Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 43

Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 43 ___________UMRÆDAN_________ Hvað á ég að gera við norðlenska atkvæðið mitt? ÉG tek hlutverk mitt sem leikmaður í lýðræðishefð þjóðar- innar alvarlega; ég velti iyrir mér fram- bjóðendum, hvað þeir setja á oddinn og hvernig þeir era vaxn- ir til stórræða. Á kjör- degi ætla ég síðan að kjósa þann listann sem er vænlegastur til að áorka einhverju fyrir - heimahaga mína. Mergurinn málsins er sá að ég vil bua áfram í fæðingarbæ mínum, Akureyri. Ég er þó engan veginn reiðubúinn að taka að mér hlutverk síðasta móhíkanans; hvað þá að gerast hrópandinn í eyðimörkinni. Ég skil vel alla þá fjölmörgu sam- borgara mína sem era annaðhvort teknir að hugsa sér til flutnings á suðvesturhomið eða eru þegar farnir. Launin virðast að jafnaði allmiklu hærri fyrir sunnan (sumir tala um 30% að meðaltali) og at- vinnulífið fjölskrúðugra. Nú hljótum við Akureyringar að spyrja í tilefni komandi þingkosn- inga: Hafa frambjóðendur eitt- hvað annað að bjóða en almennan (og handónýtan) orðavaðal um styrkingu byggða til að sporna gegn því að unga fólkið flykkist suður? Og hvað hafa þeir aðhafst á undanförnum áram til að vinna gegn þessari öfugþróun? Næsta lítið, liggur mér við að segja, en væri þá sjálfsagt að gera einhverj- um rangt til. Einn er þó sá maður sem hefur unnið jafnt og þétt að því að gera Akureyri að raun- verulegum keppinauti Reykjavíkur um vinnuaflið. Sá er Tómas Ingi Olrich. Nú síðast hefur elja hans kristallast í sam- starfssamningi milli Háskólans á Akureyri og Ferðamálaráðs Is- lands um kennslu og rannsóknir á sviði ferðamála. Hyggjum svolítið nánar að forsögu þessa samnings því hún varpar ljósi á starfshætti Tómasar Inga og gerir okkur fært að meta hann sem al- þingismann. Förum þó fljótt yfir sögu. Árið 1993 vakti hann athygli á því í Rannsóknaráði ríkisins (þar sem hann átti sæti) að rannsóknir í ferðaþjónustu á Islandi væra næsta fátæklegar. I kjölfarið var stofnað til starfshóps, undir for- ustu Tómasar Inga, sem útlistaði meðal annars hvað bæri að gera til að efla ferðaþjónustu. Tveimur ár- um síðar tók hann þátt í því, með fleiram, að marka stjórnvöldum stefnu í ferðaþjónustu og flutti þá jafnframt þingsályktunartillögu sem gekk út á það í meginatriðum að efla Akureyri sem miðstöð rannsókna í ferðaþjónustu. Þessi draumur er nú byrjaður að rætast með áðumefndum samningi Ferðamálaráðs og Háskólans á Akureyri. Og þó að ég muni kannski aldrei Kosningar Einn er þó sá maður, segir Jón Hjaltason, sem hefur unnið að því að gera Akureyri að raunverulegum keppi- nauti Reykjavíkur um vinnuaflið. verða flokksbróðir Tómasar Inga þá deili ég með honum þeirri draumsýn að Akureyri eigi eftir að verða miðpunktur rannsókna á sviði ferðamála á íslandi. Ég tek líka undir með Þorsteini Gunnars- syni háskólarektor að ferðaþjón- ustan felur í sér mikinn vaxtar- brodd. Að þessu öllu sögðu hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að það sé í þágu Ákureyringa, og reyndar allra þeirra sem vilja vöxt og við- gang á Eyjafjarðarsvæðinu, að Tómas Ingi Olrich sitji áfram á Al- þingi Islendinga. Hann hefur knúið málefni ferðaþjónustunnar áfram í gegnum kerfið, ekki síst með það í huga að í náinni framtíð rísi öflug stofnun á Akureyri í anda þeirra tveggja sem sjávarútvegur og landbúnaður hafa notið góðs af um langt árabil; nema hvað að hér yrði um að ræða Rannsóknamiðstöð ferðamála. Höfuntlur er sagnfræðingvr. Jón Hjaltason &. HEILSUBOTARDAGAR á SÓLHEIMUM í GRÍMSNESI 20. maí-25. maí 28. júlí-3. ágúst 11. júní-16. júní 12. ágúst-17. ágúst Nánari upplýsingar og skráning hjá Sigrúnu Olsen og Þóri Barðdal í síma 566 8003, 564 0023, 564 3555 eða gsm 897 1021. Við latum verkin tala FRAMS0KNARFL0KKURINN Vertu með á miðjunni Árni, Kjartan, Drífa, Ólafur, Við löndum verkefnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.