Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Full vernd á tómötum og agúrkum T ómatar helmingi dýrari en agiírkur ÞEGAR íslenskir tómatar komu á markað var kílóið af þeim selt á rétt innan við 800 krónur. Kílóið hefur síðan lækkað um að meðaltali 200 krónur og kostar nú rétt innan við 600 krónur. Búið er að setja há- markstolla á innflutta tómata. Til samanburðar má geta þess að kíló- verð af íslenskum agúrkum er um 300 krónur. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónusi, segir að skýringin á háu tómataverði sé sú að verndartollar séu settir á rétt áður en íslensk framleiðsla annar eftirspurn og þannig sé búinn til verðgrunnurinn. Hann segir að í síðustu viku hafi skort íslenska tómata og þá hafi Bónus flutt þá inn frá Hollandi. Hann telur að horfumar séu góðar í þessari viku hvað snertir íslenska framleiðslu en bendir þó á að það sé háð veðri. Viktor Kieman, innkaupamaður hjá Hagkaupi, segir að það þjóni litlum tilgangi að flytja tómata inn um þessar mundir þar sem tollarnir séu mjög háir. Hann segir eins og Guðmundur að í sfðustu viku hafi íslensk framleiðsla ekki annað eftir- spum. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra hjá Landbúnaðar- ráðuneytinu, er 30% verðtollur á innfluttum tómötum frá 26. apríl og magntollar 198 krónur. A agúrkum er 30% verðtollur og 197 krónu magntollur. Þegar hann er spurður hvort rétt sé að hafa fulla vernd á tómöt- um ef íslensk framleiðsla anni ekki eftirspurn segist hann standa í þeirri trú að íslensk framleiðsla anni fyllilega eftirspum og segist ekki hafa fengið ábendingar um annað. Kolbeinn Agústsson hjá Sölufélagi garðyrlqumanna segir að verðið á ís- lenskum tómötum hafi farið að lækka í lok maí í fyrra en hann búist við að verðlækkunin komi fyrr fram í ár. „íslensk framleiðsla fór að anna eftirspuminni í síðustu viku og nú mun framboðið aukast í hverri viku.“ Varanlegt gólfefni á bílskúrinn - og bílnum (og þér) líður betur TOPP!! Hentar vel á álagsstaöi svo sem iönaöargólf, sturtuklefa, verslanir og bílskúra._______ Thppsuooo Hentar vel á vélasali, verkstæöi, vörugeymslur og bílskúra. fallegt úrval lita auðvelt að þrífa framúrskarandi ending mismunandi áferð losnar ekki 5 ára ábyrgð Leitið upplýsinga og fáið tilboð. aenir IÐNAÐARGÓLF Smiðjuvegur 72 • 200 Kópavogur Sími: 564 1740 • Fax: 554 1769 m V, o Nýtt Brún án sólar ÞEIR sem vilja vera brúnir allt árið án þess að liggja í sóiböðum eða á ljósabekkjum geta nú fengið TanTowel blautþurrkur og orðið brúnir með því að strjúka yfir andlit og'eða líkama. Jakob R. Garðarsson hjá heild- verslun ISON, sem flytur þurrkurn- ar inn, segir að þær séu einfaldar í notkun, lykti hvorki illa né smiti í föt, engin hætta sé heldur á að húðin verði skellótt eða appelsínugul. „Fólk strýkur yfir andlitið að morgni með blautum klútnum og er orðið brúnt að um það bil þremur tímum liðnum. Liturinn þvæst ekki af og endist í a.m.k. þrjá sólarhringa.“ Jakob segir að sex ár séu liðin síð- an Astralar hófu að þróa efni, sem gæfi hraustlegt útlit án þess að auka hrukkur og líkur á húðkrabbameini. Afraksturinn eru þessar blaut- Sand verslun í Kringlunni NYLEGA var verslunin Sand opn- uð í nýja hluta Kringlunnar. I fréttatilkynningu frá Sand kemur fram að verslunin selji fatnað á karla og konur undir eigin merki en Sand verslanir eru bæði víða í Skandinavíu og annarsstaðar í Evr- ópu. „Fyrirtækið leggur áherslu á einfaldan og sígildan tískufatnað úr vönduðum efnum“, segir í fréttatil- kynningunni.“ Taktu vel á roóSI skðtoni VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjavenslunum þurrkur sem eru viðurkenndar af Hollustuvernd. Þurrkurnar fást á ýmsum hársnyrtistofum og fara senn í dreifingu í aptótek og á snyrtistofur. Kraft- ur frá Blá Band KOMINN er á markað nýr kraftur frá Blá Band í Dan- mörku sem nefnist „Touch of Taste“. í fréttatilkynn- ingu frá Nathan & Olsen hf. kemur fram að hægt sé að fá sex mismunandi tegundir, kálfa-, grænmetis-, kjúklinga-, fiski-, villisveppa- og humarkraft. Ilmgufubað HAFINN er innflutningur á ilm- gufubaði sem er gegnsætt fristand- andi hylki sem ýmist einn eða tveir sitja innis í. í botni gufubaðsins er einskonar hraðsuðupottur sem síð- ur vatnið og gerir gufuna lausa við sýkla. f fréttatilkynningu frá Her- manni Níelssyni á Egilsstöðum sem flytur ilmgufuböðin til landsins kemur fram að lítið hylki sé yfir hitaranum fyrir mismunandi ilmolí- ur. Fram kemur þar að ilmolíurnar séu unnar úr náttúrulegum jurtum og hafi mismunandi áhrif. Sumum olíum er ætlað að vinna gegn asma, svefnleysi og höfuðverk á meðan aðrar eru sagðar hafa áhrif á gigt, stífa vöðva og æðabólgur svo dæmi séu tekin. Yfir stendur kynning á ilmgufu- baðinu í sundlaugunum í Laugardal. Enginn er sérfræðinmir á Öllum SVÍðum Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.