Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 48

Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um nýju Hollywood „Andúð menningarvitanna á Hollywood- framleiðslunni er því fyrst og fremst for- dómar sem, eins og endranœr, byggjast á fáfræði. “ ollywood er nú á sínu öðru blóma- skeiði. Hið fyrra, sem kallað er klassíska skeiðið, varði frá þriðja áratugnum fram að stríði. A þessu tímabili fram- leiddu stóru kvikmyndaverin gæðamyndir á færibandi sem áhorfendur gleyptu við. Eftir stríð var mai’kaðurinn ekki eins öniggur, einkum sökum þess að sjónvarpsgláp var að verulegu leyti komið í stað bíóferða. Að mati bandaríska menningar- fræðingsins, Thomas Schatz, er það undrum líkast að Hollywood og kvikmyndin sem slík skuli hafa lifað af sjón- varpsbyltinguna og þá þenslu sem orðið hef- VIÐHORF ur í skemmt- _---— anaiðnaðinum Eftir Þröst a síðari hluta Helgason aidarinnar. Telur Schatz að kvikmyndaver á borð við Paramount, MGM og Wamers, sem öll höfðu það af, hafi sýnt mikla aðlögunarhæfni. Stjórn- endur þeirra áttuðu sig í tíma og breyttu framleiðsluaðferðun- um og afurðunum. Sé það hins vegar eitthvað eitt framar öðru sem fleytti Hollywood inn í nýtt blómaskeið þá er það stórmynd- in eða blokkbösterinn svokallaði (sjá „The New Hollywood", Film Theory Goes to the Movies, 1993). Hollywoodmyndir hafa orðið dýrari og vinsælli nánast með hverju ári frá því á sjötta ára- tugnum. Samkvæmt könnun sem tímaritið Variety birti árið 1983 voru aðeins tvær myndir af sjö þúsund sem framleiddar voru í Hollywood fyrir 1950 á meðal þeirra 75 mynda sem gef- ið höfðu hvað mest af sér. Svip- uð könnun frá árinu 1992 sýndi að níutíu af hundrað tekjuhæstu myndunum fram að því höfðu verið framleiddar eftir 1970. Stórmyndaæðið hófst fyrir al- vöru á áttunda áratugnum en líta má á það sem svar Hollywood við myndbandavæð- ingunni og tilkomu kapalsjón- varpsins. Sennilega markar Jaws eftir Steven Spielberg sem frumsýnd var 1975 upphaf stórmynda eins og við þekkjum þær í dag en einnig á Star Wars eftir George Lucas frá 1977 þátt í mótun þessarar kvik- myndagerðar. Bissnessvæðing- in, sem löngum hafði loðað við Hollywood, varð alger frá og með þessum myndum. Þær voru fyrstar hinna fokdýru, há- tæknilegu, áhættusömu, sann- kölluðu stórmynda sem geta af sér ýmiss konar söluvaming, svo sem tónlistarmyndbönd, hljómdiska, sjónvarpsþáttarað- ir, myndbönd, tölvuleiki, skemmtigarða, skáldsögur og myndablöð svo eitthvað sé nefnt. Framleiðsla kvikmynda af þessu tagi eru gríðarstór margmiðlunarverkefni þar sem frumsýning myndarinnar sjálfr- ar er ekki nema einn viðburður- inn af mörgum. Gæði myndar- innar er aðeins einn af mörgum þáttum sem ráða velgengni hennar, mikilvægasti þátturinn er sennilega góð markaðssetn- ing myndarinnar og annarrar vöru sem framleidd er í tengsl- um við hugmyndina sem unnið er út frá. I raun er kvikmyndin ekki aðalatriðið heidur hug- myndin (konseptið) sem sölu- herferðin er síðan byggð á. Að mati sumra eru kvik- myndirnar sjálfar farnar að líkj- ast auglýsingum meir og meir. Þær eru fullar af ýmsum merkjavamingi sem framleið- endur skuldbinda sig til þess að sýna í myndunum. Þannig er að hluta vegið upp á móti miklum framleiðslukostnaði. En einnig er frásagnartæknin og allt yfir- bragð myndanna farið að draga dám af augiýsingum, að sumra mati á kostnað sögunnar eða handritagerðarinnar. Kvik- myndir af þessu tagi virðast raunar frekar vera verk hönn- uða en leikstjóra. Framleiðend- urnir eru líka famir að gera ráð fyrir því að fleiri horfi á mynd- ina í sjónvarpi en á breiðtjaldi og því er tæknivinnsla að miklu leyti löguð að sjónvarpsskján- um. Og þar er vissulega hægt að læra ýmislegt af auglýsing- um: allir sjónrænir þættir em minnkaðir og atburðir færðir inn á miðju hans, framvindan er hraðari, tónlist er notuð meira, klippingar em tíðari, stílfæring er mikil og tæknibrellur era notaðar óspart. Hér hefur verið dregin frekar takmörkuð og neikvæð mynd af hinni nýju Hollywood og margir lesendur vafalaust löngu búnir að stimpla þessa grein sem enn eina fullyrðinguna um að nú sé vestræn menning að fara til fjandans. En þó að það sé aug- ljóst að kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood sé alltaf að verða markaðsvæddari og myndimar séu í samræmi við það, þá þýðir það ekki endilega að það rambi allt á barmi glötunar. Fyrr- nefndur Schatz talar um að minna vægi frásagna og eilíf endurtekning á þeim í stór- myndum hafi fært út textaleg mörk og gert áhorfandann að meiri þátttakanda í framleiðslu- ferli myndanna, ekki aðeins sem neytanda á hinum aðskilj- anlegustu vörum sem henni tengjast heldur einnig sem mið- ill frásagnarinnar. Þeir sem býsnast yfir ungmennunum sem flykkjast á stórmyndirnar sem virðast hvorki segja sögu né miðla heillri hugsun horfa fram hjá því að unga fólkið er betur inni í heimi margmiðlunarinnar (fjölmiðlanna, myndbandanna, tölvuleikjanna o.s.frv.) sem þessar myndir em hluti af og þess vegna líklegri til að þekkja þann texta, þá frásögn eða þann táknheim sem tiltekin kvik- mynd vísar í. Ungmennin em með öðram orðum yfirleitt bet- ur læs á þessar kvikmyndir en fólkið sem er að gagnrýna þær og því bæði líklegri til þess að vera virkir þátttakendur í sköp- un þess merkingarheims sem þær móta og til að vera dóm- bærari og gagnrýnni á þær. Andúð menningarvitanna á Hollywoodframleiðslunni er því fyrst og fremst fordómar sem, eins og endranær, byggjast á fáfræði. FYLKINGIN talar nú mjög íyrir sérstöku auðlindagjaldi, og vill koma því á með upp- boði aflaheimilda. Eg hef áður bent á nokkra stóralvarlega meinbugi á þessum hugmyndum. Bann við framsali afla- heimilda getur ekki farið saman við uppboð á þeim, vegna réttar kaupanda til að ráð- stafa því sem hann kaupir. Uppboð mun valda lakari afkomu sjávarútvegsins og stráfella smá fyrirtæki. Auðlindagjald mun bitna verst á smáum útgerðarfyrir- tækjum og smáum sjávarútvegs- byggðarlögum. Auðlindagjald, uppboð eða skattur Undarleg gagnrýni á stjómkerfi fiskveiða er sú að ekki ríki sam- keppni um aflaheimildir. Það er reyndar sett fram sem rök fyrir uppboði aflaheimilda, en uppboð er alls ekki eina samkeppnisfyrir- komulagið. Verð afiaheimilda, hver selur eða kaupir ræðst allt af ákvörðun þeirra sem vilja selja og hinna sem vilja kaupa, á markaði þar sem keppa fleiri kaupendur og seljendur. Vilji menn meiri sam- keppni um aflaheimildir þá er leiðin sú að rýmka framsalsheimildir. Fjarri er að öll fyrirtæki og allir atvinnuvegir sem stunda nýtingu auðlinda í þjóðareign greiði allan kostnað sem af hlýst vegna rann- sókna, stjómar og eftirlits. Sjávar- útvegur okkar greiðir slík gjöld, nú um einn milljarð árlega, sem varið er m.a. til smíði nýs hafrannsókna- skips. Eg tel eðlilegt markmið að ætla atvinnuvegum okkar almennt að bera slíkan kostnað vegna þeirra auðlinda sem þeir nýta og greiða skatta af hagnaði þar eftir. Afkoma sjávarútvegsins hefur batnað og hann risið á þessum áratug úr þeirri öskustó sem síð- asta vinstri stjórn hrakti hann í. Nú sýnir hann sambærilega af- komu og aðrir at- vinnuvegir sem birtist m. a. í sambærilegri verðþróun hlutabréfa. Þessi árangur hefur náðst fyrir þróttmikið starf og stefnumótun sj ávarútvegsfyrirtækj - anna, á grandvelli efnahagslegs stöðug- leika, áreiðanlegs stjórnkerfis og sveigj- anlegra réttinda, en sérstaklega aukinnar kunnáttu starfsfólks og stjórnenda til að skapa verð- mæti með skipulagi veiða og fram- leiðslu í ljósi markaðsmöguleika. An þessa er verðmæti auðlindarin- ar einnar og sér lítið, eins og við þekktum allt fram á þennan áratug. Verðhækkun aflaheimilda má rekja til ávinnings af framfóram innan Sjávarútvegur Auðlindagjald, segir -31------------3»------ Arm Ragnar Arnason, leggst misjafnt á lands- hluta og byggðarlög. fyrirtækjanna sjálfra. Þjóðin, þeir sem völdu að stunda önnur störf en nú krefjast gjalda fyrir auðlindina, lögðu ekkert af mörkun til þessara framfara nema þau störf eða við- skipti sem þeir hafa fengið að fullu greidd. Helstu áhrif og afleiðingar Nauðsynlegt er að við geram okkur grein fyiir því að auðlinda- gjaldi af sjávarútvegi fylgja varan- legar afleiðingar í efnahagskerfinu, þ.e. í þjóðarbúi okkar, og sjávarút- vegurinn mun bera þær byrðar. Formaður Alþýðuflokksins, sem er ekki talsmaður hans í kosningabar- áttunni, hefur haldið öðru fram. Ekki verður komið í veg fyrir þess- ar afleiðingar af auðlindagjaldi, nema með gengisfellingu, sem for- maðurinn stefnir hugsanlega að. Hún veldur verðhækkunum inn- fluttrar vöra og íslenskir neytendur bera þá í raun auðlindagjald af fiskimiðunum. Sjálfstæðisflokkur- inn mun ekld halda þannig á mál- um. Auðlindagjaldi verður ekki velt yfir á kaupendur sjávarafurða á er- lendum mörkuðum, þeir hafa um fleira að velja. Aflaverð, þ.e. hrá- efniskostnaður fiskvinnslunnar, hækkar lítið því afkomutölur sýna að hún hefur greitt mjög hátt hrá- efnisverð og ber ekki hærra. Ut- gerðin mun því bera þessar byrðar og það mun hafa mikil áhrif á tekj- ur sjómanna. Auðlindagjald leggst misjafnt á landshluta og byggðarlög. Vægi at- vinnuvega og umfang sjávarútvegs veldui- því að byrði Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins utan Hafnar- fjarðar verður mjög lítil. Byrði Hafnarfjarðar verður mikil og byrði allra annarra landshluta og byggð- arlaga verður mjög þung vegna hins gríðarlega vægis sjávarútvegs í atvinnulífi þeirra. Byrði opinbeiTar skattheimtu mun því breytast. Afleiðingamar verða mjög alvarleg- ar fyrir þá landshluta sem sitjandi ríkisstjóm og stjómmálaflokkamir allir era sammála um að þurfi að efla. Með auðlindagjaldi munu þeir bera þyngstu skattbyrðar lands- hlutanna. Hugmyndir Fylkingar- innar um auðlindagjald og uppboð aflaheimilda era því afar sérkenni- legar þegar litið er til afstöðu Al- þýðubandalagsins í byggðamálum. Við breytum ekki rétt ef við mis- munum atvinnuvegum eða lands- hlutum, sem sumir stjómmálaflokk- ar leggja nú til. Við verðum að gæta hófs því sjávarútvegur okkar stend- ur í harðri samkeppni á erlendum matvælamörkuðum. Keppinautar hans þurfa ekki að greiða auðlinda- gjöld heldur njóta á hinn bóginn mikilla ríkisstyrkja. Við megum ekki ganga svo langt að við verðum undii- í samkeppninni. Höfundur er alþingismaður Sjúlf- stæðisflokksins fyrir Reykjnn cskjör- dæmi. Þjóðin og auðlindaarður Árni Ragnar Árnason Er verið að stela framtíð okkar? EFLAUST auglýsingablað um virkjanir og stór- iðju á Austurlandi ekki farið fram hjá nokkrum Austfirðingi. Þar er reynt að færa rök fyrir því að eitt stærsta hagsmunamál Austurlands sé að ál- verksmiðja rísi í Reyð- arfirði. Til þess að reka þessa verksmiðju í sinni endanlegu mynd þarf orku sem slagar hátt í þá orku sem Landsvirkjun seldi til almenns markaðar og stóriðju árið 1998. Orkunnar skal aflað með Fljótsdalsvirkjun, Kára- hnúkavirkjun og fleiri ótilgreind- um virkjunum. Og það þarf að virkja stórt. Það þarf sem sagt að taka nánast alla þá orku sem hag- kvæmt er talið að virkja til að reka eina mengandi verksmiðju. Ef þessar áætlanir ná fram að ganga er verið að draga stórlega úr eða jafnvel eyðileggja möguleika til eflingar og þróunar annarrar starf- semi sem byggist á orkunýtingu. Þannig er því verið að skerða möguleika á eflingu og þróun at- vinnulífs á Austurlandi til lengri tíma litið. Því má spyrja: Er verið að stela framtíð okk- ar? Það getur varia talist skynsamlegt að binda í eina verk- smiðju stóran hluta þeirrar orku sem hag- kvæmt er að virkja. Sérstaklega á þetta við nú þegar þróunin í nýtingu raforkunnar er jafti hröð og raun ber vitni. Við sjáum ekki fyrir hvemig hún verður best nýtt í ná- inni framtíð. Til að neftia dæmi þá nægir að benda á þróun vetnisframleiðslu, en margt bendir til þess að innan skammst verði tæknilega mögulegt að knýja farar- tæki með vetni, ekki bara farartæki á landi heldur einnig farartæki á sjó. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga í ljósi þess að árið 1996 vora 65,8% losunar á koltvíoxíði út í and- rúmsloftið frá skipaflotanum og samgöngum á landi. Er ekki skyn- samlegt að leita leiða til að nýta raf- orkuna þannig að draga megi úr þessari losun og vinna þannig á raunhæfan hátt gegn mengun and- rúmsloftsins? (Fyrir utan gjaldeyr- isspamaðinn sem hlytist af minnkuðum innflutningi á olíu.) Orka Er ekki skynsamlegt að leita leiða til að nýta raforkuna, spyr Gunn- -----3»---------------- ar Olafsson, og vinna þannig á raunhæfan hátt gegn mengun andrúmsloftsins? Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð vill breyttar áherslur í iðnaðar- uppbyggingu og ráðstöfun orku til framtíðar litið. Okkar stefna felur ekki í sér minni umsvif eða stöðnun eins og virkjunarsinnar vilja meina. Þvert á móti felast mikil tækifæri í orkuforða landsins og skynsamlegri nýtingu hans í góðri sátt við umhverfið og í þágu kom- andi kynslóða. (Nánari upplýsingar um stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er að finna á heimasíðu okkar www.vg.is). Höfundur er 2. maður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ;í Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.