Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sigurður Snævarr, forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun
Ekkí verið að bera
saman sambærilega hluti
HÉR fer á eftir bréf Sigurðar
Snævarr, forstöðumanns á Þjóð-
hagsstofnun, til Benedikts Davíðs-
sonar, formanns Landssambands
eldri borgara.
„I fjölmiðlum hefur verið fjallað
um útifund sem Landssamband
eldri borgara og Öryrkjabandalag
Islands héldu í miðborg Reykjavík-
ur hinn 21. apríl síðastliðinn. I dag-
blaðinu Degi 22. apríl er vitnað í
Benedikt Davíðsson, formann
Landssambands eldri borgara, þar
sem hann segir dapurlegt að heyra
stjórnmálamenn slá ryki í augu
fólks með villandi talnaefni. Vitnað
er orðrétt í hann „(o)g ég vil segja
að það sé ljótt af embættismönnum
að skrökva tölum inn í ræður ráð-
herra, sem svo aðrir stjórnmála-
menn hafa eftir án þess að þekkja
rangfærslurnar". Gera verður ráð
fyrir því að rétt sé eftir haft, enda
hafa engar athugasemdir borist við
þessa frétt. Þá hefur opinberlega
verið vitnað í útreikninga hagdeild-
ar ASI þess efnis að kaupmáttur
hámarksbóta hafí hækkað um
helming þess sem haldið hafí verið
fram af stjórnvöldum.
Þótt hvorki hafí verið nefndir
með nafni embætti né embættis-
menn fer vart á milli mála að skeyt-
um yðar er beint að Þjóðhagsstofn-
un, enda hafa stjórnmálamenn vitn-
að til minnisblaðs stofnunarinnar
um kaupmátt bóta. Undimtaður
mótmælir tilvitnuðum ummælum
yðar sem órökstuddum og ósönnum
og lýsir furðu sinni á að þér ráðist
að heiðri embættismanna sem hafa
af samviskusemi og trúnaði unnið
upplýsingar fyrir stjórnvöld og
aðra aðila.
í minnisblaði Þjóð-
hagsstofnunar um
kaupmátt launa og
bóta eftir 7% hækkun
grunnlífeyris 1. apríl
1999 kemur fram að
frá upphafí kjörtíma-
bilsins til 1. apríl 1999
hafí lágmarksbætur
hækkað um 31,9% og
eru rúmlega 66 þús.
kr. á mánuði. Kaup-
máttur bótanna hefur
að mati Þjóðhagsstofn-
unar hækkað um 22%
samanborið við 21%
hækkun kaupmáttar
launavísitölu. Stofnun-
in gerir grein fyrir for-
sendum útreikninga sinna og getur
meðal annars um breytingu á af-
notagjöldum RÚV og meðferð ein-
greiðslna.
Óeðlilegt að reikna kaupmátt
bóta eftir skatt
Lesa má úr tölum frá hagdeild
ASI að kaupmáttur lágmarksbóta
hafí hækkað um 10,4% á sama tíma-
bili og skýrist munurinn að mestu af
því að ASI reiknar tekjuskatt af
bótunum og dregur frá afnotagjald
af síma sem fellt var inn í heimilis-
uppbót árið 1997. Ástæða er til að
gera athugasemdir við forsendur
útreikninga ASÍ.
Helstu athugasemdir
mínar eru þessar.
1. Hagdeild ASÍ
reiknar kaupmátt bóta
eftir skatt en ekki þeg-
ar kemur að saman-
burði við laun. I um-
ræðunni um kaupmátt
bóta á undanfórnum
vikum, mánuðum og
árum hefur ekki verið
miðað við bætur eftir
skatt og kröfur Lands-
sambands eldri borg-
ara hafa t.d. ekki hing-
að til verið byggðar á
þeim grunni. Launa-
vísitalan sýnir hækkun
launa að meðaltali án tillits til
skatta og verður að gæta þess að
bera bæturnar við það á sama
grunni. Vafasamt er að bera saman
launabreytingar tveggja manna
með þeim hætti að launum annars
eftir skatt er stillt á móti launum
hins fyrir skatt. Einnig má benda á
að hagdeild ASI ber saman bætur
og lágmarkslaun en þau hækkuðu
úr 54.469 kr. í 73.08 kr. eða um 34%
að nafnvirði að mati hagdeildar ASI
og er engin tilraun gerð til að
reikna tekjuskatta af laununum,
þrátt fyrir að bæturnar séu sýndar
eftir skatt.
Sigurður Snævarr, forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun, hef-
ur sent Benedikt Davíðssyni, formanni Landssambands
eldri borgara, bréf þar sem hann mótmælir fullyrðingum
sem Benedikt lét falla á útifundi 21. apríl sl. um kjör aldr-
aðra og öryrkja. Segir hann að með þeim sé ráðist að
heiðri embættismanna sem vinni af samviskusemi fyrir
stjórnvöld. í kjölfarið sendi Edda Rós Karlsdóttir, hag-
fræðingur ASÍ, forsætisráðherra bréf þar sem hún mót-
mælir útreikningum Sigurðar og sakar hann um að vega
að starfsheiðri sínum. Bréfín eru birt hér orðrétt.
Sigurður
Snævarr
Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ
Forsendur valdar í and-
stöðu við ráðleggingar ASI
BRÉF Eddu Rósar Karlsdóttur,
hagfræðings ASI, er stflað til for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra,
heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, ráðu-
neytisstjóra forsætisráðuneytis og
skrifstofustjóra fjármálaráðuneyt-
is. Bréf hennar fer hér í heild:
„I dag var ykkur sent afrit af
bréfí Sigurðar Snævarrs forstöðu-
manns á Þjóðhagsstofnun til Bene-
dikts Davíðssonar. I bréfínu er for-
stöðumaðurinn að verja heiður sinn
sem embættismaður vegna um-
mæla Benedikts í dagblaðinu Degi
þann 22. apríl síðastliðinn. Ég tel
eðlilegt að embættismaður sem
unnið hefur „af samviskusemi og
trúnaði fyrir stjórnvöld og aðra að-
ila“ verji heiður sinn og get staðfest
hér að ég sem forstöðumaður hag-
deildar ASI hef átt sérstaklega gott
samstarf við Þjóðhagsstofnun.
Við Sigurður vinnum bæði af
samviskusemi og trúnaði og mér er
gjörsamlega óskiljanlegt hvernig
það má vera að hann skuli vega að
starfsheiðri mínum til að verja sinn.
Þó að við komumst ekki að sömu
niðurstöðu í útreikningum okkar
hefur hvorugt okkar unnið ófag-
lega. Ég sé mig tilneydda til að
senda eftirfarandi athugasemdir.
Fyrst þetta
Forstöðumaður á Þjóðhagsstofn-
un hefur fengið minnisblað það sem
ASÍ gerði fyrir samtök lífeyris-
þega. Hann fékk minnisblaðið á
tölvutæku formi með öllum reikn-
ingsfoimúlum og nákvæmum at-
hugasemdum um alla fyrirvara og
forsendur. Ég hef ekki minnisblað
Þjóðhagsstofnunar undir höndum.
Það er hins vegar greinilegt af um-
ræddu bréfí að minnisblað Þjóð-
hagsstofnunar er skrif-
að áður en launavísi-
tala marsmánaðar var
birt. Kaupmáttur skv.
launavísitölu hefur
hækkað um 22% frá
apríl 1995 til mars
1999. Rétt er að geta
þess að launavísitala
aprflmánaðar birtist
ekki fyrr en í lok maí.
Athugasemd við at-
hugasemd nr. 1.
Athugasemdin
byggir á forsendum
sem eru aðrar en þær
sem ég tek augljóslega
fram í minnisblaði
mínu. Enda skrifar forstöðumaður-
inn_„Lesa má úr tölum frá hagdeild
ASI að ?“ Forstöðumanninum er
fullkunnugt um að það var ákvörð-
un samtaka lífeyrisþega að bera
„kaupmáttarþróun lífeyrisþega eft-
ir skatt“ saman við „kaupmátt
launavísitölu". Sú ákvörðun er auð-
vitað óheppileg og gegn ráðlegging-
um mínum. Hún er hins vegar skilj-
anleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem
ráðherrar og embættismenn hafa
gefið um áhrif skattbreytinganna
1997 á kjör launafólks. I fí-umvarpi
til fjárlaga fyrir árið 1998, bls. 26
stendur t.d.:
„Almennar launahækkanir vegna
nýgerðra kjarasamninga eru metn-
ar á 6% á þessu ári. Þannig er búist
við að launavísitalan verði 5-5'/2%
hærri á þessu ári. Kaupmáttur
launa eykst því um 3% á þessu ári,
en vegna lækkunar tekjuskatts
snemma árs eykst kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna enn
meira, eða um 4,7%. í byrjun næsta
árs hækka taxtalaun almennt um
4% og er búist við að
hækkun launavísitölu
milli áranna 1997 og
1998 verði um 7'/2%.
Þar sem tekjuskattur
lækkar enn frekar í
byrjun næsta árs er
búist við áframhald-
andi aukningu kaup-
máttar ráðstöfunar-
tekna, eða um 4V2-5%.“
Það er ljóst af þess-
um texta að fjármála-
ráðuneytið metur það
svo að þegar skattur
hefur verið reiknaður
af meðallaunum sé
kaupmáttarhækkun
launafólks þó nokkuð
meiri en launavísitala segir til um.
Það er greinilegt að lífeyrisþegar
hafa tekið mark af þessum óg sam-
bærilegum málflutningi og talið
óhætt að nota launavísitölu, án leið-
réttingar fyrir sköttum, til saman-
burðar við hækkun lífeyrisbóta eft-
ir skatta. Ef textinn í fjárlagafrum-
varpinu er réttur, eru lífeyrisþegar
meira að segja að gera of lítið úr
muni á kaupmáttarþróuninni.
Það vekur furðu að i bréfí for-
stöðumanns á Þjóðhagsstofnun er
ekki gerð nokkur tilraun til að meta
hver hin rétta útkoma á kaupmætti
lífeyrisþega og launþega er eftir
skatt. Þetta er sérstaklega undar-
legt í ljósi þess hvað athugasemdir í
tölulið 2 eru nákvæmar. Væri ekki
málefnalegt í framhaldinu að birta
hinn „sanna samanburð"? Getur
verið að þessu bréfí sé ætlað að
leka í fjölmiðla og að það þyki ekki
passa í hina viðkvæmu pólitísku
umræðu að tilkynna að fyrri yfir-
lýsingar um að skattbreytingarnar
1997 hafí aukið við kaupmátt launa-
hækkana standist ekki? Niðurstað-
an sé e.t.v. þveröfug!
Athugasemd við
athugasemd nr. 2
I athugasemdum á minnisblaði
ASÍ er skýrt tekið fram að hluti líf-
eyrisþega hafí „hagnast" á þeirri
breytingu sem gerð var á aðstoð
hins opinbera við greiðslu afnota-
gjalda RUV. Því er algjör óþarfí af
forstöðumanni á Þjóðhagsstofnun
að láta sem um ókunnugleik sé að
ræða. Dæmið í minnisblaðinu á við
um lífeyrisþega sem er á hámarks-
bótum almannatrygginga. Dæmið
er valið, vegna þess að ráðherrar
hafa stöðugt viljað nota hámarks-
bætur til viðmiðunar, þrátt fyrir
mótmæli samtaka lífeyrisþega. Inn-
an við 3% lífeyrisþega fá hámarks-
bætur. Það voru samtals 1.382 ein-
staklingar í desember 1998.
Ef RÚV fékk 3.210 nýja áskrif-
endur eftir breytingarnar sé ég
ekki að rök séu komin til að gera
lítið úr samanburði hagdeildar ASÍ.
Við erum hér að bera saman ein-
stakling á hámarksbótum, eins og
ráðherrar hafa kallað eftir, og þá
skulum við líka reikna það dæmi til
enda. Þessir einstaklingar hagnast
ekki á bættum kjörum annarra.
Athugasemd við
athugasemd nr. 3
Umræðan um eingreiðslur er
með ólíkindum og ekki er annað að
sjá en að hér sé með orðum fræði-
mannsins verið að slá ryki í augu
lesandans. Sem fyrrverandi starfs-
maður Kjararannsóknarnefndar og
sem fulltrúi ASI í þriggja manna
vinnuhóp sem hefur endurskoðað
allar aðferðir Kjararannsóknar-
nefndar vegna nýrrar launakönn-
Edda Rós
Karlsdóttir
|
Ekki sjálfgefið að draga
eigi afnotagjöldin frá
2. Hagdeildin dregur afnotagjöld
RÚV frá heimilisuppbótum þar
sem afnotagjöldin hafi verið færð
inn í bæturnar. Við fyrstu sýn kann
sú aðferð að virðast eðlileg, en við
nánari skoðun er hún þó vafasöm.
- Þegar litið er á hver áhrif
breytinganna voru á sínum tíma
kemur í ljós að samtals fengu 9.400
lífeyrisþegar sérstaka hækkun á
heimilisuppbótinni, en RÚV fékk
aðeins 3.210 nýja áskrifendur við
breytinguna. Það segir að um 35%
þeirra sem fengu hækkun á heimil-
isuppbót misstu niðurfellingu á
áskrift af RÚV og voru í sömu
stöðu eftir breytinguna, en 65%
fengu hækkun án þess að hafa áður
notið niðurfellingar á afnotagjöld-
um RÚV og bötnuðu því kjör
þeirra.
- Þessu til viðbótar halda þeir
sem ekki voru með heimilisuppbót
niðurfellingu á afnotagjöldum RÚV
áfram og 14 þúsund lífeyrisþegar
sem greiddu full afnotagjöld fengu
20% afslátt af gjöldunum. Brejd-
ingin kostaði ríkissjóð margfalda
þá fjárhæð sem RÚV hefði fengið í
aukin afnotagjöld, ef auknum tekj-
um stofnunarinnar hefði ekki verið
ráðstafað í afslátt til handa öllum
lífeyrisþegum.
- Samkvæmt upplýsingum RÚV
njóta 2.130 lífeyrisþegar ennþá nið-
urfellingar afnotagjalda þrátt fyrir
breytingarnar, en gæta verður að
því að hluti þeirra býr á dvalar- eða
hjúkrunarheimilum.
3. Loks má benda á að hagdeild
ASI tekur tillit til eingi-eiðslna í
mati á kaupmætti bóta, sem Þjóð-
hagsstofnun gerir ekki. Það er ekki
einhlít aðferð að taka eingreiðslur
inn í þessa mynd. Þannig má benda
á að Kjararannsóknarnefnd reiknar
ekki með eingreiðslum í mati sínu á
unar nefndarinnar hlýt ég að lýsa
yfir furðu minni á þessari ein-
greiðslu-lýsingu. Ef þessi umræða
á að vera á einhverju tæknilegu
plani, þá skulum við taka hana. Til _
er ég!
I fyrsta lagi stendur í athuga-
semdinni: „Það er því viðurkennd
aðferð að halda eingi-eiðslum fyrir
utan slíkan samanburð, þótt slíkt sé
ekki einboðið. Það á þó sérstaklega
við í tilfelli sem hér um ræðir þar
sem sérstök eingreiðsla vegna við-
skiptakjaraáhrifa var greidd út á
viðmiðunarárinu." Þetta er beinlín-
is rangt! I samanburði ASI er ekki
gert ráð fyrir eingreiðslu vegna við-
skiptakjaraáhrifa, enda var hún
greidd út árið 1994 en ekki 1995!
Prófið að reikna sjálfíir)!
I öðru lagi fylgir lærð lýsing á
muninum á „eingreiðslum reiknuð-
um á viðmiðunarárinu" og „ein-
gi'eiðslum reiknuðum á almanaks-
árinu“. Þetta er fróðleg lýsing en
ekkert innlegg í umræðuna. Lág-
launauppbætur til lífeyrisþega voru
28% af tekjutryggingu og heimilis-
uppbót á árinu 1994, en voru aðeins
26% af tekjutryggingu og heimilis-
uppbót ársins 1995. Með mínum að-
ferðum („almanaksárinu") er ég því
í raun að vanmeta þau neikvæðu
áhrif sem lækkun eingreiðslna
hafði á tímabilinu.
I þriðja lagi er meðhöndlun
Kjararannsóknarnefndar á ein-
greiðslum ekki áhugaverð í þessu
sambandi, því að nefndin er ætíð að
reikna laun á tímaeiningu. Nefndin
fjallar um eingreiðslur í sérstökum
undirköflum og birtir nákvæmar
dreifingartöflur þar sem hægt er að
meta áhrif eingreiðslna. Við þessar
dreifingartöflur hefur Hagstofan
stuðst þegar eingreiðslur hafa verið