Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingur á Viðskiptastofu íslandsbanka um gengistap útvegsfyrirtækja
Taka áhættu með því að veðja
á að jenið styrkist ekki
SLÖK afkoma í sex mánaða uppgjöri
nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja
hefur að hluta til verið rakin til
gengistaps og þá aðallega gengistaps
á skuldum í japönskum jenum, en að
sögn Einars Pálma Sigurðssonar,
sérfræðings hjá Viðskiptastofu ís-
landsbanka, hafa lágir grunnvextir á
jeni valdið því að algengt er að fyrir-
tæki hafa valið að vera með 10-40%
af lánum sínum í jenum. Hann sagði
að fyrirtækin hefðu tekið ákveðna
áhættu með því að veðja á að jenið
styrktist ekki verulega, en það
styrktist hins vegar talsvert í októ-
ber síðastliðnum og hefur verið að
koma í ljós í uppgjörum fyrirtækj-
anna að það hafði veruleg áhrif.
„Fyrirtækin bóka gengistap á lán-
unum sínum í jenum en sum sjávar-
útvegsfyrirtæki eru að selja afurðir
sínar í jenum og njóta þá hækkunar
á jeninu í sölu á afurðunum. Það er
hins vegar hvorki bókað sem gengis-
tap né gengishagnaður, en kemur
hins vegar fram í hærra söluverði.
Það má því kannski ekki líta á þetta
þannig að fyrii'tækin séu öll að tapa
á hækkun jensins, en mörg þeirra
eru samt að gera það. Það er þá
vegna þess að þau hafa valið að hafa
hlutfall jena í lánakörfu sinni hærra
en hlutfallið er í íslensku gengiskörf-
unni,“ sagði Einar Pálmi.
Hann sagði að sveiflur í jeninu
hefðu verið miklar síðustu árin og
því gæti gengistapið hafa gengið til
baka í sex mánaða uppgjöri eða í
næsta tólf mánaða uppgjöri.
„Það er þó í raun og veru engin af-
Þetto er rétti
staðurinn...
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum
stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan
við Select vió Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Sfminn er 575
1230, vió erum með rétta bílinn á réttum staó - og á rétta veróinu.
Vió bjóðum allar tegundir bílalána.
Visa/Euro raðgreiðslur.
...fyrir rétta bílinn:
Járnháls
Hestháls
Fossháls
Grjótháls
(Select)
Vesturlandsvegur
BMW 316i
árg. 96, 1600^|
5g, 4d, svartur^jjl
ek. 51 þús., R.
kr. 1.620.000,-
árg. 97, 1400, Hyundai Sonaca V6, árg. 97,
3d, blár, ek. 28 þús 3000, ss, 4d, grár, ek. 31 þús.,
■kr. 930.000,- kr. 1.660.000,
Land Rover Discovery
diesel, 5g, Só,
5j|L dökkgrænn,
Fiat Brava ELX
árg. 97, 1800
5g, 5d, Ijósgrænn, ek. 55 þús.
kr. 1.190.000,-
Hyundai H-100, árg. 97, ^
diesel, 5g, 4d, grænn,
1.140.000,-
kr. 3.100.000,
Toyota Carina Wagon, árgu^
96, 2000, 5g, 5d, blár, ek. 115 þús
kr. 1.190.000,-
WHBl- GMC Jimmy Vortec,
TBr árg. 96, 4300, ss,
(P 5d, rauóur, ek. 46 þús.,
kr. 2.950.000,-
■PHFRenault Meganó
™ RT Berline, árg. 98,
1600, 5g, 5d, dökkblár,
: r
1.390.000.
ek. 13 þús.,
Renault Laguna RT,
árg. 98, 2000, ss, 5d,
vínrauður, ek. 6 þús.,
- Ren.iult
1 I
árg. 93, 1800, ss, 4d, vínrauóur,
ek. 61 þús.,
kr. 890.000,- corH fsco
Hyundai Accent GLSi, árg. 98,
1500, 5g, 4d, silfurgrár, ek. 24 þús.
kr. 1.030.000,-
kr
820.000,
Ford Escort Stw,árg. 97, 1400
5g, 5d, vínrauóur
ek. 37 þús
kr. 1.120.000,-
Suzuki Vitara JLX, árg. 93, 1600
5g, 3d, hvítur, ek. 95 þús.
kr. 880.000,- ^
Grjótháls 1
sími 575 1230
sökun sem fyrirtækin hafa og það
eina sem þau geta sagt er að þau
taka ákveðna áhættu. Þetta er ekki
eitthvað sem bara gerist í ytra um-
hverfmu sem þau hafa engin áhrif á.
Þau velja það að hafa lánin í jenum
að töluverðu leyti og þegar þau taka
lán í jenum þá vita þau að þetta get-
ur gerst. Ef þau vilja tryggja sig
geta þau annað hvort skuldbreytt
lánunum úr jenum í aðrar mynth’,
eða þau geta notað fi-amvirka samn-
inga, skiptasamninga og valréttar-
samninga, til að annað hvort minnka
eða eyða áhættunni. Fyrirtæki hafa
allar leiðir sem þau kjósa í dag,“
sagði Einai’ Pálmi.
Ekki búin að innleysa tapið
Hann sagði að flest fyi-irtækin
væru sennilega ennþá með þá
áhættu sem þau hefðu tekið með því
að vera með stórt hlutfall lána sinna í
jenum. Þau hefðu ákveðið að bíða og
sjá hver framvindan verður því jenið
sé ekki með nema 0,20% grunnvexti
þannig að það megi styrkjast tölu-
vert áður en fyrirtækin fari að tapa á
því að hafa tekið jenalán.
„Þetta er yfirleitt bókhaldslegt tap
sem fyrirtækin eru að sýna, en þau
eru raunverulega ekki búin að inn-
leysa tapið. Þau myndu gera það
með því að greiða niður lánin núna
eða myntbreyta þeim, þannig að
þessi áhætta er ennþá í rekstrinum
og þetta er alveg meðvitað hjá fyrir-
tækjunum að gera þetta. Þetta er
ekki beint góð afsökun þannig lagað,
en þetta er þeirra val og þetta er
ekki eitthvað sem þau ráða ekki neitt
við. Þau ættu frekar að segja að þau
hafi tekið ákveðna áhættu og dæmið
hafi ekki gengið upp núna en það
gæti gengið upp síðar,“ sagði Einar
Pálmi.
Fjöldi bankastofnana
á hverja 100.000 íbúa 1997
Lúxemborg
ísland
Austurríkl
Finnland
Sviss
Þýskaland
Japan
Bandaríkin
ESB
Ítalía
Holland
Soánn
Bretland
Frakkland
Grikkland
Listi The Economist
yfír fjölda banka
*
Island í
öðru sæti
i É
SAMKVÆMT vikublaðinu The f
Economist er Island nú í öðru sæti g
hvað snertir fjölda banka miðað við
höfðatölu en hér á landi eru
rúmlega 45 bankar á hverja 100
þúsund íbúa ef marka má
útreikninga blaðsins. Grikkland er
það land í hópi iðnríkja sem fæsta
banka hefur miðað við höfðatölu eða
aðeins 0,4 banka á hverja 100
þúsund íbúa en Frakkar og Bretar
búa við svipaðar aðstæður, með 0,7 |
banka á móti sama íbúafjölda.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið um 1
samruna banka í Bandaríkjunum
undanfarin ár eru enn rúmlega þrír
bankar á hverja hundrað þúsund
íbúa vestanhafs en bæði Þýskaland
og Japan hafa hlutfallslega fleiri
banka. Lúxemborg trónir efst á
listanum með næstum 53 banka á
hverja 100.000 íbúa, enda er
bankastarfsemi þar einn
aðalatvinnuvegurinn og þar eru |
starfræktar alls 221 lánastofnun. 1
Blaðið getur þess að í flestum I
löndum fari bönkum fækkandi í takt
við vaxandi samkeppni og samruna
fyrirtækja í greininni.