Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 35 LISTIR Beinið stendur nakið eftir ÖNNUR Ijóðabók Sindra Freys- sonar heitir Harði kjarninn (Njósnir um eigið líf) og er nýút- komin. Fyrsta ljóðabók Sindra kom út árið 1992 og fyrir síðustu jól kom út fyrsta skáldsaga hans. Hann hefur líka samið smásögur og leikrit. Stemmningar og augnablik ljóðanna í Harða kjarnanum eru staðsett víðsvegar um heiminn, í ókunnugum og ekki ókunnugum herbergjum og rúmum, við ólík- ar götur, í bíómyndalegu um- hverfi og hversdagslegu og síð- ast en ekki síst í heiminum sem ekki hefur verið svo nákvæmlega kortlagður þar sem tilfinningar mannanna búa. - Ljóðið Stór eyru heyra fátt segir frá því „gríðarstóra eyra“ sem stendur við útvarpshúsið í Efstaleiti og hlustar eftir við- burðum heimsins en greinir ekki „bylgjurnar af ástarleik okkar í Vesturbænum..." Ef lagt er útfrá Ijóðinu má segja að ljóð Sindra hafi lítil eyru og heyri gjarnan það sem ekki má heyrast eða heyri það sem hefur á einhvern hátt gleymst. Þegar Sindri er spurður um þetta segir hann: „Við lifum á tímum þar sem njósnahnettir geta tekið nær- mynd af litla fingri manns í Malasíu, þar sem hægt er að miða út farsíma til að finna eig- anda hans af svo mikilli ná- kvæmni að varla skeikar nema nokkrum sentímetrum, þar sem hægt er að fylgjast með hvað þú eyddir miklu á krítarkortinu þínu, klukkan hvað og í hvaða verslun þú keyptir bók í gær eða buxur á morgun. Stríð eru háð í beinni útsendingu í sjónvarpi, á Netinu geturðu horft á daglegt amstur fólks allan sólarhringinn. Og svo framvegis. Hvernig bregðast menn við þegar heimurinn virðist gegnum- lýstur? Jú, þeir horfa inn á við og leita í þau skjól sem þeir telja enn ósnortin. Það eru eins konar undirheimar einkalífsins, veröld neðanjarðar í þér sjálfum. Þver- sögnin er auðvitað sú að maður veitir öðrum innsýn í þennan heim þegar maður skrifar um hann. Höfundurinn ræður hins vegar hvað hann sýnir og enginn getur verið viss um hvað er skáldskapur og hvað veruleiki. Þau forréttindi nýti ég mér til fulls.“ - Njósnir um eigið líf... Þetta er góð lína og hún býr til sér- staka afstöðu til sjálfsins. Hvern- ig varð titillinn til? „Hann varð til í baksýn einsog margir góðir hlutir, það er svo auðvelt að vera vitur eftirá að hyggja. Harði kjarninn getur vís- að til þess að í Ijóðunum er allur óþarfi skorinn frá skepnunni og beinið stendur nakið eftir; en í því leynist mergurinn. Harði kjarninn getur lfka vísað til þess að tónninn í þessum textum er oft hörkulegur og sömuleiðis áberandi þættir í bókinni: borgin, tæknin, djammið, nóttin, víman, skyndikynnin og árekstrar fólks heima og heiman, fólks sem vill í raun og veru frekar vera í faðm- lögum. Sumir telja einnig að harði kjarninn tengist innsta hluta mannsins. Ein vinkona mín kom lika með þá ágætu tilgátu að harði kjarn- inn væri taugaendi nokkur í ann- ars mjúku umhverfi og ég er svo- lítið skotinn í þeirri skýringu. Ekki síst minnist ég hennar þeg- ar strokið er yfir rauða upp- hleyiita punktinn á forsíðu bók- arinnar. Undirtitillinn, Njósnir um eigið líf, skýrir sig sjálfur held ég, því textinn er oft á tíð- um nærgöngull við höfundinn og nánasta umhverfi hans. Lesendur fá útrás fyrir hneigð sína til að l*ggja a gægjum á meðan höf- undurinn eltir sjálfan sig, hlerar tninaðarsamtöl og tekur eftirlits- myndir úr leynum. Allar hreyf- ingar eru skrásettar, skjalfestar og skilgreindar. Einkalífið fær engan frið.“ - Ljóðin fá heldur ekki að vera í friði eins og venjuleg ljóð í ljóðabók því þú tekur út setningu úr hveiju ljóði og birtir (stækk- aða) á undan því, óháð titli ljóðs- ins. Þannig býrðu til aukaljóð úr ljóðinu. Hver er hugmyndin á bakvið, ef það er ekki of frakkt að spyrja? „Hugmyndin tengist nafni bók- arinnar; með því að taka út stikkorð er gengið enn lengra í því að nálgast harða kjarnann í textanum, nánast borað inn í liann. Fyrir vikið verður til bók innan bókarinnar, þannig að segja má að lesendur fái tvær bækur á verði einnar. Stundum minnir þetta einnig á konkret- ljóðagerðina, en þó er útfærslan einfaldari og stflhreinni að mínu viti. Hugmyndin kviknaði í náinni samvinnu við drottningarnar í Hunangi, þær Sigrúnu Sigvalda- dóttur og Ragnhildi Ragnarsdótt- ur, sem hönnuðu útlit bókarinnar af stakri snilld og lögðu ómældan tíma og hugkvæmni í að gera hana sem best úr garði. Um leið eru þessi orð og setningar ekki ósvipuð leiðarvísum eða vísbend- ingum sem lesandinn getur tekið mið af á ferðalagi sínu um bók- ina, en ég minni þó á að kannski er verið að leiða hann afvega í sumum tilvikum. Kannski er kast- Ijósinu varpað á orð sem hefur ekki lykilstöðu í ljóðinu og því varhugavert að einblína þangað þegar textinn er lesinn, en kannski skiptir viðkomandi orð höfuðmáli... Síðast en ekki síst er þetta fallegur leikur með text- ann, leikur sem gleður augað,“ segir Sindri Freysson að Iokum. Og Ijóðabók hans er svo sannar- lega fyrir augun, þau innri og þau ytri. Og að ekki sé minnst á augu fíngurgómanna. í kösinni I dansi get ég gleymt mér fargað þessum einskisverðu stundum Eru ekki allir vinir í svartri kösinni án minnis, án máls, án fortíðar óraveg írá grýttu landinu A dimmum stað í miðri borginni erum við ekki til; rið dönsum Við eram fætur, hendur sem sveiflast augu að lokast á meðan tónlistin hamrar á eyranum Við erum svífandi höfuð Við eram eitt andartak Síðasta minning dyravarða áður en þeir sofna timbraðir af vímu annarra I dansi get ég gleymt mér drukkinn af hreyfingunni, snertingunni fjarlægðinni frá næsta manni Við vörpum engum skugga á titrandi gólflð, við erum aðeins til í hugum eigenda og staðirnir skipta stöðugt um eigendur BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur HÁLSKREM Hálskrem Hálskrem Hálskrem Nýja hálskremið frá BIODROGA smitast ekki í föt og ber frábæran árangur. Utsölustaðir: Stella, Bankastræti, Ingólfsapótek, Kringlunni, Snyrtistofa Lilju, Stillholli, Akranesi, Stjörnuapótek, Akureyri. Bankastræti 3, sími 551 3635 NÝ ADELE TÓIVLIST í s 1 e n s k a « p e r a n LEÐURBLAKAN Á SÝNINGU íslensku óper- unnar á Leðurblökunni á laug- ardagskvöldið tók Hrafnhildur Björnsdóttir við af Þóru Ein- arsdóttur í hlutverki Adele, þjónustustúlku Eisensteinhjón- anna. Þar sem þegar hefur verið fjallað um sýninguna verður að- eins látið nægja að geta þess að sýningin í heild hefur slípast og er allur leikur og söngur í góðu jafnvægi. Rödd Hrafnhildar er sem sniðin fyrir hlutverkið, létt og björt súbretturödd. Hrafnhild- ur hefur einnig til að bera þokka og útgeislun sem gæða hlutverkið karakter. Leikur hennar var finn, ekki síst í kó- mískum samskiptum við vinnu- veitanda hennar, Eisenstein. Það eru tímamót í Islensku óperunni. Um helgina var til- kynnt ráðning nýrra forráða- manna; framkvæmadastjóra og listræns stjórnanda óperunnar. Víst er að miklar vonir verða bundnar við að þessu tvíeyki takist að margefla Islensku óp- erana og vinna nýja sigra í hennar nafni og er þeim óskað velfarnaðar á þeirri vegferð. Bergþóra Jónsdóttir Handboltinn á Netinu é®> mbl.is ALLTAf^ (=/TTH\/A-E) A/ÝT7 Stökktu til Benidorm 26. maí í 1 eða 2 vikur frá kr. Heimsferðir bjðða . SíðUStU 24 SÍBtÍn nú þetta ótrúlega til- boð til Benidorm hinn 26. maí, þessa vinsælasta áfangastaðar íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 26. maí og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi Verð kr. 29.955 Verð kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 26. maí, skattar innifaldir. M.v. 2 í herbergi/fbúð, vikuferð 26. maí, skattar innifaldir. Verð kr. 39.955 Verð kr. 49.960 M.v. hjón með 2 börn í íbúð, 2 vikur 26. maí, skattar innifaldir. M.v. 2 í studíó/íbúð, 2 vikur, 26. maí, skattar innifaldir. l HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.