Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 51

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JURDAGUR 4. MAÍ 1999 51 GARÐABÆR Flataskóli - Kennarar. Garðabær auglýsir lausar til umsóknar stöður grunnskólakennara við Flataskóla. • Fjórar stöður almennra kennara (bekkjarkennsla með umsjón) þar af eru þrjár veittar tímabundið til eins árs. • Fullt starf tónmenntakennara og kórstjóra. • Hálft starf sérkennara eða kennara með áhuga á kennslu barna með sérþarflr. • Hálft starf smíðakennara. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf þurfa að berast Sigrúnu Gísladóttur, skólastjóra, sem veitir nánari upplýsingar um störfm í síma565-8560. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands íslands. Þá hefur bæjarstjórn Garðabæjar gert sérstaka samþykkt um greiðslur til kennara fyrir tiltekin störf í grunnskólum bæjarins. I grunnskólum Garðabæjar jafngildir það fullu starfi að vera umsjónarkennari bekkjardeildar í 1 .-6. bekk. Grunnskólafulltrúi. Fræðslu- og menningarsvið Fiæðslumiðstöð Re^cjavíkur Laust starf í Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur Sérfræðingur Laus er staða sérfræðings á þróunarsviði Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Starfið felst í: • Upplýsingaöflun. • Tölfræðiúrvinnslu. • Skýrslugerð. • Vinnu við gagnabanka um skólastarf í Reykjavík. Kröfurtil umsækjenda: • Háskólapróf, t.d. á sviði félagsvísinda. • Áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður: Forstöðumaður þróunarsviðs. Laun samkv. kjarasamningum Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar við Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, í síma 535 5000 eða í tölvupósti: gaj@rvk.is. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Umsóknir berist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is h háfell ehf. Vélamenn Óskum eftir að ráða vana vélamenn til starfa á gröfu og jarðýtu. Mikil vinna framundan. Nánari upplýsingar gefur Magnús Guðmunds- son í síma 894 3955. FJÖLBRAUTASKÓLI VESTU RLAN D S Á AKRANESI Kennsla í framhaldsskóla Kennarastöður í eftirtöldum greinum eru nú lausar til umsóknar: # Danska # Félagsfræði # Stærðfræði # Vélsmíði Þá eru augiýstar kennarastöður í fornáms- kennslu (1/2), hjúkrun (1/2), húsasmíði, rafvirkj- un, ritvinnslu- og viðskiptagreinum, svo og stundakennsla í ýmsum greinum, bæði á Akra- nesi og kennslustöðum skólans á Snæfellsnesi. í skólanum eru rúmlega 600 nemendur í bók- legu og verklegu námi. Þar er góð vinnuað- staða fyrir kennara. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 1999. Laun eru samkvæmt kjarasamningum kenn- arasamtakanna við fjármálaráðuneytið. Umsóknarfrestur um þessi störf er fram- lengdur til 10. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Upplýsingar veita skólameistari og aðstoðar- skólameistari í síma 431 2544. Skólameistari. Grunnskólakennarar sérkennarar Lausar eru stöður kennara í Borgarhólsskóla, Húsavík næsta skólaár á yngsta stig og ung- lingastig. Raungreinakennara vantar í fullt starf við skól- ann. Leitað er eftir áhugasömum kennara sem jafnframt tæki þátt í stefnumótun skólans sam- kvæmt nýrri námsskrá. Ný raungreinastofa og aðstaða öll hin besta. Á unglingastig vantar kennara í dönsku, stærð- fræði og töivufræði o.fl. Ein staða sérkennara er laus við skólann. Reynt er að útvega kennurum niðurgreitt hús- næði. Samið hefurverið um sérkjörvið hús- víska kennara. Styrkurvegna búslóðaflutninga erveittur. Borgarhólsskóli ereinsetinn heild- stæður grunnskóli að hluta til í nýjum glæsileg- um húsakynnum. Lögð er áhersla á samvinnu og markvisst þróunarstarf. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur er til 20. maí og sendast um- sóknir til Halldórs Valdimarssonar, skólastjóra Borgarhólsskóla, Skólagarði 1, 640 Húsavík. Fræðslunefnd Húsavíkur. □ FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Flokksstjóri við félagslega heimaþjónustu Starfsmaður óskast í stöðu flokksstjóra við fé- lagslega heimaþjónustu fyrir 67 ára og eldri íbúa Árbæjar- og Breiðholtshverfa. Starfs- og ábyrgðarsvið er að hafa eftirlit með heimaþjónustu í hverfunum og aðstoða ný- ráðna starfsmenn. Unnið er nánar samkvæmt verklýsingu fyrir flokksstjóra. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og axlað ábyrgð, einnig hafa þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 9.00 til 17.00 og skilyrði er að hafa bíl til umráða. Launakjör eru sam- kvæmt kjarasamningum starfsmannafélagsins Sóknar. Einnig vantar starfsmenn við félagslega heimaþjónustu í Árbæjar- og Breiðholts- hverfin í sumar. Um framtíðarstörf gæti einnig verið að ræða. Hlutastörf og heilsdags- störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamning- um starfsmannafélagsins Sóknar. Umsóknarfrestur er til 14. maí 1999. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Félagsmið- stöðinni Árskógum 4. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar heimaþjónustu, Lilja Elsa Sörla- dóttir og Margrét Sigvaldadóttir, í síma 510 2144 milli kl. 11.00 og 12.00. MARKAÐSSAMSKIPTI EHF. m nz Vegna mikilla umsvifa óska Markaðssamskipti ehf. eftir áreiðanlegum einstaklingum til starfa nú þegar. Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu. Góð laun í boði fyrir duglega aðila. Uppl. í síma 533 5090 í dag og næstu daga frá kl. 17.00 til 21.00. Laus störf við Framhaldsskólann á Húsavík Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar: Kennarastöður í: Stærðfræði, viðskipta- og tölvugreinum, dönsku (1/2 staða), frönsku (1/2 staða), sálfræði (1/2 stada) og í sérgreinum verknámsbrautar (1/2 staða). Einnig eru iaus störf skólaritara og námsráðgjafa (1/2 staða) Ekki er nauðsynlegt að senda umsóknir á sér- stökum eyðublöðum. Öllum umsóknum þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Launakjör samkv. kjarasamningum HÍK, KÍ, BSRB og ríkisins og í boði er flutningsstyrkur og afsláttur af húsaleigu. Umsóknarfrestur ertil 15. maí 1999 og upplýs- ingarveita skólameistari og aðstoðarskóla- meistari í síma 464 1344. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari. Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð og hjúkrunardeild Skjólgarðs eru lausar til um- sóknar. Góð kjör og aðstaða í boði. Nánari upplýsingar veita Guðrún Júlía Jóns- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 478 1400 og 478 1021 og Tryggvi Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri, í síma 470 8000. Skjólgarður er heilbrigðisstofnun á Hornafirði með heilsugæslustöð, hjúkrunarheimili, fæð- ingardeild og dvalarheimili aldraðra. Heilbrigð- is- og öldrunarþjónusta á Skjólgarði er rekin af sveitarfélaginu sem reynsluverkefni sam- kvæmt sérstökum þjónustusamningi við ríkið. Á Skjólgarði fer því fram spennandi þróunar- starf. Bæjarstjóri Hornafjarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.