Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Gerum ekki geðsjúk börn að pólitísku deilumáli! Á undanförnum vik- um hafa málefni geð- sjúkra barna og ung- linga verið til umræðu og er öllum neyðin ljós. Trúum við foreldrar því að nú sé tími uppbygg- ingar að fara í hönd. Ekki þykir foreldrum það vænlegur kostur að leita að blóraböggli fyrir því ástandi sem nú ríkir. Geðsjúk börn hafa verið til á öllum kjörtímabil- um á Islandi. Svo látum kyn-t liggja og horfum til framtíðar. Barna- og unglinga- geðdeild I umræðunni undanfarið hefur gleymst að þakka það góða starf sem starfsfólk á BUGL innir af hendi. Þjónustan er byggð utan um 0,2% barna, en alls staðar í nágrannalönd- um okkai- er viðurkennd þörf 2% og er það væntanlega hópurinn sem bankar á dyrnar hjá BUGL. Ef til vill er það skýringin á biðlistanum. Gerum við foreldrar okkur fulla grein fyrir því að starfsfólk á BUGL gerir allt sem í þess valdi stendur okkur til hjálpar og að þar hefur ver- ið unnið ómetanlegt starf við mjög erfiðar aðstæður? Við skulum beina sjónum að því sem bæta þarf. BUGL þarf að stækka svo biðlisar hverfi, fjölga innlagnarplássum, bráðamóttaka þarf að vera fyrir hendi, göngudeild þarf að efla því stórum hópi má hjálpa með göngudeildarþjónustu. Skólamál þarf að bæta, stærsta hópnum má sinna úti í almennum skóla í sérdeildum eða með stuðn- Jenný Steingrfmsdóttir ingi. En lítill hópur barna þarf á sérskóla að halda, Dalbrautar- skóli tekur við innfiiggjandi börnum og unglingum, en út- skrift miðast i lang- flestum tilfellum við frá báðum stöðum í einu. Verður einnig að horfa til þeirrar ábyrgðar sem lögð er á kennara og annað starfsfólk skóla að bera ábyrgð á alvarlega geðsjúkum einstaklingi inni í stór- um hópi barna. Deildin þarf fjár- magn til þess að hafa opið 365 daga á ári, þegar greiningarvistun lýkur þarf að vera til langtímameðferðarheimili fyrii- þau börn sem ekki geta dvalið heima. Hvíldarheimili er langþráður draumur sem væntanlega myndi létta mörgum foreldrum lífið og einnig vera tilbreyting fyrir börnin, sem mörg hver lifa í félagslega ein- angruðu umhverfi. Pólitískt bitbein Börnin okkar eru veik og finnst okkur foreldrum hálfskrítið til þess að hugsa að þau séu orðin að póli- tísku bitbeini, okkur langar mun meira til þess að heyra að fyiir haustið verði bætt úr þó ekki sé nema einni af brýnum þörfum okkar. Þessi barátta snýst ekki um pólitík heldur um mannréttindi, hættum að kasta á milli okkar gatslitnum bolt- anum og spyrjum að leikslokum. A lokuðum fundi sem haldinn var á Túngötu 7 hinn 24. apríl sl. kom fram að ailir frambjóðendur hefðu vilja til Velferðarmál Börnin okkar eru veik og finnst okkur foreldr- um hálfskrítið til þess að hugsa, segir Jenný Steingrímsdóttir, að þau séu orðin að póli- tísku bitbeini. að styðja við bakið á börnum og ung- lingum með geðsjúkdóma. Allir voru sammála um alvöru málsins. Foreldrafélag Þögnin sem ríkt hefur í kringum þennan hóp hefur verið alger og kannski þess vegna sitjum við svona aftarlega á merinni. Ekki var það ætlun foreldrafélagsins að vinna fyr- ir okkar hóp með sorglegum sögum af börnunum okkar en því fór sem fór. Við stöndum nú á tímamótum, stofnað hefur verið foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga og hvetjum við foreldra sem ekki hafa nú þegar skráð sig í félagið að gera það hið fyrsta. Viljum við þakka líkn- arfélögum, stofnunum og fyrirtækj- um fyrir styrk og hlýhug okkur til handa. Fyrsti aðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 4. maí kl. 20.30 í fundarsal Bama- og unglingageð- deildar, Dalbraut 12. Sýnum sam- stöðu og mætum öll. Höfundur skrifur fyrir hönd For- eldrafélags geðsjúkra barna og unglinga. > VEISTU AF HVERJU VIÐFÁUM HRUKKUR MEÐ ALDRINUM? Húbin hægir á framleiðslu Q10, elninu sem heldur húðinni sléttri. Nú er hægt ab fá Q10 í dag-, nætur og augnkremi frá Nivea Visage. Veldu þaö sem hentar þér og húbinni þinni best. NIVEA VISAGt; QIO frá Nivea Visage andiitskrem sem virka! www.jsh.is Aðgerðir tann- lækna í þágu þroskahamlaðra „Aðgerðir tannlækna til þess að fá leiðrétt- ingu á mistökum Tryggingastofnunar ríkisins,“ segir Þórir Schiöth formaður Tannlæknafélags Is- lands, „hafa skilað ár- angri fyrir þroska- hamlaða." í Morgunblaðinu 28. apríl síðastliðinn skrif- ar Sæmundur Stefáns- son grein þar sem hann túlkar ástæður fyrir samningsslitum á við- ræðum milli Tann- læknafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Ennfremur gefur hann í skyn að einungis fjórir reikningar frá tannlæknum vegna fatlaðra barna hafi ekki verið endurgreiddir rétt. Hið rétta er að stjórn tann- læknafélagsins veit um tugi reikn- inga sem ekki hafa fengist greiddir. Tannlæknar vita, að það hefur enga þýðingu að senda inn reikninga sem ekki koma til með að verða greiddir. Ef reikningi er hafnað skráist hann Tannlækningar Tryggingayfírtannlækni, segir Þórir Schiöth var allan tímann fídlljóst hvað hann gerði. ekki inn í tölvukerfi Tiygginga- stofnunar. Því hefur Sæmundur Stefánsson ekkert yfirlit yfir ógreidda reikninga. Ummæli hans dæma sig því sjálf. Forsaga samningsslita Um árabil hefur verið samningur í gildi á milli Tannlæknafélags ís- lands og Tryggingastofnunar ríkis- ins um gjaldskrá á tannlæknisverk- um fyrir tryggða sjúklinga. Þessi samningur er ekki lengur í gildi. Undir þessum kringumstæðum, samkvæmt almannatryggingalög- um, ákveður heilbrigðisráðheiTa hversu mikið er endurgreitt af tannlæknareikningum. Nú hefur slitnað upp úr samningaviðræðum og engir samningafundir eru fyrir- hugaðir. En, hvað rekur tannlækna til að setja málin í slíka upplausn? Jú, ástæðan er niðurskurður heil- brigðisráðherra sem skerðir for- varnir barna og unglinga. Þessi nið- urskurður byrjaði með reglugerð, no 664, frá 1996 sem kom til fram- kvæmda í ársbyrjun 1998. Forvarn- ir þroskahamlaðra vora þá einnig skertar. Ný reglugerð, no 29, frá síðustu árámótum skerti forvarnir enn meira. Tilkoma fyrrgreindra reglugerða breyttu starfsumhverfi samningsins við tannlækna og því var samningnum í raun sagt upp af heilbrigðisráðherra. Tannlæknar eru heftir faglega og geta ekki beitt bestu lausnum vegna munnholsvandamála tryggðra sjúk- linga. Þetta hefur bitnað á þeim sem síst skyldi; barnmörgum fjöl- skyldum, vistmönnum stofnana, þroskahömluðum og börnum með alvarlega fæðingargalla. Ekki er lengur endurgreitt vegna flúormeð- höndlunar 13-17 ára, notkun á efn- um sem hjúpa og loka tyggiskorum hefur verið skert og fræðslu um tannvernd hefur verið kastað út. Ennfremur era skertar heimildir til röntgenmyndatöku þar sem tann- læknar fylgjast með byrjandi tann- skemmdum og beita tannvernd í stað þess að bora strax í tennur og setja fyllingar. Þessi niðurskurður var einnig látinn ganga yfir fótluð og þroskahömluð börn. Sá um tölvukerfið Starfsmenn Trygg- ingastofnunar ríkisins hafa einungis sagt hálf- an sannleikann til þessa í fjölmiðlum, því hvergi er minnst á eldri reglugerðina, no 664, sem er upphafið að öllu saman. Tryggingayfirtann- læknir í samráði við forstjóra Trygginga- stofnunar sá um að koma ákvæði eldri reglugerðarinnar fyrir í tölvukerfi Trygginga- stofnunar í ársbyrjun 1998. Þá komu þeir því þannig fyrir að niður- skurður á forvörnum bitnaði á þroskahömluðum, þrátt fyrir að þeir ættu ekki að verða fyrir skerð- ingu á forvörnum samkvæmt lög- um. Ti'yggingayfirtannlækni var allan tímann fullljóst hvað hann gerði, enda sendi hann dreifibréf til allra tannlækna og tilkynnti hertar reglur í sambandi við forvamir. Þetta er ekki eina dæmið um hvern- ig Tryggingastofnun ríkisins breyt- ir vinnureglum sínum til að skerða réttindi fólks. Viðurkennir mistök Framkvæmdastjóri Þroskahjálp- ar gekk í málið fyrir mánuði síðan og loksins þá viðurkenndi trvgg- ingayfirtannlæknir mistök sín. For- vamir höfðu verið skertar hjá þroskahömluðum. Þann 13. 4. ‘99 var vinnureglum Tryggingastofnunar breytt vegna þrýstings frá Tannlæknafélagi fs- lands og Landssamtökunum Þroskahjálp. Þannig að forvörnum má beita við þroskahamlaða og fjöl- fötluð börn upp að ákveðnu marki. Þroskahamlaðir eru því nú undan- skildir skerðingarákvæðum reglu- gerðanna sem þeir áttu að vera all- an tímann, samkvæmt lögum. Tannlæknar hafa bent á þetta í heilt ár. Hvernig er skatt- peningunurn betur varið? Starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins hafa haldið því að fjölmiðl- um að þessi mál snúist einungis um peninga hjá tannlæknum. Þetta mál sem nú hefur tekið rúmt ár að fá leiðréttingu á hefur kostað Trygg- ingastofnun sáralítið miðað við þau lífsgæði sem það færir þroskahöml- uðum. Heildarfjárútlát Trygginga- stofnunar vegna tannlækninga þroskahamlaðra voru um kr. 8,7 milljónir árið 1997 sem dreifðust á um 500 einstaklinga og þar eru for- vamir um 20-30% af kostnaði. Aft- ur á móti eru heildarútgjöld Trygg- ingastofnunar vegna tryggingayfir- tannlæknis og skrifstofu hans um 8 milljónir á ári. Þrýstingur frá Tannlæknafélagi Islands hefur virkað Nú er hægt að beita forvörnum innan ákveðinna marka, sem ekki hefur verið hægt að gera í rúmt ár fyrir þroskahamlaða. Ástæða þess að það tók svona langan tíma að leiðrétta þetta var í raun sú, að Tryggingastofnun ríkisins vildi ekki fara að lögum. Þroskahamlaðir áttu allan tfmann að vera undanskildir skerðingarákvæðum reglugerð- anna. Stjórn Tannlæknafélags Is- lands fagnar árangri aðgerða sinna. Nú þegar hafa aðgerðirnar skilað auknum réttindum til handa þeim sem minnst mega sín. Það er næg réttlæting. Höfundur slarfar scm lannlæknir ojg er fomiaður Tannlæknafélags Islands. Þórir Schiöth
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.