Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 68

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + HILDUR Marý Sigxirsteinsdótt- ir fæddist 18. ágúst 1940 á Akureyri. Hún lést á Landspít- alanum 25. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigursteinn Jóns- son, vélstjóri frá Grenivík, f. 12. júlí 1911, d. 18. ágúst 1949 og Þóra Krist- jánsdóttir, ráðskona frá Eyrarhúsum í Tálknafirði f. 28. apríl 1913. Hún lifir dóttur sína og hefur um árabil búið á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Systkini Hildar voru þrjú. 1) Þórunn Eydís, starfsmaður á sambýli fatlaðra á Akureyri f. 12. maí 1944, eiginmaður lienn- ar er Þór Þorvaldsson, prent- ari, þau eiga 5 dætur. 2) Jón Kristján, sjómaður í Vest- mannaeyjum f. 4. apríl 1947, hann á þrjú börn. 3) Steinunn, f. 18. september 1949, d. 20. ágúst 1960. Hildur giftist Níelsi Brimari Jónssyni, bankastarfsmanni, 10. september 1961, hann er fæddur á Árskógsstönd, 24. janúar 1942, en flutti ungur ásamt fjölskyldu sinni til Akur- eyrar. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Hanna Þórey f. 14. nóvember 1958, starfsmaður hjá Dverga- steini á Seyðisfirði, hennar maki er Sveinbjöm Orri Jó- hannsson, stýrimaður f. 1. ágúst 1956. Þau eiga tvær dæt- ur, Ingu Hrefnu, f. 18. nóvem- ber 1981 og Hildi Karen, f. 24. aprfl 1985. 2) Steinunn Elsa, f. 16. desember 1962, húsmóðir á Akureyri. Eiginmaður hennar er Arnar Árnason, löggiltur Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér íminningu heilagri hvar sem ég er. Eg veit að hún gætir mín vökul og hlý, vonimar rætast, við sjáumst á ný. (Geir G. Gunnlaugsson) Elsku mamma. Við söknum þín svo mikið. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og gerðir fyrir okkur. Und húmblæju hljóðrar nætur vili hugurinn hvarfla svo víða, um það sem ég áður átti eralltvarílífmu bh'ða M bernska með blauta sokka og brennheita móðurást, þær stundir koma aldrei aftur um það, er ekkert að fást. Sú minning um móður hönd með mjúka stroku á kinn, er dýrmætust allra ásta, Um eilífð um eilífð, ég finn. (Þóra Björk Benediktsdóttir) Við biðjum góðan Guð að styrkja óg hjálpa pabba og okkur öll. Þakkir fyrir allt, elsku mamma. Hanna Þórey, Steinunn og Jón Viðar. Elsku amma mín. Eg sakna þín svo mikið. Vonandi líður þér vel uppi hjá Guði. Þú gerð- ir svo margt fyrir mig, eins og að lesa, syngja og passa mig. Svo gafst endurskoðandi, f. 11. september 1959. Þau eiga tvö börn, Nínu, f. 27. mars 1990 og Orra, f. 30. júní 1994. 3)Jón Viðar, f. 12. ágúst 1968, málari á Hornafirði. Eigin- kona hans er Hulda Waage, f. 21. nóv- ember 1969, banka- starfsmaður. Þau eiga einn son, Níels Brimar, f. 17. febrú- ar 1992. Hildur ólst upp á Grenivík. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1956. Hildur sinnti húsmóðurstörfum á uppvaxtar- árum barna sinna, en starfaði einnig um árabil hjá Pósti og síma á Akureyri. Þau hjónin fluttu til Bfldudals árið 1980 þegar Níels tók við stöðu úti- bússtjóra Landsbanka íslands þar. Þau komu aftur til Akur- eyrar um tíma en árið 1985 varð Níels útibússtjóri Lands- banka íslands á Höfn í Horna- firði og bjuggu þau þar í 11 ár. Hildur starfaði á bæjarskrif- stofunni á Höfn. Síðustu 3 ár hafa þau búið á Selfossi. Á Hornafirði tók Hildur virk- an þátt í starfsemi Lionsklúbbs- ins Kolgrímu og var einn af stofnendum hans. Hún átti gott bókasafn, hafði unun af lestri góðra bóka og var þjóðlegt efni í öndvegi, ættfræði og fróðleik- ur um land og þjóð. Myndlist var henni hugleikin, en síðustu ár fékkst hún sjálf við að mála vatnslitamyndir. Utför Hildar var gerð frá Akureyrarkirkju í gær, mánu- daginn 3. maí og fór fram í kyrrþey að hennar ósk. þú mér fullt af dóti og varst alltaf svo góð. Bless elsku amma mín. Þinn Níels Brimar. Elsku amma. Nú ertu hjá Guði og englunum. Við söknum þín svo mikið, elsku amma, þú varst alltaf svo góð. Við ætlum að hjálpa afa og passa hann. Bless, elsku amma. Ástarkveðjur. Nína og Orri. Elsku amma mín. Takk fyrir allt sem við áttum sam- an. Guð geymi þig. Þín nafna Hildur Karen. Elsku Hildur. Fyrstu árin sem ég og Jón Viðar sonur ykkar Níelsar vorum saman, bjuggum við hjá ykkur á Hafnar- brautinni á Hornafirði. Foreldrar mínir höfðu flutt þaðan og skilið mig eftir í ykkar höndum þar sem ég vildi ekki fara frá Homafirði af skiljanlegum ástæðum. Þá tókuð þið Níels við „uppeldinu" og upp frá því varð ég sem dóttir ykkar. Við eyddum miklum tíma saman, m.a. þurftum við „kílómetrana okk- ar“ á hverjum degi, helst tvisvar á dag og var þá mikið spjallað. I febrúar 1992 fæddist Níels Brimar, sonur okkar Nonna og naut hann þess að vera eina barnabarnið á staðnum. í ágúst 1996 fluttuð þið hjónin frá Hornafirði til Selfoss og þá samdir þú þetta fallega ljóð um Níels yngri sem mér þykir svo vænt um: Gengið hratt um dyr hlaupið ungum sterkum fótum upp stigann. Kallað skærum róm: Amma, hvar er afi? Leikið að bílum dundað við þetta og hitt spilað ofurlítið. Beðið blíðum róm: Amma, lestu fyrir mig. Kúrt í millunni í afa- og ömmubóli. Vaknað, teygt sig. Sagt í trúnaðarrómi: Amma, ég er svangur. Hversu dapur var sá dagur þegar lítil hönd læddist í stóran afalófa. Sagt í ásökunarróm: Afi, hvers vegna era þið að flytja héðan? Mér finnst það hundleiðinlegt. Samband okkar minnkaði lítið við flutningana, við þurftum alltaf að heyra hvor í annarri að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á dag. Elsku Hildur. Þú hefur ekki að- eins verið mér önnur móðir í 14 ár, heldur hefur þú líka verið ein besta vinkona min. Ég og við öll munum sakna þín mikið. Við munum passa upp á hvert annað eins og þú gerðir alltaf. Takk fyrir allt, elsku Hildur. Þín Hulda. „Settu stút á munninn," sagði amma Hildur við mig, smástelpuna í heim- sókn hjá henni og afa á Akureyri og mundaði varalitinn. Svo málaði hún varirnar á mér vandlega, þetta voru fyrstu kynni mín af þessari snyrti- vöru. Dálítið löngu síðar spurði ég hvort ég mætti losna við varalitinn, ég væri orðin svo afskaplega þreytt á að ganga um með stút á munnin- um. Ég hélt satt best að segja að varaliturinn dytti af ef ég svo mikið sem hreyfði varirnar. Mig langar í þessum fáu orðum að rifja upp nokkrar þeirra fjöl- mörgu minninga sem ég á um Hildi ömmu mína sem nú er farin frá okk- ur. Aldrei mun ég gleyma öllum þeim bíltúi-um og gönguferðum sem við fórum, oftast fjögur, amma, afi, ég og Hildur systir mín. Lítið ferða- lag niður í Ósland á Hornafirði, þar sem við fleygðum nokkrum steinum í sjóinn og leyfðum honum Lubba að viðra sig er dýrmætt í minning- unni. Þá var ekki síður gaman að keyra að „hossubrúnni" yfír Homafjarð- arfljót. Við systur skríktum ógm-- lega þegar við hossuðumst í aftur- sætinu og var þá sama hvort verið var að fara fyrstu ferð eða þá tí- undu, því ekki komst hann afi upp með að fara bara eina ferð yfir. Alltaf var það afi sem ók, enda satt best að segja leist mér ekkert á blikuna í það eina skipti sem ég minnist að amma hafi setið undir stýri. Hún nýkomin með bílpróf, komin hátt á fimmtugsaldur og þó ég hafi ekki verið há í loftinu greip mig eitthvert öryggisleysi og sjálf- sagt hef ég einhvern veginn gefið í skyn - þó ekki hafi ég mælt eitt ein- asta orð - að betra væri að afi sæi um aksturinn framvegis. Minningarnar frá Hornafirði eru margar, enda þótti mér gott að vera þar hjá afa og ömmu í heimsókn. Þau komu líka oft til okkar á Seyð- isfjörð og þar áttum við saman góð jól árið 1996. Ári síðar héldum við jól með þeim á Selfossi. Síðast var ég hjá ömmu og afa í heimsókn fyrir fáum vikum. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höf- um átt saman, þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Ég veit að þú fylgist með mér og okkur öllum. Alltaf mun minningin um þig lifa. Þín Inga Hrefna. „Þegar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur yfir því sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Með þessum fáu orðum langar mig að minnast yndislegrar frænku, sem alltaf var mér svo hlý og góð. Ævinlega hefur verið mikill sam- gangur milli fjölskyldna okkar. Þeg- ar ég var yngri bjuggum við hlið við hlið í sama stigagangi í Skarðshlíð- inni. Ég dvaldi oft hjá Hildi, hún hljóp undir bagga með mömmu sem vann úti og var með okkur yngstu systumar hvora á sínu árinu og þrjár eldri. Það var notalegt að vera hjá Hildi og með okkur tókst mikil vinátta. Hún hefur alla tíð haldist og sambandið verið gott þótt fjöl- skyldurnar flyttu sig um set úr Skarðshlíðinni. Hildur og Níels, eða Nilli eins og við kölluðum hann alltaf, keyptu sér íbúð í Heiðarlundi og þar bættist hundurinn Lubbi í hópinn og var gaman að koma þangað og heilsa líka upp á páfa- gaukinn Fídó og alla fiskana hans Nonna. Þá gaukaði Hildur gjarnan að okkur systrum ísblómi eða öðru góðgæti. Þegar ég var sex ára gömul tóku þau sig upp og fluttust búferlum til Bíldudals. Þangað var mér boðið í heimsókn og dvaldi ég hjá þeim um tíma að sumarlagi. Ekki get ég hugsað mér betri stað að vera á, en þar naut ég einstáklega góðs atlætis þeirra hjóna. Ekki á ég síður góðar minningar frá unglingsárum mínum þegar ég dvaldi hjá þeim Hildi og Nilla á Hornafirði. Þau höfðu fundið fyrir mig góða sumarvinnu í humrinum og þar eignaðist ég góða vinkonu. Svo var dekrað við mig á Hafnar- brautinni að mér leið eins og prinsessu. Þetta var virkilega gott og gefandi tímabil í ævi minni. Nú síðast hef ég nokkrum sinnum heimsótt þau á Selfoss og ævinlega notið gestrisni þeirra og vináttu. Maja systir mín hefur líka átt yndis- legar stundir á Selfossi, en hún stundar nám í Reykjavík og hefur stundum brugðið sér í helgarheim- sóknir austur fyrir fjall. Það var ekki bara leiði á skyndibitanum í höfuðborginni og tilhugsunin um vel útilátinn heimilismat Hildar sem fékk hana austur. Það var einfald- lega gott að dvelja hjá þeim Hildi og Nilla. Ég þakka af heilum hug þær góðu stundir sem ég átti með Hildi, minningin um góða frænku lifir í huga mínum og hún hefur gert okk- ur öll sem hana þekktum og áttum með henni samverustundir ríkari. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég Níelsi, ömmu, Hönnu, Steinu, Nonna og fjölskyldum þeirra. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Vala. Þverskorin mallar ýsan í pottinum og stutt í að fiskispaðanum verði sveiflað. Ævintýrahöllinni er skellt aftur á blaðsíðu 94 og 5. Nú er orðið brýnt að gera sér upp erindi yfir í djéið. Kannski fá lánaðan blýant hjá þeim fyrir handan. Enginn tekur sérstaklega eftir því þó köflóttar Heklubuxur bregði sér af bæ. Stendur heima. Verið að hræra spaghettíinu fimlega saman við hakkið á pönnunni. Bara ydda örlít- ið lengur og þá verður boðið til sæt- is. „Og saman þau leiddust og sungu, með sumar í hjörtunum ungu.“ Samt fer maturinn ekki á borðið fyrr en búið er að lækka dulítið niður í Ellý og Vilhjálmi. Rauðri Kortínu ‘67 er gefið óþægilega mikið inn og tekið af stað með rykk. I aftursætinu stelpna- skari í heimaprjónuðum peysum, fjólubláum. Sú eldri af systrunum í framsætunum á nokkur hollráð í pokahorninu varðandi akstur bif- reiða og þá er hossast af stað til æskustöðvanna, Grenivíkur. Túber- að hárið í hættu á holóttum vegin- um, öllu fremur vegslóðanum og jafnvel líkur á útafakstri. „Jesú minn almáttur" ákallaður nokkuð stíft. En samt tími inn á milli til að segja frá Blámannshatti og Kald- bak, þama lengra til norðurs. Fjallahringurinn gleymist ekki svo glatt þó leiðin geti flokkast undir að vera ski-ykkjótt. Svo er „kvöldið okkar og vor um HILDUR MARÝ SIG- URS TEINSDÓTTIR Vaglaskóg“. Landsbankabústaður- inn þar sem einhver var búinn að finna upp krikktetið. Brautir um alla lóð, og inni raspsteiktar kótel- ettur í kassa undan dönsku kexi. Á Hornafirði er til siðs að taka skrenz, ná nokkrum kílómetrum í ofurlitlum bíltúr. Sumir sofa af sér morgunskrenzinn, en yfir skál af skyri um hádegisbil fást ítarlegar upplýsingar um hversu tært hafi verið til Heinabergsjökulsins. Kannski kallarnir séu að leggja að með nokkra gula eða spriklandi humar, gargandi kría í Óslandinu, eða einhver að mála húsið sitt uppi í Nesi. Það þarf ekkert að lækka í kaupakonunni hans Gísla í Gröf þegar farið er yfir stöðuna um há- daginn. Á herbergi 10, C-gangi, Hlíð er verið að opna jólapakkana. Að- fangadagur ‘98 og þeir eru ein- hvern veginn allir áþekkir í útliti, fráleitt mjúkir. Slegið á nokkra létta strengi þegar súkkulaðiöskj- urnar í kjöltu þeirrar gömlu eru um það bil að ná upp í höku. Hún var ekki hávaxin kona, Hildur. Tyllti hún sér á tær náði hún upp í efstu bókahillu. Hún hreyfði sig hægt og vandaði göngulagið, lítið gefin fyrir óðagot. Fatnaðurinn vel valinn og vandað- ur. I stíl við innrætið. Hæfileika góða hafði hún á ýmsum sviðum. Vel lesin og fróð um margt. Áreynslulaust setti hún saman texta og málaði myndir ágæta vel. Fyrir föndri höfðum við sama smekk, þar stóðu aðrir framar. Dul var hún um sínar innstu tilfinning- ar, hafði þær svona meira fyrir sig. Gat því ókunnugum virst fáskiptin við fyrstu kynni og kannski önnur. Af henni gat gustað þætti henni rík ástæða til. Uppgerðarlausan hlýhuginn fundu þeir þó fyrst sem þeirrar gæfu nutu að eiga hana að. Glaðvær var Hildur í góðum hópi og naut sín á velheppnuðum mannamótum. Hrókur alls fagnað- ar væri sá gállinn á henni. Viðureignin við manninn með ljáinn hefur staðið um nokkra hríð. Frá upphafi var hún ójöfn, en sól- ríkir sumardagar gáfu á stundum vonir um að ekki myndi ljánum beitt að sinni. Annað kom á daginn og þó Hildur hafi lítt verið gefin fyrir asa stóð lokarimman stutt. Éullan sóma hafði hún af viður- eigninni, örlögunum tekið með jafnaðargeði og stálinu stappað í þá sem eftir lifa. Það' er einkennilegt eins og seg- ir í Sölku Völku, „að ýmsum í einu plássi skuli geta liðið illa á logn- kyrrum sunnudegi í maí meðan hlíðarnar kringum spegilsléttan fjörðinn eru að grænka.“ En svö- leiðis er það. Við áfangaskil fylgir djúp þökk og virðing. Margrét Þóra. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf gi-einin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.