Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breska lögreglan handsamar mann sem grunaður er um að hafa staðið fyrir mannskæðum sprengjuárásum í London Leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir morð Lögreglan segir manninn ekki tengjast samtökum nýnasista sem lýst hafa ódæðunum á hendur sér London. Reuters, The Daily Telegraph. TUTTUGU og tveggja ára gamall verkfræðingur var í gær leiddur fyrir rétt í London og ákærður fyrir morð eftir að þrjár naglasprengjur, sem hann er sakaður um að hafa komið fyrir á ýmsum stöðum í London undanfamar tvær vikur, höfðu orðið þremur að bana og sært meira en eitt hundrað manns. David Copeland var handtekinn á heimili sínu í Suður-Englandi snemma á laugardag, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þriðja naglasprengjan, sem spring- ur í London á tveimur vikum, hafði sprungið á krá í Soho-hverfí og valdið dauða þriggja. Hann var leiddur fyrir rétt í gær og ákærður fyrír morð og fyrir að hafa komið sprengjunum f'yrir í þeim tilgangi að valda sem mestum meiðslum. Urskurðaði dómari Copeland í gæsluvarðhald til tíunda maí. Talsmenn bresku lögreglunnar sögðu í gær ekkert benda til að Copeland væri tengdur þeim nýnas- istahreyfingum sem lýstu ódæðun- um á hendur sér, en mikil skelfíng TEIKNING listamanns af David Copeland, sem leiddur var fyrir rétt í London í gær og ákærður fyrir þrjár sprengjuárásir. greip um sig í London efth- að naglasprengja sprakk fyrst í Brixton og síðan í Brick Lane. Sprengjuherferð þessari virtist beint gegn minnihlutahópum en í Brixton búa svartir menn, í Brick Lane fólk sem á rætur að rekja til Bangladesh, og kráin í Soho, sem varð slíkur blóðvöllur á föstudag, er mikið sótt af samkynhneigðum. Sprengjur fai'a hins vegar ekki í manngreinarálit og meðal þeirra sem létust á föstudag var ófrísk kona, sem gekk nýlega í hjónaband. Eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en í sprenging- unni létust einnig tveir vinir þeirra hjóna, annar þeirra hafði verið brúðkaupsvottur við kirkjuathöfn- ina. t>au höfðu ætlað að fá sér bjói'- glas áður en þau héldu í leikhús. Sterk viðbrögð í Bretlandi Sprengingin á föstudag vakti afar sterk viðbrögð í Bretlandi og í gær heimsótti Karl Bretaprins vettvang ódæðisins. í viðtali, sem Sky-sjón- varpsstöðin tók við Karl, mátti ber- B R ■ K A m&M: Auglýsendur! Minnum á hinn árlega blaðauka Brúðkaupsem kemur út fimmtudaginn 13. maí nk., en þess má geta að blaðaukinn verður nú gefinn út í miðformsstærð. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild. Meðal efnis: Skipulag brúðkaupsveislunnar • Undirbúningur ungs pars fyrir brúðkaup • Fatahönnuður hannar brúðarföt á brúðina • Hvað kostar að leígja brúðarkjól * Ráðgjöf fyrir farsælt hjónaband • Hvernig viðhalda á rómantíkinni Gifting á gamlárskvöld • Brúðkaup að gömlum sið • Brúðkaupsskreytingar • Uppskriftir að mat og kökum Hárgreiðsla • Förðun • O.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 miðvikudaginn 5. maí. AUGLYSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Reuters KARL Bretaprins heimsótti vettvang sprengingarinnar á fóstudag í gær. I samtali við fjölmiðla lýsti Karl hversu harmi sleginn hann varð er honum bárust fregnir af ódæðinu. sýnilega sjá að prinsinn hafði kom- ist við. „Eins og allir aðrir komst ég í mikið uppnám yfír fréttum af þessu ódæði,“ sagði Karl. „En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessum árásum er ekki beint gegn tilteknum minnihlutahópum heldur í raun gegn okkur öllum.“ Þúsundir fólks söfnuðust saman í London á sunnudag í minningu fórnarlambanna þriggja, og allra þeirra sem særðust alvarlega í sprengingunum. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hvatti breskan almenning jafnframt til þess um helgina að sameinast í bar- áttunni gegn hatri eins og því sem liggur að baki slíkra atburða. Höfum í einkasölu fjögur 212 fm bil í þessu glæsil. atvinnuhúsnæði á 1. hæð sem skiptis! í 160,5 fm sal með 6 - 7 metra lofthæð og 52 fm millilofti. Álklæddir gluggor. Innkeyrsluhurð er meö 3,6 metra lofthæð. Húsið afh. tilb. utan með malbikuðu bílaplani og góðu útiplássi. Að innan verður húsnæðið lilbúið að öllu leiti og komið inn rafmagn, vatn og hitaveita. Viðhaldslétt húsnæði. Verðkr. 11.867.500, Þ.e. kr. 55.000 áfm. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. OPIÐ8-20 MÁNUDAGA ■FÖSTUDAGA OPIÐ10-16 LAUGAR- DAGA Bílavarahlutaverslun & bflaverkstæði • Bónvörur • Hreinsiefni • Aukahlutir 20% afsláttur á bremsuklossum og bremsuboröum HYUNDAi - MITSUBISHI - NISSflN - SUBARU - T0Y0TA - VOLKSWAGEN Fréttir á Netinu víC> m b I. i s /\LLTAF= G/TTH\SA£) A/ÝT7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.