Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ásdís TÓNSKÁLDIN Mist Þorkelsdóttir og Kjartan Ólafsson leggja blómsveig á leiði Jóns Leifs fyrir hönd Tónskálda- félags Islands. Morgunblaðið/Ásdís ÞORBJÖRG Leifs, ekkja tónskáldsins, Atli Heimir Sveins- son og fleiri virða fyrir sér handrit Jóns Leifs á sýning- unni í Þjóðarbókhlöðunni. Morgunblaðið/Ásdís BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði nýjan vef um Jón Leifs og verk hans, sem tónlistardeild Ríkisút- varpsins og íslensk tónverkamiðstöð hafa sett upp. Jóns Leifs minnst á 100 ára fæðingarafmæli ÞESS var minnst á laugardaginn, 1. maí, að hundrað ár voru liðin frá fæðingu tónskáldsins Jóns Leifs. Dagskráin hófst í Fossvogs- kirkjugarði um morguninn með því að tónskáld lögðu blómsveig á leiði Jóns og nemendur úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík blésu í trompeta ísland farsælda frón. Úr kirkjugarðinum lá Ieiðin í Þjóðarbókhlöðuna, þar sem opnað- ur var nýr vefur um Jón Leifs, sem tónlistardeild Ríkisútvarpsins og Islensk tónverkamiðstöð hafa sett upp. Þar var einnig opnuð sýning á handritum Jóns Leifs, bæði eldri handritum og tölvusettum handrit- um sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Í tengslum við sýninguna héldu þeir Ámi Heimir Ingólfsson og Carl- Gunnar Áhlén fyrirlestra um Jón Leifs og tónlist hans. Þjóðleikhúsið var fullsetið á af- mælistónleikum hjá Kammersveit Reykjavíkur, sem flutti ásamt einsöngvurunum Bergþóri Páls- syni, Einari Clausen, Finni Bjarnasyni, Guðbirni Guðbjörns- syni, Guðjóni Óskarssyni, Guð- rúnu Eddu Gunnarsdóttur, Jó- hanni Smára Sævarssyni, Jó- hönnu Þórhallsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur fjögur verk eftir tónskáldið, þar af tvö sem aldrei hafa verið flutt áður. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags íslands, kvaðst í samtali við Morgunblaðið afar ánægður með daginn og sagði að- sókn hafa farið fram úr björtustu vonum. Hann fagnaði því sérstak- lega að Þorbjörg Leifs, ekkja Jóns, og Leifur Leifs, sonur hans, tóku þátt í hátíðahöldunum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson^ KAMMERSVEIT Reykjavíkur og einsöngvurum var ákaft fagnað í lok afmælistónleikanna í Þjóðleikhúsinu. I lokaverkinu á tónleikunum, Grógaldri, sem þar var frumflutt, sungu einsöng þau Jóhanna Þórhallsdóttir og Finnur Bjarnason. Jón Leifs TOIVLIST Þjóðleikhúsið HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Jón Leifs og þess minnst, að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Flytjendur voru Þór- unn Guðmundsdóttir, Guðbjöm Guð- bjömsson, Guðjón Óskarsson, Einar Clausen, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jóhanna V. Þórhalls- dóttir, Finnur Bjarnason og Kammersveit Reykavíkur, undir for- ustu Rutar Ingólfsdóttur. Sljórnandi var Johann Arnell. Laugardaginn 1. maí. TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands og Kammersveit Reykjavíkur stóðu fyrir hátíðartónleikum í Þjóðleikhúsinu 1. maí sl. Kammer- sveitin heldur upp á 25 ára starfs- afmæli og Tónskáldafélag íslands hyllir stofnanda félagsins, Jón Leifs, tónskáld. Það var sannkall- aður hátíðarbragur á tónleikunum og flutt fjögur söngverk eftir Jón en tvö þeirra voru frumflutt að þessu sinni, Helgakviða Hundings- bana og Grógaldur. Guðrúnarkvíða hefur aldrei verið flutt hér landi og Nótt aðeins einu sinni, fyrir 30 ár- um. Það má í raun segja að tón- leikagestir séu að heyra þessi verk í fyrsta sinn, ríflega 30 árum eftir lát tónskáldsins. Það vill oft svo vera, að ferðin heim dragist á langinn og þung- genginn verði síðasti spölurinn, til móts við þá fáu, er ef tii vill munu fagna ferðlúnum gesti. Þegar heimurínn hafði nærri gengið af göflunum og stríðsfárinu linnt kom Jón Leifs heim og var heilsað með byssum og fangavist. Hver hefði glaðst yfir slíku og haldið reisn sinni? I lífi listamanns ríkja tveir heimar, sá ytri, er snýr til alls þess sem er umhverfis, og sá innri, eins konar Draumaland, hugsmíð lista- mannsins, sem hann einn getur opnað sér, horfið til og átt þar ör- uggt skjól. I Draumalandi Jóns Leifs bjuggu óttalausar en samt tilfinn- inganæmar hetjur, er gengu á hólm við ráðin örlög sín og til þessara persóna sótti Jón þrek og vilja. Guðrúnarkviða I er stór- brotið harmljóð og notar Jón að- eins hluta af ljóðinu en bætir við t.d. vísunni frægu úr Hamdismál- um, „Einstæð er ég orðin sem ösp í holti, fallin að frændum sem fura að kvisti“. í fyrstu er Guðrún svo harmi slegin, að hún kemur ekki upp orði, er minnir á viðbrögð Or- feusar við dauða Evridísar og vel- ur Jón að túlka þessi viðbrögð Guðrúnar með sérlega hljóðlátri tónlist, sem flutt er af tveimur karlaröddum. Þegar Guðrún tek- ur að rekja raunir sínar verður tónlistin kraftmeiri en undir lokin kyrrist tónlistin aftur og er til- vitnunin „Einstæð er ég orðin“ úr Hamdismálum hápunktur verks- ins. Þórunn Guðmundsdóttir söng hlutverk Guðrúnar mjög vel og sama má segja um Guðbjörn Guð- björnsson og Guðjón G. Óskars- son. Guðbjörn er nýkominn heim og var ánægjulegt að heyra hann og þá var ekki síður skemmtilegt að heyra Guðjón, sem er frábær „basso-profundo". Fyrir undirrit- aðan var hraði verksins ívið of lít- ill en forskrift höfundar fyrir raddskránni er Andante con moto. Þar getur einnig að lesa þar sem flutningurinn á að vera kuldalegur, ástríðufullur og frið- sæll. Þær andstæður, sem bæði tengjast kvæðinu og tónmálinu, voru ekki nægilega afmarkaðar í túlkun og má vera, að þar komi til, að frumvinnan hafi tekið allan tímann en í heild var flutningur- inn samt mjög góður en frekar sléttur í áferð, sem er verk stjórn- andans. Nótt var annað viðfangsefnið á tónleikunum og er samið við kvæði Þorsteins Erlingssonar, 12. ljóðið í kvæðaflokknum Eiðurinn. Jón tónsetur aðeins 10 erindi og í millikafla fyrir hljómsveit er ást- arástríða Ragnheiðar og Daða túlkuð. Þetta fallega verk var mjög vel flutt og farið mjög nærri ljóðinu í túlkun, í sérlega góðum flutningi Einars Clausen og Berg- þórs Pálssonar. Ljóðið er einn fegursti þátturinn í þessari sér- stæðu ljóðaharmsögu Þorsteins Erlingssonar um Ragnheiði bisk- upsdóttur og í tónlist Jóns ríkir heiðríkur andblær íslenskrar sumarnætur. Þriðja verkið, Helgakviða Hundingsbana, fjallar um samtal Helga og Sigrúnar. Helgi er fall- inn en fær að yfírgefa Valhöll og eiga eina nótt með Sigrúnu, er bjó þeim sæng í haugnum. Þessi þátt- ur er niðurlag Helgakviðu II og var glæsilega fluttur af Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur og Jóhanni Smára Sævarssyni. Oft hefur ver- ið deilt um hraðaleiðbeiningar tónskálda og í þessu verki er hugsanlegt að meiri hraði en And- ante eigi betur við þær ástríður sem búa í kvæðinu. Kvæðið er mjög grimmt, því Helgi vegur föð- ur og bróður Sigrúnar, giftist henni, býður Degi bróður hennar grið, fyrir trúnaðareið, sem Dag- ur bregður við Helga og vegur hann. Þrátt fyrir grimmdina í kvæðinu er þessi lokaþáttur sér- lega fagur og er mjög innilega tónsettur, þar sem dulúð og dauðakyrrð var ráðandi. Niður- lagið var sérlega áhrifamikið, þá Helgi hverfur á braut: „Mál er mér að ríða roðnar brautir, láta fölvan jó flugstíg troða“, og hvernig söngur Helga hljóðnar er hann hverfur á braut, fer yfir Bifröst til Valhallar, til að vera kominn fyrir dögun, áður en Gull- inkambi vekur einherja. Stórbrot- in lýsing, sem var glæsilega flutt af Jóhanni Smára og hljómsveit- inni, undir stjórn Arnells. Lokaverkið á þessum stórkost- legu tónleikum var Grógaldur, viðamesta verkið á tónleikunum og þar sem hljómsveitin hefur meira umleikis er í fyrri verkun- um og er þetta meðal síðustu verka Jóns, samið 1965. Svipdagur kemur að leiði móður sinnar og biður hana ásjár vegna ástarævin- týris. Gróa gelur honum níu galdra og biður honum heilla og segir að lokum: „Því nóga heill skaltu of aldur hafa meðan þú mín orð of mant.“ Einsöngvarar í Grógaldri voru Jóhanna V. Þór- hallsdóttir og Finnur Bjarnason, er fluttu verkið að mörgu leyti mjög vel, þótt merkja mætti, að Jóhanna væri svolítið leitandi á köflum. Hún mun hafa hlaupið í skarðið með litlum fyrirvara en svona erfitt verk þarf langan tíma til leika svo létt þyki. Þrátt fyrir að gæða megi þessi verk meiri tilþrifum í túlkun voru þau öll mjög vel flutt, bæði af söngvurum og þá ekki síst af kammersveitinni, sem lék aldeilis vel undir stjórn Johanns Arnells. Með þessum glæsilegu tónleikum hefur Kammersveit Reykjavíkur innsiglað mikilvægi sitt fyrir ís- lenska tónlistarsögu og munu þess- ir tónleikar verða taldir með því merkasta í 25 ára liststarfi sveitar- innar. Kynnir á tónleikunum var Kjartan Olafsson, tónskáld og for- maður Tónskáldafélags íslands. Avörp fluttu Hjálmar H. Ragnars- son tónskáld og Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra. Þegar hugað er að verkum Jóns Leifs er einkum þrennt sem gefur honum sérstöðu og þar skal fyrst fram telja, að sú vinnuaðferð, sem margir ámæltu hann fyrir og töldu vera merki kunnáttuleysis, þ.e. að nota að mestu leyti hljóma í grunn- stöðu, má rekja til tvísöngsins, því tónbilið fimmund er grunnstöðu- tónbil. Hljóðfall eða hrynjandi ís- lenskra ljóða, og þá ekki síst fornra, hafði mikil áhrif á hversu Jón tónklæddi texta og eru þessi atriði sótt í sjóð íslenskra þjóðlaga. Að þessu leyti má líkja starfi Jóns við það sem Bartók og Kodaly gerðu suður á Balkanskaga. Annað atriðið er í raun alþjóðlegt og varð- ar nútímalegt tónferli og notkun tóna í ómstríðri skipan. Þar má á stundum merkja áhrif frá atónal tækni aldamótanna, einnig ýmis- legt sem vísar til jaðaráhrifa frá tólftóna vinnubrögðum og í spar- samri tónskipan, má líta á að hann hafi haft í huga það sem nefnt er „minimalismi". Sem sagt: I tón- vinnu Jóns Leifs er að finna margt af því sem einkennt hefur þróun nútímatónlistar, þótt meðferð hans hafi ávallt verið mjög persónuleg. Þriðja atriðið er ást hans á forn- sögunum og það hvernig hann tón- klæðir þetta sérstæða efni, sem margir töldu ósöngvænt, þrátt fyr- ir að flest muni kvæðin hafa verið kveðin, þ.e. tónklædd með ein- hverjum hætti, sem ekki er hægt að flokka sem lestur, heldur sem fyrirbrigði, er stendur miklu nær því að vera söngur. Fornsagnaá- hugi Jóns Leifs skapar honum al- gjöra sérstöðu og má segja, að nánast hvert einasta verk hans sé beinlínis sprottið upp úr sögu lands og þjóðar. Því er listsköpun hans fyrst og fremst íslensk að inntaki. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.