Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandalag íslenskra listamanna boðar frambjóðendur til umræðufundar Ríkið og skipan menn- ingarmála á nýrri öld Morgunblaðið/Golli BJÖRN Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Mörður Árnason og Kol- brún Halldórsdóttir á fundinum á Hótel Borg í gær. MIKILVÆGI menningarmála var rækilega undirstrikað á fundi sem Bandalag íslenskra listamanna bauð til frambjóðendum þeirra flokka, sem bjóða fram á landsvísu í kom- andi kosningum, á Hótel Borg síð- degis í gær. A fundinum var meðal annars deilt um hlutverk ríkisins í skipan menningarmála og áætlun um menningarhús á landsbyggðinni. Fundurinn bar yfirskriftina „menningaráherslur í upphafi nýrr- ar aldar“ og fyrst frambjóðenda tók til máls Margrét Sverrisdóttir, 3. frambjóðandi á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík, og sagði hún að flokkur sinn legði áherslu á að bæta skólastarf og hlúa að listum. Stofna bæri sérstaka akademíu til varnar tungunni og menningunni, tveimur höfuðþáttum í tilveru þjóð- arinnar. Akademíur og menningarráð „í þessu felst meginstefna flokks- ins og ég vek sérstaka athygli á þeirri fyrirætlan að stofna akadem- íu menningar og lista,“ sagði hún. „Slík akademía væri hópur rithöf- unda, listamanna og fræðimanna til eflingar bókmenntum, listum og vís- indum. Frjálslyndi flokkurinn vill að ríkið styrki stofnanir eftir tillög- um þessarar akademíu, en ríkið sjálft kæmi hvergi nærri stjórnum þeirra stofnana." Valgerður Sverrisdóttir, 1. fram- bjóðandi á lista framsóknarmanna á Norðurlandi eystra, sagði að í raun væri engin opinber menningar- stefna rekin á ísland og oft væri lík- ast því að ákvarðanir stjómvalda um fjárveitingar hverju sinni væru handahófskenndar. Því hefði hún sett fram tillögu á síðasta kjörtíma- bili um stofnun menningarráðs, sem ekki hefði náð fram að ganga vegna skorts á undirtektum hjá samstarfs- flokki framsóknarmanna í stjóm, en ætti að vera farvegur faglegrar um- ræðu og móta heildarstefnu með samráði fagmanna á ýmsum sviðum menningarmála. Kolbrún Halldórsdóttir, sem skipar 2. sæti á framboðslista Vinstri hreyfmgarinnar - græns framboðs í Reykjavík, vísaði í stefnuskrá flokks síns og sagði að hann legði áherslu á að listsköpun væri viðurkennd iðja, sem hefði skilað þjóðinni jafnt menningarleg- um sem fjárhagslegum verðmætum. Stofnanir menningannála ættu að starfa á faglegum grunni án af- skipta stjómmálamanna og þeim mætti ekki fórna undir „yfirskini frjálsrar samkeppni". Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, sem skipar 2. sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, hóf mál sitt á því að flest það sem lagt hefði verið fram í áætlun, sem sam- in var skömmu eftir að hann settist í menntamálaráðuneytið, hefði náðst á þessu kjörtímabili og miklu meira. Hann sagði ljóst að við hverjum þeim, sem starfa mundi sem menntamálaráðherra á komandi ár- um, blasti ný sýn í menningarmál- um að því leyti að einstaklingar og íyrirtæki þeirra létu æ meira að sér kveða. „Krafan frá þessum aðilum er að þeir fái aðstöðu til að starfa jafnfæt- is ríkisstofnunum," sagði hann. „Þess vegna er það spurningin hvernig við lögum ríkisstofnanimar að þessum breyttu kröfum og hvernig þróast þær með hliðsjón af því að einkaaðilar eru sífellt að verða öflugri á þessu sviði?“ Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista húmanista í Reykjavík, sagði að engu máli skipti hvað um- gjörðin væri fín, ef listamenn gætu ekki starfað að sinni listgrein. Hún sagði að húmanistar legðu til að listamenn, hvort sem um væri að ræða há- eða lágmenningu, mynd- uðu eitt stórt stéttarfélag til að vinna að málum sínum. Hún sagði einnig að listamenn, sem til dæmis hefðu útgáfusamninga, ættu ekki að fá laun frá ríkinu, heldur ættu for- lögin að borga þeim fyrir að vera í vinnu hjá þeim. Styi'kja ætti jaðar- inn og gróskuna. Mörður Arnason, sem skipar 6. sæti á lista Samylkingarinnar í Reykjavík, sagði að Samfylkingin vildi gera úttekt á stöðu menningar- lífs í landinu og móta í kjölfarið menningarstefnu, sem fylgt yrði eftir með framkvæmdaáætlun. Hann sagði að eiginleg menning- arstefna væri ekki til og fram- kvæmd án samhengis og ómarkviss og þegar Sjálfstæðisflokkurinn færi með menntamálaráðuneytið færi ár- angur eftir einstaklingnum í ráð- herrastóli, ekki stefnu flokksins. Deilt um menningarhús Nokkrar umræður spunnust um menningarhús. Margrét Sverris- dóttir sagði að áætlanir um menn- ingarhús minntu sig „óneitanlega á glæstar áætlanir Moskvuleiðtog- anna um æskulýðshallir á sífreran- um í Siberíu á árum áður“ og Mörður Arnason sagði að ekki væri þörf á meiri steinsteypu á lands- byggðinni. Valgerður Sverrisdóttir og Björn Bjarnason ítrekuðu að með menningarhúsum væri ekki verið að tala um að reisa nýjar byggingar, væru þær óþarfar, heldur að skapa aðstöðu til menn- ingarstarfs. Fylgi flokkanna á Suðurlandi Sjálfstæðis- flokkur fengi þrjá Sjálfstæðisflokkurinn fengi þrjá kjördæmakjörna þingmenn á Suður- landi samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði á fylgi flokkanna í kjördæminu fyrir Ríkisútvai’pið dag- ana 25. til 29. apríl sl. Flokkurinn hefur í dag tvo þingmenn úr kjör- dæminu. Framsóknarflokkurinn fengi einn þingmann samkvæmt könnuninni og missti einn og Sam- fylkingin fengi einn, en þeir flokkar sem standa að Samfylkingunni fengu samanlagt einn kjördæmakjörinn þingmann á Suðurlandi í síðustu al- þingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 44,1% fylgis samkvæmt umræddri skoð- anakönnun Gallup en í síðustu kosn- ingum fékk flokkurinn 33,2% fylgi og tvo þingmenn. Framsóknarflokkur- innn nýtur 21,9% fylgis samkvæmt könnuninni en fékk 29% fylgi og tvo þingmenn í síðustu kosningum. Þá nýtur Samfylkingin 25% fylgis sam- kvæmt könnuninni en Alþýðubanda- lagið fékk 15,8% og einn þingmann í síðustu kosningum, Alþýðufiokkur- inn 6,8% og uppbótarsæti kjördæm- isins, Þjóðvaki 4% og Samtök um kvennalista 2,3%. Þess má auk þess geta að Suðurlandslisti Eggerts Haukdals fékk 8,5% atkvæða í síð- ustu kosningum. Nú nýtur Frjálslyndi flokkurinn 4,6% fylgis á Suðm-landi samkvæmt könnun Gallup, Vinstrihreyfíngin - grænt framboð 3,7% fylgis og Húmanistaflokkurinn 0,7% fylgis. Óákveðnir 13% Þeir sem voru óákveðnir eða neituðu að taka afstöðu í könnun Gallup eru 13% (af þeim voru 4,8% óákveðin), en til viðbótar kváðust 7,8% ekki myndu kjósa eða skila auðu. Urtak könnunarinnar var 800 manns á Suð- urlandi á aldrinum 18 ára og eldri sem valið var með tilviljun úr þjóð- skrá. Svarhlutfall var tæplega 75%. Húmanistaflokkurinn Kærir Stöð 2 HÚMANISTAFLOKKURINN hef- ur ákveðið að kæra Stöð 2 til út- varpsréttamefndar vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið að kynna framboð sitt á sjónvarpsstöð- inni á sama hátt og aðrir flokkar sem bjóða fram á landsvísu. í fréttatil- kynningu frá flokknum segir m.a. að nú standi yfir kosningaþættir hjá fréttastofu Stöðvar 2 þar sem ein- göngu fimm af sex forsvarsmönnum landsframboða fái að kynna sín mál- efni. „Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ekki varið svo mikið sem einni mín- útu í viðtal við nokkum frambjóð- anda Húmanistaflokksins eða í um- fjöllun um þau málefni sem hann hefur fram að færa,“ segir í tilkynn- ingunni. Flokkurinn vitnar ennfrem- ur í útvarpslög þar sem segir m.a. að útvarpsstöðvum beri að virða tján- ingarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrír mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Morgunblaðið/Gunnlaugur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi. Kosningamál rædd í Stykkishólmi KOSNINGASTOFA Sjálfstæðis- flokksins hefur tekið til starfa í Lionshúsinu í Stykkishólmi. Kosn- ingastofan var opnuð með „opnu húsi“ þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. Geir Haarde fjárniála- ráðherra ræddi um helstu málefni kosninganna og það sama gerði St- urla Böðvarsson alþingismaður. Skrifstofan verður opin alla daga fram að kosningum, frá kl. 17-19 og kl. 20-22. Anarkistar á fslandi Vilja lækka kosningaaldur EITT af helstu stefnumálum Anai-kista á Islandi er að lækka kosningaaldur. Þetta kom m.a. fram á fundi þeirra með nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti nýlega. Mai'gir nemendanna voru þó ekki sammála því að lækka beri kosningaaldurinn og sögðu m.a. að mjög margir krakkai' hefðu engar skoðanir á stjórnmálum og hefðu auk þess ekki þroska til að kjósa. „Hvað haldið þið að margir yfir átján ára hafí þroska til að kjósa?,“ svör- uðu fulltrúar Anarkista hins vegar að bragði. Á myndinni eru þeir Sólver. H. Hafsteinsson, sem skipar 13. sæti Morgunblaðið/Árni Sæberg framboðslista Anarkista í Reykjavík, Þórarinn Einarsson sem skipar fyrsta sæti listans og Einar Valur Bjarnason, stuðningsmaður Anarkista, sem væri að sögn Þórarins í framboði væri hann orðinn átján ára. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins dalar Sjálfstæðisflokkurinn fengi 40,8% fylgi, yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var dagana 30. apríl til 2. maí og birt var í Ríkisútvarpinu í gær. Fylgi flokksins hefur dalað ör- lítið frá síðustu skoðanakönnun Gallup sem birt var 18. apríl sl. en þá naut hann 44,9% fylgis. Framsóknarflokkurinn fengi nú 18,7% fylgi miðað við 17,3% í síðustu könnun, Samiylkingin fengi 29,1% miðað við 30,1% síðast og Vinstri- hreyfíngin - grænt framboð fengi 7,5% miðað við 5,0% síðast. Sveifl- umar á fylgi Framsóknarflokksins annars vegar og Samfylkingarinnai' hins vegar frá síðustu skoðanakönn- un Gallup eru innan skekkjumarka en Vinstrihreyfingin bætir hins veg- ar aðeins við sig fylgi. Þá fengi Frjálslyndi flokkurinn 2,7% fylgi ef kosið yrði nú, sam- kvæmt könnun Gallup, Húmanista- flokkurinn fengi 0,8%, Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn_ 0,2% og Anarkistar á íslandi 0,2%. Úrtak könnunarinnar var 1.000 manns af landinu öliu og svarhlutfall var rösklega 70%. Þeir sem voru óákveðnir eða neituðu að svara eru 17,3%. Niðurstöður í Reykjavík í skoðanakönnuninni leitaðist Gallup við að finna út fylgi flokk- anna í Reykjavíkurkjördæmi og byggði það á svörum 150 til 200 manna. Samkvæmt því nýtur Fram- sóknarflokkurinn 10% fylgis ' Rey kj avík, Sj álfstæðisflokkurinn 49% fylgis, Samfylkingin 29% fylgis og Vinstrihreyfmgin - grænt fram- boð 9% fylgis. Gallup treysti sér ekki til að skipta fylginu milli hinna flokkanna sem minna fengu út úr þessu úrtaki. Könnun Stöðvar 2 Sjálfstæðisflokkur með nær helmings fylgi Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 49,2% fylgis, af þeim sem afstöðu taka, í skoðanakönnun sem PrieewaterhouseCoopers gerði fyrir Stöð 2 og birt var í fréttum sjón- varpsstöðvarinnar á laugardag. Samfylkingin nýtur 24,5% fylgis, Framsóknarflokkurinn 17% fylgis og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 7,1% fylgis. Þá mælist fylgi Húmanistaflokksins 1,0%, Frjáls- lynda flokksins 0,8%, Kristilega lýð- ræðisflokksins 0,2% og Anarkista á íslandi 0,2%. Úrtak könnunarinnar var 1.100 manns og er svarhlutfall 70%. Þriðjungur er óákveðinn eða neitar að svara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.