Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ mm mM » ss «» ■ SS SS 3 Mpggigy það kemur fleira frá Færeyjum en \ . fiskur...“ SJSÖ>«B,U ♦ Auðunn Arnórsson og Kjartan Magnússon fjalla m.a. um tengsl Færeyinga og íslendinga í atvinnulífinu, færeysk fyrirtæki og samstarf þjóðanna í sérútgáfu um Færeyjar. I blaðinu á miðvikudaginn. Yel dansað í Hafnarfírði DAJ\S fþrðttahúsið Strandgutn ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í SAMKVÆMISDÖNSUM EINS og fram hefur komið í Morgunblaðinu fór fram íslands- meistarakeppni í samkvæmisdöns- um helgina 24.-25. aprfl. Islands- meistarakeppni í dansi með grunn- sporum er ákaflega viðamikil keppni, ekki síst vegna fjölda þeirra aldurshópa og flokka sem þar keppa venjulega. Það keppnisfyrir- komulag sem notað hefur verið hef- ur verið í örri þróun og breytzt mik- ið til batnaðar undanfarin misseri. Menn eru jú sífellt að læra. A sunnudeginum var keppt í A og K flokkum, auk þess sem F- flokkur fékk líka að spreyta sig á gólfinu. I A-flokki keppti flokkur Börn I í suður-amerískum dönsum. Gaman var að fylgjast með þessum flokki. Það er gaman að sjá svo unga dansara dansa svona vel og vandvirknislega. Flokkur Börn II, dansaði einnig suður-ameríska dansa og gerði það einnig prýðis- vel. Þarna eru þó nokkuð þroskaðri dansarar á ferðinni og því gerðar til þeirra meiri kröfur. Það eru fá- einir punktar sem mig langar að benda á eins og dansstaðan, það vottaði svolítið fyrir ójafnvægi í dansstöðunni hjá sumum paranna, þ.e. ekki samræmi á milli herrans og dömunnar t.d. hæð handa o.s.frv. Fótaburður er á réttri leið og í nokkuð góðu samræmi við ald- ur og þann tíma sem þessir kepp- endur hafa stundað dansíþróttina. Unglingar I dönsuðu sígilda sam- kvæmisdansa og stóðu pörin sig nokkuð vel, hér þyrfti einnig að at- huga dansstöðuna svolítið og eins fótavinnu sem var á stöku stað ábótavant. Það sama á reyndar við hjá hópnum Unglingar II. í K-flokki eru þau pör sem hafa ákveðið að „hella“ sér út í dansinn af lífi og sál. Nokkuð miklar kröfur eru gerðar til þessa hóps og er það vel. Enda eigum við mörg mjög góð pör í þessum flokki. Börn I dönsuðu sígilda samkvæmisdansa og gerðu það mjög vel, dansstöður nokkuð góðar og ágætismýkt í dansinum. Þið eruð á réttri braut! Börn II var mjög sterkur og spennandi riðill og dansaði þessi hópur suður-amer- íska dansa. Nokkuð bar á því að „börnin" notuðu dálítið mikið staccato sem gerði dans paranna nokkuð stífan og uppgerðarlegan á stundum. Ég held að betra væri að kenna börnunum að nota fætur bet- ur og ná upp meiri „fóthraða/fót- krafti“ í stað þess að búa þetta til með efri hluta líkamans. Við komumst kannski alltaf að því sama, NOTIÐ ÞIÐ GÓLFIÐ BETUR! Það sem mér fannst þó skemmtilegast við þennan hóp er hve glöð og ánægð þessi pör virtust vera á gólfinu, dansgleði þessara para er svo innileg og „ekta“. Hóp- ur unglingar I dansaði sígilda sam- kvæmisdansa og gerði það með stakri prýði. Þessum hóp hefur far- ið mikið fram og er ánægjulegt að sjá þessar framfarir, sérstaklega í sígildu samkvæmisdönsunum. Hóp- urinn Unglingar II var að gera góða hluti í sígildu samkvæmis- dönsunum og er í góðum gír. Ung- menni, áhugamenn og fullorðnir dönsuðu sígilda samkvæmisdansa og gerðu það einnig mjög vel, sér- staklega var gaman að sjá pör í flokki fullorðinna með svo góðan fótaburð sem raun bar vitni. Þau eru um margt góðar fyrirmyndir! Á sunnudeginum fór einnig fram keppni í línudönsum. Línudansar hafa notið mikilla vinsælda út um allan heim um nokkurra ára skeið og er það vel. Línudansar eru marg- ir hverjir mjög líflegir og skemmti- legir og hefur það gefið fólki mikið að getað stundað þessa dansa und- anfarin misseri. Fólk fær mikinn fé- lagsskap út úr því að stunda línu- dansa að ég tali nú ekki um líkams- ræktina sem línudansarar stunda í leiðinni. Þessi keppni var mjög skemmtilegt innlegg í annars skemmtilegan dag, hóparnir með glaðlega og fjöruga dansa sem voru vel æfðir. I heildina séð gekk þessi helgi vel fyrir sig. Þónokkrar tafir urðu þó á laugardeginum og stöfuðu þær af því að keppendur sem höfðu skráð sig til leiks komu ekki og því riðlað- ist tímaplan keppninnar töluvert. Það er ekki sæmandi keppendum að gera slíkt, alltof mikil vinna hefur verið lögð í að gera nákvæmt tímaplan til þess að keppendur af- skrái sig á síðustu stundu. Það er spurning hvort ekki ætti að beita þeirri reglu sem er víst til, að hafí keppandi ekki skráð sig úr keppni með einhverjum ákveðnum fyrir- vara þá sé hægt að setja hann í keppnisbann komi hann ekki til keppninnar? Frá þessu eru vissu- lega frávik. Dómarar voru þeir sömu og fyiTÍ daginn og voru þeir í öllum tilfellum mjög ánægðir með þessa keppni og stöðu dansins á Is- landi. Jóhann Gunnar Arnarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson KÚREKAR kepptu um íslandsmeistaratitil. BJÖRN Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir gerðu það gott um helgina. Unnu til bronsverðlauna í suður-amerískum dönsum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.