Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Leiðtogi skoskra þjóðernissinna segir að ísland geti átt von á vinsamlegum samskiptum við sjálfstætt Skotland
Þykir umdeild-
ur en öflugur
stjórnmála-
maður
Skoskum þjóðernissinnum hefur heldur
vaxið ásmegin, ef marka má skoðana-
kannanir fyrir kosningar sem fram fara í
Skotlandi á fímmtudag. Davíð Logi
Sigurðsson fór og fylgdist með Alex
Salmond, leiðtoga þeirra, í Glasgow í
lokahnykk kosningabaráttunnar.
Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson
ANDREW Wilson, einn frambjóðenda Skoska þjóðarflokksins (SNP) og
Alex Salmond, leiðtogi SNP, á fréttamannafundi í Glasgow á föstudag.
Fyrirtæki í skoskum viðskiptaheimi
litið hrifín af hugmyndum SNP
„Ahyggjur okkar
hljóta að skipta
talsverðu máli“
ALEX Salmond, leiðtogi Skoska
þjóðarflokksins (SNP), sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Islending-
ar gætu átt von á vinsamlegum og
frjósömum samskiptum við sjálf-
stætt Skotland, en SNP hefur sem
kunnugt er á stefnuskrá sinni að-
skilnað Skotlands frá Bretlandi.
SNP hefur undanfarna daga verið
að sækja í sig veðrið í kosningabar-
áttunni og þótt flokkurinn eigi
varla möguleika á því lengur að
vinna sigur í kosningunum, sem
fram fara á fimmtudag, var sannar-
lega enginn uppgjafartónn í
Salmond á föstudag þegar blaða-
maður Morgunblaðsins hitti hann
að máli.
SNP birti á föstudag skýrslu um
sýn flokksins á efnahagsumhverfið
í Skotlandi, yrði landið sjálfstætt.
Andstæðingar flokksins hafa lengi
krafíð SNP um þessa skýrslu enda
halda Salmond og félagar því statt
og stöðugt fram að skoskur efna-
hagur myndi styrkjast segðu Skot-
ar skilið við Bretland.
Salmond fullyrti á fréttamanna-
fundi á Moat House-hótelinu í
Glasgow að sjálfstætt Skotland
ætti að geta aukið hagvöxt sinn
verulega, og skv. útreikningum
þeirra SNP-manna yrði Skotland
komið upp í sjöunda sæti yfír rík-
ustu lönd heimsins á einungis örfá-
um árum fengju þeir að ráða.
Fréttamenn, sem viðstaddir
voru fréttamannafundinn, virtust
ekki ýkja sannfærðir og gerðu
harða hríð að málflutningi
Salmonds. Þeir vildu fá að vita
hvar Skotland stæði efnahagslega
ef þær forsendur sem SNP gefur
sér stæðust ekki og þeir bentu á að
ekki væri nægilegt að sýna Skotum
fram á hvað gæti gerst ef allt gengi
að óskum, líka yrði að útlista fyrir
fólki hvað gæti gerst ef allt færi á
versta veg.
Salmond lét hins vegar engan
bilbug á sér finna og bar sig vel í
samtali við Morgunblaðið. Sagði
Salmond að ísland væri einmitt
ágætt dæmi um að smáríki geti
plumað sig vel eitt síns liðs.
„ísland er auðvitað eitt af rík-
ustu löndum í heiminum og okkur í
SNP fínnst ótrúlegt að til séu þeir í
þessari kosningabaráttu sem halda
því fram að, ólíkt íslandi, þá geti
Skotland ekki með neinu móti orðið
velmegandi sjálfstætt ríki. En við
stefnum sannarlega að því að eiga
vinsamleg og uppbyggileg sam-
skipti við okkar nánustu nágranna
á íslandi.“
Kvartar yfír fjölmiðlum
Salmond var þægilegur og skýr-
mæltur í svörum sínum á frétta-
mannafundinum í Glasgow og hann
lét fréttamenn ekki setja sig út af
laginu, þótt þeir gerðu að honum
harða hríð. SNP hefur hins vegar ít-
rekað kvartað yfír því í kosninga-
baráttunni að skoskir fjölmiðlar
væru meira en lítið hlutdrægir, og
harla óvinveittir þjóðemissinnum.
Sú meðferð sem ræða leikarans
Seans Connerys á fundi SNP í Ed-
inborg fyrir viku fékk í einu slúð-
urblaðanna gekk svo fram af for-
ystu SNP að ákveðið var að flokk-
urinn myndi sjálfur hefja útgáfu
dagblaðs. Hér var að vísu aðeins
um fjórblöðung að ræða, og í
fyrsta tölublaði á fimmtudag
gleymdist algerlega að segja frá
glæstum sigri skoska knattspyrnu-
landsliðsins á Þjóðverjum í
Bremen á miðvikudag, sem þó
vakti án alls efa mesta athygli í
Skotlandi og kitlaði líklega þjóð-
arstoltið lítillega.
Reyndar rennur þeim í hug, sem
fylgist með kosningabaráttunni í
Skotlandi, að kvartanir SNP yfir
umfjöllun fjölmiðlanna séu ekki
fyllilega sanngjarnar, og að e.t.v.
henti það þjóðernissinnum ágæt-
lega að leika hlutverk uppreisnar-
flokks sem alls staðar mætir mót-
BARÁTTA Skoska þjóðarflokksins
(SNP) fyrir sjálfstæði Skotlands hef-
ur ekki fallið sérstaklega vel í
kramið meðal aðila í viðskiptaheim-
inum og hvað sem líður öllum stað-
hæflngum SNP í þá veru að sjálf-
stæðu Skotlandi myndi vegna vel
efnahagslega þá virðast stærri fyrir-
tæki í Skotlandi á þeirri skoðun að
hag þeirra yrði verr borgið heldur
en ella fengi SNP sínu framgengt.
Alan Young, talsmaður lífeyris- og
líftryggingafyrirtækisins Scottish
Widows, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fíármálastofnanir í líkingu
við Scottish Widows hafí áhyggjur
af þeirri staðreynd að aðskilnaður
Skotlands og Bretlands reisi landa-
mæri milli rfkjanna. 90% viðskipta-
vina Scottish Widows ku vera sunn-
an við landamæri Skotlands og því
hafí fyrirtækið augsýnilega engan
áhuga á að slík landamærí séu reist.
Staðreyndin er nefnilega sú, segir
Young, að erfitt er að stunda við-
skipti, eins og þau sem Scottish
Widows stundar, yfir landamærí.
„Afstaða okkar er því sú að sjálf-
stæði gæti reist vegg milli okkar og
90% viðskiptavina okkar sem ætti að
útskýra þær áhyggjur sem við höf-
um af málinu.“ Á hinn bóginn segir
Young að það sé núna almennt við-
urkennt f viðskiptaheiminum að
heimastjómarþingið nýja, sem kosið
er til á fimmtudag, gæti orðið til
gagns, og að stofnun þess sé heilla-
skref.
Scottish Widows meðal stærstu
fyrírtækja í Skotlandi
Að sögn Youngs em starfsmenn
Scottish Widows um 3000 og það er
því bæði stórt og umsvifamikið. Til
marks um stöðu þess í skosku við-
skiptah'fi má geta þess að Mike Ross,
forstjóri fyrirtækisins, er jafnframt
formaður Scottish Financial Enter-
prise, sem em einskonar heildar-
samtök allra skoskra fjármálafyrir-
tækja.
Young bendir reyndar á að þegar
rætt er um sjálfstæði skipti tals-
verðu máli hvers konar fyrirtæki
menn reki. Hann viðurkennir að
ekki sé útilokað að lítil og meðalstór
fyrirtæki hafi aðra skoðun á málinu,
enda ræðst liagur þeirra ekki í jafn
ríkum mæli af útflutningi til ann-
arra hluta Bretlands. „En þegar öllu
er hins vegar á botninn hvolft - og
þetta er kannski ekki ýkja geðfelld
staðreynd - byggist efnahagur þjóð-
ar fyrst og fremst á því hvemig
stærri fyrirtækjum reiði af. Áhríf
okkar á skoskan efnahag em ein-
faldlega svo mikil að áhyggjur okk-
ar hljóta að skipta talsverðu máli,“
sagði Young í samtali við Morgun-
blaðið.
stöðu í „kerfinu“, og stendur einn
gegn „öllum hinum“, en á sér
göfugan málstað.
Að fréttamannafundinum á
föstudag loknum fengu nokkrir
fjölmiðlar, þ.á m. Morgunblaðið,
að taka stutt viðtöl við Salmond,
sem reyndar skýtur ögn skökku við
þar sem SNP hafði tilkynnt
nokkrum dögum áður að flokkur-
inn hygðist algerlega forðast fjöl-
miðlana, og í staðinn leggja áherslu
á að hitta fólkið sem raunverulega
skipti máli, þ.e. kjósendurna, og
eiga orðastað við þá beint. Einung-
is þannig gæti SNP korhið skila-
boðum sínum óbrengluðum til
skila, á fjölmiðlana væri ekki hægt
að treysta.
Þessu næst þusti Salmond af
stað og hugðist vera viðstaddur
góðgerðarmálsverð á Hilton-hótel-
inu í Glasgow. Þar flutti Tony Bla-
ir, forsætisráðherra Bretlands og
leiðtogi Verkamannaflokksins,
stutta hátíðarræðu þar sem hann
notaði tækifærið til að gagnrýna
harðlega „aðskilnaðarstefnu" SNP,
og það sem hann kallaði óraunhæf-
ar efnahagsáætlanir.
Lýðskrumari eða
maður fólksins?
Eins og áður sagði hafði
Salmond virst furðu afslappaður á
fréttamannafundinum um morgun-
inn, allavega ef tillit er tekið til
þess að hörð kosningabarátta var
að ná hámarki. Undir ræðu Blairs
sat Salmond hins vegar ekki róleg-
ur og var bersýnilega í allnokkurri
geðshræringu þegar hann teygði
sig í plagg, þar sem á stóð „blekk-
ingar“, og hélt hátt á lofti, eins og
til að stela senunni af forsætisráð-
herranum breska og trufla ræðu-
hald hans.
Að mörgu leyti má segja að
Salmond hafí með þessari uppá-
komu sýnt bæði sínar bestu og
verstu hliðar. Hann er ekki óum-
deildur í Skotlandi og hefur m.a.
verið sakaður um að vera lýð-
skrumari, að baráttuaðferðir hans
einkennist af því að draga að sér
athyglina með ómerkilegum uppá-
tækjum sem ekki sæmi leiðtoga
flokks sem sækist eftir forsætis-
ráðherraembætti í skoskri heima-
stjórn.
A hinn bóginn mættu andstæð-
ingar Salmonds vara sig á því að
vanmeta hann. Salmond er nefni-
lega fær stjórnmálamaður, þótt
nokkuð hafi blásið á móti þar til í
síðustu viku í þessari kosningabar-
áttu. Og um Salmond má í það
minnsta segja að hann er fjarska
frísklegur stjórnmálamaður,
óskammfeilinn og hrífandi. Það
sást berlega þegar kjósandi trufl-
aði Salmond í miðju samtali við
blaðamann Morgunblaðs til að
segja honum að hjá sér kæmi ekk-
ert annað til greina en að kjósa
SNP. „Eg vildi bara segja þér að
mér finnst þú standa þig frábær-
lega,“ sagði maðurinn og eins og
góðum stjórnmálamanni sæmir
snéri Salmond sér að manninum,
tók honum með kostum og kynjum
og þakkaði kærlega fyrir stuðning-
inn.
Folk, viðtol, dagskra
Skilafrestur auglýsingapantana
í næsta blað er til kl. 16
miðvikudaginn 5. maí.
Sími: 569 1111 * Bréfasími: 569 1110* Netfang: augl@rnbl.is