Morgunblaðið - 04.05.1999, Page 60
^GO ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði!
Umsóknarfrestur til 11. maí
BOURJOIS
--- P A R I S -
'A‘
Stóðhestasýning í Gunnarsholti
* Ungu hestarnir
í aðalhlutverki
EKKERT er jafn órækur vitnis-
burður um ræktunarframfarir
eins og góð frammistaða ungu
hrossanna á sýningum. Og það á
við um nýafstaðna kynbótasýn-
ingu á Stóðhestastöðinni í Gunn-
" * arsholti þar sem dæmd voru 53
hross, þar af 44 í fullnaðardómi.
Þótt sýningin sé fyrst og fremst
stóðhestasýning var það gelding-
ur sem var stjarna sýningarinnar.
Ormur frá Dallandi hlaut 9,19 fyr-
ir hæfileika sem er næsthæsta
hæfileikaeinkunn sem gefin hefur
verið. Ormur vakti fyrst athygli
síðastliðið vor þegar hann stóð
framarlega í A-flokki gæðinga hjá
Fáki og svo í þriðja sæti á lands-
mótinu á Melgerðismelum í fyrra.
Var Ormur sýndur í lok sýningar-
innar og vakti þar mikla athygli
sýningargesta og að því er best
varð séð enginn ágreiningur gerð-
^ ur við dómnefndina um þær ein-
kunnir sem Ormi voru gefnar.
Það er kannski sorglegast að
svona hestur skyldi vera geltur á
sínum tíma en hann þótti ekki
nógu fallegur. Nú fær hann 7,90,
sem þykir fullboðleg einkunn á
stóðhesti í dag. Ormur er undan
Orra frá Þúfu og Lýsu frá Efri-
Rotum, sem var aftur undan Fylki
707 frá Flögu og Rauðku frá Eyj-
arhólum.
Ef að líkum lætur verður Orm-
ur sýndur í gæðingakeppni Fáks
Aog verður spennandi að sjá hvort
nýtt einkunnamet verður sett í
gæðingakeppni.
Annað, sem er athyglisvert við
sýninguna í Gunnarsholti nú, er
góð frammistaða sona Orra frá
Þúfu og má Ijóst vera að stiga-
sjóður hans í kynbótamatinu
verður enn digurri í haust þegar
nýtt kynbótamat verður reiknað
út.
Tveir afkomendur Orra röðuðu
sér í efstu sætin í flokki fjögurra
vetra hesta. Garpur frá Auðs-
holtshjáleigu stóð efstur með 8,37
fyrir hæfileika, sem er frábær ár-
angur hjá svo ungum hesti. Fær
■ qhann 9 fyrir stökk og 8,5 fyrir tölt
og fegurð í reið og 8 fyrir önnur
atriði. Fyrir sköpulag fær hann
8,03, allar einkunnir í 8 nema 7,5
fyrir höfuð og 8,5 fyrir fegurð
reið. í aðaleinkunn hlaut Garpur
8,20. Amma Garps er hin kunna
hryssa Gnótt frá Brautarholti og
afinn Hrafn frá Ondólfsstöðum.
Bróðursonur Garps, Gnýr frá
Stokkseyri, varð í öðru sæti með
8,20 fyrir hæfileika og 8,03 fyrir
sköpulag og 8,11 í aðaleinkunn.
Gnýr er undan Andvara frá Ey og
Gullbrá frá Kvíarhóli, sem er af
Kolkuósmeiði í aðra ættina.
I þriðja sæti varð svo Þyrnir
frá Þóroddsstöðum sem hingað til
hefur verið frægastur fyrir að
vera albróðir Hams frá Þórodds-
stöðum. Þyrnir fer ekki alveg eins
vel af stað og bróðir hans hvað
hæfileika varðar en hann er bróð-
urbetrungur hvað varðar sköpu-
lagið. Þar hlýtur hann 8,40, sem
er talsvert hærra en stóri bróðir
fékk á þessum aldri, fær hann 9,5
fyrir höfuð og fótagerð. Þótt
Þyrnir fari ekki eins vel af stað og
Hamur á hann alla möguleika á að
ná honum. Athygli vekur hversu
líkir þeir bræður eru en þó virðist
Þyrnir vera heldur fínlegri en
Hamur. Næstir koma Djákni frá
Votmúla með 8,01 og annar Orra-
sonur, Stæll frá Miðkoti, með
7,98.
Af fimm vetra hestunum stóð
efstur Orrasonurinn Dynur frá
Hvammi en móðir hans er Djásn
frá Heiði. Hann fær 8,37 fyrir
hæfileika, þar af 9,5 fyrir stökk, 9
fyrir tölt, vilja og fegurð í reið. Þá
fær hann 8,5 fyrir brokk og
geðslag og 5 fyrir skeið en hann
er skeiðlaus. Fyrir sköpulag fær
hann 8,15 og má geta þess að
hann er kominn með 8 fyrir háls
og herðar en hálsinn á Dyn hefur
þótt frekar stuttur. I aðaleinkunn
hlýtur hann 8,26.
Næstur kemur Keilir frá Mið-
sitju með sömu aðaleinkunn en
eitthvað lægri ef teknir eru fleiri
aukastafir. Hann hlýtur 8,21 fyrir
hæfileika og þar af 9 fyrir fegurð í
reið en aðeins 6,5 fyrir brokk, sem
dregur hann nokkuð niður í hæfi-
leikum. Fyrir sköpulag fékk hann
8,30 og þar má nefna 9 fyrir bak
og lend. Keilir er undan Ófeigi frá
Flugumýri og Kröflu frá Sauðár-
króki.
Þór frá Prestbakka, sem efstur
KEILIR frá Miðsitju virðist mjög vinsæll um þessar mundir en hann
hafnaði í öðru sæti fimm vetra hesta. Knapi er Vignir Jónasson.
Arnarsmári 6, Kópavogi
54m2 íbúð, 203 Almennt lán
Búseturéttur kr. 621.508
Búsetugjald kr. 35.248
Breiðavík 33, Reykjavík
77m2 íbúð, 203 Almennt lán
Búseturéttur kr. 882.016
Búsetugjald kr. 44.750
Lerkigrund 5, Akranesi
80m2íbúð, 101 Leiguíb. lán
Búseturéttur kr. 970.300
Búsetugjald kr. 35.059
Nónhæð 1, Garðabæ
80m2íbúð, 102 Leiguíb. lán
Búseturéttur kr. 1.101.336
Búsetugjald kr. 35.699
Leiguíb.lán = húsaleigubætur
Almenn lán = vaxtabætur
Miðholt 1, Hafnarfirði
95m2 íbúð, 202 Leiguíb.lán
Búseturéttur kr. 1.067.518
Búsetugjald kr. 42.895
Lerkigrund 5, Akranesi
94m2 íbúð, 102 Leiguíb. lán
Búseturéttur kr. 1.115.111
Búsetugjald kr. 39.834
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
GARPUR frá Auðsholtshjáleigu vakti mikla athygli er hann fékk 8,37 fyrir hæfileika, sem er afar gott hjá
fjögurra vetra hesti. Knapi er Erlingur Erlingsson.
stóð af fjögurra vetra hestum í
fyrra, fylgir fast á hæla hinna
tveggja með 8,24. Fyrir sköpulag
hlýtur hann 8,38 enda fallegur
hestur en fyrir hæfileika fær hann
8,11 og er það lægri einkunn en
margir reiknuðu með. Fyrir tölt
fær hann 8 og brokk 7,5 en þessar
gangtegundir virtust ekki mjög
sannfærandi eins og hann kom
fyrir á laugardagssýningunni. Að
sögn var hann betri á fimmtudeg-
inum. Skeiðið er hinsvegar býsna
gott. Þór er undan Svarti frá
Unalæk og Gyðju frá Gerðum.
Kanslari frá Efri-Rauðalæk varð í
fjórða sæti með sömu einkunn og
Þór en hann var með þrjár níur í
hæfileikaeinkunninni, fyrir brokk,
stökk og vilja. A hæla honum
fylgdi Huginn frá Haga sem hlaut
heila 8,47 fyrir hæfileika en 8,10 í
aðaleinkunn.
Af sex vetra hestum og eldri
stóð efstur Þröstur frá Innri-
Skeljabrekku með 8,33 í einkunn
og heila 8,51 fyrir hæfiieika, sem
er hæsta einkunn sýningarinnar.
Þar fær hann 9 fyrir skeið og
vilja. Þröstur er með 8,15 fyrir
sköpulag en hann er undan Kveik
frá Miðsitju og Glóu frá Innri-
Seljabrekku. Næstur honum kom
svo Spuni frá Miðsitju með 8,24
og hlaut hann 9 fyrir vilja og feg-
urð í reið og 8,39 alls fyrir hæfi-
leika. Fyrir sköpulag hlaut hann
8,10. Spuni er undan Ófeigi frá
Flugumýri og Kötlu frá Miðsitju,
sem er undan Kröflu frá Sauðár-
króki.
I þriðja sæti varð svo kunnur
hestur, Blær frá Argerði, sem
hefur hægt og bítandi verið að
klífa upp einkunnastigann. Hann
er líklega þekktastur fyrir að hafa
staðið efstur í A-flokki á fjórð-
SELFOSSAPÓTEK
KL. 13
JARNANUM
18.
Snyrtifræðingur veitir faglega ráðgjöf.
Glæsilegur varalitapensill fylgir
kaupum á tveimur hlutum í línunni.
DYNUR frá Hvammi er kominn á toppinn með feiknagóðri hæfileika-
einkunn skeiðlaus hesturinn, knapi er Þórður Þorgeirsson.
ÞEIR eru samtaka efstu hestarnir í efsta flokki. Frá vinstri talið Þröst-
ur frá Innri-Skeljabrekku og Jóhann Þorsteinsson, Spuni frá Miðsitju
og Atli Guðmundsson, og Brynjar frá Árgerði og Sveinn Ragnarsson.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Öpið frá kl. 8.30 til 15.30. nema niiðvikudaga
frá 8.30-12.00. Með umsóknum um íbúðir með leiguíb.lán. þarf að skila skattframtölum síðustu 3ja ára,
en síðustu skattskýrslu með umsóknum um íbúðir með almennum lánum.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. maí frá kl. 12.00-12.30 að Skeifunni 19.
Umsækjendur verða að mæta á tilskvldum tíma og staðfesta úthiutun sína, að öðrum kosti gætu þeir
misst réttindi sín og jbuðinni úthlutað til annars félagsinanns.
2ja herb.
3ja herb.
3ja herb.
4ra herb.