frá Boston 10. maí frá Halifax 13. maí Áætlaður komutími til íslands er 21. maí. Upplýsingar og bókanir hjá Gunnari Guðjónssyni Skipamiðlun sf. frá kl. 9-17 alla virka daga. Sími 562 9200. Ljósmæðrafélag Islands 80 ára Alþjóðadagur lj’ósmæðra Ljósmæðrafélag íslands átti 80 ára afmæli hinn 2. maí sl. en á morgun er hins vegar alþjóða- dagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa verið gefnar út á íslensku alþjóða siðareglur ljósmæðra, en þær voru samþykkt- ar á þingi Alþjóðasam- bands ljósmæðra árið 1993. Ólafía M. Guð- mundsdóttir á sæti í stjóm Ljósmæðrafélags Islands. Hún var spurð hvert væri meginefni þessara siðareglna? „Ljósmæður vinna með konum og eiga sam- kvæmt reglunum að styðja rétt þeirra til að taka virkan þátt í öllum ákvörðunum sem lúta að umönnun þeirra. Ljósmæður hvetja konur til þess að taka þátt í allri um- ræðu sem á sér stað í samfélagi þeirra um málefni sem varða heilsugæslu kvenna og fjöl- skyldna þeirra. Ljósmæður styðja og styrkja hver aðra í störfum sínum, sem og efla sjálfsvirðingu annarra ljósmæðra og sína eigin. Siðareglunum er skipt í þrjá meginþætti og era fyrrgreindar tilvitnanir teknar úr íýrsta þættinum." - Eru íslenskar ljósmæður vel settar hvað menntun og vinnuað- stæður snertir miðað við ljós- mæður í nágrannalöndum okkar? „Hvað menntun snertir held ég að þær séu á svipuðu róli og starfssystur þeirra á Norður- löndum og í Bretlandi. Hvað að- stöðu snertir má segja að hún sé góð en það vantar þó ef til vill fleiri valkosti fyrir konur í með- göngu og fæðingu. Hins vegar ber þess að geta að vel er séð fyr- ir þörfum fæðandi kvenna á ís- landi. Reynt er að koma til móts við óskir kvenna í fæðingu, einnig á hátæknisjúkrahúsum landsins." - Stendur til að halda upp á 80 ára afmæli Ljósmæðrafélagsins? „Nei, ekki meira en þegar hef- ur verið gert. Haldið var afmæl- ishóf í tengslum við aðalfund Ljósmæðrafélags íslands 24. apríl sl. Þar var m.a. gerð að heiðursfélaga Kristín I. Tómas- dóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir á kvennadeild Landspítalans." - Hefur menntun ljósmæðra ekki breyst afar mikið á þessum 80 árum? „Formleg ljósmæðrafræðsla hófst hér á landi árið 1761 og var í höndum landlæknis og fjórð- ungslækna til ársins 1912. Þá var settur á stofn Yfirsetukvenna- skóli í Reykjavík. Árið 1924 var nám Ijósmæðra lengt úr sex mánuðum í níu mánuði. I þessu horfi var menntun ljós- mæðra að mestu til haustsins 1930 en þá tók Landspítalinn til ________ starfa. Árið 1932 varð sú mikla breyting á aðstöðu ljós- mæðranema að skólinn fékk fast- an samastað og komið vai' á fót heimavist fyrir nemendur, auk þess var námstíminn lengdur í eitt ár. Árið 1964 var ljósmæðra- námið lengt í tvö ár og 1984 var gerð sú breyting á inntökuskil- yrðum að þær sem sækja um þurfa að vera hjúkrunarfræðing- ar áður. Árið 1996 var námið sett á háskólastig og þannig er það Ólafía M. Guðmundsdóttir ►Ólafía Margrét Guðmunds- dóttir fæddist á Selfossi árið 1955. Hún lauk prófí frá Ljós- mæðraskóia fslands 1979 og starfaði lengst af á Selfossi við Sjúkrahús Suðurlands en er nú Ijósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. Hún er gift Jóni Finni Jóhannessyni rafíðnfræð- ingi og eiga þau samtals fjögur böm og eitt barnabarn. nú. Þess má geta að það kom til tals árið 1924, þegar námið var lengt í níu mánuði, að setja þetta nám inn í háskóla en af því varð ekki fyrr en löngu síðar.“ - Er starfsemi Ljósmæðrafé- lagsins viðamikil? „Já, félagið heldur úti skrifstofu og hefur starfsmann í hluta- starfi, gefur út Ljósmæðrablað- ið, sem kemur út þrisvar til fjór- um sinnum á ári, félagið heldur bæði ráðstefnur og fræðslufundi, sem eru að jafnaði mjög vel sótt- ir. Fyrir ári hélt félagið t.d. stóra ráðstefnu á Grand Hóteli í Reykjavik þar sem aðalgestir voru Sheila Kitzinger og Lesley Page. Sú fyrrnefnda er mann- fræðingur og hefur sérstakan áhuga á fæðingum og fæðandi konum og hefur skrifað mikið um það efni. Þess má geta að tvær íslenskar ljósmæður eru nú langt komnar með mastersnám í ljósmóðurfræði í Englandi sem þær stunda undir handleiðslu Lesley Page.“ - Hvernig er staða Ljós- mæðrafélags íslands á þessum afmælistímamótum ? „Félagið stendur nokkuð vel. Það hefur nýlega flutt starfsemi sína að Hamraborg 1 í Kópavogi. Sú breyting varð um áramót sl. að félagið gekk út úr BSRB og til --------- liðs við BHM.“ - Hvert er megin- þema alþjóðadags ljósmæðra á þessu ári? „Alþjóðasamband ljósmæðra leggur áherslu á mikilvægi ljósmæðra í grunnumönnun, þ.e. aðstoð, ráðgjöf og meðferð fyrir þá sem á þurfa að halda. Is- lenskar ljósmæður geta tekið undir fyrrnefnt meginþema og við viljum í því sambandi benda á þátt ljósmóðurinnar í heilsu- gæslu á íslandi, en þar sinna þær meðgöngueftirliti, foreldra- fræðslu og á stöku stað úti á landi sjá þær um ungbarnaeftir- lit einnig." Áhersla lögð á mikilvægi Ijósmæðra í grunnum- önnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.