Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 69 MINNINGAR + Kati Grund Böhme fæddist í Sehwerin í Þýska- landi 14. júh' 1927. Hún lést í Trave- múnde 16. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Adolph Grund, skattstjóri í Sehwerin og síðar Lubeck, og Erna Grund. Systkini hennar voru Peter, Lotar og Jutta, sem öll eru látin. Kati kom til ís- Iands og giftist Kjartani Guð- mundssyni frá Múla, en þau skildu eftir skamma sambúð. Grund-systkinin þóttu öll fógur ásýndum og fáguð í allri framkomu, með góða menntun, listræn og gædd gleði og næmu auga á það sem spaugilegt skeði í hinu daglega lífi. Foreldramir voru bæði fædd og uppalin í Hamborg. Fjölskyldan var mjög músíkhneigð og spiluðu báðir foreldramir frábæriega á pí- anó, fiðlu og sítar. Þannig lærðu bömin líka að spila og meta músík. Kati kom til íslands 1948, rétt eftir að nýir peningar tóku gildi í Þýskalandi og hver og einn hlaut aðeins 45 DM ef hann átti nægilegt fyrir. Þannig varð Kati að selja gít- arinn sinn til þess að kaupa sér skó fyrir ferðina. Það kostaði hana mörg tár. Hún lenti hér íyrst í vist þar sem henni leið illa. Til þess að þurfa ekki að hverfa aftur út giftist hún og hlaut þar með íslenskan ríkis- borgararétt sem hún hélt til dauða- dags. Hún skrifaði bróður sínum og hvatti hann til að koma líka til þessa góða lands. Hann lét ekki biðja sig tvisvar og sté hér á land 1950 fullur aðdáunar yfir snævi- þöktum fjöllum Islands. Bæði elsk- uðu þau þetta fagra land og nutu þess hversu Islendingar virtust taka lífinu mátulega létt. Hún eignaðist son- inn Gúnter árið 1956 og giftist föð- ur hans, Reinhold, sama ár. Gúnter á tvö börn, Corvin og Lennart. Kati og Reinold settust að í Lúbeck, þar sem hann rak raftækja- verslun, en fluttust svo til Trave- múnde. Þegar Kati bjó í Reykjavík vann hún í Merkúr hjá Marinó Jónssyni við töskugerð. Bálför Katiar fór fram í kyrrþey. Þau áttu vini hér. Fyrst er að minnast Friðriks og Maríu Dungal sem gengu þeim í foreldrastað. Hjá þeim átti Kati ætíð athvarf ef eitt- hvað bjátaði á. Hún fluttist út aftur að vori 1952, þá til Lúbeck. Það var heppni fyrir mig sem konu Lotars þegai- við komum þangað að geta talað íslensku við Kati þar sem þýskan reyndist erfið til að byrja með. Minningar hennar um dvölina á Islandi fengu æ meiri ljóma í huga hennar eftir því sem árin liðu. Tvívegis heimsótti hún land og þjóð seinna og enn eftir að veikind- in jukust varð þráin sterkari eftir að koma einu sinni enn til þessa lands. Hún hélt sig sterkari en krabbann sem hún sagðist bara ekki vilja sinna og lagði tvisvar á sig lengri ferðalög þrátt fyrir bann lækna sinna, en hún safnaði kröft- um fyrst og oft hringdi hún til að láta mig vita að hún væri enn hér á jörð. Oft sagði hún mér frá þeirri martröð sem stríðið olli systrunum við loftárásimar. Kvöldið eða nóttina fyrir ferm- ingu Katiar var Lúbeck lögð í rúst. Vinkona hennar fórst þar. Yngri systirin, Jutta, losnaði aldrei við skjálftann. I hvert sinn er hún heyrði í sírenum sjúkrabíla og slökkvibíla fannst henni að kominn væri sinn síðasti dagur. Einn daginn hringdi síminn. Það var Kati sem hringdi frá sjúkrabeðnum: „Anna, við verður að fresta fórinni til íslands til næsta lífs, spottinn minn er orðinn svo stuttur, sagði læknirinn, og mig dreymdi, nei, ég var vakandi og þá birtist mér verndarengillinn minn. Hann kom bara út úr veggnum hér beint á móti rúminu mínu, veggurinn opnaðist eins og víðar dyr, og þar birtist hann í skæru Ijósi, stór og fagur, fyrir framan lækninn minn. Engillinn brosti svo blíðu brosi til mín og mér varð svo hlýtt og leið svo vel. Svo hvarf hann og veggurinn lok- aðist hægt eins og tjald í leikhúsi. Þá vissi ég, nú kvaddi hann mig til sín. Nú er lífið mitt hér á enda og nóg komið.“ Við þögðum báðar. Ég kvaddi hana í hinsta sinn og sat lengi, lengi ein í rökkrinu, ráðalaus, en samt þakklát fyrir ef hún þyrfti ekki að líða meir. Tveim dögum seinna hringdi sonur hennar til mín. Hún hafði andast, nei, sofnað, og andht henn- ar var friðsælt og slétt þar sem hún lá á dánarbeðnum með nellikk- ur milli handa, þær sem mig dreymdi sömu nóttina. Kati átti tvö barnabörn, sonar- syni, sem voi*u mjög hændir að ömmu sinni. Hún átti líka einkar náið samband við son sinn sem kaus að fara einn með öskukerið hennar út á Eystrasalt og sökkva því eins og hún hafði óskað sér. Allt er svo hverfult í þessu lífi. Það er eins og blómin á akrinum sem blómstra, fólna og fjúka. Kati gleymist ekki. Hún hafði lag á því að skoða lífið eins og hún vildi sjá það. „Anna, ég fer með sigur af hólmi,“ sagði hún einu sinni eftir fyrstu slæmu fréttina um veikind- in. Hvað það var vildi hún ekki heyra nefnt. Fljótt kemur dauðinn, hann gef- ur engum frest. Bless, Kati, við sjáumst seinna. Hugur minn dvelur hjá þeim sem eftir lifa og bið ég guð að styrkja þá. Anna Grund. KATIGRUND BÖHME JÓN ODDGEIR BALDURSSON Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfm Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar grein- ar um sama eínstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Jón Oddgeir Baldursson fæddist á Stokkseyri 15. ágúst 1953. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. apríl síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Grindavíkurkirkju 24. apríl. Fyrir stuttu kvaddi ég afa minn og nú er komið að því að kveðja þig, Jón minn. Þessi hræðilegi sjúkdómur hafði undirtökin. Jón, þú þarft ekki að kveljast meira eftir langvarandi þjáningar og mig langar að minnast þín með þessum orðum. Ég hef alltaf dáð þig mjög fyrir það hvernig maður þú varst, alltaf með svo marga í kringum þig og þá sérstaklega böm. Þeim fannst gam- an að vera í kringum þig og þér fannst einnig gaman að vera í kringum þau. Þú varst svo barn- góður. Ég segi þetta af eigin raun því ég var ásamt mörgum öðrum oft hjá ykkur Siggu. Elsku Sigga, Guðrún, Siggi og fjölskylda, Guð mun leiða ykkur áfram í gegn um þessa erfiðu sorg- arstundu. Guð styrki ykkur. Ólöf Ellertsdóttir. Ástkær dóttir okkar, unnusta, systir og barna- barn, JÓHANNA UNNUR ERLINGSON INDRIÐADÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðviku- daginn 5. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á bankabók nr. 6940 í Landsbanka íslands (138). Margrét Rannveig Jónsdóttir, Indriði Benediktsson, Gísli Þór Einarsson, Regína Unnur Margrétardóttir, Jón Indriðason, Ólöf Sigríður Erlingson Indriðadóttir. Jóhanna G. Erlingsson, Jón Sigurðsson, Benedikt Egilsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR, Heiðarlundi 6B, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 6. maí kl. 13.30. Pétur Jósefsson, Helgi Pétursson, Lísa Marfa Pétursson, Halldór Pétursson, Kristín Höskuldsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Óliver J. Kentish, Hólmfríður Pétursdóttir, Tryggvi Pálmason, Arnkell Logi Pétursson, Þorkell Máni Pétursson og barnabö-n. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður Ferjuvogi 15, Reykjavík. Lilja Lárusdóttir, Theódór Pálsson, Hannes Lárusson, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Birna Lárusdóttir, Inga Þóra Lárusdóttir, Björn Kr. Björnsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNU ELÍASÍNU GÍSLADÓTTUR frá Höfða, Dýrafirði, Skipasundi 65. Sérstakar þakkir til starfsfólks á K-1 Landa- kotsspítala fyrir góða umönnun og hlýhug. Gísli Böðvarsson, Guðrún Oddsdóttir, Jónína Böðvarsdóttir, Hans Hilaríusson og fjölskyldur. + Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR MARÍU GÍSLADÓTTUR, Hátúni 12, Reykjavík. Vilhjálmur Þórðarson, Heiðdís Sigursteinsdóttir, Smári Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar GUNNARS GUÐJÓNSSONAR verður Hársnyrtistofan Fígaró lokuð í dag, þriðjudaginn 4. maí. Hársnyrtistofan Fígaró, Borgartúni 33. Lokað Lokað verður eftir hádeai I dag, þriðjudaginn 4. maí, vegna jarð- arfarar UNNAR HALLDORSDÓTTUR. Vélasalan ehf., Ánanaustum 1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.