Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
AKUREYRI
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar veitir viðurkenningar
Sólveig Baldursdótt-
ir hlaut starfslaun
Morgunblaðið/Kristján
ÞORGEIR Þorgeirsson og Kristjana F. Arndal, eigendur Brekkugötu
27A, Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Sólveig
Baldursdóttir myndhöggvari, Þröstur Asmundsson, formaður menning-
armálanefndar Akureyrar, og Kristján Þór Júlíusson bæjarsljóri.
SÓLVEIG Baldursdóttir mynd-
höggvari hlaut starfslaun lista-
manns Akureyrarbæjar en tilkynnt
var um það í hófi sem menningar-
málanefnd Akureyrarbæjar efndi
til nýlega.
Þröstur Asmundsson, formaður
menningarmálanefndar, sagði Sól-
veigu metnaðarfullan listamann,
sem numið hefði list sína á Islandi,
í Danmörku og á Italíu, en hún
vinnur verk sín jafnt í ítalskan
marmara sem íslenskt blágrýti,
granít og fleira. Frá því Sólveig
kom til Akureyrar að námi loknu
hefur hún eingöngu unnið að list
sinni. Hún varð snemma áberandi
í akureyrsku menningarlífi, en
fyrstu einkasýningu sína á högg-
myndum hélt hún í Gerðarsafni í
Kópavogi. Hún vann skúlptúr sem
veittur var Eimskipafélagi Islands
sem hlaut „Utflutningsverðlaun
forseta Islands" 1996 og fyrir ut-
anríkisráðuneytið gerði hún fimm
skúlptúra sem gefnir voru utan-
ríkisráðherrum Norðurlanda á
EFTA ráðstefnu á Akureyri. Þá
hefur hún gert listaverk fyrir
Hótel Sögu. Sólveig hefur haldið
sýningu á höggmyndum á Lista-
safninu á Akureyri og á vegghögg-
myndum á Kaffi Karólínu. Hún er
höfundur útilistaverks sem unnið
er úr steintegundum frá Norður-
löndum og bronsi og er í göngu-
götunni í Hafnarstræti á Akur-
eyri.
Menntaskólinn
og Brekkugata 27A
Viðurkenningar úr Húsfriðunar-
sjóði Akureyrar fyrir árið 1999
voru einnig veittar við sama tæki-
færi, en þær hlutu hús Mennta-
skólans á Akureyri og Brekkugata
27 A.
Um hús MA segir að það sé eitt
hið tilkomumesta í bænum, það
stendur við Eyrarlandsveg þar
sem hæst ber á Brekkunni. Um
húsið segir í nýútkominni bók
Harðar Agústssonar, Islensk
byggingararfleifð að Menntaskól-
inn sé í „glæsilegum Akureyr-
arsveiser með ívafi klassíkur,
prýtt bustarósum, böndum og
sérkennilegum gluggabjórum á
neðri hæð“. Viðurkenningin er
veitt fyrir stöðugt og markvisst
viðhald glæsilegrar byggingar
sem setji sterkan svip á bæjar-
myndina. Ómetanlegt sé að því sé
viðhaldið þannig að það verði
áfram staðarprýði.
Húsið við Brekkugötu 27A hefur
verið lagfært og endurbætt undan-
farín ár og hefur verið tekið mið af
stíl hússins og uppruna og stendur
það nú sem verðugur fulltrúi fyrri
kynslóða steinsteyptra húsa á Is-
landi. Það stendur á viðkvæmum
og áberandi stað og er mikilvægur
hluti þeirra bæjarmyndar Akur-
eyrar sem byggðin við Brekkugötu
myndar. Eigendur hússins era Kri-
stjana F. Arndal og Þorgeir Þor-
geirsson.
Ferðaþjónustuverkefnið „Stefnum norður“
Unnið að eflingu
vetrarferða
ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG
Eyjafjarðar stóð nýlega fyrir
stofnfundi vegna ferðaþjónustu-
verkefnis sem hefur fengið heitið
„Stefnum norður".
Markmið þessa verkefnis er að
vinna að eflingu á vetrarferða-
mennsku á Norðurlandi. Til að
vinna að þessu verkefni voru kall-
aðir til fulltráar ferðaþjónustuað-
ila, flugfélaga og ferðaskrifstofa.
Ætlunin er að koma fram með
heildstæðar lausnir í vetrarferða-
mennsku á Norðurlandi með mark-
vissu samstarfi þessara aðila.
Verkefnisstjóri er Sævar Krist-
insson frá Iðntæknistofnun og nýt-
ur verkefnið ráðgjafar Ferðamála-
ráðs fslands. Upplýsingum um
framvindu verkefnisins verður
miðlað til ferðaþjónustuaðila með
fréttatilkynningum sem og á vef-
síðu verkefnisins sem ætlunin er að
koma upp fljótlega.
Félagsstofnun stúdenta
Sex tilboð í
stúdentagarða
SEX tilboð bárust Félagsstofnun
stúdenta á Akureyri vegna 10 til 12
íbúða sem hún vill kaupa eða láta
byggja fyrh- sig. Tilboðin voru bygg-
ingafyrirtækjunum Eykó, Fjölni,
Hyrnu, KGB, SJS-verktökum og
Timbru. KGB bauð 7-8 íbúðir við
Höfðahlíð 1, en aðrir voru með lóðir
ofan við Hlíðarbraut, í Giljahverfi.
Jónas Steingrímsson, rekstrar-
stjóri Félagsstofnunar stúdenta á
Akureyri, sagði að ákveðið hefði ver-
ið að skoða þrjú tilboðanna nánar,
þ.e. frá SJS-verktökum, Hyrnu og
Fjölni.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
VEITT voru verðlaun fyrir bestu tillögurnar um hönnun lóðar.
Nemendur taka þátt
í að hanna skólalóðina
Grundarfirði - Opið hús var í
Grunnskóla Eyrarsveitar á degi
umhverfisins, 25. apríl. Dagurinn
er hugsaður sem hvatning til
skólafólks og almennings að kynna
sér betur samskipti manns og nátt-
úru og sem tækifæri fyrir stjórn-
völd, félagasamtök og fjölmiðla að
efla opinbera umræðu um um-
hverfismál.
Grunnskólinn, fjölmennasti
vinnustaðurinn í sveitarfélaginu,
bar opnaður og almenningi gefinn
kostur á að kynna sér vinnu nem-
enda sem tengjast umhverfismál-
um og náttúru okkar. Liður í þvf
var sýning á tillögum sem nemend-
ur hafa unnið að skipulagi skóla-
lóðarinnar. Hugmyndir nemenda
verða hafðar til hliðsjónar við
hönnun lóðarinnar, sem Erla
Bryndís Kristjánsdóttir landslags-
arkitekt í Grundarfirði mun sjá
um.
Veitt voru þrenn verðlaun fyrir
bestu tillögurnar, fyrstu verðlaun
fengu þær Sædís Karlsdóttir og
Rakel Birgisdóttir í 5. bekk, önnur
verðlaun hlutu Berglind Rósa Jós-
epsdóttir, Fanný Lilja Hermunds-
dóttir og Reginn Þór Eðvardsson í
7. bekk. þriðju verðlaun fengu þau
Theodór Þrastarsson, Sara Birgis-
dóttir og Markús í 7.bekk.
Sérstakur samningur var undir-
ritaður við nemendur í 7.-10.bekk
um umgengni og umhverfismál.
Foreldrar barnanna úr 7. bekk sáu
um kaffí og veitingasölu meðan
skólinn var opinn. Einnig sá
barnakór Grunnskólans um að
skemmta gestum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
KIWANISMENN gefa Eyjakrökkum hjálma og veifur.
Fengu hjálma og veifur
Vestmannaeyjum - Kiwanisklúbb-
urinn Helgafell í Vestmannaeyjum
afhenti nýlega öllum börnum í 1.
bekk grunnskólanna í Eyjum reið-
hjólahjálma og veifur á hjól að
gjöf. Að sögn Páls Ágústssonar,
forseta Helgafells, er stefnt að því
að það verði fastur liður í starf-
semi klúbbsins á komandi árum að
afhenda börnum í fyrsta bekk
hjálma að gjöf á hverju vori. Páll
segir að þetta verkefni samræmist
vel hugsjón Kiwanishreyfingarinn-
ar undir kjörorðinu; Börnin fyrst
og fremst.
Að þessu sinni voru tæplega 100
börnum afhentir hjálmar og veifur
að gjöf. Að lokinni afhendingunni
voru hjólaþrautir í umsjá lögregl-
unnar en síðan var haldin grillveisla
þar sem börnunum var boðið upp á
grillaðar pylsur og kók.
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
MUtankjörfundaratkvæóagreiósla er hafin um land allt.
Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum.
í Reykjavík er kosið í Hafnarbúðum við Tryggvagötu
alla virka daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22.
Utankjörfundarskrifstofa Samfylkingarinnar er að
Austurstræti 10, sími 551 1660 og veitir allar
upplýsingar og aðstoð við kosningu utankjörfundar.
Samfylkingin
www.samfylking.is
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Rúllur á kafí
Laxamýri - Víða er mikið fannfergi í
Þingeyjarsýslu og haft er við orð að í
Reykjahverfi hafi ekki verið jafn-
mikill snjór í rúmlega 60 ár.
Þegar fréttaritari Morgunblaðsins
leit við hjá Jóni Frímanni Jónssyni í
Bláhvammi var hann að huga að
heyrúllum sem eru einhvers staðar
langt undir fönninni við fjárhúsin.