Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar veitir viðurkenningar Sólveig Baldursdótt- ir hlaut starfslaun Morgunblaðið/Kristján ÞORGEIR Þorgeirsson og Kristjana F. Arndal, eigendur Brekkugötu 27A, Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari, Þröstur Asmundsson, formaður menning- armálanefndar Akureyrar, og Kristján Þór Júlíusson bæjarsljóri. SÓLVEIG Baldursdóttir mynd- höggvari hlaut starfslaun lista- manns Akureyrarbæjar en tilkynnt var um það í hófi sem menningar- málanefnd Akureyrarbæjar efndi til nýlega. Þröstur Asmundsson, formaður menningarmálanefndar, sagði Sól- veigu metnaðarfullan listamann, sem numið hefði list sína á Islandi, í Danmörku og á Italíu, en hún vinnur verk sín jafnt í ítalskan marmara sem íslenskt blágrýti, granít og fleira. Frá því Sólveig kom til Akureyrar að námi loknu hefur hún eingöngu unnið að list sinni. Hún varð snemma áberandi í akureyrsku menningarlífi, en fyrstu einkasýningu sína á högg- myndum hélt hún í Gerðarsafni í Kópavogi. Hún vann skúlptúr sem veittur var Eimskipafélagi Islands sem hlaut „Utflutningsverðlaun forseta Islands" 1996 og fyrir ut- anríkisráðuneytið gerði hún fimm skúlptúra sem gefnir voru utan- ríkisráðherrum Norðurlanda á EFTA ráðstefnu á Akureyri. Þá hefur hún gert listaverk fyrir Hótel Sögu. Sólveig hefur haldið sýningu á höggmyndum á Lista- safninu á Akureyri og á vegghögg- myndum á Kaffi Karólínu. Hún er höfundur útilistaverks sem unnið er úr steintegundum frá Norður- löndum og bronsi og er í göngu- götunni í Hafnarstræti á Akur- eyri. Menntaskólinn og Brekkugata 27A Viðurkenningar úr Húsfriðunar- sjóði Akureyrar fyrir árið 1999 voru einnig veittar við sama tæki- færi, en þær hlutu hús Mennta- skólans á Akureyri og Brekkugata 27 A. Um hús MA segir að það sé eitt hið tilkomumesta í bænum, það stendur við Eyrarlandsveg þar sem hæst ber á Brekkunni. Um húsið segir í nýútkominni bók Harðar Agústssonar, Islensk byggingararfleifð að Menntaskól- inn sé í „glæsilegum Akureyr- arsveiser með ívafi klassíkur, prýtt bustarósum, böndum og sérkennilegum gluggabjórum á neðri hæð“. Viðurkenningin er veitt fyrir stöðugt og markvisst viðhald glæsilegrar byggingar sem setji sterkan svip á bæjar- myndina. Ómetanlegt sé að því sé viðhaldið þannig að það verði áfram staðarprýði. Húsið við Brekkugötu 27A hefur verið lagfært og endurbætt undan- farín ár og hefur verið tekið mið af stíl hússins og uppruna og stendur það nú sem verðugur fulltrúi fyrri kynslóða steinsteyptra húsa á Is- landi. Það stendur á viðkvæmum og áberandi stað og er mikilvægur hluti þeirra bæjarmyndar Akur- eyrar sem byggðin við Brekkugötu myndar. Eigendur hússins era Kri- stjana F. Arndal og Þorgeir Þor- geirsson. Ferðaþjónustuverkefnið „Stefnum norður“ Unnið að eflingu vetrarferða ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar stóð nýlega fyrir stofnfundi vegna ferðaþjónustu- verkefnis sem hefur fengið heitið „Stefnum norður". Markmið þessa verkefnis er að vinna að eflingu á vetrarferða- mennsku á Norðurlandi. Til að vinna að þessu verkefni voru kall- aðir til fulltráar ferðaþjónustuað- ila, flugfélaga og ferðaskrifstofa. Ætlunin er að koma fram með heildstæðar lausnir í vetrarferða- mennsku á Norðurlandi með mark- vissu samstarfi þessara aðila. Verkefnisstjóri er Sævar Krist- insson frá Iðntæknistofnun og nýt- ur verkefnið ráðgjafar Ferðamála- ráðs fslands. Upplýsingum um framvindu verkefnisins verður miðlað til ferðaþjónustuaðila með fréttatilkynningum sem og á vef- síðu verkefnisins sem ætlunin er að koma upp fljótlega. Félagsstofnun stúdenta Sex tilboð í stúdentagarða SEX tilboð bárust Félagsstofnun stúdenta á Akureyri vegna 10 til 12 íbúða sem hún vill kaupa eða láta byggja fyrh- sig. Tilboðin voru bygg- ingafyrirtækjunum Eykó, Fjölni, Hyrnu, KGB, SJS-verktökum og Timbru. KGB bauð 7-8 íbúðir við Höfðahlíð 1, en aðrir voru með lóðir ofan við Hlíðarbraut, í Giljahverfi. Jónas Steingrímsson, rekstrar- stjóri Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri, sagði að ákveðið hefði ver- ið að skoða þrjú tilboðanna nánar, þ.e. frá SJS-verktökum, Hyrnu og Fjölni. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson VEITT voru verðlaun fyrir bestu tillögurnar um hönnun lóðar. Nemendur taka þátt í að hanna skólalóðina Grundarfirði - Opið hús var í Grunnskóla Eyrarsveitar á degi umhverfisins, 25. apríl. Dagurinn er hugsaður sem hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og nátt- úru og sem tækifæri fyrir stjórn- völd, félagasamtök og fjölmiðla að efla opinbera umræðu um um- hverfismál. Grunnskólinn, fjölmennasti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu, bar opnaður og almenningi gefinn kostur á að kynna sér vinnu nem- enda sem tengjast umhverfismál- um og náttúru okkar. Liður í þvf var sýning á tillögum sem nemend- ur hafa unnið að skipulagi skóla- lóðarinnar. Hugmyndir nemenda verða hafðar til hliðsjónar við hönnun lóðarinnar, sem Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslags- arkitekt í Grundarfirði mun sjá um. Veitt voru þrenn verðlaun fyrir bestu tillögurnar, fyrstu verðlaun fengu þær Sædís Karlsdóttir og Rakel Birgisdóttir í 5. bekk, önnur verðlaun hlutu Berglind Rósa Jós- epsdóttir, Fanný Lilja Hermunds- dóttir og Reginn Þór Eðvardsson í 7. bekk. þriðju verðlaun fengu þau Theodór Þrastarsson, Sara Birgis- dóttir og Markús í 7.bekk. Sérstakur samningur var undir- ritaður við nemendur í 7.-10.bekk um umgengni og umhverfismál. Foreldrar barnanna úr 7. bekk sáu um kaffí og veitingasölu meðan skólinn var opinn. Einnig sá barnakór Grunnskólans um að skemmta gestum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KIWANISMENN gefa Eyjakrökkum hjálma og veifur. Fengu hjálma og veifur Vestmannaeyjum - Kiwanisklúbb- urinn Helgafell í Vestmannaeyjum afhenti nýlega öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Eyjum reið- hjólahjálma og veifur á hjól að gjöf. Að sögn Páls Ágústssonar, forseta Helgafells, er stefnt að því að það verði fastur liður í starf- semi klúbbsins á komandi árum að afhenda börnum í fyrsta bekk hjálma að gjöf á hverju vori. Páll segir að þetta verkefni samræmist vel hugsjón Kiwanishreyfingarinn- ar undir kjörorðinu; Börnin fyrst og fremst. Að þessu sinni voru tæplega 100 börnum afhentir hjálmar og veifur að gjöf. Að lokinni afhendingunni voru hjólaþrautir í umsjá lögregl- unnar en síðan var haldin grillveisla þar sem börnunum var boðið upp á grillaðar pylsur og kók. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla MUtankjörfundaratkvæóagreiósla er hafin um land allt. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum. í Reykjavík er kosið í Hafnarbúðum við Tryggvagötu alla virka daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22. Utankjörfundarskrifstofa Samfylkingarinnar er að Austurstræti 10, sími 551 1660 og veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utankjörfundar. Samfylkingin www.samfylking.is Morgunblaðið/Atli Vigfússon Rúllur á kafí Laxamýri - Víða er mikið fannfergi í Þingeyjarsýslu og haft er við orð að í Reykjahverfi hafi ekki verið jafn- mikill snjór í rúmlega 60 ár. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit við hjá Jóni Frímanni Jónssyni í Bláhvammi var hann að huga að heyrúllum sem eru einhvers staðar langt undir fönninni við fjárhúsin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.