Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR . Boðar þjóðarsátt uin stjóm fiskveiða Framsóknarfloklair- Ititi er „reiðubúinn að hafa forystu um aö brevta 15öum um fislt- TGrfúhlD —1 ÞRÁTT fyrir allar yfírlýsingar stjórnarherranna um breytingar bendir ekkert til annars en að „Gamli Nói“ verði bara raulaður áfram. Norskur lögfræðingur um þýðingu kvótadóms Hæstaréttar Minnisvarði í vestnor- rænni réttarsögu NORSKI lögfræðingurinn Peter Örebech segir að dómur Hæsta- réttar frá 3. desember 1998 sé minnisvarði í vestnorrænni réttar- sögu. Hann sé þriðja tilvikið í þús- und ár þar sem „ráni valdhafanna á sameign þjóðar“ er hafnað og ákvæði Frostaþingslaga og Grá- gásar séu loks viðurkennd rétt. Örebech, sem er sérfræðingur í hafrétti við Háskólann í Tromsö, segir að dómurinn gangi gegn „ráni á sameign þjóðarinnar“ sem aldrei hafi verið samþykkt, hvorki á Alþingi eða í Stórþinginu. Ráninu hafi hins vegar verið komið í kring af sjávarútvegsráðuneytunum í Reykjavík og Ósló. Ingólfur Arnarson getur glaðst í gröfínni „Ránið er uppátæki embættis- manna, sem hefur aldrei hlotið samþykki „alls almennings“. Það hefur verið knúið fram af valda- stéttinni (þ.e. þeim sem hafa að- gang að auðlindunum) og hópur nokkurra hagfræðinga réttlætt ránið,“ segir Örebech í grein sem birtist í 1. tbl. norska lögfræðitíma- ritsins Kritisk Juss og kom út í janúar á þessu ári. Örebech segir að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi ráðið úr- slitum um niðurstöðu dómsins. Hann segir að Ingólfur Arnarson, sem flýði ránið á sameiginlegum auðlindum Noregs á sínum tíma, geti nú glaðst í gröf sinni yfir því að fisldmiðin séu aftur opin. Örebech segir að túlkun Hæsta- réttar á 5. grein laga um stjóm fiskveiða sýni að það gangi gegn ís- lensku réttarfari að loka fyrir að- gang að fiskimiðunum. „Með þessu er verið að segja, að ekki sé heimilt að láta lokun miðanna, sem íslenska sjávarútvegsráðuneytið kom á árið 1988 gilda: það verður einnig að hleypa nýjum atvinnurekendum að.“ I þessu felst kjami dómsins, segir Örebech. Ekki sé heimilt að loka fiskimiðunum, en dómurinn kveði ekkert á um heimildina til að innleiða framseljanlegan kvóta. Ef það sé gert á eftirfarandi hátt stríð- ir það ekki gegn dómnum: „Þjóðinni sé tilkynnt, að allir þeir sem vilji veiða þorsk, ufsa, ýsu o.s.frv. verði að gefa sig fram við t.d. sjávarútvegsráðuneytið í Reykjavík fyrir tiltekinn dag. Ráðuneytið getur ekki gert kröfur um að umsækjandi hafi stundað veiðar áður eða að viðkomandi eigi fiskibát, sem hafi verið gerður út á slíkar veiðar. Heildarkvótinn (TAC) fyrir eitt ár skiptist á milli umsækjenda. Fari ráðuneytið fram á það getur það leyft framseljan- lega kvóta fyrir alla sem taka þátt. Ekkert í dómnum bannar að þessir sjómenn framselji kvóta hver til annars. Það hefur einungis áhrif þetta eina ár, ef ekki er send inn tilkynn- ing eða allar veiðiheimildir seldar. A nýju ári er úthlutað upp á nýtt. Allir eiga sama rétt aftur og skiptir fyrri þátttaka ekki máli,“ segir í grein Órebech. HNSTAKT TÆKIFÆRI 8 Ódýr flutningur á bílum og öðrum farartækjum frá USA og Kanada Verð aðeins US$ 750 + uppskipun Brottför frá Boston 10. maí frá Halifax 13. maí Áætlaður komutími til íslands er 21. maí. Upplýsingar og bókanir hjá Gunnari Guðjónssyni Skipamiðlun sf. frá kl. 9-17 alla virka daga. Sími 562 9200. Ljósmæðrafélag Islands 80 ára Alþjóðadagur lj’ósmæðra Ljósmæðrafélag íslands átti 80 ára afmæli hinn 2. maí sl. en á morgun er hins vegar alþjóða- dagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa verið gefnar út á íslensku alþjóða siðareglur ljósmæðra, en þær voru samþykkt- ar á þingi Alþjóðasam- bands ljósmæðra árið 1993. Ólafía M. Guð- mundsdóttir á sæti í stjóm Ljósmæðrafélags Islands. Hún var spurð hvert væri meginefni þessara siðareglna? „Ljósmæður vinna með konum og eiga sam- kvæmt reglunum að styðja rétt þeirra til að taka virkan þátt í öllum ákvörðunum sem lúta að umönnun þeirra. Ljósmæður hvetja konur til þess að taka þátt í allri um- ræðu sem á sér stað í samfélagi þeirra um málefni sem varða heilsugæslu kvenna og fjöl- skyldna þeirra. Ljósmæður styðja og styrkja hver aðra í störfum sínum, sem og efla sjálfsvirðingu annarra ljósmæðra og sína eigin. Siðareglunum er skipt í þrjá meginþætti og era fyrrgreindar tilvitnanir teknar úr íýrsta þættinum." - Eru íslenskar ljósmæður vel settar hvað menntun og vinnuað- stæður snertir miðað við ljós- mæður í nágrannalöndum okkar? „Hvað menntun snertir held ég að þær séu á svipuðu róli og starfssystur þeirra á Norður- löndum og í Bretlandi. Hvað að- stöðu snertir má segja að hún sé góð en það vantar þó ef til vill fleiri valkosti fyrir konur í með- göngu og fæðingu. Hins vegar ber þess að geta að vel er séð fyr- ir þörfum fæðandi kvenna á ís- landi. Reynt er að koma til móts við óskir kvenna í fæðingu, einnig á hátæknisjúkrahúsum landsins." - Stendur til að halda upp á 80 ára afmæli Ljósmæðrafélagsins? „Nei, ekki meira en þegar hef- ur verið gert. Haldið var afmæl- ishóf í tengslum við aðalfund Ljósmæðrafélags íslands 24. apríl sl. Þar var m.a. gerð að heiðursfélaga Kristín I. Tómas- dóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir á kvennadeild Landspítalans." - Hefur menntun ljósmæðra ekki breyst afar mikið á þessum 80 árum? „Formleg ljósmæðrafræðsla hófst hér á landi árið 1761 og var í höndum landlæknis og fjórð- ungslækna til ársins 1912. Þá var settur á stofn Yfirsetukvenna- skóli í Reykjavík. Árið 1924 var nám Ijósmæðra lengt úr sex mánuðum í níu mánuði. I þessu horfi var menntun ljós- mæðra að mestu til haustsins 1930 en þá tók Landspítalinn til ________ starfa. Árið 1932 varð sú mikla breyting á aðstöðu ljós- mæðranema að skólinn fékk fast- an samastað og komið vai' á fót heimavist fyrir nemendur, auk þess var námstíminn lengdur í eitt ár. Árið 1964 var ljósmæðra- námið lengt í tvö ár og 1984 var gerð sú breyting á inntökuskil- yrðum að þær sem sækja um þurfa að vera hjúkrunarfræðing- ar áður. Árið 1996 var námið sett á háskólastig og þannig er það Ólafía M. Guðmundsdóttir ►Ólafía Margrét Guðmunds- dóttir fæddist á Selfossi árið 1955. Hún lauk prófí frá Ljós- mæðraskóia fslands 1979 og starfaði lengst af á Selfossi við Sjúkrahús Suðurlands en er nú Ijósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. Hún er gift Jóni Finni Jóhannessyni rafíðnfræð- ingi og eiga þau samtals fjögur böm og eitt barnabarn. nú. Þess má geta að það kom til tals árið 1924, þegar námið var lengt í níu mánuði, að setja þetta nám inn í háskóla en af því varð ekki fyrr en löngu síðar.“ - Er starfsemi Ljósmæðrafé- lagsins viðamikil? „Já, félagið heldur úti skrifstofu og hefur starfsmann í hluta- starfi, gefur út Ljósmæðrablað- ið, sem kemur út þrisvar til fjór- um sinnum á ári, félagið heldur bæði ráðstefnur og fræðslufundi, sem eru að jafnaði mjög vel sótt- ir. Fyrir ári hélt félagið t.d. stóra ráðstefnu á Grand Hóteli í Reykjavik þar sem aðalgestir voru Sheila Kitzinger og Lesley Page. Sú fyrrnefnda er mann- fræðingur og hefur sérstakan áhuga á fæðingum og fæðandi konum og hefur skrifað mikið um það efni. Þess má geta að tvær íslenskar ljósmæður eru nú langt komnar með mastersnám í ljósmóðurfræði í Englandi sem þær stunda undir handleiðslu Lesley Page.“ - Hvernig er staða Ljós- mæðrafélags íslands á þessum afmælistímamótum ? „Félagið stendur nokkuð vel. Það hefur nýlega flutt starfsemi sína að Hamraborg 1 í Kópavogi. Sú breyting varð um áramót sl. að félagið gekk út úr BSRB og til --------- liðs við BHM.“ - Hvert er megin- þema alþjóðadags ljósmæðra á þessu ári? „Alþjóðasamband ljósmæðra leggur áherslu á mikilvægi ljósmæðra í grunnumönnun, þ.e. aðstoð, ráðgjöf og meðferð fyrir þá sem á þurfa að halda. Is- lenskar ljósmæður geta tekið undir fyrrnefnt meginþema og við viljum í því sambandi benda á þátt ljósmóðurinnar í heilsu- gæslu á íslandi, en þar sinna þær meðgöngueftirliti, foreldra- fræðslu og á stöku stað úti á landi sjá þær um ungbarnaeftir- lit einnig." Áhersla lögð á mikilvægi Ijósmæðra í grunnum- önnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.