Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 30

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gusmao hugsanlega gefnar upp sakir Djakarta. Reuters. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Indónesíu sagði í gær að hann teldi réttast að Xanana Gusmao, leið- toga sjálfstæðissinna á Austur- Tímor, yrði veitt almenn uppgjöf saka. Þannig geti Gusmao, sem verið hefur I haldi sl. sjö ár, lagt enn meir af mörkum við friðarum- leitanir á svæðinu. Muladi, dómsmálaráðherra, sagðist „persónulega þeirrar skoð- unar“ að veita ætti Gusmao al- menna sakaruppgjöf þar sem hann hefði átt sinn þátt í jákvæðri þróun friðarviðræðna á svæðinu. Muladi sagði ríkisstjómina ekki hafa gefið honum fyrirmæli þessa efnis. Muladi sagðist óttast um ör- yggi Gusmao. „Spumingin er hvort Gusmao geti vemdað sjálfan sig ef hann verður látinn laus,“ sagði Muladi. Gusmao var handtekinn árið 1992 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að leiða vopnaða uppreisn gegn Indónesíustjóm. Dómur hans var síðar mildaðui’ í 20 ár en í febrúar á þessu ári vai- hann færður úr Cipin- ang fangelsinu í Djakarta, höiuð- borg Indónesíu, í stofufangelsi til að auðvelda þátttöku hans í friðar- umleitunum sem staðið hafa yfu sl. vikur. Ödýrir bamaskór Mikið úrval Stærðir: 24-35 Litir: Rautt og blátt Verð: 1.995- STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Kringlunni, sími 568 us Medica v. Snorrabraut sími 551 851 9, Rvík. Hundruð þúsunda Kosovobúa hafa hrakist á flótta vegna átakanna i Júgóslavíu að undanförnu. Fólkið þarf á brýnustu nauðsynjum á boró við mat, hreinlætisvörur og teppi að halda. Munið söfnunarreikning okkar i SPRON, 1151-26-12 (kt. 530269-2649) og gíróseðla í bönkum og sparisjóóum. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 + Rauði kross íslands Reuters CHRISTOPHER Stone, einn bandarísku hermannanna þriggja, held- ur á fjögurra ára syni sínum við hlið eiginkonu sinnar, Tricia, á svöl- um herspítala bandaríska hersins í Landstuhl í Þýskalandi í gær. Bandarísku hermennirnir lausir úr haldi Mikill straumur flóttafólks frá Kosovo um helgina Belgrad, Washington, Tirana, Skopje, Blace. Reuters. AP. The Daily Telegraph. FANGARNIR þrír, sem serbneskir hermenn tóku til fanga fyrir rúmum mánuði, voru látnir lausir úi' haldi á sunnudag fyrir tilstuðlan hins banda- ríska Jesses Jacksons, sem barist hefur fyrir mannréttindum blökku- manna í Bandaríkjunum. Sl. daga hafa töluverðar þreifingar verið í við- ræðum um hugsanlega lausn á Kosovo-deilunni og funduðu banda- rískir þingmenn með rússneskum og serbneskum fulltrúum í Vínarborg um helgina. Gífurlegur straumur flóttafólks hefur legið frá Kosovo sl. daga og komu a.m.k. 11.000 manns að landamærunum við Makedóníu í gær. Bandarísku hermönnunum þrem- ur var sleppt úr haldi sl. sunnudag eftir að Jackson hafði farið þess á leit við Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Var Jackson staddur í Serbíu er mennirnir voru látnir lausir og voru lausn þeirra gerð góð skil í serbnesk- um ríkisfjölmiðlum. Að mati frétta- skýrenda er ljóst að forsetinn hefur með þessu viljað bæta ímynd sína meðal íbúa Vesturlanda. Hermennimir voru fluttir til Landstuhl í vesturhluta Þýskalands þar sem þeir gengu undir bráða- birgðalæknisskoðun í gær á lækna- miðstöð bandaríska hersins. David Grange, liðsforingi í bandaríska hem- um, sagði að þrátt fyrir fullyrðingar mannanna um að þeir hefðu fengið góða meðferð serbneskra hermanna, hefði læknisskoðun gefið ýmislegt til kynna um að svo hefði ekki verið. Sagði hann niðurstöður frekari rannsókna lækna mundu leiða í ljós hvað væri rétt í þeim ályktunum, en sum meiðslanna muna mennirnir ekki hvernig þeir hlutu. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, bauð hermennina velkomna heim en sagði jafnframt mikilvægt að hugsa til þeirra „milljón Kosovo-Albana sem ekki komast til síns heima“. FriðartiIIögur fá ekki hljómgrunn Jackson fór með bréf frá Milosevic til Bandaríkjanna um hugmyndir forsetans um lausn á deilunni og hugsanlegan fund serbneskra og bandarískra ráðamanna. Jackson sagði bréfið „mikilvægt skref' í átt að friði en undirtektir bandarískra ráðamanna við innihaldi þess voru hins vegar fremur dræmar. Sagði James Rubin, talsmaður ut- anríkisráðuneytis Bandaríkjanna, bréfið hafa litla þýðingu. Hann sagði friðarumleitanir Viktors Tsjernómýrdins, sérlegs erindreka Rússlands í Kosovo-deilunni, líklegri til að varpa ljósi á hvað það væri sem vekti fyrir Milosevic. Tsjernómýrdin og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, funduðu í gær í Washington um hugsanlega lausn á átökunum. Fundur þeirra kemur í kjölfar friðarviðræðna bandarískra þingmanna við rúss- neska lögmenn og fulltrúa Milos- evics um helgina í Vín í Austurríki. Þingmennirnir lögðu friðartillögurn- ar fyrir fulltrúa NATO eftir fundinn og þótti þeim ekki mikið til þeirra koma. Sagði talsmaður breska utan- ríldsráðuneytisins tillögumar „ekki þess virði að ræða um.“ Flóttmannastraumur gífurlegur Straumur flóttafólks frá Kosovo hefur verið gífurlegur síðustu daga og frásögnum þess af þjóðernis- hreinsunum serbneskra hermanna í héraðinu fjölgai- með degi hverjum. Sl. tvo daga hafa um 3.600 Kosovo- Albanar flúið til Albaníu og um 11.000 flóttamenn komu að landamærum Makedóníu í gær sem var sem olía á eldinn í flóttamannabúðum þar, sem þegar voru orðnar yfirfullar. Paula Ghedini, talsmaður Flótta- mannahjálpar SÞ, sagði ástandið ekki hafa verið svona slæmt frá því í byrjun apríl er 68.000 Kosovo-Alban- ar ílúðu héraðið og biðu þess að komast yfir landamærin. Ghedini sagði fyrirhugað að senda eins marga og mögulegt væri til Cegrane, sem eru nýjar flótta- mannabúðir í vesturhluta Makedón- íu. Að hennai- sögn er fólksfjöldinn í búðunum þar kominn í 17.000 á að- eins þremur dögum og hafa margir þurft að sofa undir berum himni. I gær fóru einnig nokkur hundruð flóttamanna yfir landamærin hjá Jazince, norðvestur af Skopje. Flestir flóttamannana komu irá Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, með lest til Makedóníu. Ghedini sagði fólkið hafa dvalið í nokkrar vikur í fjallendi Bajgora eftir að mikil átök höfðu geisað á svæðinu. Ghedini sagði um 200 karla hafa verið aðskilda fi'á konum og bömum í Pristina og því hefðu um 70% þeirra sem komu með lestinni verið konur og börn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Makedóníu í gær til að kynna sér flóttamannaástand- ið og hitta breska hermenn. Tals- menn NATO sögðu í gær að fyrir- hugað væri að setja upp flótta- mannabúðir í Albaníu fyrir u.þ.b. 160.000 flóttamenn, þ.ám. 60.000 sem flúið hefðu til Makedóníu. Að sögn hjálparstarfsmanna á svæðinu gengur hægar en gert hafði verið ráð fyrir að flytja flóttafólkið til annarra landa en nágrannaríkja Kosovo.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.